Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 1

Morgunblaðið - 07.10.1977, Side 1
32 SÍÐUR 222. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Enginn skáld- skapur verður til án mannúðar” — sagdi ljóðskáldid Aleixandre, sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels í gær □----------------------------------------------------------------□ Sjá grein Jóhanns Iijálmarssonar um skáldið á bls. 10. □ ---------------------------------------------------------------□ Madrid, Stokkhóimi. 6. okl. Reuter. — ArP. „ÞETTA kemur mér skemmtilega á ðvart. Ég hafði ekki gert ráð fyrir að ég kæmi til greina, enda hafði ég ekki séð nafn mitt f hópi þeirra sem Ifklegastir hafa verið taldir. En ég býst ekki við neinum breyting- um á Iffsvenjum mfnum," sagði Vicente Aleixandre, sem fékk Bók- menntaverðlaun Nóbels f dag. Aleixandre er aldurhniginn, 79 ára gamall, og heisluveill. Hann hefur verið sjúklingur f nærfellt hálfa öld og búið við hálfgerða einangrun f áratugi, eða eftir að borgarastyrjöldinni lauk þar sem vitað var að hann var ekki hlynntur Francostjórninni. Skáldið fræga Argentinumað- urinn Jorge Luis Borges fagnaði í kvöld að Aleixandre hefði fengið Bókmenntaverðlaun Nóbels. — „Þetta er gleðiefni. Aleixandre er frábært skáld“ sagði Borges, sem V Israelar til alls búnir — segir Sadat Kairó. 6. okt. Reuter. ANWAR Sadat, Egyptalandsfor- seti, sagði í sjónvarpsviðtali sem haft var við hann í Kairó í tilefni þess að fjögur ár eru liðin síðan hið svokallaða Yom Kippurstrfð hófst, að Israelar myndu á hverri stundu lýsa yfir neyðarástandi. Hann sagði þeir myndu gera og aðrar ráðstafanir, hliðstæðar þeim sem þeir hefðu gripið til skömmu áður en Sex daga stríðið brauzt út 1967. Sagðist Sadat hafa fengið upp- Framhald á bls. 19. Sadat Atlaga gegn sex-klúbbum London, 6. okt. Reuter. LÖGREGLA lét greipar sópa í níu klúbbum f þorginni, sem hafa á boðstólum kynæsandi myndir. Gerði lögreglan upp- tækar um 50 kvikmyndir, mn>- jafnlega langar og misjafnlega djarfar. Ýmsir forystumenn slikra klúbba voru hinir hryggustu og sögðu að þetta benti til að lögregluyfirvöld ætluðu að herða eftirlit með þessari starfsemi sem nyti mikilla vin- sælda meðal borgarbúa, eink- um karlmanna á ákveðnu ald- ursskeiði, þ.e. frá 45—75 ára. sjálfur hefur komið til greina við úthlutun þessara verðlauna svo að árum skiptir. Borges sagðist þekkja vel verk Aleixandres og væri hann mjög vel að verðlaun- um þessum kominn. I forsendum sænsku Akademi- unnar sagði að Aleixandre hefði fengið verðlaunin vegna þess að „hann hefði i skáldskap sínum verið ljóðrænn og skapandi og átt rætur í spánskri ljóðlistarhefð. Skrif hans vörpuðu ljósi á stöðu mannsins í alheimi." Einnig er vikið að þvi að haft sé i huga að hann hafi verið hljóðlegt og yfir- lætislaust tákn andstöðunnar gegn einræðinu í landinu. Aleixandre var einn félaga í hinum fræga skáldahópi sem kenndi sig við árið 1927 og lét að sér kveða í listalífi Spánar fyrir borgarastyrjöldina. Fremstur i þessum hópi var skáldið Garcia Lorca. Þegar ýmsir skáldbræður hans og vinir flýðu land eftir styrjöldina, komst hann hvergi vegna veikinda sinna og bjó lengst af í hálfgerðri einangrun i litlu húsi í Madrid og var ekki mikið þekktur utan Spánar. Þó var hann þýddur á nokkur erlend Framhald á bls. 31 Blaðamenn ræða við skáldið Vicente Aleixandre á heimili hans f Madrid f gær, fimmtudag, eftir að honum hafði verið tilkynnt að hann hefði fengið bókmennta- verðlaun Nóbels. Bandaríkin á Belgradráðstefnunni: Austur- Evrópuríkin virða ekki mannréttíndi Belgrad. 6. okt. Reuter AÐALFULLTRtJI Bandartkjanna á Belgrad-ráðstefnunni, Arlhur J. Goldberg, lýsti þvf yfir f ræðu sinni f dag að kommúnistaþjóðir hefðu dregizt fangt aftur úr f þvf að framfylgja ákvæðum um mannréttindi sem samþykkt hefðu verið að Helsinkiráðstefnunni fyrir tveimur árum. Ræða Goldbergs er sögð einhver snarpasta atlaga að kommúnistarfkjum vegna þessa og kom nokkuð á óvart hversu Gold- berg tók djúpt f árinni. Hann sagði að svo langt væri frá því að mannréttindi væru virt í mörgum löndum kommúnista, í afstöðu til þeirra lægi mesta djúp milli austurs og vestur. Hann sagði að enn neyddust fjölskyldur Flugránið: Alsírstjórn baðst afsökimar vegna árásar á blaðamann Alsfr, Ncw York, «. okt. Rcutcr. AP. ALSlRSKA stjórnin fordæmdi í dag ruddaskap tveggja þarlendra lögregiumanna gagnvart frönsk- um sjónvarpsmanni, Louis Giminez, en ráðist var á hann við störf, þegar hann var að freista þess að taka myndir af lendingu japönsku vélarinnar með flug- ræningja, fanga og gfsla f Alsír fyrir fáeinum dögum. Var maður- inn barinn illilega og konu hans voru veittir áverkar, en hún var með honum og er fréttamaður fyrir Financial Times og News- week í Alsír. 1 yfirlýsingu stjórn- arinnar f dag sagði að rannsókn yrði fyrirskipuð f málinu. Ekki hefur spurzt til japönsku hryðjuverkamannanna eftir að þeir komu til Alsir. Stjórn Alsir sagði í dag, að hún hefði engar frekari skyldur við japönsku stjórnina, þar sem orðið hefði ver- ið veið beiðni hennar um að leyfa vélinni að lenda og þá hefði einsk- is annars verið krafist. Sérfræð- ingar segja að það hafi vakið gremju stjórnvalda í Alsir að Jap- anir hafi JátiJ að þvi liggja að þeir ætlist til aðgerða í málinu að hálfu Alsírmanna. í fréttum frá New York í dag sagði að það hefði farið framhjá flugræningjunum að um borð voru gimsteinar sem metnir eru á 1,8 milljón dollara og komst ein flugfreyjanna með gimsteinana frá borði. Hefðu gimsteinarnir verið í litlum pakka sem bersýni- lega hefði ekki vakið athygli ræn- ingjanna. til að búa aðskildar vegna þessar- ar afstöðu, ferðafrelsi og fleira væri af skornum skammti og mætti svo lengi telja. Skömmu áður en Goldberg hélt ræðu sína hafði aðalfulltrúi Sovétrikjanna talað, Yuli Vorontsov. Hann lagði rfka áherzlu á að Sovétríkin tryggðu þegnum sínum mannréttindi með stjórnarskránni svo og væru þeim tryggð réttindi í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Hann sagði að allir þátttakendur ættu að sýna raunhæfa viðleitni til að tryggja að ráðstefnan bæri árangur. Vorontsov sagði að i sumum vest- rænum ríkjum væri reynt að grafa undan detente, en það mætti ekki takast. Eftir að Goldberg hafði lokið máli sínu siðar um daginn var Vorontsov spurður álits á ræðunni. Hann sagði að ræðan hefði verið full æsingsleg og snúist alltof mikið um mann- réttindi. „Mannréttindi eru að visu þýðingarmikil mál, en fleira Framhald á bls 18. Arthur Goldberg, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á Belgradráð- stefnunni. M.vndin var tekin í gær er Goldberg var í forsæti á ráðstefnunni og skömmu áður en hann flutti ræðu sína. Fylgi Carters dvínar ögn New York. 6. okt. AP NBC-sjónvarpsstöðin birti ( dag nióurstöður nýjustu skoðana- kannana um afstöðu bandarfskra borgara til Carters forseta og kemur f Ijós að f fyrsta skipti eru færri en helmingur ánægðir með frammistöðu forsetans f Hvíta húsinu. Nánar tiltekið lýstu 46% spurðra því yfir að þeir væru ánægðir, en í siðustu skoðana- könnun í júní voru 56% mjög ánægðir spurðra i með forsetann febrúar sl. og 60% Skoðanakannasérfræðingar segja að fólk sem spurt hafi verið hafi ekki getað nefnt sérstök atriði hjá Carter sem ástæða væri til að lýsa fögnuði með. Margir hafi nefnt verðbólguna í landinu, samninginn um Panamaskurðinn og, Bert Lance málið sem dæmi um það sem ekki væri nægilega forsetanum í hag. Sprengju- gabb í Jumboþotu Vaneouver, 6. okl. Reuler JCMBO-ÞOTA frá banda- ríska flugfélaginu PAN AM sem var á leið til Tókíó með 292 innanborðs var látin lenda fyrirvaralítið f Vancouver f lýanada eftir að bréfmiði fannst á salerni þotunnar, þar sem sagði að sprengjur væru um borð. Lending tókst með ágætum. Var vélinni ekið út á afskekkta flugbraut og farþegar látnir fara frá borði í skyndingu. Mjög nákvæm sprengjuleit sem framkvæmd var í vélinni bar ekki árangur. Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.