Morgunblaðið - 21.09.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MJÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
15
Meðferð málsins
með nákvæmlega
sama hætti
og tíðkanleg er
Greinargerð
menntamála-
ráðherra um
Laugaveg 166
BLAÐINU barst í gær eftir-
farandi greinargerd frá mennta-
málaráðherra vegna kaupa á
Laugavegi 166:
Vegna fyrirhugaðra kaupa á
húseigninni Laugavegur 166 til
afnota fyrir menntamálaráðu-
neytið og stofnanir, sem undir
það heyra, vil ég greina frá eftir-
farandi.
Menntamálaráðuneytið leigir
húsnæði á Hverfisgötu 6, i
Ingólfsstræti 9 og víðar. Þrengsli
eru til verulegs baga og raunar
ekkert rúm fyrir þýðingarmikla
starfsþætti s.s. bókasafn og fundi.
Á Hverfisgötu 6 er þriggja
mánaða uppsagnarfrestur. Fyrir
stuttu þurfi ráðuneytið að rýma
þrjú herbergi. Var hluti
fjölritunarstofu tekin til nota
fyrir viðkomandi starfsfólk. Er
það vægast sagt óhentugt og
kostaði nýjar innréttingar.
Ríkisútgáfa námsbóka starfar í
eigin húsnæði á tveim stöðum i
bænum. Þrengsli valda miklum
erfiðleikum og útiloka eðlilega
þróun.
Fræðslumyndasafn ríkisins býr
við leiguhúsnæði.
Ríkisútgáfan hefir um alllangt
skeið leitað eftir kaupum á
húsnæði. Til mála kom m.a. að
kaupa 4. og 5. hæð á Laugavegi
166. En burðarþol var miðað við
iðnrekstur en ekki lager (i þessu
tilviki blaða og bókalager, sem er
mjög þungur) svo það hentaði
ekki. Við athugun kom í ljós að öll
húseignin var til sölu. Er nú
hugsað að Ríkisútgáfan kaupi
tvær neðstu hæðifnar. Er burðar-
þol þeirra nægilegt fyrir starf-
semi útgáfunnar. Þeim þarf
fremur litið að breyta.
Leitað hefir verið eftir nýju
leiguhúsnæði fyrir menntamála-
ráðuneytið, en ekki fengist neitt
hentugt. Þegar i ljós kom að
Laugavegur 166 var til sölu, öll
eignin, um 5 þús. fermetrar, þótti
rétt að kanna hvort þar fengist
sæmilega hentug aðstaða fyrir
greindar stofnanir allar saman.
Hagkvæmast væri að allt stjórn-
arráðið væri undir sama þaki.
Þvier ekki til að dreifa. Ekki er
heldur vitað um fala byggingu í
miðbænum, sem rúma mundi
menntamálaráðuneytið allt auk
fleiri stofnana. Þótti því rétt að
leita eftir kaupum á Laugavegi
166, enda semdist um verð og
greiðsluskilmála.
Undanfarna mánuði hafa
starfsmenn menntamálaráðuneyt-
isins, Ríkisútgáfu námsbóka og
fjárlaga- og hagsýslustofnunar
unnið að málinu, kannað
aðstæður og verðhugmyndir
seljanda og leitast við að meta
verðmæti hússins í því ásandi sem
það er í nú og hvað kosta mundi
að gera það upp og búa til þeirra
nota, sem fyrirhuguð eru, ef
keypt urði.
Niðurstaðan af þessari athugun
er sú, að húsið sé falt á 259 m kr.
og að sú fjárhæð sé ekki óeðlilega
há miðað við ástand þess. Áætlað
er að viðgerð og innréttingar
kosti um 340 m kr. Er sú áætlun
lausleg en byggð á fenginni
reynslu við önnur verk.
Eg tel að versti kosturinn fyrir
rikið sé að leigja. Það verður dýrt
til lengdar, óöruggt og veldur
ýmsum öðrum óþægindum fyrir
leigjandann.
Besti kosturinn er að rikið
byggi sjálft fyrir starfsemi sina.
Ekki er fyrirsjáanlegt að byggt
verði á næstunni yfir þau ráðu-
neyti, sem nú leigja. Má kalla
útilokað fyrir hér nefndar stofn-
anir, eins og nú er komið málum
þeirra, að biða eftir því.
Að minni hyggju er það sæmi-
legur kostur að kaupa gamalt og
gera upp, ef kaupverð telst eðli-
legt. Er þá út af fyrir sig til bóta
að þurfa sem minnst tillit að taka
til innréttinga sem fyrir eru. En
meginhluti Laugavegs 166 eru
óinnréttuð vinnu- og lagerðsvæði.
Verði kaupin gerð mun Ríkisút-
gáfan kaupa tvær neðstu hæðirn-
ar eins og fyrr segir og m.a. reka
verslun sina á jarðhæðinni.
Heimild til þeirra kaupa er i fjár-
lögum þessa árs. Menntamála-
ráðuneytið mundi kaupa þrjár
efri • hæðirnar. Verð þeirra
fullbúinna yrði fyllilega sambæri-
legt við verð þeirra fasteigna, sem
rikið hefir nýverið keypt, t.d.
fyrir rannsóknariögreglu rikisins
og bæjarfógetaembættið i Kópa-
vogi. Var það verð talið eðlilegt
miðað við byggingarkostnað skrif-
stofuhúsnæðis og þau kaup
afgreidd ágreiningslaust frá fjár-
veitinganefnd á sinum tima.
Nokkuð hefir verið skrifað um
þessi fyrirhuguðu húskaup i blöð
að undanförnu. Er eðlilegt að
menn velti því fyrir sér hvernig
húsið komi til með að nýtast og
hvort umtalað kaupverð sé eðli-
legt verð fyrir 5 þús. fermetra í
þessu tiltekna húsi eins og ásig-
komulag þess er nú. Það skiptir
meginmáli. Stjórnmálaskoðanir
seljanda sé ég aftur á móti enga
ástæðu til að ræða fremur en t.d.
skoðanir þeirra fjölmörgu
dugandismanna sem nú leigja
rikinu hús sin.
Það er mikið skrifað um að
Laugavegur 166 sé tötralegur út-
lits. — Niðurnidd jörð stendur til
bóta ef hún fær aðhlynningu. En
auðvitað lækkar slikt ástand
kaupverð jarðar. Sama ætla ég að
gildi um hús i sölu. Sé viðhaldi
áfátt lækkar það verðgildi þeirra
en þarf hvorki að útiloia eðlilegt
kaupverð né hagkvæma nýtingu.
Þess má að lokum geta að
meðferð þessa máls er með
nákvæmlega sama hætti og
tíðkanleg er þegar fjallað er um
húsnæðismál einstakra ráðuneyta
og stofnana, sem undir þau heyra.
Reykjavík, 20. september 1977
Vilhjálmur Hjálmarsson
Moldarsala
í Kópavogi
Hin árlega moldarsala Lions-
manna í Kópavogi fer fram á
laugardag og sunnudag, en allur
ágóði af sötunni rennur aó vanda
til Hknarmála. í fréttatilkynningu
Lions-klúbbsins um þetta efni eru
garðeigendur minntir á, að garð-
yrkjufræðingar telja að nú sé
einmitt hinn heppilegasti tími til
þess að fá heim mold og láta hana
frjósa í vetur og „brotna1'.
Moldinni er að sjálfsögðu ekið
heim til kaupenda, sem geta gert
pantanir sínar þegar í dag og allt
fram að helgi.
UPPLÝSINGAR OG INNRITUN ER í SÍMUM:
52996 FRÁ KL. 1-6 76228 FRÁ KL. 1-6 84750 FRÁ KL 10-12 OG 1-7
KENNT VERÐUR: Barnadansar —- Jassdans— Stepp— Samkvæmisdansarnir —
Gömludansarnir — Jitturbug Rokk — Nýjustu Táningadansarnir — „Plantation, Hasa, Bulb og fl
KENNSLUSTAÐIR: Félagsheimili Fylkis og Kópavogsskóli Akranes:
Reykjavik: Seljabraut 54 Kópavogur: Fleim
Ingólfscafé Safnaðarheimili Hamraborg 1 Hafnarfjörour: Hella:
Skúlagötu 32 Langholtssóknar
Digranesskóli
Iðnaðarmannahúsinu
Hellubio
Nýr bíll á íslandi
Komið og skoðið LADA 1600
Verð ca. 1585 þús. Hagstæðir greiðsluskilmálar
Bilreiðar & Landbúnaðarvélar hí.
i Sudurlandsbraut 14 - lleykjavik • Sími lltllion
LADA
1600
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl ALT.LÝSIR l’M ALLT LAND ÞEGAR
ÞL ALGLÝSIR I MORGLNBLAÐINL