Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. XÓVEMBER 1977
5
Makaskipti—
sem eru borg-
inni hagkvæm
— og meginóskir SVR uppfylltar
A FUNDI borgarstjörnar 3.
nóvember lá framnii samningur
til staófestingar á makaskiptum
milli borgarsjóðs og b.vggjenda
væntanlegs húss að Hafnarstræti
22. Hið væntanlega hús mun rísa
af grunni við norðurenda Lækjar-
torgs þar sem nú stendur verzl-
unarhúsið Hafnarstræti 22.
Borgarstjóri Birgir tsleifur
Gunnarsson (S) gerði grein fyrir
samningnum og rakti sögu máls-
ins sem mun vera orðin nokkuð
löng. Húsið mun fullteiknað að
utan í samræmi við skipulag svo
og að nokkru leyti að innan. Hús-
ið verður þrjár hæðir, sú neðsta
verður inndregin og einnig sú
efsta. í húsinu er gert ráð fyrir að
SVR muni fá aðstöðu, og var
tvisvar rætt a.m.k. um málið á
fundi stjórnar SVR. A neðstu hæð
verða m.a. veitingastofa og smá-
verzlanir og mun sameiginlegt
rými sem SVR fær með þeim vera
206 ferm., þar af verður eign
borgarsjóðs 103 ferm. Húsnæðinu
mun húsbyggjandi skila SVR til-
búnu undir tréverk. Borgarstjóri
sagði að húsbyggjandi hefði sam-
þykkt þá kvöð, að á neðstu hæð
yrði rekin veitinga- og verzlunar-
þjónusta með svipuðu sniði og á
Hlemmi. Svæðið sem SVR fær til
afnota verður inni í gegnum mitt
húsið frá suðri til norðurs. I stað
þess svæðis sem SVR færi inni í
húsinu fær húsbyggjandi 68 ferm.
undir húsið af lóð borgarinnar.
Utan við neðstu hæðina, undir
skyggninu fær húsbyggjandi aö
nafninu til 155 fem. en þar verður
gangstétt. Frá gangstéttinni mun
húsbyggjandi ganga i samræmi
við óskir borgarinnar og verður
stéttin að sjálfsögðu almennings-
gangstétt. Þetta mun aðeins vera
formsatriði vegna byggingarlags
hússins. Auk þessa mun hús-
óyggjandi greiða ellefu milljónir
króna fyrir bílastæði.
Lorgarstjóri sagði að meginósk-
ir SVR hefðu verið uppfylltar.
Hann sagði að ef litið væri á fjár-
hagshliðina væri staðreyndin
eftirfarandi. Borgin léti af hendi
lóð samkvæmt markaðsverði að
verðmæti 39 milljónir eða þar um
bil. í staðinn fær hún húspláss
sem fokhelt myndi kosta 20 millj-
ónir og er það um 30% byggingar-
kostnaðar en eins og borgin fær
húsnæðið verður verðmætið
60—65% af byggingarkostnaði.
Gangstéttin greiðist sem helm-
ingur fasteignamatsverðs. Birgir
ísleifur sagði: „Við ætlum engum
borgara að leggja land undir
gangstétt án þess að fá greiðslu
fyrir sé um almenningsgangstétt
að ræða.“ Málið liggur því skýrt
fyrir og óskir stjórnar SVR hafa
verið uppfylltar að mestu leyti
sagði borgarstjóri að lokum.
Sigurjón Pétursson (Abl)
sagði, að þarna væri borgin að
afsala sér 223 ferm. af landi sínu í
miðborginni. Innganga væri öll
um pláss SVR og húsið væri ein-
kennilegt í laginu. Sigurjón sagði
þetta hagkvæman samning fyrir
lóðarhafa en ekki borgina, þetta
væri dýrt, óhagkvæmt og algjör-
lega ástæðulaus rausn. Því myndi
hann greiða atkvæði á móti þessu.
Borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins óskuðu bókaó: „Samn-
ingur sá sem fyrir liggur um
makaskipti á tilteknum fjölda fer-
metra lóðar og húsnæði í væntan-
legri byggingu að Hafnarstræti 20
og 22 er að okkar dómi mjög við-
unandi fyrir borgina. Strætis-
vagnarnir fá um 100 ferm á 1.
hæð hússins til eignar og fullnæg-
ir það þörfum þeirra fyrir far-
þega og vagnstjóra. í staðinn læt-
ur borgin af hendi u.þ.b. 68 ferm.
lóðar undir umrædda byggingu.
Þar sem sú kvöó fylgir byggingar-
rétti á þessum lóðum, að umhverf-
is húsið skuli vera almennings-
gangstétt yfirbyggð teljum við
Sérstakt línu- og neta-
svæði út af Faxaflóa
SjávarHtvegsráðuneytið
hefur eins og á síðast liðnu
hausti gefið út reglugerð
um sérstakt línu- og neta-
svæði út af Faxaflöa.
Samkvæmt reglugeró þessari
eru allar botn- og flotvörpuveiðar
bannaðar, tímabilið 10: nóvember
1977 til 15. maí 1978 á svæði út af
Faxaflóa, sem markast af línu,
sem dregin er réttvísandi vestur
af Sandgerðisvita i punkt 64°02’4
N og 23°42’0 V, þaðan réttvísandi
norður í punkt 64°20’0 N og
23°42’ V og þaðan réttvísandi í
austur.
í frétt frá sjávarútvegsráðu-
neytinu segir, að reglugerðin sé
sett vegna beiðni frá Utvegs-
mannafélagi Suðurnesja og að
fenginni umsögn Fiskifélags'
A kortinu sést veiðisvæðið fyrir
línu og net.
íslands, en veruleg aukning hafi
orðið á línuútgerð frá Suður-
nesjum undanfarin ár.
Sparisjódurinn í
Keflavík 70 ára
Mánudaginn 7. nóv. eru liðin 70
ár frá stofnun Sparisjóðsins í
Keflavík. Aðalhvalamenn að
stofnun sjóðsins voru Þorgrímur
Þórðarson, læknir í Keflavík, og
Kristinn Daníelsson, prestur að
Útskálum. Sparisjóðurinn er einn
af öflugustu sparisjóðum lands-
ins og nemur innstæða viðskipta-
manna meira en 1600 millj.
króna. Stjórnarformaður er Þor-
gríniur St. Eyjólfsson, en spari-
sjóðsstjórar eru Páll Jónsson og
Tómas Tómasson.
eðlilegt, að land undir þá gang-
stétt verði ekki reiknað lóðarhafa
á fullu verði enda ieggi hann
gangstéttina og annist viðhald
hennar. Þá mun lóðarhafi greiða
fyrir bifreiðastæði eins og reglur
borgarinnar segja til um eða 11
milljónir." Borgarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins gerðu stóra
bókun en þar segir m.a.: „Við
teljum að fyrirliggjandi samning-
ur sé borginni mjög óhagkvæmur
og að með honum sé verið að gefa
lóðarhafa Hafnarstrætis 22
milljónatugi af almannafé." Þá
segir í bókuninni, að svæði SVR
muni nýtast illa það sé óreglulegt
og eigi að nýtast með öðrum..
Borgarstjóri, Birgir ísleifur
Gunnarsson, óskaði bókað: „Hluli
af þeirri lóð, sem borgin afhendir
þ.e, 155 ferm. af 223 ferm., er
afhent með þeirri kvöð, að þar
verði um aldur og ævi almenn-
ingsgangstétt. Hér er um aó ræða
lóðarræmu meðfram húsinu sem
lendir undir skyggni er önnur
hæð myndar. Fráleitt er að reikna
svæðið lóöarhafa á fullu verði
eins og borgarfulltrúar Alþýöu-
bandalagsins vilja. Samnings-
drögin gera ráð fyrir að helming-
ur fasteignamatsverðs greiðist
fyrir þann lóðarhlut. Rétt er og að
benda á, að 1. hæð er inndregin
samkvæmt kröfu skipulagsyfir-
valda.”
Samningurinn .var síöan stað-
festur af borgarstjórn meö at-
kvæöum borgarfulllrúa Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks.
Blómstrandi
stofulyng (Erika), er
nú einnig fáanleg á
íslandi, stofulyng er
úrvals pottablóm, sem
blómstrar fram
eftir vetri (
Komið og skoðið
blómaúrvalið hjá okkur
aldrei meira en nú.