Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977 11 Erlendsr bækur Umtölud dönsk bók: Le 11 um að elska hnútamann, Bókin ,,Le" eftir Herdísi Möllehave er með umtalaðri bókum í Danmörku þessa dagana. ,,Le" er frumraun höfundar i skáldsagnagerð og fyrst og fremst er það kynning höfundar á bókinni, hugmyndin að henni, sem vekur áhuga og forvitni „Bókin fjallar um ein- stæða konu, þrituga. Eg held að flest sé dæmi- gert fyrir margar konur, hvort sem þær eru einhleypar eða giftar. Kannski að því undan- skildu hvernig dauða sögu- hetjunnar ber að höndum. Það er hægt að deyja á marga vegu. Flestir deyja smám saman. Margir gefast upp Stöku búast til baráttu, sem þær vita að muni ekki ná tilgangi sinum. Þær gera það vegna barn- anna. Þær gera það vegna fram- tíðarinnar. Þær gera það vegna mannanna. Flestar halda að þær muni kynnast sigri og þó ekki á þann veg að karlmenn bíði lægri hlut Flestar lifa áfram, upp á meira eða minna heppileg aða óheppileg býti Þannig er lifið bara. Eða er það?" Þessi orð höfundar á kápusiðu eru forvitnileg og bókin fjallar sem sé um það þegar stúlkur verða ástfangn- ar upp fyrir haus af manni sem getur ekki gefið á móti. Hann tekur það sem þær gefa honum sem sjálfsagðan hlut, sál, líkama, tilfinningar. Sjálfur er hann lítt snortinn. En stöku sinnum lætur hann skína í eitthvað sem vekur vonir um hlýrri tilfinningar. Og áfram er haldið að reyna að þíða gaddfrosið tilfinn- ingalifið. Loks fer sambandið út um þúfur og konan er að eigin dómi auðmýkt og niðurlægð Síðan má gera ráð fyrir að brátt taki við nýtt ástarævintýri. Með sams kojiar manni. Her dis Möllehave kallar þá „hnútamenn". „ Það er sársaukafullt að elska hnútamann. Táknið er sótt í bindishnútinn i óeigin- legum skilningi. Yfir hnútn- um eru metorða og valda- girnd hnútamannsins, hálf- kæringur og yfirlæti sem verður að halda á loft til að geta lifað af í þeim heimi sem karlmaðurinn hrærist i Undir hnútnum eru tilfinningarnar, óöryggið, hlýjan, sem hann getur ekki eða þorir ekki að sýna og er ekki þörf fyrir í því lifsgæðakapphlaupi sem hann er alinn upp til að taka þátt í. VIÐ erum þessar stúlk- ur, sem verða hrifnar af svona mönnum og þeir lað- ast að okkur. Við erum sjálfs- öruggar á ytra borði, innra með okkur kvika og einum of fúsar til að láta þá þrúga okkur, til að afsala okkur hluta eigin persónuleika til að þóknast hnútamanninum. Það er vottur af Florence Nightingale i okkur öllum Nú skal þessi harðsoðna en sjarmerandi karlvera læra að elska, þrátt fyrir hnútana i tilfinningalifinu Og VIÐ ætl- um að kenna honum. En til- raunin er dauðadæmd Ef VIÐ erum opnar, ærlegar, og Herdis Möllehave fljótar á okkur, bregður hann á það ráð að draga sig frá okkur eða sýna fullkomið skeytingarleysi. Ef við sýnum sérstaka kænsku getur það skilað stundarárangri, en með því höfum við ofboðið okkur og tilfinningum okk- ar." Efni bókarinnar höfðar bersýnilega til danskra les- enda, þvi að bókin seldist upp á nokkrum dögum og 2. útgáfa er á þrotum. Lesandi leggur þessa bók naumast frá sér fyrr en að lestri loknum. Ekki vegna þess honum sé haldið i eftir- væntingu og óvissu um hvað gerist, þvi að niðurlag bókar- innar gerist á fyrstu siðum hennar. En hún hrífur lesand- ann með einlægni sinni a.m.k. að sumu leyti. Bókin olli mér þó vonbrigðum. Einkum eftir að hafa lesið hvað vakir fyrir Herdisi Möllehave, hvað hún ætlar að sýna okkur. Sem skáld- saga er bókin gölluð, og stíll- inn ekki rismikill. Persónu- sköpun er mislukkuð. Hnúta- maðurinn Sten Runge vekur hvorki samúð né andúð, vegna þess fyrst og fremst hvað hann er ósannfærandi Þar eð höfundur hyggst fyrst og fremst lýsa samskipt- um Le við hnútamanninn, drepur hún efninu á dreif með þvi að skjóta inn frá- sögnum af fyrra hjónabandi Le, sem eru þó engin skil gerð. Dóttir Le er líka ger- samlega óþörf persóna i bók- inni og skiptir ekki máli. Enda þótt Le sé áhugaverðari persóna en Sten Runge verð- ur hún heldur ekki skiljanleg Sten Runge er huldukall og þar með verða lesanda óskilj- anlegar þær tilfinningar sem Le fyllist i hans garð. Hann er ekkert vondur — hann er bara hvorki fugl né fiskur. Tilfinningaleg tengsl sem gefið er i skyn að hann hafi við börn sín, þrátt fyrir allt, ná því ekki tilætluðum áhrif- um. Aftur á móti eru margir kaflar læsilegir, umfram allt vegna þeirrar einlægni sem birtist hvarvetna. Lýsing á veikindum Le i síðasta hluta bókarinnar er til dæmis fal- lega skrifaður kafli og viða bregður fyrir ágætlega læsi- legum hlutum. Eins og fyrr segir er hug- myndin að bókinni snjöll. Margar konur munu kinka kolli til samþykkis við lestur hennar. Og þó kannski um- fram allt á skilgreiningu Her- disar Möllehave á þvi sem hún vjldi sagt hafa. h.k. hefst iðnkynning í Laugardalshöli Þar verður mikið um dýrðir Kræsingar, tískusýningar, iðnaðarbingó, maður dagsins, vörur á sérstöku kynning- arverði og barnagæsla síðdegis. Nú sýnir reykvískur iðnaður hvers hann er megnugur. Ath.: Kynningin stendur aðeins í 10 daga, þ.e. mun skemur en venjulegar vöru- sýningar. lífrw 23. sept.-2.okt.'77

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.