Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRA MANUDEGI UÍJJÆT^ÍIM'UU næstu sex mánuðum reyndum við að fá leyfi til að taka þau með til tslands. Við vitum að margir hundar hafa komist inn f landið með eða án leyfis. En þegar ég loks fékk leyfið fyrir milligöngu góðs manns, sem skildi hvaða áhrif þetta gæti haft á börnin, komst ég að þvi að búið var að lóga dýrunum. Þessi gæludýr voru það eina sem börnin áttu eftir að við höfðum tapað öllu, heimiiinu, bílnum, húsgögnun- um. Ég hafði reynt að fá utan- rfkisráðuneytið f lið með mér til að bjarga dýrunum fyrir börnin, en allt kom fyrir ekki. Hvert sem ég fór eftir hjálp var sama svarið: skilningsleysi, axlayppingar og ruddamennska. Það er dapurlegt. En f væntanlegri bók minni mun ég koma dýravinum á óvart, þvf ég veit að guð hefur heyrt bænir barna minna og þau munu hitta dýrin dag einn, en það verð- ur ekki hér á landi. Hver sem les og skilur bókina „The Psychic Power of Animals" mun skilja hvað ég á við hér. Sonja R. Haraldsson.“ Reikningar Þeir aðilar, sem hafa reikninga á Iðnkynningu í Reykjavík eða Iðnkynningu í Laugardalshöll, skulu skila þeim að Hallveigarstíg 1, fyrir 16. október n.k. IÐNKYNNING í REYKJAVÍK Þessir hringdu . . . 0 Prentvilla Nýlega barst Velvakanda þetta skilti sem stendur við einn þann stað á Islandi þar sem er- lendir ferðamenn hafa gjarnan viðdvöl. Ekkert er við staðinn að athuga, en á skiltinu er „prentvilla", sem enskumælandi ferðamenn henda sennilega gaman að. t enska texta skiltisins er skrifað t f stað d í orðinu admittance, f sjálfu sér ekki afgerandi villa en bendir þó til takmarkaðrar kunnáttu á rit- uðu ensku máli 0 Gott erindi þakkað Arni Helgason: „Ég hlustaði með gaum- gæfni á sunnudag á erindi Kristjáns frá Djúpalæk í útvarp- inu og var mjög hrifinn af þvi og er honum innilega þakklátur fyr- ir. Það var auðfundið að þarna talaði maður ábyrgðartilfinningar og þjóðhollustu, sem því miður er ekki alltof mikið af í dag. Kristján frá Djúpalæk flytur jafnan mál sitt skýrt og innilega og talar jafn- an þannig til fólksins að það fer ekki milli mála hvað hann mein- ar. 1 erindum sínum er hann mað- ur uppbyggingar og er því mikill fengur að fá þessi erindi í fjöl- miðla, og vil ég ekki láta hjá Ifða að þakka honum fyrir. Með kærri kveðju.“ Frá málefnum útvarps snúum við okkur að sjónvarpinu. SKÁK Umsfón: Margeir Pétursson Haustmót T.R. 1977 er nú hafið. 1 fjórðu umferð mótsins kom þessi staða upp í B flokki i viður- eign þeirra Sigurðar Jónssonar, sem hafði hvítt og átti leik, og Sævars Bjarnasonar. 31. Rf6+ — Kh8, 32. Rh5! — De7 ( Ef 32. .. Dxg6 þá 33. Dxf8+ — Kh7, 34. Rf6+) 33. Dxc8 — Dd6, 34. Kh3 — Kg8, 35. Dc8 — Dc7, 36. Dxe6+ og svartur gafst upp um leið. % Um enskukennslu sjónvarps Ein með áhuga: — Ég vil gjarnan fá að vekja á því athygli að ensku- kennslan sem nú er f sjónvarpi og reyndar útvarpi lfka er ekki á nógu hentugum tíma. T.d. geta mæður og feður, sem eru með smábörn ekki notið hennar því hún er kl. 19 á miðvikudögum og kl. 18.15 á laugardögum f sjón- varpinu og á laugard. kl. 17 í útvarpi. Ég held að þessa tfma verði einnig að hafa að kvöldi til þegar minnstu börnin eru komin f ró, því þessi enskukennsla virðist mjög skemmtileg og er áhuga- verð. En hún er sem sé að mfnu áliti á annatfmum fyrir marga og þvf beini ég þeim tilmælum til sjónvarpsins að hugað verði að öðrum tíma fyrir hana einnig. HÖGNIHREKKVÍSI Það þarf meira til en eiliheimilaleikfimi! S\G6A V/öGPk £ \/LVEkAW Auglýsing til félagsmanna F.Í.B. í undirbúningi er hópferð til London. Brottför að kvöldi 21. okt., heimkoma miðvikudags- kvöld 26. okt. En á þessum tíma er mikil bílasýning í London. Þeir félagsmenn er áhuga hafa á ferð þessari eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 1 4 okt n.k. Félag íslenskra Bifreiðaeigenda, Skúlagötu 51, sími 29999. Brúður sem gráta þegar snuðið er tekið frá þeim Eigum þrjár gerðir. Sendum í póstkrcfu. LEIKFANGAVER Klapparstig 40. S — 12631. Aðstoð íslands við þróunarlöndin auglýsir Framkvæmdastofnun aðstoðar Noregs við þró- unarlöndin (NORAD) hefir óskað eftir því að auglýstar yrðu á íslandi 10 kennarastöður við Institute of Development Management í Tanzaníu, en sú stofnun er rekin af þrem Norðurlandanna, Danmörku, Finnlandi og Nor- egi Af stöðum þessum eru fimm á sviði reiknings- halds og endurskoðunar. Þrjár á sviði stjórnun- ar. Ein í tölfræði og áætlanagerð og eina í landbúnaðar- og samvinnuhagfræði eða hag- fræði eða próf löggiltra endurskoðenda, enn- fremur er góð enskukunnátta nauðsynleg. Gert er ráð fyrir þvi, að þeir sem ráðnir verða hefji störf frá n.k. áramótum. Umsóknarfrestur er til 25. október. Nánari upplýsingar um einstök störf verða gefnar á skrifstofu Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, Lindargötu 46, (efri hæð) Rvk., opin mánudaga og miðvikudaga kl. 14 30 — 1 7.00. Þar fást einnig umsóknareyðublöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.