Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977 17 Lálum: Ljósmynd rannsóknarlögreglan í þessu herbergi að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði lét Guðmundur Einarsson lífið, samkvæmt framburði sak- borninga. Hann lá á gólfinu fyrir framan kojurnar. Kvað verjandinn ekki einleikið hve margt, sem fram hefði komið í fram- burði sakborninganna, hefði ekki stað- ist þegar á reyndi. Til dæmis hefði Sævar fullyrt að Kristján hefði stungið Guðmund með hníf nokkru eftir að Kristján bar það við yfirheyrslu en síðan hefði komið í Ijós að hnífurinn var Kristjáni alls ekki tiltækur þegar atburðurinn átti að hafa gerst Einnig kom það fram hjá Sævari fyrst, að hann hefði hringt í Albert Klahn Skaftason um nóttina og beðið hann að flytja fyrir sig pakka og átti hann að fá hass í staðinn. Siðar hefði Albert haldið þessu fram og loks Kristján. En hvað hefði komið í Ijós, síminn í íbúð- inni var lokaður og þessi saga upp- spuni. En hvaðan fréttu Albert og Kristján um þetta spurðu verjandinn. Lögreglumennirnir hafa auðvitað skýrt þeim frá þessum framburði Sævars. Og hvers vegna talaði Sævar um það að Albert Klahn hefði komið á gulum Toyota bíl til þess að sækja líkið um nóttina þegar hann i reyndinni kom á svörtum Volkswagen, spurðu verjand- inn Jú, Albert hafði haldið því fram fyrst En hvernig frétti Sævar af þessu Auðvitað frá lögreglumönnunum, sagði verjandmn Þannig öpuðu sak- borningarnir vitleysurnar hver eftir öðr- um í gegnum lögreglumennina Og af þessum sökum gæti það vel staðist. að Tryggvi Rúnar hefði frétt um her- bergjaskipan að Hamarsbraut 1 1 frá lögreglumönnunum eins og hann héldi fram ,.Það er augljóst að lögreglu- mennirnir hafa verið leiðandi i spurn- ingum sínum og ef til vill hafa þeir lesið úr yfirheyrslum yfir hinum," sagði Hilmar Tryggvi Rúnar segist vera saklaus Skýrslu sína og játningar frá 9 janú- ar 1976 hefur Tryggvi Rúnar nú dreg- ið til baka og kveðst vera algerlega saklaus af því að hafa ráðið Guðmund Einarssyni bana og hann hafi aldrei að Hamarsbraut 1 1 komið i dómsalnum I gærmorgun las Hilmar Ingimundurson yfirlýsingu Tryggva Rúnars. Þar segir Tryggvi Rúnar að hann hafi verið ákaf- lega miður sin fyrst eftir handtökuna 23 desember 1975, enda saklaus af þeim ákærum, sem á hann voru born- ar. Hann hafi ekki getað sofið en samt hafi hann verið tekinn i yfirheyrslur strax og m.a. borin upp á hann tvö stórmál, að hafa orðið stúlku að bana í Vík í Mýrdal og einnig að hafa orðið manni frá Ólafsvík að bana Þetta hafi verið borið upp á alla ákærðu en ekkert hafi um þetta verið bókað hvernig sem á þvi standi Hann hafi siðan verið i yfirheyrslum i allt að 1 2 tima i einu og engin miskunn verið sýnd Örn Höskuldsson rannsóknardómari hefði sagt við sig að hann gæti rotnað i fangelsinu í tvö ár og Örn hefði lika sagt við hann að rétt væri að játa, þvi hinir væru búnir að játa Hann hefði ekki séð aðra leið en játa i þeirri trú að hið sanna kæmi siðar i Ijós Þegar verjandinn hafði lesið þetta upp lýsti hann furðu sinni á því að rannsóknarlögreglan skyldi týna tveim- ur mikilvægum gögnum i málinu, þ e. rissi Erlu Bolladóttur af Tryggva Rúnari og uppdrætti af herbergjaskipan að Hamarsbraut 1 1, sem einn rannsókn- arlögreglumannanna taldi að gerður hefði verið. Spurði verjandinn hvernig á þvi gæti staðið, að rannsóknarlög- reglan týndi á þennan hátt gögnum, sem gætu verið mjög mikilvæg i þvi að sanna sekt eða sakleysi Tryggva Rún- ars Ennfremur átaldi hann rannsókn- arlögregluna fyrir að sleppa því tæki- færi að láta fara fram sakbendingu fyrst eftir að ákærðu voru handtekin og láta Erlu benda á Tryggva Rúnar Athugasemdir viS yfir- heyrslur yfir Gunnari Jónssyni Hilmar Ingimundarson ræddi því næst um vitnisburð Gunnars Jónsson- ar, sem sóttur var sem vitni til Spánar og hafði sitthvað að athuga við yfir- heyrslurnar yfir honum í fyrsta lagi hefði hann verið kvaddur til réttarhald- anna með kvaðnmgu, þar sem lýst var hvers vegna hann væri kallaður fyrir í öðru lagi hafði hann verið yfirheyrður á laugardegi og verjendum ekki gefinn kostur á þvi að vera viðstaddir en aftur á móti hefði saksóknarinn verið til- kvaddur Þarna væri um mismunun að ræða Hefði dómurum þó mátt vera Ijóst, að verjendur teldu vitnið vera ákaflega mikilvægt Honum hefði verið hjálpað til að komast inn i málið m a með þvi að sýna honum Mornblaðið frá 30 janúar 1 974, þar sem skýrt var frá hvarfi Guðmundar og lýst eftir honum. Einnig hefði honum verið sýnt húsið að Hamarsbraut 1 1 bæði utan og innan Ná hefði það lika gerst, að Gunnar Jónsson var staddur i réttarsalnum þegar dómsforsetinn bað dómsvörðinn að kalla á Tryggva Rúnar inn í salinn. Siðan hefði Gunnar verið spurður hver þetta væri og hann svarað á auga- bragði að þetta væri Tryggvi Rúnar Leifsson Kvaðst hann þekkja hann, en Tryggvi taldi sig ekki þekkja Gunnar Þá rifjaði verjandinn það upp, að Sævar Ciesielski hefði á einum stað Framhald á bls 18. Vörn Sævars Ciesielski byrjaði í gær: Verjandinn deilir harðlega á ákæruvald- Íð og alla málsmeðferð Eftir hádegið í gær byrjaði Jón Oddsson hrl varnarræðu sína, en hann er verjandi Sævars Marínós Ciesielski, og hefur jafnframt verið rétt- argæzlumaður hans Sævar Ciesielski er í ákæru dagsettri 8 desember 1976 ákærður, ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni og Tryggva Rúnari Leifssyni, fyrir að hafa aðfarar- nótt 2 7 janúar 1974 í félagi ráðist á Guðmund Einarsson, Hraunprýði, Blesugróf, i kjallaraíbúð að Hamars- braut 11, Hafnarfirði, þáverandi heim- ili Sævars Marínós, og misþyrmt hon- um svo að hann hlaut bana af, og komið líki hans síðan fyrir á ókunnum stað í ákæruskjalinu eru honum einnig gefin að sök fjögur þjófnaðarbrot sem hann framdi einsamall á árinu 1 974 Jafnframt er honum gefið að sök að hafa stolið póstpoka í afgreiðslu Flug- félags íslands á Reykjavíkurflugvelli 7 mars 1974 og fyrir að hafa eytt af fé því, sem í honum var, í félagi við Erlu Bolladóttur Sævar er auk þess ákærður fyrir að hafa ásamt Erlu Bolladóttur svikið fé út úr Pósti og síma, samtals kr. 950 000 á árinu 1974 Sævar Marínó er einnig ákærður fyrir fjögur sameiginleg innbrot hans og Kristjáns Viðars á árunum 1972—1974 Þá er Sævar ákærður ásamt Ásgeiri Ebenezer Þórðarsyni og Guðjóni Skarphéðinssyni fyrir smygl á 2Vi kg af kannabis inn í landið, í bifreið Guð- jóns sem flutt var hingað með skipi í ákæru sem gefin var út 16 mars 1977 er Sævar Marínó, ásamt Krist- jáni Viðari Viðarssyni og Guðjóni Skarphéðinssyni gefið að sök, að hafa ráðist að Geirfinni Einarssyni í Dráttar- braut Keflavíkur aðfararnótt 20 nóv- ember 1974 og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af. Honum er jafnframt gefið að sök. ásamt Kristjáni Viðari og Erlu Bolladóttur, að hafa flutt lík Geirfinns frá Reykjavík upp í Rauð- hóla, hellt þar yfir það bensini, kveikt í því og síðan grafið það þar. Loks er Sævari, Erlu og Kristjáni Viðari gefið að sök, að hafa borið rangar sakargiftir á hendur fjórum til- teknum mönnum, sem þurftu af þeim sökum að sitja í langvarandi gæzlu- varðhaldi Dómkröfur verjandans Dómkröfur verjanda Sævars Marínós, varðandi morðákæruna í fyrra ákæruskajalinu, eru aðallega sýkna, og varðandi hin brotin vægasta refsing sem lög leyfa Varakrafan er sú. að krafist er vægustu refsingar fyrir öll brotin, sem getið er í ákærunni Varðandi seinni ákæruna krefst verj- andinn einnig sýknu aðallega. en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa Verjandinn krefst þess jafnframt, að gæzluvarðhaldsvist Sæyars frá 1 1 desember 1975 komi að fullu til frá- dráttar refsitímanum, og auk þess krefst hann réttargæzlulauna og máls- kostnaðar Varðandi þjófnaðarbrotin og brot Sævars gegn fíkniefnalöggjöf visaði verjandinn til þess, að Sævar hefði játað þau öll og að hann væri reiðu- búinn til þess, að gera dómsátt um greiðslu þeirra skaðabótakrafna sem komið hefðu fram Inngangur ræðurnnar Verjandinn byrjaði á að vitna i sókn- arræðu vararikissaksóknara, þar sem hann lét að því liggja, að afturhvarf sakborgninganna frá játningum sinum væru mannleg viðbrögð i þá átt að losna undan refsingu og ekki annað en vonlausar tilraunir Játningar sakborn- inganna væru grundvöllur ákærunnar og engu breytti þótt þær hefðu verið dregnar til baka Verjandinn sagði. að ekki væri hægt að afgreiða málið á þennan veg Það væri hlutverk ákæru- valdsins að rannsaka sakleysi manna. jafnt sem sekt Sakbornmgarnir hefðu frá upphafi haldið fram sakleysi sínu, fyrir rannsóknarlögreglu og jafnframt fyrir geðlækni, er geðrannsóknir voru gerðar á þeim Vararíkissaksóknari hefði m a reifað niðurstöður geðrannsóknar til rök- stuðnings sakfellingu, en slík vottorð væru ekki sönnunargögn í opinberum málum, auk þess sem hér væri jafnvel um trúnaðarbrot lækna að ræða gagn- vart sakborningunum Til stuðnings þeirri skoðun sinni, að játningar þeirra hefðu ekki verið dregn- ar til baka vegna þess að um örvænt- ingarfullar tilraunir sakborgninga til að bera hönd fyrir höfuð sér hefði verið að ræða, reifaði verjandinn ýmis atriði sem honurh þótti misfarið með við rannsókn málsins í heild Sævar Ciesielski hefði verið hand- tekinn 11 desember 1975 á heimili sínu að Hamarsbraut 1 1 í Hafnarfirði, eftir að húsrannsókn hafði verið gerð þar við viðkvæmar aðstæður. Alla tið siðan, að frátöldu tímabilinu frá 31 janúar 1977 til 5 maí 1977, hefði Sævari verið haldið í einangrun, eða í tæpa 700 sólarhringa. Enginn vafi væri á því að slík meðferð hefði áhrif bæði á hegðun fangans og líðan Þá lýsti verjandinn fábrotnu umhverfi fangans i einangrunarklefanum. Hávaði hefði glumið i eyrum hans, bæði nætur og daga og sólargeislar vart náð inn i klefann Fanganum hefði verið bannaður lestur bæði bóka og dagblaða, en aðeins nýlega hefði dómurinn veitt samþykki sitt til þess, að Sævar fengi að lesa Morgunblaðið eitt blaða Sævar er reykingamaður, en tóbaksneyzla var honum bönnuð lang- timum saman Verjandinn lét þau orð falla, að engar ákveðnar reglur virtust gilda um boð og bönn, sem fangar þyrftu að þola Fanganum var leyfð útivist í fangelsisgarðinum í 10—15 minútur á dag, sem hann notfærði sér. Um tíma hefðu fangarnir Kristján og Tryggvi verið sendir í fangelsið á Litla- Hrauni, og í hegningarhúsið, en Sævar alltaf hafður á sama staðnum Fleira nefndi verjandinn síðan um allar kringumstæður sakborningsins og hugsanlegar ástæður fyrir játning- um hans á sínum tíma Hann minntist á kvartanir, sem Séevar hefði borið upp við sig um framkomu fangavarða í fangelsinu við Siðumúla, en að ekkert væri hægt að sanna þar sem einungis stæði fullyrðing gegn fullyrðingu um það atriði Sævari hefði verið fengið bréf i einangrunarkelfann frá Erlu Bolladóttur, sem ekki lægi frammi í réttinum og gerði verjandinn athuga semd við það í bréfi þessu hefðu verið dylgjur og hótanir i garð Sævars, og hann á allan hátt mðurlægður i þvi Verjandinn átaldi fangelsisyfirvöld fyrir að hafa fengið Sævari þetta bréf, þar sem Ijóst væri að slikt hefði ekki annað en neikvæð áhrif Verjandinn sagði ennfremur, að hann vissi til þess, að Sævar hefði oft á dag verið yfirheyrður og þá jafnvel verið brotið gegn skýrum ákvæðum laga um að ekki megi yfirheyra fanga i lengri tíma en 6 klst í einu Hann minntist ennfremur á það. að þinghöld sakadóms hefðu í byrjun farið fram i Síðumúla fyrir rannsóknar- dómaranum Það væri ekki fullljóst, að sakborningarnir hafi gert sér grein fyrir því, að þeir væru fyrir dómi Hann deildi á það, að Albert Klahn Skaftason og Erla Bolladóttir hefðu i byrjun rannsóknar Geirfinnsmálsins ýmist verið yfirheyrð sem vitni eða sem grunuð um málsaðild Erla Bolladóttir hafi jafnvel verið látin eiðfesta fram- burð sinn i skýrslu 20 desember 1975, sem væri réttarfarsbrot, bæði vegna þess að hún var tengd Sævari sem sambýliskona hans og barnsmóðir og hún var jafnframt hugsanlega aðili að þessu máli Meðferð rannsóknarmanna á Sævari hefði frá upphafi verið á þann veg. að Ijóst væri að þeir hefðu alla tið verið vissir um sekt hans i þessum málum Benti verjandinn á það m a að síðan dómrannsóknin hófst hafi málið breyst nokkuð og margt nýtt komið fram Verjandinn sagði ennfremur, að mjög hefði verið þjarmað að sak- borningunum við yfirheyrslurnar Þó væri það erfitt fyrir hann sem lögmann Sævars að meta aðstæður, þar sem hann hefði ekki alltaf verið kailaður til að vera þar viðstaddur En spurningin væri um það hvort lögreglumennirnir og aðrir hafi gerst offarar í starfi sínu Hann lét þess getið að það hefði ósjaldan komið fyrir, að móðir Sævars hefði fengið föt hans sundurrifin send heim til þvotta Verjandmn lagði á það áherzlu, að huglæg afstaða skjólstæðings sins hefði að minnsta kosti verið sú, að yfirheyrendurnir væru honum and- stæðir á allan hátt og hann verið beittur þvingunum af þeirra hálfu Verjandinn sagði það vera undarlega afstöðu, ef ekki væri ástæða fyrir henni Verjandinn sagði að þau mistök hefðu átt sér stað, að Tryggvi Rúnar hefði eitt sinn náð því að ráðast á Sævar i yfirheyrslu og skadda hann nokkuð í fangelsinu hefðu sakborningarnir Sævar og Kristján jafnvel óttast um lif sitt Það hefði gerst, að hávaði á þaki fangelsisins fyrir ofan klefa þeirra, hefði kallað fangaverðina út til að athuga hvort einhverjir utanaðkomandi væru þar að verki. en þeir urðu þó ekki varir við neitt Verjandinn vitnaði í skýrslu, sem tekin var af fangaverði, er starfaði i Síðumúla i april og mai 1 976, þar sem hann sagði að yfirheyrslur yfir Sævari hefðu verið hávaðasamar og að eitt sinn hefði hann heyrt frá herbergi því sem þær fóru fram, þegar einn við- staddra bað starfsfélaga sinn um ,,að stilla sig" Verjandinn sagði að Erla Bolladóttir hefði staðfest þann framburð Sævars, að honum hefði verið hótað lífstiðar öryggisgæzlu ef hann ekki viðurkenndi morð á Guðmundi Einarssyni Ýmislegt fleira nefndi verjandinn um galla, sem hann taldi hafa verið á alln málsmeðferð á meðan á rannsóknum stóð Hann sagði að það væri álit sitt, að ákæruvaldið hefði fyrirfram myndað sér ákveðið mynstur um sekt Sævars og gengið fram í málinu af hlutdrægni Það hefði i þessu flókna máli farið emföldustu leiðirnar Verjandmn sagði að þau atriði sem hann nefndi hefðu öll stuðlað að ein- hverjum játnmgum hjá ákærðu Hann gat þess í lok þessa inngangs. að dómararnir i málinu hefðu gert við það athugasemd. að Erla Bolladóttir og Álbert Klahn hefðu bæði verið látm laus eftir að þau gáfu skýrslur sinar að dómurunum sjálfum forspurðum Þegar hér var komið i varnarræðu Jóns Oddssonar rakti hann hvern ákæruliðinn fyrir sig gegn Sævari Ciesielski Ekki sannaS aS Guðmundur sé látinn Sýknukröfu sína á ákærunni um manndráp í fyrra ákæruskjalinu rök- studdi hann m a með þvi, að það væri ekki sannað á lögfullan hátt að Guð- mundur Einarsson væri látinn og ekki heldur að hann hefði verið myrtur Verjandinn reifaði upphaf rannsókn- arinnar, skýrslu Erlu Bolladóttur sem hún gaf 20 desember 1975 Hann visaði til þess. að fram hefði komið að lögreglan hefði heyrt orðróm um að sakborningarnir væru við þetta mál riðnir Hann spurði siðan hvaðan sá orðrórruir væri kominn Efla hefði verið i yfirheyrzlu vegna póstsvikamálsins en yfirheyrandi siðan farið út i allt aðra sálma og bemt huga hennar að þessu máli Verjandinn sagði siðan. að Erla og Sævar hefðu kynnst haustið 1973. og hefðu farið að búa saman snemma á ármu 1974 Það hefði fengist staðfest að Sævar Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.