Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKT0BER 1977 13 Ég var það ekki þá og lét í ljós von um aó orðið gæti siðar. Sú ferð verður ekki farin héðan af, en oft mun ég samt ferðast í huganum til fundar við valmennið Sæmund skipstjóra Auðunsson. Baldur Pálmason. Sæmundur Auðunsson skip- stjóir andaðist að heimili sínu aðfaranótt 30. september s.l. Sæmundur var fæddur 4. október 1917 að Minni- Vatnsleysu, sonur þeirra merkis- hjóna Vilhelmínu S. Þorsteins- dóttur og Auðuns Sæmundssonar útvegsbónda. Sæmundur var ungur að árum þegar hann ákvað að gera sjó- mennskuna að lífsstarfi sínu. Árið 1933, þá 15 ára gamall, réðst hann háseti á b/v Skúla fógeta, hjá frænda sinum Þorsteini Þorsteinssyni skipstjóra. Sæm- undur var einn af þeim 24, sem komust lífs af, þegar Skúli fógeti strandaði við Staðarberg 1933. Skömmu síðar réðst Sæmundur sem háseti á b/v Skallagrím, en þar var þá skipstjóri hinn kunni aflamaður Guðmundur Jónsson frá Reykjum. Þótti Sæmundur, þótt ungur væri að árum, bera af hvað dugnað og harðfylgi snerti. Heyrt hef ég, að Guðmundur skip- stjóri hafi oft látið í ljós undrun sína yfir þekkingu og óvenjulegri hæfni hins unga manns. Arið 1940 lauk Sæmundur prófi frá Sjómannaskólanum. Skömmu síðar réðst hann stýrimaður á tog- arann Vörð frá Patreksfirði og var hann þar um borð í u.þ.b. 4 ár. A þessum tíma var Vörður eitt þeirra skipa, sem sigldu með isvarinn fisk til Bretlands, þrátt fyrir hafnbann Þjóðverja. Á þessum árum hófst skipstjórnar- ferill Sæmundar. Þegar útgerðarfélag Akureyrar hóf togaraútgerð árið 1947, réðst Sæmundur skipstjóri á b/v Kald- bak, sem var fyrsti togari félags- ins. Átti Sæmundur stóran þátt í velgengni félagsins og mun hans lengi verða minnst, sem eins af frumherjum togaraútgerðar á Akureyri. Árið 1956 gerðist Sæmundur framkvæmdastjóri Fylkisútgerð- arinnar í Reykjavík og gegndi hann því starfi meðan félagið rak togaraútgerð. Næstu árin starfaði Sæmundur sem forstjóri Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar. Merk þáttaskil i lífi Sæmundar urðu árið 1970, er hann var valinn skipstjóri á rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson, sem þá var i smíðum. Gegndi Sæmundur þvi starfi til dauðadags. Var þar réttur maður á réttum stað, enda voru fiskirannsóknir mikið áhugamál Sæmundar. Má í því sambandi geta þess, að árið 1957 var hann skipaður i Fiskileitar- og veiðitilraunanefnd. Var hann einn aðalhvatamaður fiskileitar- leiðangra þeirra, sem farnir voru á b/v Fylki á Grænlands- og Nýfundnalandsmið á árunum 1957 og 1958. Var Sæmundur skipstjóri í flestum þessara leið- angra. Fundust í þessum leið- angrum mjög fengsæl fiskimið. Má þar nefna Fylkismið og miðin þar sunnar. Einnig átti hann mestan þátt í þvi að ný fengsæl mið fundust við Nýfundnaland. Sæmundur kvæntist árið 1947 Arndísi Thoroddsen, ættaðri frá Vatnsdal i Rauðasandshreppi. Var hjónaband þeirra hið far- sælasta. I öllum störfum sínum naut Sæmundur óskorðaós trausts og virðingar. Hann var vel til for- ingja fallinn og framúrskarandi góður sjómaóur. Óvenju margir þeirra, sem áttu því láni að fagna að starfa á sjónum undir stjórn Sæmundar, urðu frábærir sjó- menn og skipstjórnarmenn. Eg minnist Sæmundar frænda míns sem góðs vinar og mikils drengskaparmanns og flyt öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Gfsli Steinar Jóhannesson. Er lát Sæmundar Auðunssonar skipstjóra barst mér á dögunum mitt í önnum átti ég erfitt með að átta mig á þeirri staðreynd að hann væri látinn. Hygg ég að ýms- um hafi orðið svipað við. En nú, er nokkuð er um liðið, fer mér að verða æ ljósari sú staðreynd, að við, sem áttum því láni að fagna að starfa náið með honum, verð- um þess ekki aðnjótandi framar. Erfitt er að gera sér grein fyrir þvi, að samvistir við hann heyra nú liðinni tið. En þótt Sæmundur sé genginn, þá er hann í minum huga ekki allur, því samskiptin við hann hafa markað spor, sem ekki mást. Kynni okkar Sæmundar hófust, er ég fór í leiðangur með honum á skipi hans, Harðbaki, árið 1955, ég þá reynslulitill í minum fræð- um, en hann reynslumikill í sinu stafi, sem fengsæll og farsæll skipstjóri. Með okkur tókst i upp- hafi hin ágætasta samvinna og var þetta upphafið að mörgum leiðöngrum með Sæmundi. Fiski- deild Atvinnudeildar Háskólans, nú Hafrannsóknastofnunin, hafði ekkert fast skip á sínum vegum þessi árin. Stofnunin annaðist þá marga leiðangra til rannsókna og fiskileitar með togurum og valdist Sæmundur til skipstjórnar í mörgum þessara leiðangra. Ég minnist með ánægju og þökk sam- vinnu við hann frá þessum frum- herja árum. Þá fundust I þessum leiðöngrum ýms fiskimið eins og t.d. Fylkismið, Mösting o.fl. við Austur-Grænland og Sundáll og Ritubakki við Nýfundnaland, en öll hafa þessi mið gefið af sér mikia veiði siðan. Kom sér þá vel þekking hans, reynsla og glögg- skyggni. Reynslan af samvinnunni við hann var slík, að ég tel það mikla gæfu fyrir Hafrannsóknastofnun- ina og fiskirannsóknir i landinu, þegar hann réðst til stofnunarinn- ar og tók við skipstjórn á hinu nýja skipi hennar, Bjarna Sæ- mundssyni, seint á árinu 1970. Reynsla hans og þekking á fiski- mióum og hegðun fisks reyndist notadrjúg í störfum okkar allt til hins síðasta. Ekki er það í mínu færi að rekja uppruna og lífsferil Sæmundar né starfsferil hans sem fiskiskip- stjóra, en þar var hann í fremstu röð um árabil og landskunnur. Varð ég þess oft áskynja, að hann naut mikils trausts og álits starfs- bræðra sinná í flotanum. Þetta almenna álit, sem fylgdi honum, var mikils virði fyrir starfið á Bjarna Sæmundssyni og þar með fiskirannsóknirnar, Þar reyndist hann, sem fyrr, afburða skip- stjórnandi. Fór þar saman öryggi, reglusemi og aðgát, sem skapaði þetta traust, sem erfitt er að lýsa með orðum. Ég minnist þess, er við fórum í fyrstu leiðangrana til Austur-Grænlands. Þá var enginn lóran. Sjókort voru þá frámuna léleg af svæðinu, dýpismælingar þeirra oft ónákvæmar. Oftast var verið það langt frá landi, að radar kom ekki að gagni og radiómiðan- ir komu að litlum notum. Við þessi skilyrði voru fiskimið stað- sett of jafnvel kortlagðir bankar i grófum dráttum. Mörgum árum seinna, þegar ný og betri sjókort og stáðsetningartæki eins og lór- an voru komin til sögunnar, gafst okkur tækifæri til að bera nýju staðsetningarnar saman við þær gömlu. Það má furðu sæta og er með ólíkindum, hve þessar gömlu staðsetningar voru réttar, þvi sjaldnast skeikaði þar nokkru. Ég held að þetta hafi lýst nokkuð þeim þætti skipstjórnar hans, sem laut að siglingafræði. Það var siglt um ókunnar slóðir við erfið skilyrði — og siglt af nákvæmni og öryggi. Þessi nákvæmni í sigl- ingu og staðsetningum var eitt af þeim mörgu atriðum, sem nutu sín sérstaklega í rannsóknum, þar sem nákvæmar staðsetningar eru hinar mikilvægustu. Sæmundur gerði miklar kröfur til sín í starfi og var ósérhlifinn. Ætlaðist hann til hins sama af öðrum án þess að hafa þar um mörg orð. Hygg ég að menn hafi fundið það og lagt sig fram, enda gekk vinna um borð snuðrulitið þar sem ég var vitni að. En þegar á allt er litið þá er það maðurinn Sæmundur Auðunsson og persónuleikinn, sem mér er efst í huga, er ég festi þessi fátæk- legu kveðjuorð á blað. Það er minningin um hann frekar en verkin sem fyrst og fremst mun geymast í huga mér. Það var aldr- ei neitt lágkúrulegt í fari eða tali Sæmundar og frá honum stafaði sterkum áhrifum, og mér kemur í hug ljóðlina úr Utsæ Einars Bene- diktssonar: „Þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi“ Þannig er honum kannski best lýst. Slíkur var per- sónuleiki hans. Sæmundur var vel menntaður maður, í þess orðs bestu merk- ingu, þótt langri skólagöngu muni ekki hafa verið til að dreifa. Hann var óvenju víðlesinn maður i ýms- um greinum bókmennta, jafnt fræðilegum bókmenntum um hin ýmsu efni sem fagurbókmenntum og kunni kynstrin öll af ljóðum. Hann var stálminnugur og hafði til að bera sérstakiega athyglis- gáfu og var hinn mesti fræðasjór, ekki síst um flest sem laut að veiðiskap í nútið og fortíð enda vel lesinn í þeim efnum. Það var ósjaldan — og reyndar oftar en hitt — að hægt var að spara sér að glugga í gamlar dagbækur frá fyrri leiðöngrum til aó rifja upp dýpi, botnlag, aflabrögð o.fl. þeg- ar reyna skyldi á ákveðnum stað, sem áður hafði verið reynt á i leiðangri. Sæmundur mundi þetta allt, jafnvel þótt mörg ár liðu á milli. Með sínum sérstaka hæfi- leika til yfirsýnar og rökfastri hugsun gerði hann sér oft furðu ljósa og heillega mynd af sam- hengi fyrirbæra í náttúrunni byggða á eigin eftirtekt og skarp- sýni. Hann drakk í sig þá fróð- leiksmola, sem maður kunni að miðla, en hitt var eigi síður, að mikið mátti af honum nema. Reyndust mér mjög uppbyggj- andi og lærdómsríkar viðræður við hann um þessi mál. En það voru ekki bara fræði- legu málin, sem rædd voru. Kannski verða mér ógleymanleg- astar hinar fjölmörgu Stundir, sem við áttum saman í brúnni á stimum eða á meðan togað var og skeggræddum um heima og geima, og aldrei kom maður að kofanum tómum hjá Sæmundi. Oft var talað um hljömlist og skáldskap. Hann hafði mikið yndi af ljóðum, þrauthugsaði þau og braut til mergjar. Var einkar skemmtilegt að ræða við hann um stíl og oróaval skáldanna. Og þá vr ekki siður ánægjulegt að hlýða á hann fara með ljóð, sem töluðu til hans, en hann kunni fjöldan allan af þeim. Seint mun ég gleyma þeim stundum, er hann sagði fram kvæði stórskáldanna af slikri innlifun og með þannig áherslun, að mér fannst þau oft vera vakin til nýs lífs. Meðan slík- ur flutningur stóð yfir, renndi hann gjarnan fránum augum út yfir hafflötum, en fylgdist þó náið með öilu í brúnni. Skynjaði ég þá oft ljóðin á annan og ferskari hátt en við lestur þeirra. Vera kann að sumum, sem litt þekktu til Sæmundar, hafi þótt hann nokkurri brynju hulinn. Eitt er vist, að hann flikraði ekki tilfinningum sínum við alla. En undir sló hlýtt og viðkvæmt hjarta. Nýmörg dæmi þess gæti ég t.d. nefnt þegar aðframkomnir farfuglar köstuðu mæðinni á skipi hans. Ennfremur kom það fram i því hve barngóður hann var. Hann umgekkst þau með mikilli nærgætni og skilningi, enda ávann hann sér fljótt trausts þeirra og hrifningu. Fyrir þessu hefi ég nokkra reynslu. Mikill harmur hlýtur að vera kveðinn að hans ágætu konu, Arndísi Thoroddsen og börnum þeirra hjóna og öðrum nákomn- um. Megi það verða þeim nokkur huggun i þungum harmi, að þeir munu fjölmargir utan fjölskyldu hans, sem um ókomin ár munu bera i hjarta sér minninguna um mikinn mannkostamann og góðan dreng. Ég og kona mín erum þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Sæmundi og starfa með honum. Samstarfið var ánægjulegt og árangursríkt, en í hugum okkar ber manninn hæst. Konu hans Arndísi, börnum þeirra og öðrum nákomnum vott- um við hjónin okkar dýpstu sam- úð, og vonum að minningin um sérstakan mannkostamann og góðan dreng megi lýsa nokkuð á stundu harms. Jakob Magnússon. Vinarkveðja Aðeins örfá orð til minningar um einn minna beztu vina. Það er erfitt að skrifa um ágæta menn og ennþá erfiðara um þá, sem eru frábærir, en þannig var einmitt þessi vinur minn. Við kynntumst árið 1941, þegar hann hóf 1. stýri- manns starf á togaranum Verði frá Patreksfirði. Að vísu hafði ég verið með bræðrum hans tveim á þessu skipi, og enda haft spurnir af honum viða. Hann hafði þá Framhald á bls. 22. Mokka KAPUR - FRAKKAR - JAKKAR íslensk skinn íslensk hönnun Islensk framleiósla simi: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.