Morgunblaðið - 21.09.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
17
l.jósiii. Mlil Krirtþjiifur
Flugeldaiðjan að Þórsmörk í Garðabæ. í fremsta húsinu fer fram blvs og stjörnuvinna og hleðsla á flugeldum. hvað á sfnum tíma, til vinstri er púður- og stjörnulagersgeymsl-
an, bak við fremsta húsið er birgðageymslan og þar á bak við er húsið, sem pappírsvinna fer frarn í og rafmagnsinntakið er í. Til hægri er svo húsið, þar sem
framleiðslan er sett saman. Af myndinni er ekki hægt aðgreina þá fjarlægð, sem er ámilli húsanna þriggja í miðjunni, en hún er svipuð og frá samsetningarhúsinu yfir að
hinum. Aætluð framleiðsla fyrirtækisins I ár er 25.000 flugeldar og 25.000 blvs.
Hef ekki komið mér til
vinnu frá því slysið varð
— segir Þórarinn Símonarson,
f orst jóri Flugeldaið junnar
AÐALATRIÐIÐ er að halda
þessu öllu eins aðskildu og
frekast er hægt. Hættan við
verksmiðjuhúsið á Akranesi
var sú, að þar var alltof mikið
undir sama þaki án þess að ég
vilji að ðkönnuðu máli vera að
gera að því skóna á neinn hátt,
hvernig þetta hörmulea slys
vildi til. Ég þekkti ekki Helga
heitinn Guðmundsson persónu-
lega, en þegar ég frétti um
slysið á Akranesi um hádegis-
hilið á sunnudag, varð mér svo
mikið um, að ég hætti strax að
vinna og hef ekki hafl mig í að
byrja aftur ennþá", sagði
Þórarinn Símonarson, flugelda-
og hlysasmiður í Garðahæ, í
samtali við Mbl. i gær, en
Þórarinn rekur nú einu flug-
eldaverksmiðjuna á landinu.
Flugeldaiðjuna að Þórsmiirk í
Garðabæ. Þegar Mhl. spurði
Þórarinn, hvort hann myndi
grípa til einhverra nýrra
larúðarráðstafana nú, svaraði
hann: „Eg vil leggja á það
áherzlu, að ég er á engan hátt
að leggja dóm á það sem gerðist
í Fliigeldagerðinni en ég hef
ákveðið að breyta um með til-
raunaskotin hjá mér. Við
höfinn að vísu alltaf gætt þess
að fara vel frá húsunum, en ég
tel nú, að það sé of mikil
áhætla að vera með tilrauna-
skot hér á lóðinni. Það er svo
lítið sem út af má bera; skot
geta geigað og allt mögulegt átt
sér stað, ef blandan er ekki
nákvæmlega sú rétta."
I gær komu menn frá öryggis-
eftirliti ríkisins, rafmagnseftir-
Iitinu og rafmagnsveitu Reykja-
víkur í Flugeldaiðjuna og skoð-
uðu þar allt hátt og lágt. Flug-
eldaiðjan er til húsa í fimm
litlum aðskildum timbur-
húsum. ,,Það er að sjálfsögðu
mjög mikilvægt öryggisatriði,
að hafa þetta ekki i sam-
hyggðum húseiningum," sagði
Guðmundur Eiriksson öryggis-
skoðunarmaður, í samtali við
Mbl. Eyjólfur Sæmundsson
efnaverkfræðingur var i för
I samsetningarhúsinu
Séð inn í hleðsluklefann fyrir flugelda.
Séð inn I púðurgeymsluna, þar
sem ( gær voru um 250 kg af
púðri og stjörnulagerinn.
með Guðmundi og þegar Mbl.
spurði hann, hvort hann gæti
eitthvað sagt um meðferð eða
geymslu hinna ýmsu efna í
Flugeldaiðjunni sagðist hann
engan dóm vilja leggja á málið
fyrr en hann hefi velt fyrir sér
þeim upplýsingum, sem hann
hefði fengið, en hann myndi
svo skila öryggiseftirlitinu
skýrslu um málið. Þetta var i
fyrsta skipti sem menn frá
öryggiseftirlitinu koma i Flug-
eldaiðjuna, en eins og frant
kom í Mbl. í gær eru engin
ákvæði í gildandi lögum eða
reglugerðum um það, hvernig
flugeldaverksmiðja skal vera
byggð upp. Jón Gamalielsson
rafmagnseftirlitsmaður sagði í
samtali við Mbl., að hann gerði
ekki ráð fyrir neinum athuga-
semdum frá rafmagnseftirlit-
inu varðandi búnað Flúgelda-
iðjunnar," eins og er. Raflagnir
virðast vera mjög nýlegar og
Þórarinn Sltronarson
það er ekki langt siðan að farið
var hér yfir allar raflagnirnar í
heild," sagði Jón. „Hins vegar
eru húsin misgömul og i raf-
kerl'inu eru þvi ýmsir eldri
hlutar, sem rétt er að fylgjast
vel með og kanna betur."
Þórarinn Simonarson sagði að
auk rafmagnseftirlitsmanna
heföu menn frá eldvarnaoftir-
litinu heimsótt Flugeldaiðjuna
og gefið ýntis ráð varðandi
slökkvitæki og annað og sagði
Þórarinn. að eftir iillum þeim
ábendingum hefði verið farið.
Sem fyrr segir eru húsakvnni
Flugeldaiðjunnar fimm hús. I
einu fer fram samsetning fram-
leiðslunnar, i öðru er rafmagns-
inntak og þar fer fram ýmis
pappirsvinna. siðan eru tvær
aðskildar geymslur; önnur fyr-
ir fullunna vöru og hin fyrir
púður og stjörnulager og i
fimmta húsinu fer fram blysa-
gerð og stjörnuvinna og hleðsla
á flugeldum i aðskildum klef-
um. Þar eru einnig geymd ýmis
efni og pappi sniðinn í flugelda.
„Aðalatriðið er að halda þessu
öllu eins aðskildu og hægt er,"
sagði Þórarinn Simonarson,
„Við notum miili 20 og 30 efni
til framleiðslunnar, sem flesl
eru eldnærandi, Jiannig að það
er undirstöðuatriði að skilja
alltaf í milli. Það er til dæmis
útilokað að hafa saman púður
til flugeldagerðar og klórat-og
litarefni til blysgerðarinnar.
Þess vegna er mjög nauðsyn-
legt að hreinsa vandlega eftir
hverja umferð og þá má ekki
gleyma vinnugallanum og
meira að segja er nauðsynlegt
að hreinsa út i hvért skipti. sem
farið er úr cinum lit i annan.
Við höfum hagað
framleiðslunni þannig, að á
vorin vinnum við að blysunum.
síðan vinnum við stjörnurnar
að sumrinu og hleðsla á
flugeldunum fer svofram að
haustinu til.
Öll afgangsefni bleytum við
svo upp í vatni, en þessi efni
leysast öll upp og eru þannig
óskaðlcg með öllu,"
Þegar Mbl. spurði Þórarin,
hvers vegna hann hefði byggt
fyrirtækið upp i aðskildum
húsurn, sagði hann: „Þegar ég
lærði flugelda- og blysasmið hjá
Tivolíverksmiðjunum 1958, þá
var verksntiðjan svona upp
byggð: öll i smáskúrum, enda
þótt nýja verksmiðjan. sent þeir
tóku i notkun 1966 eða 67 sé öll
undir einu þaki. Kaupmanna-
hafnarborg á Tívoli og gerð
nýju verksmiðjunnar réðu fyrsi
og fremst aðrir en þeir, sem þar
vinna. Og þó verksmiðjan sé
falleg á pappirnum. þá er hún i
Framhald á hls. 18
'JF ' *■
Eyjólfur Sæmundsson, efna-
verkfræðingur öryggiseftirlits-
ins, kannar geymslu og með-
ferð efna hjá Flugeldaiðjunni I
gær.