Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977 12 Sæmundur Auðunsson skipstjóri — Minning Fæddur 4. október 1917. Dáinn 30. september 1977. Það var á haustdögum árið 1938, að fundum okkar Sæmund- ar Auðunssonar bar fyrst saman. Þá settumst við báðir í Stýri- mannaskóla Islands. Aður hafði ég enginn kynni haft af Sæmundi, en varð þess skjótlega vis, að þar fór enginn meðalmaður. Hann gat sér þegar traust og vinsældir skólabræðra sinna með traustri og virðulegri hógværð. Þegar á unga aldri hafði Sæmundur myndað sér skoðanir á vandamál- um þjóðfélagsins og hvað stæði til bóta. En þvi miður var hann, bæði þá og síðar, of hlédrægur til þess að koma þeim á framfæri; honum var annað betur gefið en að berja bumbur fyrir sjálfum sér. Þó gat ekki hjá því farið, að slíkur maður yrði sóttur ráða. II. Að loknu burtfararprófi úr Stýrimannaskólanum vorið 1940 fór Sæmundur á sjóinn. Þá geis- aði síðari heimsstyrjöldin. Sæmundur fór sem stýrimaður á b/v Garðar frá Hafnarfirði og var á þvi skipi til haustsins 1941, að hann réðst sem 1. stýrimaður á b/v Vörð frá Patreksfirði og sigldi á honum til stríðsloka árið 1945. Þá fór hann í land og var eitt ár í landi, en réðst svo til Útgerðafélags Akureyringa og tók við skipstjórn á fyrsta togara þess félags, Kaldbaki, vorið 1947. Er síst of mælt, þótt sagt sé, að með farsælli skipsstjórn á því skipi hafi Sæmundur lagt fram verulegan skerf til þess að gera Akureyri að blómlegum útgerðar- stað togara. Við áramótin 1950—1951 tók Sæmundur við skipstjórn á b/v Harðbak, eign sama félags, einn af seinni nýsköpunartogurunum, en nokkru stærri en Kaldbakur. Með Harðbak var Sæmundur til ársins 1956. Árið 1956 tók Sæmundur við forstöðu Fylkis h.f., eftir lát Aðal- steins heitins Pálssonar skip- stjóra, aðaleiganda þess félags. Þá um haustið sökk b/v Fylkir, eign Fylkisfélagsins, þegar tundurdufl sprakk i vörpunni við skipssíðu. Sem betur fór varð mannbjörg. Eftir að Fylkir sökk, var lítið um að vera hjá fyrirtækinu. Fór Sæmundur þá sem skipstjóri í nokkrar ferðir á skipum, sem send voru í fiskileit. Aður hafði hann farið í slíkar ferðir á b/v Harðbak. Hér má og geta þess, að í júlímánuði 1956 fór Sæmundur i fiskileit á b/v Fylki til Austur- Grænlands. I þeirri ferð fundust gjöful fiskimið. Voru ein þeirra kennd við Sæmund, en hann rit- aði smá blaðagrein og baðst und- an þvi að miðin væru við hann kennd og bað um að þau yrðu nefnd „Fylkismið“, hefur það nafn haldist síðan. Af Fylkismið- um hefur komið mikill og góður afli. Árið 1957 eignaðist Fylkisfélag- ið nýjan Fylki. í aprilmánuði 1958 fór Sæmundur til fiskileitar á nýja Fylki til Austur-Grænlands og fékk þá góðan afla af þorski á Fylkismiðum, en það var í fyrsta skipti sem þorskur veiddist að nokkru marki við A-Grænland. Síðar um sumarið fór Sæmundur tvær ferðir til fiskileitar á Ný- fundnalandsmið. í þessum ferðum fundust áður óþekkt mið, sem kölluð voru Sundáll og Ritu- banki, og fékks þar feiknamikill karfaafli. Þau karfamið voru síð- an um árabil stunduð af íslensk- um togurum með mjög góðum ár- angri. I árslok 1966 hætti Sæmundur framkvæmdastjórastarfi hjá Fylkisfélaginu, sem þá hætti tog- araútgerð, og réðist í ársbyrjun 1967 sem framkvæmdastjóri til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og gegndi því starfi til haustsins 1970. Fyrir áramótin 1970/1971 tók hann við skipstjórn á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmunds- syni, sem þá kom nýtt til landsins. Var Sæmundur með það skip allt til dánardægurs, en hann lést i svefni á heimili sínu aðfaranótt 30. september s.l. III. Sæmundur var fæddur a Minni- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 4. október 1917. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelmina Þor- steinsdóttir og Auðunn Sæmunds- son, kunnur sjósóknari á sinni tíð. Sæmundur ólst upp í stórum syst- kinahópi, elstur bræðranna, en þeir eru allir vel þekktir togara- skipst jórar. Árið 1939 lést móðir Sæmundar og var yngsta barnið þá tæplega sex ára að aldri. Strax og kraftar leyfðu fór Sæmundur að hjálpa til við heimilisstörf, en með útgerð og sjósókn stundaði faðir hans búskap. Sæmundur vandist því frá barnæsku öllum algengam störfum, sem þá var títt, og snemma fór hann að róa með föður sínum. Sæmundur var gjörvilegur maður að vallarsýn, mikill um herðar og þrekinn, framkoman róleg og æðrulaus, en slík er oft- ast framgang;a þeirra manna, sem eru en sýnast ekki. Sæmundi Auðunssyni hæfði vel orðið karl- menni. Þegar b/ Skúli fógeti strandaði við Grindaiík 11. apríl 1933, var Sæmundur i áhöfn tog- arans, aðeins 15 ára gamall. Var þá á orði haft, að skipsbrotsmenn hefði þurft að styðja i land nema einn 15 ára ungling, sem gekk óstuddur. Löngu síðar var Sæ- mundur spurður að þessu í blaða- viðtali og gerði þá lítið úr; hins vegar hefði honum verið kalt, ís- lensku ullarnærfötin, sem móðir hans bjó honum hefði þá líklega bjargað lífi hans, en ekki tímdi hann að skera göt á stígvélin sín sem voru full af sjó. Á þeirri tíð voru skipsrúm á togurum eftir- sótt og nokkuð mun hafa verið spunnið í þann ungling 15 ára, sem þá stóð fyrir sínu í vinnu á togurum. Enda fékk Sæmundur fljótlega annað skipsrúm og þurfti ekki að kaupa sér ný stig- vél. IV. Það eru nú nærfellt 40 ár, sem ég hefi þekkt Sæmund Auðuns- son. Ég þekkti hann náið persónu- lega og sem sjómaður tel ég mig geta metið störf hans og framlag til islensks sjávarútvegs og fiski- rannsókna. Sem skipstjóri fór hann oft eigin leiðir, treysti reynslu sinni og viti, þótt ekki hefði hann í hámælum. Hann vissi vel, að ekki er allur lær- dómur á bókina skráður og að mörgu höfðu gamlir menn tekið eftir um göngu fiskjar og legu miða. Sæmundur nam bæði af eig- in reynslu og með lestri fræðirita og jók við. Mátti reyndar fletta upp í honum sem bók í flestu þvi sem hann hafði lesið um þau efni. Fáir íslenskir skipstjórar hafa á einu ári komið með meiri afla að landi en hann. Sæmundur hafði mikið yndi af skák og var góður bridgespilari. Viðlesinn var hann og stálminn- ugur. Yndi hafði hann af ljóðum og mat mest Einar Benediktsson allra skálda. Snilld Einars og dýpt í hugsun heillaði Sæmund. Árið 1947 kvæntist Sæmundur eftirlifandi konu sinni, Arndísi Thoroddsen. Þau áttu tvö börn, Auðun og Ingibjörgu. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka Sæmundi Auð- unssyni og fjölskyldu hans ótald- ar ánægjustundir. Við, sem þekkt- um Sæmund vel, höfum öll misst mikið og þjóðarskaði er að slíkum manni. En hvað er það hjá sorg og missi konu hans og barna. Þeim bið ég guðs blessunar. Einar Thoroddsen. Maðurinn með ljáinn ríður geyst þessa dagana. Meðal þeirra, sem fyrir höggi hans verða, eru menn á góðum aldri, og í kunn- ingjahópinn koma uggvænleg skörð. Engum kom dauðinn til hugar, sem sá Sæmund Auðunsson skip- stjóra, hraustmenni að burðum og hýran á brá. Sízt varði okkur svo skörp skil lífs og dauða, þegar við sátum með honum að tafli þrír félagar sólarhring áður en hann var allur. Sæmundur var búinn að vera einn félaganna í litlum, óformleg- um skákklúbb um árabil, og er okkur nú mikil eftirsjá að honum úr þeim þrönga hóp. Sæmundur var afbragðs hugkvæmur og skemmtilegur skákmaður, og hann hafði yndi af þeirri list. At- vinna hans á sjónum leyfði hon- um ekki sem skyldi aö taka þátt í skákfundum okkar, en þeim mun meiri var þá tilhlökkunin og til- breytingin að fá að heyja við hann snerru, þegar hann var í landi, og ekki mun hann hafa fýst þess síður. Er óhætt að fullyrða að hann fór yfirleitt ekki með skarð- an hlut frá skákborði fremur en borði á skipi sínu, en hann var sem kunnugt er aflasæll togara- skipstjóri fyrr á árum. Við félagarnir þökkum honum og frú Arndisi Thoroddsen konu hans margar góðar samverustund- ir á heimili þeirra hjóna og endra- nær, og henni og börnum þeirra skal tjáð innileg samúð í fyrir- varalausri sorg þeirra. Eitt sinn sló ég því fram við vin minn Sæmund, hvort hann tæki mig e.t.v. einhvern tíma með sér i eina ferð á „Bjarna Sæmunds- syni“ mér til hvíldar og hressing- ar i sjávarlofti á sjávaröldum. Ekki tók hann því allfjarri, og nokkru seinna spurði hann mig raunar, hvort ég væri til í tuskið. F // A T f. og goður bíll Verð kr. 'g&T bíll sem hentar J&v f sérlegavel Jf 1.380.000,- ísienzkum Ti| öryrkja kr. aðstæðum veðri ^ . no og vegum. i,« Til afgreiðslu nú þegar FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson lif. SÍÐUMÚLA 35. sími 85855. SOKKA BUXUR K.SKAGFJÖRÐ HF.S.24120 í 1 Jð * I; u i * j , > < / i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.