Alþýðublaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 6
A1þ ý 3 ublaðið M'ðvikudagur 29. október 195S JÖRGEN HÖBERG PET- ERSEN forstöðumaðúr At- lantic-bíós í Kaupmanna- iiöfn er sonur Peters Peter- sen, sem ásamt Krist.ni Bier- ing reisti Gamla Bíó í Reykjavík á sínum tíma. — Hann hefur dvalizt í Kaup- mannahöfn í 27 ár — tveim- ur áratugum lengur en. hann ætlað , að eigin sögn. Hann fór utan til náms ári.ð 1932 Og lagði stund á rafiðníræði. Prófi lauk hann árið 1940, . mánuði eftir að Þjóðverjar hernámu landið. 1 Og þegar Petsdamófarar fóru út, já Petersén veikur svo að hann komst hvergi. Fékk hann sér þá v nnu sem tónmeiscari við Pa iiladium-kv jkr; f/ndaféi.ag- ið, en allt frá fæðingu kveðst hann hafa haft áhuga á kvik- myndum. Föreldrar hans fluttust bú ferlum til Hafnar með síð- ustu ferð Gullfoss til Dan- merkur og er faðir hans enn á lífi’, en móðir hans er iát- in fyrir nokkrum árum. — Petersen yngri kvæntist ár- ið 1940 Þóru Jónsdóttur, — Jónssonar læknis. Hafa þau síðan búið í Kaupmannahöfn og eiga þrjú börn. Skömmu eftir komuna til Hafnar fékk Petersen eldrí bíóleyfi í Danmörku og ár- ið 1941 tók Atlantic bíó til starfa. í eigu hans, en Peter- sen yngri hefur verið for- stöðumaður bíósins til þessa. Á stríðsárunum lenti Peter- sen yngri í fangelsi Þjóð- verja fyrir ólöglegar sýning ar í bíóinu og var hann dæmdur til ævilangrar fang- elsisvistar. Hún varaði þó ekki nema hálft ár, því að þá var stríðinu lokið. Kom hann þá til íslands en fór eft ir skamnia viðdvöl aðallega vegna Þess að honum tókst ekki að fá húsnæði í Revkja. vík. Hann var umiboðsmaður Loftleiða í Höfn fyrstu sex árin og hefur í 10 ár verið í stjórn íslendingafélagsins í Kaupmannáhöfn og oft verið formaður þess. Hann hefur jafnan veitt forstöðu Atlant- ic bíó: föður síns og sam- hliða því starfi hefur hann séð um útv^gun ög dreifingu á kvikmyndum hmgað til lands fyrár kvikmyndahúsa- eigendur. Frá því starfí seg- ir í samtalinu hér á síðunni. Hvaðan koma kvíkmyndirnar? „STARF mitt fyrir íslenzka kvikmyndahúsaeigendur hófst með því að Vilhjálmur 3. Vil- hjálmsson kynnti mig fyrir Kristjáni Þorgrímssyni, þegar hann hóf starfsemi Austurbæj- arbíós,“ sagði Jörgen Petersen, er tíðindamaður Alþýðublaðs- ins ræddi við hann í Kaup- maijnahöfn á dögunum. Peter- sen tók að sér að útvega Au.st- urbæjarbíói kvikmyndir og upp úr því tók hann sér fyrir hendur það starf, að kaupa sýn ingarrétt á erlendum filmum og selja hann kvikmyndahús- unum í Reykjavík og Hafnar- firði. Aðallega hefur hann keypt myndir frá Frakklandi, Þýzkaiandi og Ítalíu og sömu- leiðis nokkrar Norðurlanda- myndir. Hann kveðst frá byrj- a vei a isiam Samíal við íslenzkan kvikmyndamiðlara Jörgen Petersen un hafa selt til íslands filmur fyrir meira en milljón danskra króna. „RÁÐSKONAN Á GRUND“ GEKK f 60 DAGA. „Kvikmyndamiðlun er starf, sem aldrei er hægt að læra til fullnustu," segir Petersen. „Mér finnst eins og ég viti rninna og mihna eftir því sem ég starfa lengur að þessu. Að- alatriðið er að fylgjast með því allra nýjasta, sem kemur fram og þó er það ekki einhlýtt." Sem dæmi sagði hann litla sögu: „Fyrir mörgum árum reyndi ég að selja til íslands sænska mynd, sem hét „Under falsk flag.“ Ekkert kvikmynda hýsanna hafði áhuga á henni, en Hafnarbíó tók hana þó fyr- ir þriðjung af því verði, sem upp var sett. Kvikmyndin var tekin til sýningar — ,en eftir fyrsta kvöldið var skipt um r.afn á myndinni og eftir það gekk hún samfleytt í sextíu daga, Nýja nafnið var „Ráðs- konan á Grund.“ Svona skiptir miklu máli að mynd sé gerð eftir sögu, sem allir kannast við.“ kom. Nú eru talin vera hundr- að þúsund sjónvarpstæki í Stór-Kaupmannahöfn og þeg- ar vinsælustu sjónvarpsþætt- irnir fara fram, þá standa veit ingahúsin, leikhúsin og kvik- myndahúsin galtóm, gjörsam- lega auð hús. Afleiðingin hef- ur orðið sú, að jafnvel beztu kvikmyndahúsin eins og Nati- onal Scala hafa farið á haus- inn. íslenzku kvikmyndahúsin mega teljast heppin, að eiga ekki von á sjónvarpi á næstu árum, en nú eru á svæðinu tíu GOÐAR MfYNDIR GANGA VEL. Um kvikrnyndasmekk íslend ínga segir Petersen, að góðar myndir gangi vel hér á landi. „Frá listrænu sjónarmiði er kvikmyndasmekkur íslendinga Reykjavík Hafnarfjörður góður. Tónlistarmyndir, sem kvikmýndahús.11 2kki eru sóttar á Norðurlönd- um, hljóta afbragðs góða . að- BETRI MYNDIR OG sókn heima. Myndina „Symp- i FÆRRI. ’ionie fantastique“ eftir verki! „Hvernig hafa kvikmynda- Berlioz sáu fleiri í Rejrkjavík H’amleiðendur brugðizt við heldur en í Kaupmannahöfn.1 Þessum vanda? Ameríkumenn Hér búa þó fjórar milljónir." i höfðu forystuna í þeim efnum „Athyglisvert er það líka, að °S framleiddu færri myndir en betri. Kvikmyndafyrirtæki, sem áðpr framleiddu 80 mynd- 30 myndir frá Norðurlöndum ganga ekki heima nema þær 3éu mjög góðar. Fólk virðist á ári, framleiða nú 25 vera kröfuharðara á Norður- landamyndir en aðrar. Þannig hafa aðeins fiórar eða fimm danskar myndir verið sýndar á íslandi, innan við 10 sænsk- ar og örfáar norskar. Enn er það athyglisvert, að gamanmyndir ganga ekki á ís- landi nema gríninu fylgi nokk- ur alvara. Venjulegar gaman- myndir, sem gerðar eru aðeins til að hlæja að, þýðir ekki að bjóða landanum.“ „Fyrst eftir stríðið tóku kvik- myndahúsagestir opnum örm- um lélegum myndum frá Ev- rópu, vegna þess að þær voru nýnæmi. Nú hefur þetta lagast og fullyrða má, að eingöngu betri hluti kvikmynda, sem framleiddar eru í Evrópu komi til íslands. AÐSOKN HEFUR MINNKAÐ UM FJÓRÐUNG. „Kvikmyndaiðnaðurinn hef- ur staðið á nokkurs konar tíma- mótum að undanförnu. Hann hefur átt við töluverðan vanda að stríða og er sjónvarpinu kennt um. Ástandið í kvik- myndahúsum Evrópu er þann- ig, að aðsókn hefur minnkað um fjórðung síðan sjónvarpið myndir á ári, en hafa þær góð- ar og kosta meiru til þeirra en 80 mynda áður. Þeir finna upp nýja tækni, svo sem cinema- scope og nýjasta uppfinningin er circarama. Nú er svo komið í Bandaííkjunum, að jafnvægi hefur af.tur náöst á milli sjón- varps og kvikmyndahúsa. Við gerum ráð fyrir, að þessi þró- un taki um það bil áratug í Evrópu eins og vestan hafs. ÞOKKAGYÐJUR EVRÓPUMANNA. Evrópumenn hafa farið að nokkru aðra leið en Banda- i ríkjamenn. Á meðan þeir finna 1 upp tækninýjungar, þá finna | Evrópumenn nýjar „stjörnur“, og reynslan er sú, að þokka- gyðjur reynast jafn þungar á metunum og dýru myndirnar að vestan. Sophia Loren, Gina Lollobrigida og nú síðast Brn gitte Bardot draga jafn mikið að í ódýrum myndum og íburð- urinn í hinum tilkomumiklu, stóru bandarísku myndum. Nafnlaus evrópsk mvnd með Brigitte Bardot virðist fullkom lega samkeppnisfær við ame- ríska mynd eins og „Stríð og frið.“ „Brigitte Bardot er tvímæla- laust vinsælasti leikarinn þessa dagana,“ segir Petersen. „Myndir með henni eru seldar áður en þær eru framleiddar, og áður en kvikmyndahandrit- ið er skrifað. Svona var líka um Tommy Steele. Ég seldi myndina um hann til íslands áður en dreginn var stafkrók- ur að handriti myndarinnar." ÍSLENZKUR TEXTI Á ALLAR MYNDIR. „ísienzkir kvikmyndáhúsa- eigendur fylgjast vel með því, sem gerist í heimi kvikmynd- anna. Þeir fylgjast betur með en aðrir og þeir eru vandvirk- ir í valí. Þeir spyrja oft um myndir löngu áður en þær koma á markaðinn.“ Flestar myndir, sem koma heim, fara um Danmörku. Þess vegna eru þær yfirleitt með dönskum texta. Þetta þykir heppilegt, því að þýzkar, franskar og ítalskar myndir geta ekki komið íslenzkum kvikmynda- húsagestum að fuliu gagni nema á þeirn sé danskur texti. Það kostar átta þúsund krónur að setja texta á hverja mvnd, svo að íslenzkir kvikmynda- húsaeigendur hafa ’ ekki til þessa reyiit að setia á filmur Framhald á 8. síðu — Sophia Loren, Gina Lollobrigida og há sérstaklega Birgitte Bardot draga jafn mikið að og íburðarmiklar myndir, sem gerð ar eru eftir mestu skáldverkum — og sjálfsagt er óþarfi að geta þess, að myndin er af Sophia Loren. Samtíningur ★ Ónothæf ÍC kirkja. ÞAÐ var uppi fótur og fit hjá starfsmönnum danska Sjóðminjasafnsins fyrir nokk- ru, þegar í Ijós komu skreyt- :ngar á veggjum kirkju nokk- iirrar á Jótlandi, sem vcrið var að gera endurbætur á, — Eru veggmþndir þessar frá 15. öld. Þykja myndir þessar nokkuð djarfar o-g hreint ónot- hæfar til að skreyta guðshús, enda lét sóknarpresturinn þeg ar læsa kirkjuhni, þegar þær komu í ljós, þar sem kirkjan væri ónothæf með þessum ó- sóma á veggjunum. Listfræðingar hafa ekki hugmynd um hver listamaður- inn er, enda er sagt -að það skiptj ekki máli því myndirn- ar hafi lítið litsrænt gildi en áneitanlega hefur þetta verið gamansamltir náungi eftir því sem myndirnar bera með sér. Kirkjan verður harðlæst þangað til málað verður yfir skreytinguna. ÍC Réttvísin. ÞRIR sænskir dómarar, sem hafa með höndum mál, bar sem kvennalæknir nokkur er ákærður fyirr að hafa gert uppskurði á 12 konum til að gera þær ófrjóar, komh bráð- lega til með að vera víðstadd- ir slíkah uppskurð á sjúkra- i hús] því sem ákærður vinnur við. Asíæðan cr að réttvísin þarf að kynna sér hvernig upp |sKurður sem þessi fer fram. ÍZ Hindurvitni. Á SJÚKRAHÚSI í Esbjerg S var konu nokkurri gefið blóð, s á móíi viija hennar. Konan hafði Ient í bílslysi og meiðst | alvarlþga. Var hún flutí rænu 'aus á siúkrahús/ð. — I veski i hennar fannst miði sem á stóð, að sem vitni Jehova vildi hún I eklíi taka við fclóði úr öðru j tólkj í ástandi sem þessu. Eiginmaður og foreldrar j konunnar mótmæltu einnig harðlega að henni væri gefið | blóð, en þar sen i læknarnir ] táu að konan myndi ekki lifa, iema henni væri gefið blóð, ískellíu þeir skollaeyrum við I lllum hinclurvitnuiium og jáfu auðvitað konunni blóð. ÍC Skæðar biljur. AF 47 FLUGMQNNUM, — scm þátt tóku í æfingu, um að komast undan ef þeir þyrftu að lenda að baki víg- línunnar voru aðeins 11 sem slupþu. — Æfingarnar fóru fram í Danmörku. Flugmennirnir urðu að sína mikla hugvitssemi til að kom ast í gegnum gildrur þær, — sem fyrir þá Voru lagðar. En 0óttamennirnir sögðu að þær hefðu ekki verið það versta, því verra hefði verið að kom- ast framhjá kúm, kálfum og forvitnum börnum. Einn flugmaðurinn gafst upp á flóttanum þegar hann varð var við að 71 kýr elti hann þar sem hann skreið á m/aganum yfir móana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.