Morgunblaðið - 07.10.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977
Bankameiut bíða eft-
ir tilboði frá bönkum
Hveravirkni við Bjam-
arflag eykst stöðugt
SVÆÐI það umhverfis Bjarnar-
flají, sem aukin hveravirkni hef-
ur verið á, stækkar sioðust
nýiega opnuðust mjöfí kröftun
gufuaugu skammt norðan
Bjarnarflagsstöðvarinnar og spúa
þau gufu í líkingu við horholu. A
Hafa selt
fyrir 154
millj. kr.
í 12
söluferðum
ÞAÐ sem af er haustinu hafa
íslenzk skip selt ísfisk í V-
Þýzkalandi og Belgíu f.vrir
tæpar 154 milljónir króna.
Alls hafa verið farnar 12 sölu-
ferðir, 11 til Þýzkalands og 1
til Belgíu, og er heildarafli
skipanna 1235 lestir.
Ekki verða fleiri sölur í
þessari viku, en eftir helgi sel-
ur Vestri BA í Þýzkalandi og
Ólafur Jónsson GK í I)an-
mörku, og verður það fyrsta
ísfisksala fslenzks skips þar í
landi.
Maðurinn
sem fórst
Agnar Bragi Aðalsteinsson.
MAÐURINN, sem fórst í bílslys-
inu á vegamótum Suðuriandsveg-
ar og þrengslavegar um miðjan
dag í fyrradag hét Agnar Bragi
Aðalsteinsson, vélamaður, til
heimilis að Rauðalæk 41, Reykja-
vík. Agnar Bragi var á 50. aldurs-
ári, er hann lézt, fæddur 21. janú-
ar 1928. Hann lætur eftir sig konu
og þrjú börn.
Bjarnarflagssvæðinu eru stöðug-
ar breytingar og er vegurinn að
stöðvarhúsinu vart fær fyrir hver-
um, enda virðist svo sem jörðin sé
að sjóða þar f sundur. Bjarnar-
flagsstöðin er starfrækt og fram-
leiðir nú um 2 til 2,5 megawött.
Samkvæmt upplýsingum Hjart-
ar Tryggvasonar f skjálftavakt-
inni á Kröflusvæðinu eru engin
umbrot á Kröflusvæðinu sjálfu.
Landris heldur áfram og hækkar
landið um 6 til 7 millimetra á degi
hverjum, sem er svipað því sem
verið hefur áður á þessu ári. Eng-
ir skjálftar mælast um þessar
mundir.
í Léttsteypunni mynduðust
fyrir um það bil hálfum mánuði
ailmiklar sþrungur í gólfi á húsi
fyrirtækisins og sté upp af
sprungunum um 100 stiga heit
„ÞAÐ sem hefur komið mér mest
á óvart á þessu móti fyrir utan
óstuðið á sjálfum mér er frammi-
staða Miles, sem tók geysimikinn
sprett á mótinu og hafnaði í öðru
sæti þrátt fyrir tap í sfðustu um-
ferðinni," sagði Friðrik Ólafsson
stórmeistari í samtali við Mbl. í
gærkvöldi eftir að Interpolis-
skákmótinu var lokið. „Um
Karpov er það að segja, að hann
sýndi mikið öryggi og mjög heil-
steypta taflmennsku. Þetta hefur
hann nú sýnt aftur og aftur, þann-
ig að það er Ijóst að hann er
verðugur heimsmeistari og það
svo, að enginn getur ógnað hon-
um í bili, nema einhver komi
fram úr fylgsni sínu.“
Friðrik sagði, að hann hefði
aldrei náð sér á strik i mótinu,
eins og þessi „hörmungarúrslit''
bæru með sér, en þetta er i fvrsta
skipti í 27 ár, sem Friðrik verður
neðstur á skákmóti.
Fyrirlestur um
jarðhitamál
DR. PATRICK Muffler frá U.S.
Geologieai Survey, Menlo Park, í
Bandarikjunum flytur i dag fyrir-
lestur í boði Orkustofnunar að
Hótel Esju klukkan 10.00 árdegis.
Fyrirlesturinn nefnist:, Methods
for regional assessment of
geothermal resources. Alit áhuga-
fólk um jarðhitamál er hvatt til að
fjölmenna.
gufa. Hefur gólfið lyfst umhverfis
sprungurnar, en menn hafa reynt
að steypa í þær. Er greinilega
mikill gufuþrýstingur undir húsi
Léttsteypunnar.
Hjörtur Tryggvason kvað menn
óttast að eitthvað kynni að fara að
gerast í Bjarnarflagi og það jafn-
vel að gjósa. Svæðið, sem hvera-
virknin er á hefur stækkað mikið
og er kraftur í því meiri en áður.
Gólf stöðvarhússins í Bjarnarflagi
er nú orðið 60 til 70 gráða heitt,
en Hjörtur kvað stöðvarhúsið
ekki í hættu, nema tæki að gjósa á
svæðinu. Kvað hann ástándið
heldur líta illa út. Ef gos yrði í
Bjarnarflagi myndi hitaveitan í
Mývatnssveit að öllum líkindum
verða óstarfhæf, þar sem hitinn í
hana er fenginn úr borholu úr
Framhald á bls. 19.
„Ég hef ekki getað sinnt taflinu
sem skyldi síðustu mánuði og það
kemur svo þannig út, að þótt ég
leitaðist við að gera fína hluti, þá
vafðist allt fyrir mér og ýmsir
leíkir andstæðinganna komu yfir
míg eins og reiðarslag, enda þótt
þeir væru einfaldir og rökréttir í
stöðunni." Friðrik sagðist búast
við, að hann lækkaði um ein 20
skákstig við þetta mót.
Friðrik mun dvelja í Hollandi
áfram á vegum Interpolisfyrir-
tækisins og tefla fjöltefli.
BANKAMENN hafa boðað verk-
fall frá og með 26. október og
neyti sáttasemjari lagaheimildar
sinnar til þess að fresta verkfall-
inu f 15 daga sVo sem hann hefur
gagnvarl BSRB, mun banka-
mannaverkfall koma til fram-
kvæmda 10. nóvember næstkom-
andi, hafi samningar ekki tekizt
fyrir þann tíma og sáttatillaga
verið felld við allsherjaratkvæða-
greiðslu. Sólon Sigurðsson, for-
maður Landssamhands banka-
manna, kvað næsta Iftið hafa
gerzt síðan verkfallið var boðað
sfðastliðinn mánudag.
Sólon kvað engar viðræður hafa
farið fram frá því á mánudag, er
verkfallsboðunin var formlega af-
hent. Þá höfðu bankamenn fengið
bréfleg boð um kauphækkun, sem
Sólon kvað vera hliðstæða sátta-
tillögu sáttanefndar rikisins gagn-
vart BSRB. Höfnuðu bankamenn
því tilboði, en það hafði i för með
sér 13,9% meðaltalshækkun á alla
flokka. Siðan fylgdu sömu áfanga-
hækkanir og gert var ráð fyrir í
sáttatillögunni, 1,5% hinn 1.
nóvember, 3% 1. desember, 3%
hinn 1. júni, 3% 1. september
1978 og 3% 1. júli 1979.
Sólon kvað kröfur bankamanna
vera langt yfir þessu og sagði
hann bankamenn enn ekki hafa
tekið afstöðu til þess, hvað þeir
hugsanlega gætu sætt sig við, þar
sem þeir hefðu enn ekki fengið
tilboð frá bönkpnum, sem gæfi
tilefni til slíks.
FLUTNINGASKIPIÐ Austri var
nú í vikunni selt á uppboði í
Reykjavík vegna vanskila út-
Stöðva ekki
fiskverzlun
FISKMAT ríkisins sér , um
verðflokkunarmat um leið og
viðskipti eiga sér stað milli
fiskseljenda og fiskkaupenda
— sagði Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna, í viðtali
við Morgunblaðið í gær. „Ef
fiskmatsmenn eru sfðan ekki
til staðar þegar aflinn kemur
að landi, munu kaupandi og
seljandi leysa þetta sameigin-
lega án fhlutunar fiskmats-
ins.“
Kristján kvað málin oft hafa
verið leyst á þennan hátt, þrátt
fyrir tilvisl Fiskmats ríkisins.
Því kvað hann verkfall fisk-
matsmanna ekki mundu koma
í veg fyrir að menn höndluðu
með fisk sem áður.
Verkfallsboðun bankamanna
skal lögum samkvæmt minnst
vera með 15 daga fyrirvara. Þeir
boðuðu verkfallið með 23ja daga
fyrirvara í von um að hægt væri
að nota þann tíma til þess að ná
samkomulagi eins og Sólon
Sigurðsson sagði í viðtali við Mbl.
í gær. Ef ekki næst samkomulag,
á sáttanefnd eða sáttasemjari að
hafa lagt fram sátttatillögu fyrri
21. október og verður síðan um
hana allsherjaratkvæðagreiðsla
Framhald á bls. 19.
Góð loðnu-
veiði í gær
og gærkvöldi
VEÐUR batnaði mikið á loðnu-
miðunum við Kolbeinsey í fyrri-
nótt og í gærmorgun voru mörg
skip komin á miðin þar. Voru þau
að kasta þar í gær og gærkvöldi og
seint í gærkvöldi frétti Morgun-
blaðið að mörg þeirra væru komin
með mjög góðan afla, þótt þau
væru ekki enn búin að tilkynna
um magn. Eitt skip, Hrafn Svein-
bjarnarson GK, var þó lagt af stað
til lands með 270 tonn eða full-
fermi.
Sum skipanna fengu 300—400
tonna köst í gær, en annars stóðu
torfurnar frekar djúpt og var
erfitt að ná loðnunni.
gerðarinnar. Skipið var slegið
norskum aðila, sem var fyrsti veð-
hafi í skipinu og var upphæðin 40
milljónir króna eða sem svaraði
til krafnanna í skipið, að sögn
Friðjóns Skarphéðinssonar, yfir-
borgarfógeta.
Sama útgerðarfyrirtæki missti
einnig nýverið annað skip sitt,
Suðra, þar sem það gat ekki staðið
við skuldbindingar sínar gagn-
vart brezkum lánadrottni og var
það síðan selt á uppboði í Rotter-
dam fyrr á þessu ári.
28 erlend veiði-
skip við landið
Samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæzlunnar voru
28 erlend fiskiskip við
landið í gær. Flest voru
v-þýzk eða 15 togarar, og
voru flestir á Reykjanes
hrygg, þá voru 4 belgískir
togarar við landið, 5 fær-
eyskir línubátar og 3 fær-
eyskir togarar.
Lugmeiermálið:
Piltamir fengu
1250 þús. hvor
PILTARNIR tveir, sem komu
lögreglunni á spor þýzka af-
brotamannsins Ludvigs Lug-
meiers í sumar hafa nú fengið
verðlaun frá Þýzkalandi fyrir
þátt þeirra í málinu. Eirfkur
Kristján Gissurarson og Jökull
Hafþór Jóhannesson fengu
hvor um sig 1250 þúsund ís-
lenzkar krónur, eða jafnvirði
13.850 þýzkra marka.
Svo sem fram kom á sinum
tíma, hittu þeir vin Lugmeiers
mjög drukkinn fyrir utan veit-
ingahúsið í Glæsibæ og voru
vasar hans úttroðnir af erlend-
um peningaseðlum. Gerðu þeir
lögreglunni viðvart og var Lug-
meier handtekinn skömmu síð-
ar, en hann hafði í millitíðinni
komið akandi að Glæsibæ og
tekið vin sinn, Bandaríkja-
mann, upp i bílinn og síðan
ekið á brott. Lögreglan elti bíl-
inn og náði i Lugmeier, sem
gafst upp eftir að hafa veitt
mótspyrnu fyrst i stað.
1 fórum Lugmeiers fannst
hluti fengs úr bankaráni, sem
hann hafði framið í Þýzkalandi,
samtals 277 þúsund mörk.
Bankinn hafði tryggt féð hjá
tryggingafélagi og hét trygg-
ingafélagið 10% af þvi fé sem
fyndist úr ráninu þeim, sem
gæfi upplýsingar er leiddu til
handtöku bankaræningjans.
Tryggingafélagið hefur nú
greitt piltunum verðlaunin og
hafði þýzka sendiráðið hér á
landi milligöngu í málinu.
Framhald á bls. 19.
Frammistaða Miles
kom mér mest á óvart
— fyrir utan eigin ófarir, segir Friðrik Olafsson
Austri seldur á upp-
boði fyrir 40 millj. kr.