Morgunblaðið - 21.09.1977, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.09.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977 23 Minning: Sigurður Þórðar- son fráLaugabóli F. 12. júlí, 1891. I). 9. septeniber, 1977. Þann 9. þ.m. andaöist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, Sigurður Þórðarson, fyrrum óðalsbóndi á Laugabóli í Isafirði, rösklega áttatiu og sex ára að aldri. Fæddur var Sigurður á Lauga- bóli, þ. 12. júli 1891, sonur Þórðar Jónssonar bónda þar og konu hans Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu. Laugaból var stórbýli á fyrri tima mælikvarða og höfðu forfeður Sig- urðar gert garðinn frægan að rausn og framkvæmd allri. Dug- mikið, gáfað og gott fólk stóð að honum til beggja handa. Sigurður ólst upp á Laugabóli í fjölmennum systkinahópi við fjölbreytt störf á sjó og landi. Menntun sina sótti hann í gagnfræðaskólann í Flens- borg i Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1907. Að því loknu för hann til Hafnar og stundaði nám við Brödr. Páhlmans Handels- akademi. Lauk hann þaðan verzl- unarprófi 1913. A árunum 1913 og 1914 starfaði Sigurður hjá þekkt- um fyrirtækjum í Kaupmanna- höfn. Kaupfélagsstjóri var hann á Arngerðareyri á árunum 1915—1935. Þann 27. júlí 1929 kvæntist Sig- urður Ástu Jónsdóttur frá Borð- eyri. Var mikið jafnræði með þeim hjónum um manndóm og skör- ungsskap. Árið 1935 tóku þau hjónin við ættaróðalinu Laugar- bóli og bjuggu þar stóru og mynd- arlegu búi til ársins 1962. Var þá þrek og heilsa þeirra beggja þrotin til slikra starfa. Fluttu þau hjónin þá til Akraness og þaðan á Dvalar- heimilið As í Hveragerði. Síðustu árin hafa þau dvalið á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavik. Sigurður gengdi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína hérað. Atti sæti í sveitarstjórn var um hríð oddviti og hreppstjóri, átti sæti í stjórn Djupbátsins h.f., for- maður skólanefndar héraðsskól- ans i Reykjanesi, prófdómari og endurskoðandi reikninga skólans. Öll þessi störf vann hann af mikilli samviskusemi, vandvirkni og kunnáttu. Hann var listaskrifari og maður orðhagur í bezta lagi. Allt frá hans hendi bar þessu ljóst vitni. I afmælisgrein um Sigurð sjöt- ugan er komist svo að orði: „Fjöl- hæfar gáfur og hæfileikar Sigurð- ar hefðu dugað honum til ntargvis- legra starfa í þjóðfélaginu. Af hon- um mátti gera marga menn eins og Gissuri biskupi ísleifssyni. Hann hefði sómt sér mjög vel se forstjóri stórra fyrirtækja. Hann hefði orð- ið fyrirmyndar embættismaður I fleiri en einni grein, ef hann hefði gengið þann veg. Hann hefði getað orðið aðsöpsmikill stjórnmálamað- ur, en þó liklega rekist illa i spora- slóð flokksskipulagsins. En hann valdi sér hið góða hlutskipti, að rækja tryggðir við ættaróðal, vera bóndi í þess orðs virðulegustu merkingu. Hann bar í brjósti mik- inn metnað og stolt fyrir hönd stéttar sinnar. Það skeður of sjald- an, að menn af gerð Sigurðar Þórð- arsonar, með menntun hans og fjölþætta hæfileika, hafi þann metnað að helga ættaróðali sinu, lif sitt og starfskrafta. Það varðar miklu, héraðið, landið allt og þjóö- ina að tignarheisið bóndi sé borið uppi af sem mestum mannkostum, góðri og traustri menntun, heil- brigðum metnaði og stórhug. Sig- urður og Asta kona hans sátu óðal sitt af mikilli sæmd, sem sjá má af stórhuga framkvæmdum, myndar- legum og arðsömum búrekstri og mikilli rausn í hvivetna. Þau byggðu upp á nýju öll gripahús jarðarinnar, endurbyggðu hið forna og myndarlega íbúðarhús, raflýstu öll hús og allaurn búvéla- kostur var við hæfi, miðað við þá tíma.“ Sigurður Þórðarson var fjölgáf- aður maður, sönghneigður og hag- yrðingur góður og listrænn á fleiri sviðum. Hann unni listum og sýndi þeim ræktarsemi, m.a. gaf hann út fyrsta sönglög Sigvalda Kaldalóns 1916—1918 og ljóðabók móður sinnar 1919. Heimili þeirra Lauga- bólshjóna bar vitni um listasmekk þeirra í fögrum listmunum og góð- um búnaði. Mikil og góð samvinna var með tónskáldinu Sigvalda Kaldalóns á Armúla og skáidkon- unni Höllu á Laugabóli. Talar það sínu máli um gerð og listamanns- eðli Sigurðar á Laugabóli, hve traust var virðing og vinátta milli hans og hins ljúfa snilldarmanns, læknisins og tónskáldsins Kalda- lóns. Vildarvinir hans voru þeir listamennirnir Ríkarður Jónsson og Jóhannes Kjarval og var heimil- ið á Laugabóli prýtt ágætum lista- verkum þeirra. Blóma- og trjágarð- ur Astu á Laugabóli var og sann- kallað listaverk í litavali, fagur- lega niðurraðað fjölskrúðugu blómavali og garðurinn allur nosturslega vel hirtur. Ef í þá daga hefði verið komið í tízku á verð- launa fegurstu garða byggðarlaga hefði húsfreyjan á Laugabóli áreiðanlega hlotið verðlaun fyrir garðinn sinn. Vinum sínum verður Sigurður minnisstæður. A mannfundum og heim að sækja var hann allra manna glaðastur og hjartahlýr. Drenglund hans við menn o mái- efni, sem hann batt tryggð við brást ekki. I hnyttnum frásögnum hans kom fram ósvikin létt og græskulaus gamansemi, samfara frábærri framsöguleikni, sem oft létti vinum hans gönguna í önn dagsins. Nú hin siðari árin var Sigurði brugðið og naut hann sin ekki sem skyldi. Var Ásta kona hans þá styrkasta stoðin í bliðu og stríðu, þrátt fyrir vanheilsu hennar. Og nú er komið að leiðarlokum. Haustið fer að, gróðrarskrúð vors og sumars tekur að fölna og siðan falla. Hin annarlega fegurð haust- litanna bregður marglitu skrúði yfir landið og í hönd fer hvildar og dvalartími í jurtarikinu, unz vaxt- arþráin vekur allt til Iífsins á nýju vori. Sigurður Þórðarson verður jarð- settur í ættargrafreitnum á Lauga- bóli 24. þ.m. Óðalið fagra Laugaból, jörð feðra og mæðra veitir nú Ijúfum syni sínum viðtöku. Hann unni Laugabóli og var þvi bundin órjúf- andi böndum. Þsr verður honum því búin hinsta hvílan. „Ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut, við hið milda, mjúka móðurjarðarskaut. (Stgr. Th.) Við hjónin og fjölskylda okkar höfum ríkar ástæður til að þakka af heilum huga hjartahlýja vináttu hans, tryggð og traust — og skemmtilega og hugþekka sam- fylgd urn farinn veg. Hans ágætu konu, Astu Jónsdóttur óskum við allrar blessunar og biðjum þess, að ævikvöld hennar verði milt og fag- urt, yljað af ljúfum minningum um góðan og ástríkan eiginmann og manndómsárin að Laugabóli. Aðalsteinn Eiriksson. Sigurður Þórðarson frá Lauga- bóli er látinn á87. aldursári. Ekki minnist ég þess, að hafa heyrt Sigurðar getið, án þess að Lauga- ból fylgdi með. En það segir sína sögu. þeim sem þekktu Sigurð, kemur þetta ekki undarlega fyrir sjónir, þar sem Laugaból og Sigurður yoru nánast eitt meðan Sigurður var heill og hann hélt uppi heiðri Laugabóls meðan heilsa entist. Aldrei efaðist hann um, að allt væri best á Laugabóli og ræktarsemi hans við þann stað, skipti sköpum í lifi hans. Mér finnst sem hann hafi ekki verið á réttri hillu i lífinu sem bóndi. En þegar allar horfur voru á, að eng- inn af ættingjum Sigurðar myndi vilja búa á Laugabóli, varð ástin á ættaróðalinu öllu yfirsterkari. Sigurður tók merkið sér í hönd ásamt sinni mikilhæfu og ágætu konu Astu Jónsdóttur, bar hann það fram með prýði. Hver sem kom að Laugabóli í tið Ástu og Sigurðar rómaði viðtökur og allan viðurgerning. Það orð fór af Laugabóli, að öllum væri þar vel tekið og rausn og framkomu hús- bændanna rómuðu allir. Þau voru mjög samhent, Asta og Sigurður, að gera garðinn frægan og þeim tókst það. Þessi kveðjuorð eru að- eins þörf min til að þakka fyrir að hafa kynnst Sigurði frá Lauga- bóli. 1 minum augum var hann drengur góður. Vel menntaður, kurteis svo af bar, hlýlegur við alla. Greiðvikinn, og var annt um velferð allra. Sigurður var mjög vel hagorð- ur, svo sem hann átti kyn til og eru margar stökur hans land- fleygar. Tæplega mun nokkur kunna eins mikið af stökum hans eins og Asta kona hans. Hún er smekkmanneskja á Ijóð og kann öll feikn af vísum og kveðskap fjölda skálda. Það munu þvi eigi sjaldan hafa hrokkið fram vísur og kveðlingar af munni þeirra hjóna, sérstaklega i góðra vina hópi. Asta dóttir mín var unglingur á Laugabóli hjá Sigurði og Astu frænku sinni. Hún tók slíku ást- fóstri við Sigurð, að óvenjulegt mun vera og alla tíð siðan voru þau raunverulega vinir. Þetta er aðeins lítið dæmi um góðvild Sigurðar og til þess nefnt að sýna, að hann var mannkostamaður. Ég á margar góðar og skemmti- legar minningar um Sigurð á Laugabóli, en engar slæmar. Hygg ég að svo muni margur mæla. Og sakna vinar í stað. Ann- að mál er það, að elli kerling var búin að ná undirtökum á Sigurði og ósigurinn var þegar orðinn ljós fyrir all löngu. Honum var þörf á hvíldinni og þvi samgleðst ég hon- um, tel honum visa góð vist hin- um megin móðunnar miklu og bið honum allrar blessunar. Nú er Ásta frænka orðin ein. Við Asta min sendum henni okk- ar hjartanlegustu kveðjur og biðj- um henni allrar blessunar í sorg hennar. Einlægar þakkir fyrir kynning- una við Laugabólshjónin og megi ævikvöld Astu frænku verða eins fagurt og frekast verður á kosið. Eg kveð með íslenzku kveðj- unni: Vertu blessaður og sæll, Sigurð- ur frá Laugabóli. Guð fylgi þér. 16. september, 1977 Kristján Karlsson frá Akureyri. Jóna Jónsdóttir - Kveðja 'F'rú Jóna Jónsdóttir, Suðurgötu 36 í Hafnarfirði, lést 25. ágúst 1977 eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Fædd var hún 18. sept- ember 1892 i Bárunesi í Miðnesi, ein af fimmtán börnum hjónanna Jóns Magnússonar og Guðlaugar Jónsdóttur, er þar bjuggu þá. Jóna Jónsdóttir giftist árið 1921 Þórði Þórðarsyni frá Rafnkels- stöðum i Garði og fluttust þau til Hafnarfjarðar sama ár, þar sem hann tók að sér verkstjórn hjá verslun Böðvarssona, sem hann annaðist næstu árin, en stofnaði svo verslun i húsinu Suðurgata 36, er hann hafði þá keypt og stækkað fyrir verslunina. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum Þórði og Jónu fljótt eftir að það fluttust til Hafnarfjarðar, bæði vegna atvinnu minnar og svo vegna þess að vinátta hafði myndast milli þeirra hjónanna og foreldra minna, sem entist æ síð- an meðan þau lifðu. En sú vinátta náði lengra en aðeins milli hjón- anna og því var það að ég kom oft á heimili þeirra Þórðar og Jónu. Þar var ávallt gott að koma, við hvort hjónanna sem erindið var eða við þau bæði, enda ver greið- viknin þeim sameiginleg. Ég gleymi seint þvi höfðinglega boði, sem Þórður gerði mér eitt sinni er ég stóð í fjárfrekum framkvæmd- um, með öðrum, svo að ég þyrfti ekki að láta minn hlut eftir liggja. Jóna var frábær húsmóðir, enda hamhleypa til vinnu að hverju sem hún gekk. Gestrisnin var henni svo í blóð borin, að ég man ekki eftir því að hafa komið svo inn i eldhús til Jónu að ekki byði hún mér góðgjörðir, og hafa vist flestir þá sömu sögu að segja. Þá var og hennar glaða lund og hógværa spaugsemi mjög upplifg- andi. Það má því með sanni segja að ávallt hafi verið opið hús hjá þeim hjónum fyrir ættingja og vini, og ekki síst fyrir þá sem búsettir og voru á Suðurnesjum og oft áttu leið um Hafnarfjörð og voru þar oft nætursakir. Ekki brást Jóna heldur ef ein- hver átti erfitt, þá var hin hjálp- fúsa hönd framrétt. Þær voru og margar göngur hennar á sjúkra- húsin, bæði i Hafnarfirði og annars staðar til bess að gleðja vini og kunningja með gjöfum og sínu þýða viðmóti þeim til hugg- unnar og uppörvunar. Mann sinn missti Jóna árið 1951. Þu hjónin eignuðust einn son, Guðlaug Björgvin, sem var þeim mjög hjartfólginn. Þegar heilsa Þórðar tók að bila aðstoðaði hann föður sinn við verslunar- störfin og tók við stjórn verslun- arinnar fyrir móóur sina er hún var orðin ekkja. Og hefur nú fyrir nokkru tekið alveg við rekstri verslunarinnar. Guðlaugur kvæntist Láru Janusdóttur úr Keflavik, ágætri konu, sem mjög er samhent manni sínum. Þau hafa eignast þrjá mannvænlega syni og voru þeir allir mjög hændir að ömmu sinni, enda var hún þeim öllum sem önnur móðir. Og eftir að tveir eldri bræðurnir höfðu stofnað sín eigin heimili og eignast börn var sami áhuginn hjá Jónu fyrir vel- ferð þeirra allra. Síðustu árin lifði Jóna í félagi við þau hjónin og undir þeirra verndarvæng, þannig að hún hafði sér til afnota eitt herbergi og eldhús, sem var þá hennar séríbúð, þar sem hún gat haldið sínunt gamla vana, að bjóða ættingjum og vinum inn til sín, enda þótt ekki þyrfti hún þess, þvi að hið besta fór á með henni og tengdadótturinni, sem allt vildi láta henni í té. En svona var Jóna, hún varð að halda sínu striki. Henni fannst ekki að hún væri að bjóða vinum sínum inn til sin og veita þeim nema hún ann- Framhald á hls. 29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.