Morgunblaðið - 21.09.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
Nýr skuttogari til
N eskaupstaðar
Nuskaupslart. 20. scpl.
FIMM hundruð tonna skuttogari
hættist i flota Xeskaupstaðar í
das- Hann hcitir Birtingur NK
119 og var keyptur í Frakklandi.
Skipið er bysKt 1975 í Póllandi
en Kasngerðar breytingar hafa
verið gerðar á skipinu í Englandi.
Rannsóknin
heldur áfram
í GÆl! var unnið að rannsókn
vegna sprengingarinnar í Flug-
eldaiðjunni á Akranesi, en ekkert
nýtt kom fram í rannsökninni.
S:mkvæmt upplýsingum Helga
Daníelssonar rannsóknarlög-
reglumanns mun rannsóknin
standa yfir næstu daga.
Aðalvél skipsins er Cretell 1500
hestöfl. Eigandi er Síldarvinnslan
sem á tvo togara fyrir en skip-
stjóri er Birgir Sigurðsson, 1.
stýrimaður Jón Einar Jöhannsson
of> 1. vélstjöri er Þór Hauksson.
Báturinn Magnús NK 72 kom
frá Noregi í dag Þar sem skipið
var lengt og yfirbyggt, en eftir
lenginíiuna mun hann bera um
450 tonn. Eigandi Magnúsar er
Ölver h.f., en skipstjöri er Jön
Ölversson.
— AsKi'ir
Dalborg sel-
ur rækjuna
Tilboð í Hjalteyr-
arhúsin opnuð
BUIÐ er að opna þau tilboð sem
Landsbanka Islands bárust i eign-
ir bankans á Hjalteyri við Eyja-
fjörð. en samkvæmt upplýsingum
Stefáns Péturssonar, lögfræðings
Landsbankans, eiga bankastjörar
bankans eftir að fjalla um tilboð-
in ofi verður það væntanlega gert
öðru hvorum megin við næstu
helgi.
Slátruðu
11 þúsund
seiðum í
Laxalóni
HALDIÐ var áfram i gær við að
eyða laxaseiðunum í Laxeldis-
stöðinni í Laxalóni og voru tekin
seiði úr eldishúsum. AIIs var eytt
í Kær 11 þúsund KÖnKU.seiðum og
Kera þeir, sem að eyðingu vinna
ráð fyrir að enn eigi þeir eftir
u.þ.b. tvegKja daga verk. I gær-
kvöldi var samtals búið að eyða .‘54
þúsund seiðum. Að sögn
rannsóknarmanna á Keldum er
tíðni Kreinilegra sjúkdómaein-
kenna í seiðunum, sem tekin voru
úr eldishúsinu ok valin til
rannsókna af handahófi heldur
lægri en í seiðunum úr eldis-
kerjunum utanhúss.
Engin
loðnuveiði
ENGIN loðnuveiði hefur nú
verið í tvo sólarhringa, en
um helgina rak ís yfir veiði-
svæði loðnuskipanna og
hafa þau lítið getað aðhafst
síðan. Andrés Finnbogason
hjá Loðnunefnd tjáði
Morgunblaðinu í gær, að
auk rekíssins, kvörtuðu skip-
stjórar loðnuskipanna undan
svartaþoku og þungri undir-
öldu.
Umferðarslys
Framhald af bls. 32.
upplýsingum lögreglunnar var
bifreiðinni ekið mjög rólega
hring á vellinum. Slysið varð
með þeim hætti að drengurinn,
sem var að vega salt, féll af
leiktækinu, og mun hafa lent
fyrir afturhjóli bilsins án þess
að ökumaður tæki eftir. Mun
hjól bilsins hafa farið yfir höf-
uð drengsins og þegar ökumað-
urinn gætti að í speglinum sá
hann drenginn liggjandi fyrir
aftan bílinn.
í Gautaborg
R/EKJUTOGARINN Dalborg frá
Dalvík lagði í gær af stað I sína
fyrstu sölufcrð, en togarinn á að
sclja um 85 lcstir af rækju og
fiski f Gautahorg á mánudag.
Jóhann Antonsson fram-
kvæmdastjóri SöltunarfélaK-s Dal-
vikur, sem á togarann, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að þeir hefðu fengið kaupendur
að rækjunni í Svíþjóð og ættu
menn von á ágætis verði fyrir
rækjuna.
—Jákvæð
viðbrögð
Framhald af bls. 32.
borgarstjóri," og jafnframt að
stefnt verði að því að næsta
heimsmeistaraeinvigi fari fram
hér. Ég tel það vera Reykjavík
til álitsauka að vera orðin eins
konar höfuðból skáklistar í
heiminum og er reiðubúinn til
þess að beita mér fyrir fram-
gangi þessa máls innan borgar-
stjórnar Reykjavíkur og stuðla
að því að keppnin geti farið
fram hér.
Ég minni á í þessu sambandi
að þegar einvígi Sapsskys og
Horts var haldið hér, gekk
borgin i ábyrgð fyrir 1 millj. kr.
ef halli yrði á rekstri þess skák-
móts. Til þeirrar greiðslu kom
ekki, en þar er fordæmi um
stuðning í þessum efnum. Þá
tel ég einnig vera auðvelt að
sigla þessu máli í höfn og æski-
legt að sem víðtækast samstarf
milli fyrirtækja og opinberra
aðila geti tekizt á þessum vett-
vangi.“
“Vilji hjá Flugleiðum
fyrir framkvæmd málsins"
Örn O. Johnson forstjóri
Flugleiða sagði í samtali við
Mbl. að það gæti vel komið til
greina að Flugleiðir tækju þátt
i framkvæmd málsins. „Við
erum fylgjandi þvi að styðja við
bakið á þessum málum og það
er ástæða til þess að ganga á
lagið út þvi að þetta hefur gef-
ist eins vel og raun ber vitni
með auknum skákáhuga og
frammistöðu okkar ungu
manna. Við myndum ekki neita
því að ræða þátttöku i fram-
kvæmd þessa máls, því staða
Islands í skákheiminum hefur
aukið hróður landsins og við
höfum áhuga á að framhald
verði á þvi ef mögulegt er. Það
er vilji fyrir þessu innan félags-
ins og því er sjálfsagt að kanna
alla möguleika á að ýta þessu
máli úr vör."
„Sjálfsagt að kanna
allar leiðir til lausnar."
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra sagði í
samtalinu við Morgunblaðið að
þetta mál hefði ekki verið rætt i
ríkisstjórninni, en persónulega
kvaðst hann hafa áhuga á því
að sem flest merk skákeinvigi
fari fram hérlendis. „Það er
mikils virði fyrir landið í heild
og æsku landsins sérstaklega að
kynnt sé undir hollum hugðar-
efnurn" sagði Vilhjálmur,
„skákin hefur átt vinsældum að
fagna í þeim efnum. Ég tel heil-
brigt að menn leiti úrræða sam-
eiginlega til þess að leysa þetta
mál, þvi ekki er alltaf hægt að
ætlast til að rikið standi eitt sér
bak við alla hluti án þátttöku
annarra. Mér finnst þetta mjög
áhugaverð hugmynd. ísland
stendur framarlega á þessu
sviði, bæði með snjaila skák-
menn og snjalla forsvarsmenn
skákiþróttarinnar, en ég tel að
það fari saman. Ef unnt er að fá
þetta einvígi hingað tel ég sjálf-
sagt að kanna allar leiðir til
lausnar."
„SlS mun leggja sitt
lóð á vogarskálina."
„Sambandið hefur stutt þessi
skákmót hér og afstaða okkar
er jákvæð," sagði Erlendur
Einarsson forstjóri Sambands
islenzkra samvinnufélaga, í
samtali við Mbl. i gærkvöldi.
„Persónulega tel ég mjög mik-
inn feng i því fyri landið að fá
spennandi skákmót, bæði
vegna áhuga innan lands og
vegna mikillar landkynningar
sem líkum mótum fylgja á er-
lendum vettvangi. Eins og getið
var um í leiðara Morgunblaðs-
ins í dag, þá hafa hin meiri
háttar skákmót hér aukið hróð-
ur landsins. Ég tel þvi alls ekki
útilokað að SlS vilji leggja eitt-
hvað af mörkum til þess að af
þessu geti orðið og ef aðilar
taka sig saman um málið er enn
líklegra að SlS leggi sitt fram.
Það þarf að kanna hvað likleg-
ur kostnaður er, kanna hvað
pakkinn kostar og fá síðan sem
flesta til þess að leggja eitthvað
af mörkum. Þetta er eitt af
þessum málum sem ekki er
hægt að ætlast til þess að nái
fram að ganga nema menn slái
til og vinni saman að þvi.“
„Augljóst hvað
um er að vera“
„Ég býst við því að við mynd-
um vera tilbúnir til að hjálpa til
við framkvæmd slíks skákein-
vigis ef það kæmi upp,“ sagði
Vilhjálmur Jónsson forstjóri
Olíufélagsins h.f. í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Eftir þessa siðustu atburði og
glæsilega frammistöðu okkar
manna, þá sér maður hvað er
um að vera og hvert stefnir.
Það liggur einnig fyrir að ein-
vigi Spasskys og Fischers hefur
kveikt skákáhugann í þeim
ungu skákmönnum sem nú
hafa jafnvel skipað sér í
fremstu röð skákmanna i heim-
inum með því að vinna heims-
meistaratitil. Það er því auðséð
hvað það þýðir að standa fyrir
mótum sem vekja áhuga manna
og forvitni. Eg geri alveg ráð
fyrir því að unnt sé að ná end-
um saman i þessu máli, því ugg-
laust vilja margir leggja hönd á
plóginn.”
— Súpukjöt
Franthald af hls. 32.
Verð á heilslátri með sviðnum
haus var ákveðið 1069 en var áður
834 krónur. ' Ef hausinn er
sagaður má bæta 8,40 krónur
viðsöluverð hvers hauss. Við sölu
á kindakjöti i heilum skrokkum
frá sláturhúsi beint til neytenda
skal verðið vera 9 krónum lægra á
kíló i hverjum verðflokki. Annar
verðflokkur kostar i heilum
skrokkum ósundurteknum, 763
krónur hvert kfló.
Verð til framleiðenda var
ákveðið 633,84 krónur á hvert kiló
í fyrsta verðflokki og í öðrum
verðflokki 570,29 krónur. Bændur
fá nú 246,63 kr. fyrir hvert kíló af
gæruum. Verð á ull var ákveðið
sem hér segir og er verðið miðað
við eitt kiló: Urvalsflokkur 879,37
kr. 1. verðflokkur 633,19, 2.
verðfl. 253,98, 3. verðfl. 95,67,
svart 879,30, grátt 633,19 og
mórautt 1035,82.
— Utanríkis-
ráðherra
Framhald af bls. 32.
og breytt um málin, þó talið hafa
mest fjallað um samskipti þjóð-
anna. M.a. hafa mál varnarliðsins
i Keflavik verið til umræðu og
grundvelli mögulegra breytinga á
þeim vettvangi, en við höfum þó
ekki lagt fram neinar tillögur i
þeim efnum. Hins vegar munum
við gefa út sameiginlega yfirlýs-
ingu eftir viðræðurnar við Vance
um helgina," sagði Einar að lok-
um.
I dag fer Einar ásamt fylgdar-
liði til Colorado Springs, en i dag
mun hann m.a. skoða aðalstöðvar
bandarfkjaflota í Norfolk.
— Soðnar
kartöflur
Framhald af bls. 32.
þær voru teknar upp. Um
helgina var einnig mældur hiti
í Grjótagjá og reyndist hann 46
stig þar sem hún er heitust. í
sumar hefur vatnið í gjánni
alltaf verið að hitna. — Krísiján.
— Flugeldaiðjan
Framhald af bls. 17
reynd hreinasta dauðagildra.
Og þeir, sem þar vinna nota
þetta orð um hana og telja hana
stórhættulegan vinnustað
vegna hættu á keðjuverkandi
sprengingum. Annað er að ég
hef heimsótt Benwell-
flugeldaverksmiðjurnar í Eng-
landi og þar er um 50 timbur-
húsum dreift á 10 hektara.
Aðeins pappírsvinnan er þar í
stórum sal og skrifstofubygg-
ingin er eina steinhúsið. Allt er
þetta svo rammlega girt. Ég get
nefnt sem dæmi, að þegar ég
var inni í skrifstofu hjá þeim,
þá var komið með flugelda til
að sýna mér, en áður slökktu
þeir á rafmagninu, en húsið var
hitað upp með rafmagni.
Þannig gengur þetta ekki til
lengdar, nema menn séu alltaf
vakandi yfir örygginu. Og þó er
árveknin ekki nóg ein sér. Það
hefur kviknað í hjá mér, án
þess þó að slæmt hafi hlotizt af.
Og það hafa orðið slys hjá þeim
sprenglærðu mönnum, sem
vinna i Tívoli-verksmiðjunum.
Þannig er nauðsynlegt, þótt
menn telji sig gæta fyllsta
öryggis að dreifa hættunni sem
mest og það verður aldrei gert
öðru vísi en með því að hafa
verksmiðjuna í sem flestum
aðskildum byggingum."
F'lugeldaiðjan í Garðabæ
heldur nánu sambandi við
Tívoliverksmiðjuna í Dan-
mörku. „Þegar ég var að læra
hjá þeim, varð ég að borga
stóran pening fyrir lærdóminn
og svo uppskriftir, sem ég
keypti." segir Þórarinn.
„Þessar uppskriftir verð ég að
geyma svo, að aðrir komist ekki
i þær. Þær mega ganga áfram
innan fjölskyldunnar en í
annarra hendur mega þær ekki
koma. Samstarfið við Tívolí
hefur reynzt mér vel og þeir
láta mig til dæmis alltaf vita,
þegar þeir eru komnir með ein-
hverjar nýjungar í framleiðsl-
unni.“
Og Flugeldaiðjan er sann-
kallað fjölskyldufyrirtæki. Auk
Þórarins vinnur kona hans,
sonur þeirra og dóttir hjá verk-
smiðjunni en starfsfólkið er
fimm talsins.
Þegar við spurðum Baldur
Þórarinsson að þvi í gær, hvort
nokkur skrekkur hefði hlaupið
í hann við atburðinn á Akra-
nesi, svaraði hann. „Auðvitað
litum við á slysið sem hörmu-
legan atburð. En út frá okkar
starfi, held ég að þetta hafi
ekki vakið neinn ótta með
okkur. Við höfum byggt þetta
hérna upp eftir okkar eigin
þekkingu, þó það þýði engan
veginn að við séum blind fyrir
þeim hættum, sem rekstrinum
eru samfara. En við erum með
þetta i mörgum húsum og
ákveðin efni geymum við sitt í
hverju lagi.“
I lokin spurði Mbl. svo
Þórarin, hvort hann ætti von á
einhverjum aðgerðum
almennings gegn Flugelda-
iðjunni vegna þess, sem fyrir
kom á Akranesi. „Það er ekki
nema eðlilegt að ótti hlaupi í
fólk við svona atburði," svaraði
hann. „Einkanlega þegar málið
snýst um hættulega hluti, sem
almenningur hefur litla sem
enga þekkingu á.
Eg hef sótt um að fá aðra lóð
hjá bæjarfélaginu. en þeir hafa
ekki getað uppfyllt skilyrði um
50 metra radius frá verksmiðju
i næstu byggð. Hér eru þó 150
metrar i næstu hús, þannig að
með þá fjarlægð og lækinn
erum við mjög vel í sveit sett.
En tvimælalaust vil ég færa
mig og fá lóð, þar sem við get-
um byggt fyrirtækið upp til
frambúðar og girt athafna-
svæðið vandlega af.“
— Geir í Moskvu
Framhald af bls. 1
sækja ýmis söfn. Annað kvöld
verður svo opinber kvöldverður
Kosygins forsætisráðherra til
heiðurs Geir Hallgrímssyni og
konu hans. I föruneyti Geirs hér i
Moskvu er Björn Bjarnason skrif-
stofustjóri forsætisráðuneytisins
og kona hans Rut Ingölfsdóttir,
Pétur Thorsteinsson sendiherra
og kona hans Oddný Thorsteins-
son og svo sendiherra Islands í
Moskvu, Hannes Jónsson.
Moskvublaðið Pravda birti i
morgun forsfðufrétt og mynd i
tilefni heimsóknarinnar og sagði
að hún myndi þjöna frekari þró-
un samskipta tslands og Sovét-
ríkjanna báðum þjóðum i hag og
þróun Detente og auknu öryggi i
Evrópu og heiminum öllum.
Verða viðskipti og önnur tengsl
helztu umræðuefni forsætisráð-
herranna á fundunum á morgun.
— Schleyers
Framhald af bls. 1
myndi hjálpa honum til að komast
yfir árásina í Köln og fangavist-
ina. Þau væru sannfærð um að
hans innri styrkur myndi hjálpa
honum til að mæta öllum erfið-
leikum i þessu máli, hver sem
leikslok yrðu. Sagðist frú Sehley-
er vona að ræningjarnir myndu
bera manni hennar þennan boð-
skap.
— Dayan
Framhald af bls. 1
mynd að setja upp sjálfstætt ríki,
en sem fulltrúar fólks sins engu
að síður. ísraelar hafa áður sagt
að þeir hafi ekkert á móti því að
Palestínumenn eigi t.d. fulltrúa i
sendinefnd Jóradníu.
Dayan vildi ekki staðfesta á
blaðamannafundinum að hann
hefði átt fund með leiðtogum
Araba og sagði að þótt hann hefði
átt slíkan eða slíka fundi myndi
hann ekki skýra frá þeim, því að
það gæti „komið hinunt aðilanum
i vanda.“
— Kínverskt
listafólk
Framhald af bls. 5.
ánægð að sjá að á siðuslu árum
hafa samskipti okkar i milli
stöðugt aukist á stjórnmála-,
viðskipta- og menningarsvið-
inu. Þessi heimsókn sendi
nefndarinnar til lands ykkar
veitir okkur gott tækifæri til að
læra af íslenzku þjóðinni.
Seinna á þessu ári mun Arnþór
Helgason vera formaður fyrir
íslenzkri sendinefnd sem fer í
vináttuheimsókn til Kína. Þessi
samskipti sýna að vináttubönd-
in eru stöðugt að styrkjast."
— Oswald
Framhald af bls. 14.
þeirri trú að hópurinn ætti að
gera árás á vopnageymslu til að
afla m^iri skotvopna. Siðan hafi
hún verið send aftur til Miami
hinn 20. nóvember eða tveimur
dögum áður en Kennedy var
drepinn.Jiosch situr nú í fangelsi
i Venezuela i sambandi við
sprengingu i kúbanskri vél á sl.
ári. Blaðið hefur haft samband
við Frank Sturgis og segist hann
ekki vita til að hann hafi nokkru
sinni hitt Oswald en hann segist
hafa þekkt Diaz og Bosch í nokk-
ur ár.