Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER 1977 23 + Konan mín, móðir og tengdamóðir GUNNHILDUR STEPHENSEN, Tómasartiaga 21, lézt á Landspítalanum, 27 sept sl. Útförin hefur farið fram, í kyrrþey. að ósk hinnar látnu Magnús Stephensen, Elín Stephensen, Sigurjón Jónsson Eiginmaður minn, ELÍAS PÁLSSON, fyrrverandi yfirfiskmatsmaður, Austurbrún 2, andaðist aðfaranótt 6. október i Landspitalanum Fyrir hönd vandamanna, Margrét Halldórsdóttir. Faðir okkar, + ÁSGRÍMUR RAGNARS fulltrúi. er látinn. Ólafur Ragnars Ragnar Ragnars Gunnar Örn Ragnars. Faðir okkar, + JÚLÍUS ODDSSON Sólvöllum 9, Akureyri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 8 október kl 13.30 Bömin + Bróðir minn RAGNAR FRIÐRIKSSON fyrrverandi skipstjóri Akranesi. sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 1 okt. s.l. verður jarðsettur frá Akraneskirkju laugardaginn 8 okt kl. 14 Fyrir hönd vandamanna Danfel FriSriksson + Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar og tengdamóður, KRISTÍNAR ÞORFINNSDÓTTUR Ásta Þórðardóttir. Jakob Þorsteinsson, Ingimar ÞórSarson, Elinrós Jónsdóttir, Ragnar ÞórSarson. Kristín Erlendsdóttir. Reynir ÞórSarson og barnaborn + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför dóttur okkar, ÖNNU HANNESDÓTTUR. Hvassaleiti 26. Hannes Pétursson. Guðrún Björnsdóttir. + Ollum þeim, sem á einn eða annan hátt voru mér til hugarhægðar og aðstoðar og auðsýndu mér samúð við andlát og jarðarför konu minnar, MARGRÉTAR ÞÓRARINSDÓTTUR, sendi ég mínar innilegustu þakkir. Egill Jóhannsson, Eyrarlandsvegi 12, Akureyri. Vegna útfarar Sæmundar Auðunssonar, skipstjóra verður stofnunin lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 7. október Hafrannsóknarstofnunin. Minning: Sigurbjörn Árnabjörnsson Egilsstöðum — Minning I dag verður kvaddur í hinsta sinn einn fyrri aldar sonur is- lenskrar þjóðar, Sigurbjörn Arna- björnsson frv. bóndi, Múlastekk í Skriðdal. Hann er einn af þeirri kynslóð sem hóf lífsgöngu sína á síðustu öld, sem skapaði fyrir og fram- kvæmdi atvinnulega byltingu í landinu, en sú kynslóð gerði meira, hún færði okkur það sem dýrmætast er fyrir hverja þjóð, sjálfstæði. Sigurbjörn fæddist 7. septem- ber 1894 að Geirólfsstöðum í Skriðdal, voru foreldrar hans Sigurveig Vigfúsdóttir og Árni- björn Arnbjörnsson. Var hann á vegum móður sinn- ar að Geirólfsstöðum öll sín upp- vaxtarár og þar til hann hóf bú- skap. Naut hann þess að húsbændur þar, Bergþóra Helgadóttir og Finnur Antoniusson, litu á hann sem fósturbarn sitt. Sigurbjörn kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Kristinu Ólínu Einarsdóttir frá Kolstaðagerði 22. nóvember 1922. Hófu þau búskap að Múlastekk í Skriðdal það sama ár og bjuggu þar óslitið til ársins 1966, er þau fluttust til Egils- staða. Sigurbirni og Kristínu varð fjögurra barna auðið en þau eru: Jónína, Póstfulltrúi, Egilsstöðum; Einar, starfsmaður Póst og síma, Egilsstöðum; Guðrún Helga, hús- frú í Ulinois, U.S.A. og Afmælis- og minningar- greinar ATHVGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Kristbjörg, skrifstofumaður, Egilsstöðum. Þá ólu þau hjón upp Þórólf Stefánsson trésmið, Egilsstöðum, frá 11 ára aldri. Búskapur Sigurbjörns var á þann veg, að hann safnaði ekki skuldum og á Múlastekk skorti aldrei neitt til framfærslu stórri fjölskyldu. Einn þáttur af búskap Sigur- björns var veiðimennska, og var hann af þeirri búskapargrein sinni annálaður um Fljótsdalshér- að. Stundaði hann almennt allar til- tækar veiðar í sinu umhverfi frá barnæsku, því fyrsta ferð hans til rjúpnaveiða fór hann ellefu ára gamall með framhlaðni'ng að veiðitæki. Grenjaskytta var Sigur- björn i sinu sveitarfélagi frá fermingu þar til að hann hætti búskap. Við þessi störf sín lenti hann oft í miklum svaðilförum og naut sín þá vel mikil líkamshreysti, þolni og áræði. Sem dæmi um veiðimanninn Sigurbjörn Árnabjörnsson er þegar hann fer ásamt nokkrum félögum sínum eftir hreindýra- hópi fyrir hálsana í Eyvindarár- dal og upp Skagafel! alla leið að Hetti, setti hann þá sjálfur sér veiðistað þegar að hópnum var komið, en hinir veiðimennirnir undu ekki hans ákvörðun og settu sér annan. Niðurstaða þessa elt- ingarleiks varð að Sigurbjörn náði sex dýrum en hinir engu. Síðast fór hann á hreindýraveiðar 82 ára og náði dýri, en allir vita að Karl Á. Bjömsson toll- varðstjóri — Minning Karl Astvaldur Björnsson, fyrr- verandi tollvarðstjóri, andaðist að heimili sinu, Sundlaugarvegi 16, þann 1. október 1977. Hann var fæddur 28. júlí 1903 i Þurranesi i Saurbæjarhreppi í Dalasýsiu. Foreldrar hans voru hjónin Björn Björnsson og Ólína Sigrún Sig- urðardóttir áður búandi i Efri- múla í s. sv. Móðir Karls dó áður en hann varð ársgamall, þann 2. júlí 1940, varð bráð hvita dauð- ans, er á þeim tima lagði svo margt ungt fólk að velii. Björn faðir hans var þá húsmaður i Stór- holti í Saurbæ hjá hjónunum Guð- mundi Einarssynni og k. h. Maríu Jónsdóttur og var Karl hjá þeim. Þau tóku drenginn þegar í fóstur og ólu hann upp sem sitt barn, unz Maria andaðist 20. marz 1915. Björn faðir Karls átti heimili hjá fósturforeldrum hans, unz hann drukknaði í sjóróðri frá Bolungar- vik þann 21. apríl 1910. Karl var hjá fósturforeldrum sínum í Stórholti 1904—07, og fór með þeim að Felli í Kollafirði 1907 og var þar til 1916, er fóstri hans hætti búskap. Þá fór Karl aftur í Saurbæinn, var i Belgsdal 1916—’18, fermdur þaðan með ágætum vitnisburði 27. maí 1917, vinnumaður á Kverngrjóti 1918— '19, 1921—’22 og 1923—’24, á Felli og víðar i Kollafirði 1919— ''21, í Fagradal 1922—’23, flutti til Reykjavíkur 1924 og átti þar heima eftir það til dd. Hann var verkamaður og sjómaður í Reykjavik frá 1924—’38, dyra- og pallavörður i Alþingishúsinu um þingtimann 1937 og 1938, toll- vörður í Reykjavík frá 1938 unz hann varð að hætta vegna aldurs. Karl mat fósturforeldra sína og Lokað frá kl. 1 —3 í dag vegna jarðarfarar GUÐMUIMDAR JÓNSSONAR. Verzlunin Valborg, Laugavegi 83. hreindýraveiðar eru einar erfið- ustu veiðar sem hægt er að stunda. Sigurbjörn var maður óvenju- legur fyrir margra hluta sakir, hann var vandaður eljumaður, með skapgerð sem í senn var mót- uð af bliðum en harðfengnum gjöfum hinar islensku náttúru, en bjó yfir þolinmæði og rósemi hins sanna veiðimanns, sem veiðir sér til nauðsynja. Þegar Sigurbjörn hóf störf hjá Rarik 1970, þá 76 ára gamall, þótti ýmsum samstarfsmönnum hans með ólíkindum hvað þessi aldni íslenski bóndi gat afkastað í sinu starfi í vörugeymslunni — þessi undrun breyttist brátt i sanna að- dáun sem hélst hjá starfsfélögun- um til hans hinsta starfsdags. Undrun og aðdáun samstarfsfé- laga var ekki bundin við óvenju- lega líkamlega hreysti og atorku heldur miklu fremur vinnusemi — samviskusemi — stundvísi og aðdáunarlega skynjun fyrir því sem betur mátti fara á þessum tæknilega vinnustað. Á erfiðum starfstímum var einnig ánægjulegt að mæta hans smitandi starfsgleði sem mótaðist af því viðhorfi, að hann var einn þátttakandi af mörgum, til að halda gangandi lifsnauðsynlegri þjónustu í landshlutanum. Þegar Sigurbjörn var áttræður fékk ég hann með mér i sex daga samfelldar veiðiferðir eftir laxi i tvær bestu laxveiðiár á Austur- landi. Þessi ferð með þessum sí- unga en aldna garpi um náttúru Austurlands verður mér ógleymanleg. I fögrum árhvömmum þar sem hljóðlátur niður árinnar lék létt í eyrum, var ég upplýstur um nytj- ar hinnar börsku náttúru lands- ins. 1 huga Sigurbjörns var gnægð fanga til lífsviðurværis hvarvetna sem hugar okkar sveimuðu um í umhverfi okkar. En nýting þeirra var háð náttúrulögmálum sem misvirt hafa verið í tvöföldum skilningi, með óvirðingu fyrir auðæfum ís- lenskrar moldar og rányrkju til sjávar. Nú þegar Sigurbjörn vinur minn er horfinn til víðari og bjartari veiðílanda, vil ég með þessum fátæklegu orðum þakka honum vináttu við mig og fjöl- skyldu mína, sem var okkur mikið verðmæti, og fyrir hönd allra starfsmanna Rarik á Austurlandi vil ég þakka honum lærdómsrikt samstarf. Við sendum eiginkonu og börn- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Erling Garðar Jónasson fóstursystkini mikils. Systkini Karls voru: Hildur, dó ógift; As- geir, lézt ókvæntur, og Signý Ingi- björg er átti Sumarliða Guð- mundsson, b. á Gróustöðum i Geiradal. Karl kvæntist 28. september 1933 Rósu Sigfríði, f. 18. des. 1906, dóttur Þorleifs Jónssonar alþingismanns á Hólum i Horna- firði og k.h. Sigurborgar Sigurð- ardóttur. Þau eignuðust þrjár dætur, sem allar eru búsettar í Reykjavík. Helgu gifta Knúti Knútsen veðurfræðingi, Astu gi/ta Hauki Bergssyni vélvirkja og Mariu gift Ingvari Valdimars- syni flugumferðarstjóra. Karl heitinn var stör og myndarlegur maður, minnugur og góður félagi. Nú að leiðarlok- um þakka ég honum samstarfið og sendi konu hans, dætrum, tengdasonum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum sam- úðarkveðjur. Aðalsteinn Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.