Morgunblaðið - 07.10.1977, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER 1977
5IMAK
iM 28810
car rental 24460
bílaleigan
GEYSIR
BORGARTÚNI 24
LOFTLEIDIR
E 2 1190 2 11 38
Fa
III /I /í/í.ll
'AiAjm
22*0*22-
RAUOARÁRSTÍG 31
FERÐABILAR hf.
Bílaleiga. sími 81260.
Fólksbílar, stationbílar. sendibíl-
ar. hópferðabílar og jeppar.
Örninn
er
seztur
eftir írska rithcfund-
inn Jack Higgins í
þýðingu Ólafs Ólafs-
sonar, lcgfræðings.
Þessi afburða frá-
scgn, um starfsemi
þýzku leyniþjónust-
unnar, á enskri
grund, veturinn
1943, er nú búið að
kvikmynda og er
verið að sýna hana
þessa dagana í
Hafnarbíói.
BÓKIN FÆST HJÁ
ÖLLUM
BÓKSÖLUM
Lerftur h.f.
AlM.YSINdASIMIVN F,K:
22480
útvarp Reykjavlk
FÖSTUDIkGUR
7. október
MORGUNNINN
7.00 Morgunuivarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnana kl.
8.00: Kristján Jónsson les
þýðingu sfna á „Túlla kóngi“
eftir Irmelin Sandman Lilius
(7). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriða. Spjallað
við bændur kl. 10.05. Morg-
unpopp kl. 10.25. Morguntón-
leikar kl. 11.00: Georges Bar-
boteu og Geneviéve Joy leika
Adagio og Allegro fyrir horn
og pfanó op. 70 eftir Robert
Sehumann / Elfriede
Kiinschak, Vin/enz Hladky
og Maria Hinterleitner leika
Divertimento ó D-dúr fyrir
tvö mandólín og sembal eftir
Johann Conrad Sehlick /
Walter Trampler og Búda-
pestkvartettinn leika
Strengjakvintett nr. 1 f F-dúr
op. 88 eftir Johannes
Brahms.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Svona
stór“ eftir Ednu Ferber. Sig-
urður Guðmundsson þýddi.
Þórhallur Sigurðsson les (9).
15.00 Miðdegistónleikar
Tékkneska fílharmonfusveit-
in leikur „Skógardúfuna",
sinfónískt Ijóð eftir Antonín
Dvorák; Zdenek Chalabala
stjórnar. Pál Lukáes og Ung-
verks ríkishljómsveitin leika
Konsert fyrir lágfiðlu og
hljómsveit eftir Bélá Bartók;
János Ferencsik stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Júlíferð til Júgóslavíu.
Sigurður Gunnarsson fyrrum
skólastjóri flytur fyrri hiuta
ferðasögu sinnar.
18.10 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ_______________________
19.35 Úr atvinnulífinu. Magn-
ús Magnússon viðskiptafræð-
ingur sér um þáttinn.
FÖSTUDAGUR
7. október 1977.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Prúðu leikararnir (L)
1 þessum þætti heimsækir
leikkonan Twiggy leikbrúð-
urnar.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
20.55 Heitnsókn til Sovétrfkj-
anna.
Nýlokið er fyrstu opinbcrri
heimsókn forsætisráðherra
íslands til Sovétríkjanna. ls-
lenska sjónvarpið gerði
fréttaþátt f þessari ferð.
Eiður Guðnason fréttamað-
ur stýrir þessari dagskrá.
Kvikmyndun Sigmundur
Arthúrsson. Hljóðupptaka
Sigfús Guðmundsson.
21.55 Stutt kynni
(Brief Encounter)
Bresk biómvnd frá árinu’
1945, byggð á einþáttungn-
um „Stille Life" eftir Noel
Coward.
Laura og Alex hittast af til-
viljun á járnbrautarstöð.
Þau eru bæði í farsælu
hjónabandi, en laðast hvort
að öðru og taka að hittast
reglulega.
Þýðandi Ragna Ragnars.
23.20 Dagskrárlok.
20.00 Fyrstu tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar tslands á
nýju starfsári, haldnir f Há-
skólabíói kvöldið áður; —
fyrri hluti. Hljómsveitar-
stjóri: Páll P. Pálsson. Ein-
leikarar: Guðný Guðmunds-
dóttir, Hafliði Hallgrímsson
og Philip Jenkins. Tvö tón-
verk eftir Ludwig van Beet-
hoven: a. „Coriolan"-
forieikurinn op. 62,
b. Þríkonsert fyrir fiðlu,
selló, píanó og hljómsveit op.
56. - Jón Múli Árnason kynn-
ir tónleikana-
20.50 „Þetta er matarhola".
Sigmar B. Hauksson talar við
Gústaf Gíslason á Djúpavogi
um búskap í Papey.
21.15 Einsöngur: Karl Frisell
syngur lög eftir norska tón-
skáldið Agathe Backcr-
Gröndahl. Liv Glaser leikur á
píanó.
21.30 Utvarpssagan: „Víkur-
samfélagið" eftir Guðlaug
Arason. Sverrir Hólmarsson
les (15).
22.10 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Dægradvöl" eftir Bene-
dikt Gröndal. Flosi Ólafsson
les (19).
22.40 Áfangar. Tónlistarþátt-
ur sem Ásmupdur Jónsson
og Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Skjárinn kl. 20.55
Sjónvarpið
sýnir frá
Sovétför for-
sœtisráðkerra
Á DAGSKKÁ sjónvarpsins
klukkan 20.55 í kvöld hefst
klukkustundar dagskrá sem
sjónvarpió hefur látið gera um
opinbera heimsókn Geirs Hall-
grímssonar forsætisráðherra til
Sovétríkjanna nú fyrir
skömmu.
Sem kunnugt er fór Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra
í opinbera heimsókn til Sovét-
rikjanna í boði Sovétstjórnar-
innar í lok septembermánaðar.
1 Moskvu átti forsætisráðherra
Við komuna til Moskvu við upphaf hinnar opinberu heimsóknar. Geir Hallgrfmsson og Alexei Kosygin
kanna heiðursvörð.
viðræður við rússneska ráða-
menn en hélt síðan ásamt fylgd-
arliði í kynnisferð til Sovétlýð-
veldanna Armeníu og Georgíu.
1 föruneyti forsætisráðherra
voru m.a. blaðamenn nokkurra
íslenzkra fjölmiðla og hafa
birzt greinar og fréttaþættir
eftir þá að undanförnu, þ.á. m.
hér í Morgunblaðinu.
Eiður Guðnason, fréttamaður
Sjónvarpsins, stýrir dagskránni
í kvöld og ætti aó vera forvitni-
legt að sjá hvaða augum sjón-
varpsmenn líta á heimsóknina.
Kvikmyndun annaðist Sig-
mundur Arthúrsson og hljóð-
upptökuna annaðist Sigfús
Guðmundsson. Dagskrárliður
þessi hefst sem áður segir kl.
20.55.
Sjónvarp kl. 21.55:
Vel gift,
en. ..
Sjónvarpió sýnir í kvöld
brezku þíómyndina Stutt
kynni, eða Brief Encounter,
eins og hún heitir á frummál-
inu.
Myndin var geró árið 1945,
byggð á einþáttungunum „Still
Life“ eftir Noel Coward. Leik-
stjóri myndarinnar er Bretinn
David Lean, sem þótti á þessum
tíma einn athyglisverðasti leik-
stjóri Bretlands, en hann stýrði
m.a. myndinni Oliver Twjst.
Með aðalhlutverkin fara Celia
Johnson og Trevor Howard.
Söguþátturinn er í stuttu
máli á þá leið, að Laura og Alex
hittast af tilviljun á járn-
brautarstöð. Þau eru bæði vel
gift, en laðast hvort að öðru og
taka að hittast reglulega. Mynd-
Celia Johnson og Trevor Howard f hlutverkum Lauru og Alex f kvikmynd kvöldsins.
in sýnir svo hversu málin þró-
ast.
Trevor Howard fæddist í
Kent í Englandi árið 1916. Lék
fyrst í léikhúsi og þótti góður
Shakespeare-leikari. Hann
gegndi herþjónustu i heims-
styrjöldinni síðari. Að henni
lokinni hóf Howard að leika í
kvikmyndum og er Stutt kynni
hans þriðja mynd. Síðan lék
hann m.a. í Umhverfis jörðinni
á 80 dögum, Orrustan um Bret-
land og Ryan’s Daughter.
Celia Johnson fæddist í bæn-
um Riehmond í Surrey á Eng-
landi árið 1908. Nam leiklist i
Royal Academy of Dramatic
Art í London. Fyrsta hlutverk
hennar á leiksviði í London var
í Hundrað ára, árið 1929 og
fyrst kom hún fram á leiksviði í
New York árið 1931, þá sem
Ófelía i Hamlet. Fyrsta kvik-
mynd hennar var tekin árið
1942. Vanalega leikur hún inn-
hverfar en tilfinninganæmar
konur, og þykir hún einmitt
sýna það vel í kvikmyndinni
Stutt kynni.