Morgunblaðið - 07.10.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.10.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1977 19 Guðmundur Jónsson frá Ausu — Minning Sunnudagsskólabörn KFUM á leið til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir allmörgum árum. Sunnudagaskóli KFUM tekur til starfa SUNNUDAGASKÓLI KFUM Amtmannsstíg 2B byrjar vetrar- — Hveravirkni Framhald af bls. 2 Bjarnarflagi. Þess má geta að svæóið í Bjarnarflagi er nær gos- sprungunni, sem liggur í gegnum Mývatnssveit, en t.d. stöðvarhúsið við Kröflu. Við Leirhnúk hafa ekki orðið miklar breytingar undanfarna daga. Þar eru þó enn virkir stórir leirhverir. — Bankamenn Framhald af bls. 2 eins og hjá BSRB. Sólon kvaðst þó frekar reikna með þvi að BSRB yrði búið að semja, þegar að þessu kæmi. Sagðist hann ekki hafa trú á því að verkfall opinberra starfs- manna stæði nema í hæsta lagi eina viku. Er þá kominn 18. októ- ber og kvað hann því hugsanlegt að bankamenn kæmu í kjölfarið og þá væri allt eins víst að samn- ingar hefðu lekizt áður en sáttatil- lagan ætti að liggja fyrir. ,,Við bíðum nú eftir sáttasemj- ara,“ sagði Sólon, „eða einhverju tilboði frá bönkunum, sem gæfi tilefni til viðræðna. Á meðan svo er gerist ekkert." — Piltarnir fengu Framhald af bls. 2 Lögregluyfirvöld i Þýzka- landi höfðu einnig heitið verð- launum þeim, sem gæfu upplýs- ingar, sem leiddu til handtöku Lugmeiers. Voru það 10.000 þýzk mörk eða um 900 þúsund islenzkar krónur. Eiga piltarnir einnig tilkall til þeirra peninga, en þýzkur dómstóll verður áður að úrskurða að þeir skuli fá umrædda peninga. Lugmeier skildi eftir nokkrar eigur hér á landi, m.a. Volks- wagenbifreið og húsgögn og verður þetta væntanlega séít á uppboði á næstunni og rennur andvirðið til hins þýzka trygg- ingafélags. 1 samtali í gær bað Eiríkur um að leiðréttur yrði misskiln- ingur, sem fram hefði komið í samtali við Bandarikjamanninn í Mbl., um að þeir félagarnir hefðu ætlað að kaupa af honum gjaldeyri. Það hefði aldrei ver- ið ætlun þeirra. starfsemi sina að þessu sinni á morgun, sunnudaginn 9. okt., kl. 10.30 f.h. Öll börn eru velkomin, bæði drengir og telpur. Á þessum vetri eru 75 ár liðin frá því skólinn fyrst byrjaði starf í Melsteðshúsi við Lækjartorg, en síðan 1907 í félagshúsinu Amtmannsstíg 2B. Þau eru ótalin Reykjavíkurbörnin, sem notið hafa góðra og uppbyggilegra stunda i þessum sköla i 75 ár. F. 17. marz 1888. D. 27. sept. 1977. Guðmundur Jónsson frá Ausu í Andakíl, lézt á heimili sínu hér í Reykjavík, að Blómvallagötu 7. sept. s.l. Foreldrar hans voru Jón b. Ausu Andakíl Eggertssonar á Eyri í Flókadal Gislasonar prests í Hítarnesi (Glímu-Gísla) Guð- mundssonar og f.k. Jöns, Þor- björg Kláusdóttir i Steðja Sig- mundssonar. Þurrar staðreyndir um dagsetn- ingar og foreldra mannsins, sem við erum að kveðja, er það allt sem um hann er hægt að segja? Nei, ég get sagt miklu meira, það fyrsta er þegar lítill drengur lagði litla hönd í sterka trausta hönd. Drengurinn man enn eftir margra áratugi þessa hlýju hönd, sem var upphaf vináttu þeirra er enst hef- ur og endist út yfir gröf og dauða. Svo liða árin, öðru hvoru kemur þessi maður heim og endurnýjar kynnin. Báðir flytjast til Reykja- víkur. Hann gerist sjómaður, kemur oft, hlýja brosið hans yljar manni og hann færir birtu ogyl i i bæinn, hógværðin og góðviljinn. Árum fjölgar; ef vantar hjálp í hverju sem hún var fóigin var komið til hans. Þetta var Guðmundur Jónsson. Hann var vinnumaður hjá for- eldrum minum þegar ég var mjög lítill, síðan fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði sjó í marga áratugi og starfaði við sjó og sjávarútveg meðan heilsan og þrekið leyfði. Hann barst ekki mikið á, en var fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun- um. Og fyrsta boðorðið var að vera vandaður og heiðarlegur, hans orð voru betri en skriflegir gjörningar annarra manna. Hann kvæntist 16. maí 1945 Guðrúnu Friðfinnsdóttur, Arnesingi að ætt, og þau bjuggu sér gott, fagurt og friðsælt heimili þar sem gott var að koma og þar sem að honum var hlúð af ást og umhyggju, eins og bezt verður á kosið þegar heils- an var farin. Vakað yfir hverju orði og hverri ósk. Hennar hlutur er stór og minningar um horfna ástvininn eru bæði sorg og söknuður og einnig gleði yfir að hann hefur fengið hvild og hún fekk að vaka yfir honum til hins síðasta. Þar sem menn eins og Guðmundur fara, þar eru guðs vegir, skarðið hans verður aldrei fyllt í hugum vina hans og kunn- ingja; aðeins þökk fyrir liðin ár, þökk fyrir vináttu Og tryggð, þökk fyrir minninguna um hlýju hönd- ina, og ég veit það á margur minn- ingar um hann sem þeir þakka. Fari hann vel yfir á land lifenda. Þökk sé honum. Ari Gíslason. Þú notar hendurnarekki bara í uppþvottinn — Til alls búnir - segir Sadat Framhald af bls. 1 lýsingar um að.Israelar værú^að draga sér matvælabirgðir og að samsteypustjórn yrðí mynduð i landinu á næstu dögum. Væri þetta allt ámóta því sem þar hefði gerzt áður. Sagði Sadat ekkert um á hverju þessar upplýsingar byggðust, en hvatti Egypta til að sýna fyllstu gát, ef Israelar væru að bollaleggja eitthvað. Allt slíkt yrði þó á þeirra ábyrgð sagði Sadat og varðist að öðru leyti að skýra mál sitt nánar. ...svo það er eins gott að fara vel með þær. Nýi Palmolive uppþvotta lögurinn varnar því að húðin þorni og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hverjum uppþvotti. Taktu eftir hvernig þú notar hendurnar. Þú tjáir með þeim tilfinningar þínar, sorg og gleði. Farðu þess vegna vel með þær. í nýja Palmolive uppþvottaleginum er protein, sem verndar húðina og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hvert skipti, sem þú þværð upp. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn er mjög drjúgur, aðeins nokkrir dropar og diskarnir verða skínandi hreinir. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn meðprotein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.