Morgunblaðið - 07.10.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977
Höfuðmeinsemd!
efnahagslífsins
Dagblaðið Vísir fjall-
ar um íslenzka verð-
bólguþrðun á þessa
leið:
„Verðbólgan hefur
lengi verið ein höfuð-
meinsemd efnahagslffs-
ins. Núverandi ríkis-
stjórn hafði náð nokkr-
um árangri við að draga
úr hraða verðbólgunn-
ar, eftir þriggja ára
setu. Sfðustu mánuði
hefur hins vegar sigið á
ógæfuhliðina á nýjan
leik og ný verðbólguhol-
skefla blasir við, ef ekk-
ert verður að gert.
Alþingi kemur saman
í næstu viku til sfðasta
þinghalds fyrir kosn-
ingar. Ekki er ólfklegt,
að efnahagsmálin komi
til kasta þingsins á
næstu mánuðum, þó að
enn sjáist engin merki
þess, að sérstakar ráð-
stafanir séu á döfinni f
þvf skyni að draga úr
verðbólgu og treysta
stöðu atvinnuveganna.
Sfðan vaxtabreyting-
in var ákveðin hafa eng-
ar alvöru ráðstafanir
verið gerðar f efnahags-
málum. Og sannleikur-
inn er sá, að vaxtabreyt-
ingin var málamiðlun
milli stjórnarflokkanna
og gekk þar af leiðandi
allt of skammt. Enn
sem komið er hefur hún
haft óveruleg áhrif.
Ef menn hafa f raun
og veru áhuga á að
koma að jafnvægi f
þjóðarbúskapnum þarf
að leggja kákið á hill-
una. Annað hvort er að
ná pólitískri samstöðu
um markvissar aðgerðir
í efnahags- og peninga-
málum eða láta skeika
að sköpuðu. Gerviað-
gerðir eins og gjaldeyr-
isskömmtun og bann
við verðhækkunum,
sem þegar eru orðnar,
skipta engu máli í þessu
sambandi. 1 mörgum
tilvikum eru þær verð-
bólguhvetjandi, þegar
til lengdar lætur.
Kjarni málsins er sá,
að ævikjör manna verða
ekki bætt meðan verið
er að greiða verðbólgu-
skuldirnar. Það er sá
kaldi veruleiki, sem við
blasir, og bæði stjórn-
málamenn og hags-
munaforingjar verða að
horfast f augu við, ef
þeir meina eitthvað
með því að segjast vera
á móti verðbólgu. Leið-
in að þvf marki liggur
ekki f loforðum um
hærra kaup og aukin
rfkisumsvif."
Hættuleg
fjármálalegu
siðferði
„Það er ekki nóg að
vilja vinna bug á verð-
bólgunni. Menn þurfa
Ifka að vilja það sem til
þarf svo að það megi
verða. Verðbólgu-
meinsemdin verður
ekki læknuð án fórna
og ekki án samvinnu
ríkisvalds og verkalýðs-
hreyfingar. Án slíkrar
pólitfskrar samvinnu
verður afturbatinn
hægur, ef hann er þá
mögulegur.
Efnahagsráðgjafi
ríkisst jórnarinnar,
forstöðumaður
Þ j óð h agsst of n u n ar-
innar, er einn af al-
færustu hagfræðingum
landsins. Þó að pólitfsk-
ar hugmyndir ráði ekki
störfum efnahags-
ráðgjafa hefur það ugg-
laust haft jákvæð áhrif
á samskipti rfkis-
stjórnarinnar og verka-
lýðshreyfingarinnar að
hann er sósíaldemó-
krati.
Sfðastliðinn vetur
starfaði á vegum rfkis-
stjórnarinnar svonefnd
verðbólgunefnd undir
forystu forstöðumanns
Þjóðhagsstofnunar.
Nefnd þessi átti m.a. að
vinna að þvf að sam-
ræma sjónarmið ólfkra
stjórnmálaflokka og
hagsmunasamtaka. Að
þessu leyti náði nefndin
þó engum árangri, enda
var þess ekki að vænta
án ákveðinnar póli-
tfskrar forystu.
Markmiðið með
þessari nefndarskipun
á sfnum tfma var gott,
en það vantaði alvöruna
á bak við. Nefnd, sem á
að hafa það hlutverk að
vinna að pólitfskri sam-
stöðu um viðnáms-
aðgerðir gegn verð-
bólgu, þarf að lúta póli-
tfskri forystu. A það
skorti og því varð
nefndin hvorki fugl né
fiskur.
Þegar tilraun af
þessu tagi hefur einu
sinni mistekist getur
reynst erfitt að reyna á.
nýjan leik. En eigi að
sfður er fyllsta ástæða
til að hvetja til þess að
þess verði freistað á ný
að ná pólitfskri sam-
stöðu um markvissar og
alhliða aðgerðir gegn
verðbólgunni.
Núverandi ástand
veldur ekki aðeins
ringulreið í efnahags-
og viðskiptamálum,
heldur grefur það und-
an siðferðilegum stoð-
um þjóðlífsins."
(f^) krommenie gólfdúk: níðsterkur,
einstæð hönnun, hagstætt verð og
það er auðvelt, að halda honum
hreinum.
Hvers getið
þér krafist
frekar af
gólfdúk? á
m
■
Seljum málningavörur
oq marqt fleira.
Gólfdúkur á gólf og veggi!
Síöumúla 15 sími 3 30 70
7
Snyrtistofan
Hótel Loftieiðum
sími 25320
&
SSíx Heiga Þóra Jónsdóttir,
íyí fótaaSgerða og snyrtifræðingur. Heimaslmi 36361.
^»j^jpaj£»^»jp»^»j$»^»j£»j|»^»
Andlitsböð, húðhreinsun, fótaaðgerð, handsnyrting, litun. fjar-
lægi óæskileg hár af fótleggjum og andliti. Llkamsnudd —
partanudd
1 flokks aðstaða Dag- og kvöldtímar (sama verð), vinn aðeins
með og sel hinar viðurkenndu
SANS — SOUCIS snyrtivörum og Revlon
Opið á laugardögum
Stjórnunarfélag íslands
SÍMANÁMSKEIÐ
Símanámskeið verður haldið að Skipholti 37 á vegum
SFI í október eins og hér segir:
13. október kl. 14.00—1 7.00
14. október kl. 14.00 — 18.00
15. október kl. 9.15 — 12.00
Samtals 9.45 klst.
Fjallað verður um starf og skyldur sím-
svarans, eiginleika góðrar rímraddar. sím-
svörun og símtæki, kynning á notkun
símabúnaðar, kallkerfis og fleira. Auk
námskeiðsins verður farin kynnisferð í
Landsímahúsið með þátttakendum.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim, sem starfa við simsvörun. hvort
sem um er að ræða hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum.
Leiðbeinendur verða: Helgi Hallsson. fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson,
simaverkstjóri
Þátttaka tilkynnist í sima 82930
Biðjið um ókeypis upplýsingabækling
Bjóöum alls konar mannfagnaö velkominn.
Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi.
Veisluföng og veitingar að yöar ósk.
Hafiö samband tímanlega.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR Sími 22322