Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977 Nýttfjarskipta- kerfi fyrir Skafta fellssýslurnar? ÞEGAR Lóranstöðin á Reynis- fjalli verður lö«ð niður um ára- mót, eins os f.vrirhugað er, fer aðvörunar- og fjarskiptakerfi Al- mannavarna fvrir Vík í Mýrdal og V-Skaftafellssýslu að verulegu leyti úr skorðum. Þar hefur verið sólarhringsvakt allan ársins hring 02 sagði (íuðjón Petersen, forstöðumaður Almannavarna ríkisins, í gær að taka yrði af- stöðu tii þessarar breytingar fyrr en seinna. Sagði Guðjón að verið væri að o INNLENT ihuga hvort hægt væri að setja upp i Skaftafellssýslum og Mývatnssveit sams konar fjar- skiptakerfi og notað er hjá Al- mannavörnum i Reykjavik. Sagði Guðjón að trúlega yrði óskað eftir að fá að setja upp slík kerfi i Mýrdalnum og i Mývatnssveit og trúlega myndu þá bæðí svæðin tengjast beint inn á Reykjavíkur- svæðið. Aðspurður um hvort slík- ar framkvæmdir væru ekki kostn- aðarsamar, svaraði Guðjón þvi til að svo væri alls ekki, ef sami háttur yrði hafður á og í Reykja- vík, en nauðsyn bæri til að taka ákvörðun um þetta fljótlega. Hjá Almannavarnaráði ríkisins er um þessar mundir unnið að lokaskipulagningu öryggiskerfis fyrir Skaftafellssýslurnar með Kötlugos í huga. Væri það einkum viðbragðsskipulagið, sem talið hefði verið á ýmsan hátt ófull- nægjandi. Reknetabátar fengu upp í 400 tunnur NOKKRA síðustu daga hefur afli reknelabáta frá Ilöfn í Hornafirði Þaraþurrkun fram að jólum „ÞETTA hefur gengið sæmi- lega hjá okkur,“ sagði Ómar Haraldsson, verksmiðjustjóri Þörungavinnslunnar, í samtali við Mbl. I gærkvöldi. „Það verður að vísu hlé á vinnslu um na‘stu mánaðamót þegar heimamenn taka við rekstrin- um, en það verður ekki í lang- an tíma. Stöðvunin verður að- allega vegna þess að þang- skurðarmenn eru nú að tínast íýmis önnur störf, svo sem að smala rollum og fleira. Vatnið hefur ekki verið nógu hagstætt hjá okkur, því dadurnar sem voru settar niður I holurnar skiluðu ekki auknu vatns- magni uppá yfirborðið. A na>stu vikum hefjum við til- raunir með þaraþurrkun en hún fer fram á svipaðan hátt og þangþurrkunin. Þaraþurr- kunin verður fram undir jól, en þarinn er trollaður upp með skipinu okkar, Karlsey." Þá sagði Omar að þeir byggj- ust við loðnu til þurrkunar í marz eins og s.l. vetur. en sú tilraun tókst vel. Þá voru þurrkuð um 50 tonn af loðnu fyrir sænskan markað, í hunda- og kattafæðu, en Ömar kvað markaðsmöguleika svo til ótæmandi. verið tregur, eða þar til í fyrrinótt , að nokkrir bátanna fengu mjög góðan afla í Lónsdýpi eða allt að 400 tunnur í lögn. Reyndar var aflinn misjafn og fengu sumir ekkert. Jens Mikaelsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn, sagði i gær, að bátarnir hefðu flestir ver- ið að veiðum í Lónsdýpi, þar hefði Steinunn SH fengið 400 tunnur, Fylkir NK um 400 tunnur og Gull- faxi SF .'100 tunnur. Margir bátar hefðu verið með 80—100 tunnur, en sumir ekki neitt eftir nóttina. Unnið var af fullum krafti í gær á Höfn við söltun og frystingu á síld. HAFRANNSÖKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson aðstoðaði vélbát- inn Öfeig 2 frá Vestmannaeyjum á laugardaginn og dró bátinn inn til Vestmannaeyja. Var báturinn á trolli undan Ingólfshöfða er hann fékk í skrúfuna, en skorið var úr skrúfunni i Eyjum. Óskar Sæmundsson tók meðfylgjandi mynd frá borði í Árna Friðrikssyni. Vinnumála- sambandið sendir mann á Sauðárkrók ENGIR fundir voru vegna deilu Verkalýðsfélagsins Fram og Kaupfélags Skagfirðinga um röð- um starfsmanna i flokka í gær. Það er vinnumálasamband sam- vinnufélaganna, sem fer með samningsgerðina af hálfu Kaup- félagsins og að sögn Bjarna Thors, starfsmanns Vinnumála- sambandsins, fer einn starfs- manna þess norður til Sauðár- króks í dag, miðvikudag, til að leita lausnar á deilunni. Sagði Bjarni að fundur yrði með deilu- aðilum þegar maðurinn kæmi norður. Sáttatillaga í deilu BSRB og ríkis lögð fram SÁTTATILLAGA sáttanefndar í deilu BSRB og rikisvaldsins var lögð fram í gærkvöldi hjá Torfa Hjartarsyni sáttasemjara, en að sögn Torfa er hér um að ræða bók upp á 40 vélritaðar síður. Sáttatil- lagan er nú til athugunar hjá deiluaðilum og einnig ýmsum starfsmannafélögum sveitarfé- laga. 50 millj. kr. til vega- bóta í Mývatnssveit Nýtt verð á hrossakjöti SEXMANNANEFND hefur að ósk Hagsmunafélags hrossa- bænda ákveðið verð á hrossakjöti. Samkvæmt því verður verð á hverju kílói af folalda- og trippa- kjöti til framleiðenda 295 krónur en I smásölu kostar kílóið 482 krónur í heilum og hálfum skrokkum. Verð á kjöti af full- orðnum hrossum er hins vegar 20% lægra. 1 fyrra var verðið til framleiðenda 220 krónur á hvert kíló og nemur hækkunin milli ára því 33,7%, og er það jafnmikil hækkun og orðið hefur á verðlags- Framhald á bls. 19. AKV'EÐIÐ hefur verið að veita allt að 50 milljónum króna til vegarlagningar frá Reykjahlíð að Skútustöðum. Er þegar hafist handa við þessa vegagerð og á henni að vera lokið fyrir desem- herbyrjun vegna hugsanlegra umbrota og flutnings fólks úr Reykjahlíð og Vogum. Vegurinn á þessu svæði er viða mjög erfiður yfirferðar að vetrin- um og snjóþungur. Það fé sem fengist hefur til þessara fram- kvæmda kemur frá þremur aðil- um, að sögn Gúðjóns Petersens hjá Almannavarnaráði ríkisins. Viðlagatrygging héfur heitið 20—25 milljónum króna, vinnu- vélaeigendur nyrðra munu leggja fram 10—15 milljónir króna og ríkissjóður siðan greiða það sem á vantar. Sagði Guðjón Petersen að þess- ar vegabætur væru fyrst og‘ Skarð í stærstu þró Kísiliðjunnar Rættum breytingu á hitaveitulögn Reykjahlíðar Þróarveggur í stærstu þró Kísil- iðjunnar við Mývatn hrundi að hluta í fyrrinótt og við það sópað- ist burtu um 30 metra röravirki hitaveitunnar í Reykjahlíð. Varð Viðgerð á hverri holu í Bjarnarflagi gæti kostað 20-30 milljónir TEKIST hefur að gera við eina holu í viðbót í Bjarnarflagi og eru nú tvær borholanna á svæðinu virkar. Að sögn Karls Ragnars, verkfræðings hjá Orkustofnun, eru ákveðnar áætlanir um hvernig staðið skuli að viðgerð á holum 4 og 5 á svæðinu, en það er bæði seinlegt og áhættusamt verk. Sagði Karl Ragnars að i síðustu umbrotum i Bjarnarflagi hefði orðið mikið tjón á borholum þar og væri ekki hægl að meta það í krónum á þéssu stigi málsins, en ljóst væri að það myndi nema milljönum króna. Sagði hann að ekki væri fjarri Iagi að áætla að viðgerð á hverri holu á svæðinu gæti kostað á bilinu 20—30 millj- ónir króna. Sagði Karl að oku- stofnunarmenn væru alls ekki úr- kula vonar um að takast mætti að gera við holur 4 og 5, en hins vegar hrundi hola 7 í síðustu um- brotum og væri hún afskrifuð, i bili að minnsta kosti. Það er hola 8, sem nú hefur tekist að gera við og framleiðir hún nú orku ásamt holu 10 á svæðinu, sem ekkert breyttist í síðustu látum. Holu 8 var lokað i sumar eftir hrinuna i april, en þá jókst í henni rennsli og þrýsting- ur, og virðist hún ekki hafa breytt sér að nýju að sögn Karls Ragnars. Næsta verkefni verður hola 14 og á að reyna að gera við hana, en upp ú þeirri holu gaus i siðustu umbrotum. Hola 5 gekk upp og verður reynt við hana síðar. byggðin hitalaus þar til í gær- kvöldi er lokið var við viðgerð á veitunni. Skarðið i þróarvegginn var um 4—5 metra langt, en talið er að leynd sprunga hafi verið í •veggnum eftir síðustu jarð- skjálftahrinu. „Það er alltaf eitthvað að gera mönnum lífið leitt hér,“ sagði Þorsteinn Olafsson framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar í samtali við Mbl. í gærkvöldi," en við reynum að klóra í bakkann og nú er verið að undirbúa bráðabirgðaráðstaf- anir til að fylla upp í skarðið sem m.vndaðist í gær. Hins vegar ligg- ur það fyrir að við verðum að taka þrærnar rækilega í gegn fyrr en seinna ef þær eiga að duga eitt- hvað." Þorsteinn kvað ætlunina að setja hráefni i tvær af þremur þróm verksmiðjunnar fyrir vetur- inn en þriðja þróin er alveg ónot- hæf. Stærsta þróin sem skemmd- ist nú er 100x120 metrar og tæp- lega 8 metra djúp. 1 gær var unnið að viðgerð á hitaveitunni, en samkvæmt upp- lýsingum Jóns Illugasonar var m.a. rætt um það hjá hreppsnefnd i gær hvort breyta ætti legu á hitaveitulögnum og hvort leggja ætti nýja lögn úr öðru efni fyrir veturinn, en núverandi leiðslur eru úr asbesti. fremst gerðar með brottflutning fólk s í Vogum og Reykjahlíð i huga, en einnig frá Kröflu og Kísiliðjunni. Hins vegar væri litið svo á að varnaraðgerðir vegna Kísiliðjunnar sjálfrar væru verk- efni tryggingaraðila og eigenda fyrirtækisins. Að undanförnu hefur Almanna- varnaráð átt viðræður við ýmsa aðila um aukið öryggi íbúa á fyrr- enfndum svæðum m.a. Vegagerð ríkisins, Póst- og síma og dóms- málaráðherra. Að sögn Guðjóns Petersen hafa allir þessir aðilar tekið mjög vel óskum um úrbætur til að auka öryggi. Fjölsimalínum verður á næst- unni fjölgað úr Reykjahlíðar- hverfinu og þeim íbúum, sem ekki hafa síma verður tryggð lág- marks símaþjónusta, þá ef til vill með handvirkum simatækjum, svo viðvörunarkerfi, sem er á sim- um fái þjónað tilgangi sínum. Þá Framhald á bls. 19. Ríkisstjórnin veit- ir JóniL. Arna- syni yiðurkenningu A fundi ríkisstjórnarinnar i gær var rætt uin hið frækilega skákaf- rek Jóns L. Arnasonar, sem eins og kunnugt er hefur hlotið heims- meistaratign í unglingaflokki. A rikisstjórnarfundinum var ákveð- ið að veita Jóni viðurkenningu fyrir frábæra framgöngu, Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er viðurkenningin ekki i formi peningagjafar. Þá heldur menntamálaráðherra kvöldverð- arboð í Ráðherrabústaðnum i kvöld til heiðurs Jóni L. Arna- syni. _ Leiðrétting í MINNINGARGREIN i blaðinu í gær misritaðist föðurnafn Láru Jónasdóttur, en í fyrirsögn stóð Jónsdóttir. Er beðizt afsökunar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.