Alþýðublaðið - 29.10.1958, Page 7

Alþýðublaðið - 29.10.1958, Page 7
Miðvikudagur 29. október 1958 AlþýðublaðiS FÁTT er jafn stórferiglegt og ljóngáfaðir menn. Oft dylj- ast þeir langtímum saman með al fjöldans eða á afskekktum stöðum, eins og þeir fari huldu höfði úti í eyðirhörkinni eða dvelji með Gúði sínum uppi á fjallstindinum. En er þeir koma aftur ofan af Sínaí og tala til fólksins, þá minnir það stundum á fárviðri og fellibyl. Silkihattar okkar fiúka út í veður og vind, skurðgoð okkar síeypast af stöilum, virðulegur hátíðleiki okkar gengur allur úr skorðum og eftir á skilst okkur kannski, að sú persóna, sem við hugðum okkur vera, var aðeins grímubúningur frá dansleik, sem nú er lokið fyrir löngu. Þegar bezt lætur, verð- um við fyrir því sama og Adam og Eva í aldingarðinum: að augu okkar ljúkast upp, við sjá um að við erum nakin og við höfum öðlazt skynbragð á mis- mun góðs og ills. Allt þetta og margt fleira hefur mér þrásinnis komið til hugar í sambandi við Sigurð Einarsson skáld í Holti, sem ég tel einn hvassgáfaðasta mann, sem ég hef kynnzt. þó ég sé hins vegar hvorki að líkja hon- um við Móse né höggorminn, eins og ofanskráðar hugleið- ingar kynnu að gefa í skyn. i Fyrir tuttugu og sex árum, ! þegar fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman, var hann kennari og ég gerðist nemandi hans. Þá þegar var hinn breið'i þjóðvegur fjöldans hættur að vera gangvegur hans, hann hafði brotizt inn á fámennis- götur í slóð spámanna og stór- skálda og byltingarleiðtoga. Þaðan glumdi nú rödd hans í eyrum þjóðarinnar, snjallari en flestra annarra, í senn hvöss og blíð, oft óyægin, gálaus, jafnvel ofstopafull, en nálega alltaf gædd hinu geníála tungu- taki snillingsins, í.ætt við Am- i os og Jesaja. Og við unglingar þeírra daga litum upp til Sig- urðar Einarssonar og tignuð- um hann svikalaust, — við gát- um ekki að því gert, og hann ekki heldur. Þegar hann sté í ræðustólinn andspænis okkur, þá kom heilagur andi yfir hann og ræða hans varð kraftaverk; það kom oft fyrir. Ég man einu sinni hann talaði við okkur um Pál postula, fyrst af blöðum, svo fleygði hann blöðunum og talaði blaðalaust, og smátt og smátt lækkaði hann röddina, svo sté hann ofan úr ræðu- Sextugur í dag stólnum og kom nær okkur og röddin var orðin mjög lág, hún varð að hvísli, og við reyndum öll að anda sem lægst, halda niðri í okkur andanum, við sát- um með hálfopna munna og hölluðum okkur áfram, furðu lostin. Og aldrei síðan hefur um, og ég hafi heyrt hann tala. Sigurður hafði skömmu áð- ur en hér er komið sögu sent frá sér ljóðabókina Hamar og sigð. En hann _ hafði varpað henni frá sér, eins og ég get hugsað mér að soldán í landi morgunroðans varpi handfylli SÍGURBUR EINARSSON. Páll írá Tarsus komið mér svo í huga, að ég minnist ekki um leið Sigurðar, því að á þessu kvöldi vitraðist okkur gegnurn Sigurð þessi andlega hain- hleypa, eins og hann stæði mitt á meðal okkar, svo að mér finnst alltaf síðan, að ég hafi séð Pál postula með eigin aug- KÍNVEEJAR eru nú að gera tílraunir í þjóðfélagsmálum, sem fara langt framúr því, sem RÚssar hafa lagt út í. Hafa þeir undanfarið sett á stofn hinar svonefndu þjóðkommún- ur og kínverska fréttastofan skýrir frá því að rúmlega níu- tíu af hundraði hinna fimm hundruð milljóna bænda Kína séu riú í 23.393 kommúnum. Skipulag allt er miklum mun fullkomnara í þessum komm- únum en var í Spörtu til forna. í hverri kommúnu eru að með- altali tuttugu og eitt þúsund íbúar og stjórnar flokksnefnd öllum málum hennar í smáat- riöum. Einkaeignaréttur er al- gerlega afnuminn og í mörg- um kommúnum er jafnvel gengið svo langt að bændur mega ekki einu sinni eiga garð skika þá sem þeim var leyft. að halda eftir þegar þeir voru neyddir í samyrkjubúin fyrir þrem árum. Einkalífið er einn- ig afnumið að mestu, og sums staðar er verið að undirbúa nið urrif einbýlishúsa og bvggja sambýlishús. Víðast eru börn alin upp á barnaheimilum og í Peking er tilkynnt að í sjö íylkjum Kína séu nú konur lausar undan amstri og erli bústarfanna og geti snúið sér að þjóðnýtari störfum, eins og t. d. vegagerð, gróðursetningu og skurðgi-eftri. Það virðist ætlun Peking- stjórnarinnar að gera bænd- urna að hálfgildis iðnaðar- mönnum. Richard Crossman segir frá bændum sem hann hitti nálægt Jangste og unnu að námugreftri og kváðust með tímanum ætla að fram- leiða sjálfir verkfæri þau, sem þeir þyrftu að nota við búskap inn. Heimspekingarnir í Peking eru þegar farnir að ræðá þann möguleika að innan sex ára verði kominn á kommúnismi í Kína og verði þá Kína for- usturíki kommúnismans í heiminum. silfurpeninga af þaki hallar sinnar niður til lýðsins, eða eins og lúðurþeytari sem leik- ur hergöngulög sín á torgi.nu, stráir þeim út í veður og vind án þess að hirða um hver á þau hlustar. Það var sagt að öll kvæðin væru samin á fá- einum vikum og höfundurinn léti sér í léttu rúmi liggja hvort hann hreppi skáldatitil að launum. Hann hafði ekki hirt um að fága að marki þessa írumsmíð sína, ekki að’ form- inu til, en boðaði jáfnaðar- stefnu og nýjan dag, þar sem v’élin léttir hinni vinnandi hönd erfiðið og skilar henni þeim arfi, sem henni ber. Sigurður Einarsson var fá- tækur maður að veraldarauði, þegar ég kynntist honum fyrst. Hann gekk að starfi sínu í Kennaraskólanum í bættum fötum úr Álafossdúk, þangað til eftir kappræðurnar við Guð- mund á Sandi út af Nesja- mennskunni, þeir fylltu sam- komuhúsin, og eftir orrahríð- ina mætti Sigurður í nýjum fötum ,sem ég gizkaði á að hann hefði keypt sér fyrir inn- gangseyri áheyrenda sinna, sem mjög skiptust í tvö horn, sumir stórreiðir honum fyrir skoðanir hans og málflutning, aðrir að sama skapi. hrifnir. Því verður ekki nei’tað, að Sigurður kvað nokkuð fast að orði um margt á þessum árum, og sumt hlaut að orka tvímælis, en' það vildi ég að sá gustur sem af honum stóð hætti aldrei að þjóta í limi þjóðarmeiðsins og feykja af honum fúnum greinum, sem þykjast vera grænar. Sigurður orti ekki ljóð um þessar mundir, en hann hafði sitthvað um ljóðagerð annarra að segja. Eitt sinn gerði ég mér ferð heim til hans á Njáls- götuna um páskaleytið 1933 þeirra erir.da að fá hann til að segja mér álit sitt á nýortu kvæði eftir sjálfan mig. Það hét Vor. í því stóð þessi setn- ing: ,,Þú klæðir með blessuðum blómum hin blóðugu vetrarspor.“ ,.Hvaða helvítis blóm áttu við?“ spurði Sigurður Einars- son. ,,Við höfum engin blóm hér á fslandi. Þau vaxa í út- löndum, en ekki hér. Ég hef vaðið hafsjó af blómum í út- löndum, upp í hendur, upp í háls! Það er nálin, sem ein- kennir okkar land. Því yrkirðu ekki kvæði um nálina, — þessi grænu, blessuðu strá, sem bónd inn og sauðkindin þrá á vorin? — Og hvað áttu við með þess- um blóðugu snorum? Nei, þú verður að yrkja þetta kvæði upp.“ Það liðu rúm tuttugu ár frá því Hamar og sigð kom út, þar til Sigurður sendi frá sér nýja Ijóðabók, Yndi unaðsstunda, árið 1952. Ósagt skal látið, hvað valdið hefur svo langri þegn, hin nýja bók var þögult vitni um allt slíkt. En viðhorf skáldsins til ljóðlistarinnar og raunar tilverunnar í heild, var mjög. breytt frá því, er það sveiflaði hamri sínum og sigð fyrr á tíð, enda var sjálfur heimurinn gerbreyttur líka, ekkert var lengur sem fyrr. í Yndi unaðsstunda kemur Sigurður Einarsson fram sem þroskaður listamaður, jafnvíg- ur á form Ijóðsins og efni þess og tekst víðast hvar að sam- ræma hvort tveggja ,þannig, að árangurinn verður heil- steypt og göfug list. Grunn- tónn þeirrar bókar er minn- ingin um það sem var, ljóð- rænn og lítið eitt tregabland- ínn, samofinn karlmannlegum hugarstyrk og stundum gam- ansemi gagnvart líðandi stund, og geiglausri ró andspænis ó- vissu framtíðarinnar. Strax á næsta ári, 1953, gaf Sigurður út þriðju ljóðabók sína, Undir stjörnum og sól. Þar kveður ljóðharpa hans enn við nýjan tón. Saknaðar- og minningarljóðin eru 'mun færri, skáldið hefur nálgast uppruna sinn, fólk sitt og föð- urland og uppgötvað þar mörg og ómetanleg verðmæti. Um þetta vitna meðal annarra söguljóðin Þórdís todda og Stjörnu-Oddi og hinir innilegu ástaróðir til erfiðisvinnunnar og sveitalífsins, kvæðin Hey, Litur vors lands og Kom innar og heim. í ýmsum kvæðum þessarar bókar kafar Sigurður úthöf og djúpsævi mannlegs vitsmuna- sviðs og hvarvetna tekst hon- um að opna lesandanum mikla útsýn,' stundum svo hrikalega að mann sundlar, eins og á brún hengiflugs. Slíkt er til dæmis kvæðið Lífstregans gáta. Kvæðið Kom innar og heim er eí til vill fegursta kvæðið, sem Sigurður hefur • kveðið. Þar hrópar skáldið til samferða- ' T’ manna sinna — til allra þeirra, sem eru í þann veginn að týna sjálfum sér í moldviðrum og harki veraldarvafsturs og um- svifa — að snúa heim áður ert það er um seinaii. Síðasta er- indi þess er svona: Kom innar og heim! — Þín eilífa sál, fyrr en allt er um seinan, vill ná af þér tali. Hún er einfari á jörð, hún á ekkert mál fyrir iðandi torg eða glymjandi sali. I ys þinna daga er hún ein og hljóð. ber útlagans kross á framandi slóð. En þín er hún eigin og þig vill hún fegin á þegnréttinn minna í veröldum tveim: — Kom innar og heim! Ljóðræn og falleg ástar- kvæði finnast á víð og dreif um bækur Sigurðar, en um slík efni kveða margir eins vel og betur. Hitt er aftur á móti fágætt nú orðið, að íslenzk skáld megni að lyfta eftirmæl- um um látna vini sína nafn- greinda upp í hæðir mikils skáldskapar, svo sem þeir Bjarni og Máíthías gerðu, en í kvæðunum um Jón Baldvins- son og Guðnýju Hagalín tekst Sigurði Einarssyni þetta. í einni af ljóðabókum Sig- urðar er örstutt kvæði, sem heitir H. K. L. Þar er mann- lýsing gerð af mikilli íþrótt, og hefur varla önnur jafn- snjöll verið gerð um nóbels- verðlaunaskáld vort. Ég hef ekki rekið mig á nema eitt órímað kvæði eftir Sigurð Einarsson, það birtist í síð- ustu ljóðabók skáldsins, Yfir blikandi höf, 1957, og heitir Förunaiitur. Það er listasmíð að hugsun og formi og sarprar það, að Sigurður hefur enn nær sextugur að aldri dirfsku og andlegt þrek til að endur- nýjast í list sinni og færa út ríki sítt. Framhald á 2. síðu. ’ Hfenær verSur hægí að lækna kvefl VÍSINDAMÖNNUM tekst i?afalaust að lækna lcvef í i'ramtíðinni, en hvenær veit snginn. Læknar, sem rannsaka kvef hafa látið svo ummælt, að ?kki geti Jið.ð á löngu áður ;n tekst að finna kvefvírus- tnn, en þeir viðurkenna að ;ins og stendur standi vísind- in ráðþrota gagnvart þeirri ráðgátu. Sem sagt — vísindin iunna engin ráð við kvefi. Enskur læknir, dr. Rit- chie, hefur sett fram þá kenn. ingu, að kvefvírusar séu flutt- ir inn í líkamann af bakterí- um, sem alltaf eru í nefi og munni manna, og er þá vand- inn sá að eyða þessum bakt- eríum. R.tchie gerði tilraun- ir á verksmiðjuverkamönnum í tvö ár. Þegar einhyerjum þeirra fannst hann vera að fá kvef, tilkynnti hann það verk smiðjulækninum. Helmingi verkamannanna voru gefin bakteríueyðandi meðul. Flest ir þeirra ,sem fengu slík með- ul, fengu ekki kvef, en hinir, sem ekkert fengu, kvefuðust að venju, Þrátt fyrir þetta er engin lausn fengin á því, hverng lækna má kvef. ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.