Morgunblaðið - 21.09.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRA MANUDEGI
^ nr í/jyumvi-utá'u ir
rétta framburði. Ég tel að það
stafi fyrst og fremst af kennsl-
unni og því að við höfum ósköp fá
tækifæri til þess að heyra dönsku
talaða. Hins vegar stendur ekki á
fólki að læra framburð ensku,
jafnvel ameriskan kúrekafram-
burð, og skilja það mál. Er þó
enskur framburður hreint ekki
léttari en danskur. Enda er það
svo að i útvarpi eru flest sönglög á
ensku eða amerisku en í sjón-
varpi er ástandið þó snöggtum
verra, þar er meiri enska en ís-
lenska og lítið af öðrum málum.
Því er borið við að þetta efni sé
ódýrast og mest úrvalið. Ég get
svo sem vel trúað því að t.d. þætt-
irnir af Ellery Queen (sem eru 30
ára gamlir í þokkabót) séu ekki
mjög dýrir. Veit ég vel að Rikisút-
varpið hefur takmörkuð fjárráð,
en er ekki þetta einum of mikill
sparnaður?
En nú ætla ég að snúa mér að
þvi sem reyndar varð til þess að
ég fór að skrifa. Það var sem sé
bréf til Velvakanda frá Skúla
nokkrum Skúlasyni og hafði
fyrirsögnina:. Til hvers að læra
Norðurlandamálin? Bréf þetta
hefur áreiðanlega gengið fram af
fleirum en mér en þó hef ég grun
um að ýmsir muni þeir sem kunna
að hafa gleypt við þeim rökum
hráum sem þar voru á borð borin.
Tilgangurinn með kennslu í er-
Þessir hringdu . . .
0 Ekki sá fyrsti
Skákunnandi:
— Ég hef reyndar áður látið
hafa eftir mér í dálkum þinum að
ég væri á þeirri skoðun að styðja
þyrfti enn meira við unga og efni-
lega skákmenn og náttúrlega þá
eldri líka. Nú hefur sú ánægju-
lega fregn borizt að islendingar
eigi orðið heimsmeistara í skák
unglinga yngri en 17 ára. Þetta
finnst mér ágætt tilefni til að það
verði rætt af enn meiri alvöru en
lendum málum segir Skúli að
hljóti að vera sá að „leggja grund-
völl að eðlilegum samskiptum við
aðrar þjóðir á sviði viðskiptalifs-
ins og menningarlega." Þetta má
til sanns vegar færa svo langt sem
það nær en þar með sýnist mér
vera upp talið það sem vel er
mælt i bréfi Skúla. Greinilega
hefur hann mestan hug á að
tengja tungumálanám viðskipta-
lífi og kenna mál i hlutfalli við
vöruinnkaup og sölu en hafnar
sjónarmiðum „erfðavenja og til-
finningatengsla" og telur slikt
ekki til verðmæta. Hann telur að
leggja beri áherslu á erlendar
tungur I þessari röð: 1. enska, 2.
þýska, 3. spænska. Þarna yfirsést
honum alveg að við eigum afar
mikil viðskipti við Rússa og
Japani. Ég held að skv. ofan-
greindu mati ætti rússneska að
koma nr. 3 og japanska e.t.v. nr. 4
eða 5. A öðrum stað segir Skúli að
ferðalög okkar til Norðurlanda
séu ekki teljandi ef borið er sam-
an við ferðir íslendinga til sólar-
landa. Þetta er alls ekki rétt. is-
lendingar ferðast einmitt mjög
mikið til Norðurlanda og eiga
meira að segja oft brýnt erindi
þangað. Og ef ferðalög ættu að
vera viðmiðun í sambandi við
málakennslu, þá hlyti spænska að
vera nr. 1 á listanum en ekki
enska, hún kæmi sennilega nr. 3 á
eftir dönsku.
% Haldbetri
vinátta?
Þá vill Skúli gera lítið úr
háskólum á Norðurlöndum. Ég
hygg að flestir séu sammála um
að slíkt er fráleitt, eða hvort telja
menn hentugra að islenskir náms-
menn nemi t.d. fiskifræði eða
arkitektúr í Noregi eða suður í
Bandarikjunum þar sem aðstæð-
ur eru gerólíkar? (Þó gæti maður
stundum haldið að sumir islensk-
ir arkitektar hafi sótt listrænan
innblástur til flötu þakanna í
Timbúktú) Um vinfengi Norður-
landaþjóðanna í okkar garð segir
Skúli: „. . . þær leggja ekki krók á
götu sina nema hagsmunir okkar
og þeirra fari beinlinis saman.“
Líklega þykir Skúla vinátta og
frændsemi Breta, Þjóðverja og
Spánverja hafa verið haldbetri.
Auk þess sýnist mér á setning-
unni hér að ofan að maðurinn
þyrfti að hressa dálítið upp á móð-
urmálið sitt. Orðalagið er ættað úr
ensku (to go out of on's way for
somebody = leggja eitthvað á sig
eða gera sér ómak vegna ein-
hvers) og á þvi ekki við í islenskri
setningu i þessu samhengi, auk
þess sem rangt er farið með is-
lenskt orðtak, þ.e. að leggja
lykkju á leið sina. Og nóg virðist
hann kunna í illri dönsku til þess
að sletta einum hortitti úr þvi
máli: „Tengslin við Danmörku
voru jú þreföld," (leturbr. mín,
Ó.I.).
Þetta leiðir hugann að bréfi um
einmitt þetta efni frá Halldóri
Laxness en það var birt í Velvak-
anda 14. sept. Sú ádrepa var þörf
en þó var þar tvennt sem ég er
ekki alveg samþykkur. Halldór
telur að enskan verði okkur Is-
lendingum seint að fótakefli þar
sem hún sé svo margbrotin að illa
gangi að læra hana til hlítar. Og
svo vildi hann senda þá blaða-
menn sem ekki geta skrifað
skammlausa islensku til vinnu við
dönsk blöð. Hræddur er ég um að
ekki þurfi menn að læra mikið i
ensku áður en þeir fara að slá um
sig með henni; þeir sem minnst
kunna finna jafnvel meiri hvöt
hjá sér til að flíka lærdómnum en
þeir sem meira kunna enda býst
ég við að ill enska sé álíka auð-
lærð og ill danska. Og illa gæti
dönskuslettumönnum íslensku
blaðanna gengið að finna atvinnu
við dönsk blöð; ég býst við að ekki
nægi að kunna hrafl í prent-
smiðjudönsku til þess.
Ólafur Ingólfsson
Heiðargerði 7.“
HOGNI HREKKVISI
Högna langar til að heilsa upp á ykkur töffana
hér í Sundinu?
áður að styrkja skákiþróttina með
einhverjum hætti og þá kemur
helzt til greina að láta Skáksam-
bandið sjá um að úthluta fé til
þeirra verkefna er það telur brýn-
ast. Ekki sá ég að neinn hefði
neitt til málanna að leggja um
daginn þegar ég ræddi þessi mál,
en kannski það verði nú þegar við
höfum eignast heimsmeistara.
Um leið og við óskum hinum unga
skákmanni til hamingju mætti
einnig minna á að þetta er aðeins
í annað sinn sem íslendingar hafa
átt heimsmeistara; fyrra skiptið
var í fegurðarsamkeppni, er Guð-
rún Bjarnadóttir varð númer eitt.
53^ SIG&A V/GGA £ ýiLVE&AW
— Rækjuveiðar
Framhald af bls. 13
fiskvinnslu á Húsavik er að veiða
og vinna úthafsrækju og tryggja
með þvi rækjuvinnslunni~á Húsa-
vík starfsemi yfir allt árið, í stað
þess að verksmiðjan er einungis
starfrækt i sjö mánuði eins og
verið hefur þar til nú i sumar.
Sala og verð á rækju hefur á
undanförnum árum verið háð
meiri sveiflum en á bolfiskinum
og þvi óttast Húsvíkingar að ekki
sé rétt staðið að útgerðinni sem
atvinnugrein ef einungis á að
byggja á þessari tegund veiða
eins og stefnt virðist að á Kópa-
skeri nú. Húsvikingar telja mikils
vert að ekki sé alið á sundrung
milli byggðarlaga, og harma þvi
þann úlfaþyt, sem nágrannar okk-
ar hafa komið á stað i fjölmiðlum
án þess að hafa haft nokkurt sam-
band við okkur hér heima, til að
ræða um framtíðarfyrirkomulág
þessara og hugsanlegra annarra
veiða fyrir austanverðu Norður-
landi. Það er islenska þjóðarbú-
inu fyrir bestu að sjávarútvegur-
inn sé rekinn á traustri og fjöl-
þættri undirstöðu, en ekki sem
hálfgert gullgrafaraævintýri. Við
Húsvíkingar gleðjumst yfir nýj-
um útgerðarstað á Kópaskeri og
erum reiðubúnir að miðla þessum
nágrönnum okkar af þekkingu
okkar og reynslu í útgerðarmál-
um, sem á að baki sér langa sögu.
Þannig eiga góðir nágrannar að
vinna saman.
Húsavik 19. september 1977.
f.h. Fiskiðjusaml.
Húsavíkur h.f„
Tryggvi Finnsson.
f.h. Verkalýðsfél.
Húsavikur
Helgi Bjarnason.
f.h. Húsavíkurbæjar
Haukur Harðarson.
f.h. Samv.fél. útgerðarm.
og sjóm.
Hörður Þórhallsson.
Minning
Jóna
Framhald af bls. 23
aðist það allt sjálf eins og hún var
vön. Þetta skildu þau sonurinn og
tengdadótturin og þvi var sambúð
hennar við þau með þeim ágætum
sem raun ber vitni.
Jóna var nokkuð heilsuhraust
fram á þetta ár, þrátt fyrir sinn
háa aldur, en í júnílok breytti um
svo að hún varð að fara í sjúkra-
hús og stóð til að gera á henni
aðgerð. Af því varð þó ekki þar
sem kraftar hennar dvínuðu fyrr
en varði, og lést hún 25. ágúst s.l.
eftir tveggja mánaða dvöl í
sjúkrahúsi. Jarðarförin fór fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 6.
þ.m. að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Nú er aðeins eitt þeirra syst-
kina á lifi, en það er Guðbjörg
systir hennar, sem gift er Birni
Eiríkssyni á Sjónarhóli i Hafnar-
firði.
Jóna var trúuð kona, sem vissi
hvert hún átti að leita eftir hjálp
og styrk jafnt í blíðu sem i striðu,
og dró aldrei dul á þá blessun,
sem hún taldi sig hafa hlotið fyrir
samband sitt við sinn himneska
föður og frelsara sinn Jesúm
Krist.
Ég kveð Jónu með þökk fyrir að
hafa kynnst henni og hafa fengið
að njóta þeirrar hlýju og þeirrar
góðvildar sem hún átti í svo rík-
um mæli, til að Iáta öðrum i té.
'Jafnframt bið ég þess að hún
megi á sinum tima, hljóta þegn-
rétt I dýrðarríki Guðs.
Öllum hennar nánustu votta ég
samúð mina og bið góðan Guð að
veita þeim huggun harmi mót.
Helgi S. Guðmundsson.
Bilsby Skurvogne A-S
Induslribakken 1. ScnnrlÖM\ 2020 Taaslrup.
Danmark. Talsimi 09-02-99 47 08
Starfsfólksvaunar. skrifstofuvannar.
iluidarvaunar. yeymsluvannar. hruinlætisvannar.
<*óðfúsU*Ka birtjid um upplýsinnapúsa.
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
Austurbær:
Lindargata
Úthverfi: Selás
Upplýsingar í síma 35408
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
/f-r>