Morgunblaðið - 21.09.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
19
Huldunuerin (Róska) villir sveininn unga_
Ólafiir Lil jurós ríður í hlað
Róska undirbýr
kvikmynd um
stofnun Alþingis
LISTAKONAN Róska hefur nýlega lokið við gerð
kvikmyndar i lit og ber myndin nafnið Ólafur
Liljurós. Róska hefur selt ítalska sjónvarpinu
eintak af myndinni og er þegar búið að setja ítalskt
tal inn á myndina Þá er myndin til skoðunar hjá
íslenzka sjónvarpinu, sænska sjónvarpinu og fleiri
erlendum sjónvarpsstöðvum
annaðist Þrándur Thoroddsen og
Angelo LoConte Hljóðupptöku
annaðist Jón Hermannsson Myndin
var tekin að mestu á Skógum i
safnhúsinu þar, en búninga iánaði
Þjóðleikhúsið Megas samdi tónlist
ina í myndmm og er hún leikin á
flautu, gítar og fiðlu Er tónlistin
samin upp úr þjóðlögum
Ólaf Liljurós leikur Dagur Sig-
urðarson skáld, Sigrún Stella Karls-
dóttir ieikur Eddu bóndadóttur,
Þrándur Thoroddsen ieikur
bóndann. Megas ieikur hornrekuna
á bænum. Guðlaug Guðjónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir og Jón Gunnar
Árnason leika hjú á bænum Þá
leikur Ásgeir Einarsson týndan
mann og þær Róska og Birna
Þórðardóítir leika huldukonur. en
Birna var jafnframt skrifta Jón
Gunnar sá um leikmyndina
Myndm fjallar um það er Þór
Ásmundarson (Dagur Sigurðarson)
kemur ríðandi af heiðum í leit að
hrossum föður síns Rekst hann á
bæ Þrándar. sem býður honum að
gista samkvæmt góðum og gömlum
sið Fer siðan þráðurinn um gistinótt
þá og dagns þar sem orlög spinna
þræðr sina til þess er Ólafur Liljurós
kyssir banakoss sinn
Róska hefur nú i undirbúningi að
gera kvikmynd næsta sumar um
stofnun Alþingis íslendinga en
italska sjónvarpið mun standa
straum af kostnaði þeirrar myndar.
sagði Róska í samtali við Morgun-
biaðið í þeirri kvikmynd kvað hún
verða mikiar fjöldasenur. leikarar
yrðu islenzkir en óráðið væri um
tæknimenn
Ólafur Liijurós fjallar um huidu-
sagnir. en Róska varpar fram þeirri
spurningu hvort slikar sagnir séu
ekki í rauninm settar á svið til þess
að koma glæpum mennskra manna
á hulda vætti Kvikmyndin Ólafur
Liijurós er 35 min löng. en aðspurð
kvaðst Róska ekki vita hvort hún
yrði sýnd í kvikmyndahúsum Hún
kvaðst ekki eiga kvikmyndahús sjálf
og spurningtn væri um það hvort
emhver vildi sýna myndina Þó
kvaðst hún hafa áhuga á að ferðast
um landið með myndina og kynnast
viðbrögðum fólks og sögnum sem
berast manna á milli um huldar
verur
Róska leikstýrði myndinni ásamt
italska kvikmyndagerðarmanninum
Manrico Pavoletloni. kvikmyndun
— og sú mcnnska (Sigrún
Stella) klædd holdi og blóði,
villir ekki sídur Liljurósina.
— Hrossakjöt
Framhald af bls. 2
grundvplli iandbúnaðarvara á
þessu tímabili.
Viö veröákvörðun sexmanna-
nefndar geröi Gunnar Hallgríms-
son, einn af þremur fulltrúum
neytenda i nefndinni. sérstaka
bókun og sagði þar aö hann teldi
aö ekki heföi náðst að fylgja fram
því markmiði. sem rætt hefði ver-
ið um við verðákvörðun sl. haust,
að fækka hrossum i iandinu.
Hefði Hagsmunafélag hrossa-
bænda þá talíð að hross i landinu
væru of mörg og verðákvörðun
ætti að geta stuðlað að fækkun
þeirra. Gunnar sagði i bókun
sinni að nú sýndu tölur hins vegar
að hrossum hefðí fiöleað heldur.
— 50 millj. til
vegabóta
Framhald af bls. 2
er verið að athuga með radiófjöl-
simasamband frá Skútustöðum i
Vaðlaheiði, eða annan heppilcgan
stað, þar sem símalinan. sem not-
uð er. liggur yfir Eldárfarveginn
og gæti þvi gefið sig ef hraungos
vrði á sva?ðinu.
bessi hlið á
Chiquita er
öllum kunn.
Hér er svo
önnur hRð
á Chiquita.
11
NYR ÞJONUSTUSTAÐUR i HÁALEITI
'BYÐUR UPP A-----------------------
SMURT BRAUÐ — BRAUÐTERTUR — NAPOLI PIZZA
— FRANSKAR KARTÖFLUR — HAMBORGARA —
OSTBORGARA — PYLSUR — SAMLOKUR HEITAR
OG KALDAR — ÍS. ALLAR STÆRÐIR — SALAT OG
. SÓSUR — ÍSMOLAR ofl ofl
NESTI AUSTURVERI
Opið kl. 8 - 23.30