Morgunblaðið - 05.11.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.11.1977, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977 (I aóalatrióum samhljúða erindi. sem flutt var á fundi Rótarvklúbbs Revkjavfkur. 12. oktúber 1977. Inngangur Ég hefi undanfarnar vikur átt þess kost að taka þátt í fundum og ráðstefnum, þar sem fjallað hefur verið um alþjóðleg efnahagsmál. Þar hafa verið saman komnir menn, sem um stjórn efnahags- mála fjalla á vegum ríkisstjórna og seðlabanka, stjórnendur við- skiptabanka, forstjórar atvinnu- fyrirtækja og hagfræðingar, er starfa á vegum þessara aðila eða vínna sjálfstætt í háskólum og rannsóknarstofnunum. Fjallað hefur verið um málefni líðandi stundar, næstu ára og nokkru lengri framtíðar, um almenn við- horf og sérstök viðfangsefni. Það er ætlun mín að gera hér í stórum dráttum grein fyrir helztu sjónar- miðum, sem ég hefi kynnzt. í upphafi er rétt að taka fram, að furðu mikils samræmis gætir í skoðunum manna frá ýmsum löndum og heimshlutum. Aftur á móti er æði mikill raunur á við- horfum manna eftir því, hvort að sérstaklega miklu máli skiptir að forðast nýja aukningu verð- bólgu. 3. Enda þótt heimsverzlun hafi að nýju aukizt verulega á árunum 1976 og 1977, hefur gætt vaxandi tilhneigingar til að endurreisa viðskiptahömlur. Þetta hefur ekki fyrst og fremst komið fram í tollum og innflutningshöftum, heldur í mynd ýmissa óbeinna og dulbúinna aðgerða, svo sem sam- komulags um sölu og markaði á milli framleiðenda og ríkisvalds, á milli ríkisstjórna eða á milli framleiðenda innbyrðis. 4. Fjárfesting í vélum og búnaði iðnfyrirtækja og í öðrum fram- leiðslumannvirkjum hefur á und- anförnum árum verið lítil, og er það enn, þótt hún fari nokkuð vaxandi. Þetta skiptir miklu máli, þegar horft er til lengri framtíð- ar, eins og nærri má geta. Þau atriði, sem ég hef nú nefnt, eru öll alvarlegs eðlis, og ástæða er til að óttast afleiðingar þeirra, verði ekki breyting á’ Ennþá virð- ist þó tími til stefnu. vælum er frekar lækkandi en hækkandi. Allt bendir þetta til þess, að sveiflan upp á við geti haldið áfram býsna lengi og hún þurfi ekki, eins og varð 1972/73, að enda í sprengingu verðhækk- ana, er leiði síðan til alvarlegrar kreppu. Framhald skynsamlegrar stjórnar efnahagsmála á þeim grunni, sem nú hefur verið lagður, getur með öðrum orðum leitt okkur fram hjá því þrönga og straumharða sundi, þar sem verð- bólgan er á aðra hönd og kreppa og atvinnuleysi á hina. En takist þessi sigling vel, hvað er þá fram- undan á þeim víðari sjó, sem við blasir? Það getur varla verið álitamál, að á næstu tíu árum, hljóti það að verða mikilvægasta m.arkmiðið f efnahagsmálum heimsins að ná góðum hagvexti. Þessi vöxtur þarf helzt að verða álfka mikill og á árunum 1960/70, þ.e. 4—5% i iðnaðarlöndunum og enn meiri í þróunarlöndum. Þetta er nauð- synlegt af mörgum ástæðum og skal ég nefna þær helztu: Jónas H. Haralz, bankastjóri: þeir líta á heiminn frá sjónarhóli ríkis og banka, annars vegar, eða atvinnufyrirtækja hins vegar. Þeir sem fjalla um almenna stjórn efnahagsmála beina at- hygii sinni fyrst og fremst að næstu framtíð, og þeir hneigjast eins og nú standa sakir til veru- legrar bjartsýni. 'Þeir, sem ábyrgð bera á stjórn atvinnufyrirtækja, horfa lengra fram í tímann, til næstu fimm til tíu ára, og þeim fellur ekki sem bezt, það sem þeir telja sig sjá. Núverandi ástand efnahagsmáia Hvert er þá ástand efnahags- mála f þeim heimi, sem á undan- förnum árum hefur orðið fyrir mikilli verðbólgu, skæðri kreppu og margföldun orkuverðs. Dómur- inn um þetta getur ekki verið nema á einn veg. Ástandið er von- um framar. Kreppan er liðin hjá. Hagvöxtur hófst að nýju á árinu 1975. Hann hefur að vísu verið allskrykkjóttur, en þó haldið áfram með allgóðum hraða vfðast hvar, og allt bendir til þess að svo muni verða enn um sinn. Stórlega hefur dregið úr verðbólgu um nær heim allan. 1 sumum löndum er verðbólga nú lítil eða engin, og f þeim löndum, þar sem verðbólga var mest, svo sem í Bretlandi og ttalíu, hefur tekizt að hægja mjög á ferð hennar. Þetta á raunar einnig við um alræmd verðbólgu- lönd eins og löndin í suðurhluta Suður-Ameríku. Jafnvægisleysi í erlendum viðskiptum landa á milli hefur minnkaó verulega. Það hefur einnig flutzt til, og bera Bandaríkin, sem eru allra landa til þess færust, nú mikinn hluta hallans við olíulöndin. Fljótandi gengi, sem tekið var upp eftir hrun fyrra kerfis alþjóða- gjaldeyrismála, hefur reynzt þol- anlega vel, og í vaxandi mæli hef- ur reynzt unnt að komast hjá al- varlegum gjaldeyriskreppum. Sú tiltölulega bjarta mynd, sem hér er sett fram, kemur sennilega mörgum á óvart. Það er e.t.v. ekki furða, þegar við lítum til okkar sjálfra og næstu nágranna okkar. Sannleikurinn mun þó vera sá, að Norðurlönd, ásamt Spáni og Portúgal, eru nánast eini hluti heims, þar sem verðbólga, at- vinnuleysi og greiðsluhalli fara enn vaxandi. Það eru þó skuggar í þessari mynd og þeir alldökkir. Ég vil nefna þessi atriði: 1. Atvinnuleysi í iðnaðarlönd- unum er enn tiltölulega mikið og fer sumsstaðar enn vaxandi. Þó verður jafnframt að hafa í huga, að innstreymi á vinnumarkað hef- ur víðast hvar verið mikið, að atvinnuleysi hefur aðeins að litlu leyti náð til heimilisfeðra og að atvinnuleysisbætur eru miklu hærri en áður tíðkaðist. 2. Verðbólga er víða mun meiri en hún var fyrir 1970, og verð- bólughugsunarháttur, er orðið hefur til á undanförnum árum, stendur djúpum rótum og hefur rík áhrif á hegðun manna og við- brögð. Þetta gerir það að verkum, Nokkur viðhorf í alþjóðlegum efnahagsmálum I stuttu máli sagt: Það efna- hagskerfi frjáls markaðs og al- heimsviðskipta, sem blómgaðist á árunum eftir síðari heims- styrjöldina, hefur lifað af ár verð- bólgu, kreppu og glundroða. Það er ekki óskaddað, en lífsþróttur þess er enn mikill og skilyrði fyr- ir hendi til að ná fullri heilsu, ef rétt er á málum haldið. Stefnan í efnahagsmálum Hverju er þaó þá að þakka, að þrátt fyrir allt hefur tekizt svo vel til, sem raun ber vitni? Ég vil svara þeirri spurningu á þann veg, að stjórnmálamenn, forustu- menn hagsmunasamtaka og allur almenningur hafi að lokum horfzt í augu við afleiðingar óstjórnar og undanlátssemi, Verðbólgu annars vegar, kreppu og atvinnuleysi hins vegar. Á grundvelli þess skilnings hefur að nýju reynzt unnt að beita hefðbundnum að- ferðum við stjórn efnahagsmála, þ.e. að marka og framkvæma ákveðna stefnu í fjármálum og peningamálum og að nokkru I tekju- og launamálum. Jafnframt hefur að nýju tekizt að samræma stefnuna í efnahagsmálum á milli landa og heimshluta innbyrðis. Á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Manila í fyrra komu fram sameiginlegar skoðanir og stefna, sem áréttaðar hafa verið á ýmsum alþjóðafundum síðan. Þessa stefnu má draga saman í þremur meginatrióum: 1. í viðleitni við að draga bæði úr verðbólgu og atvinnuleysi verður að sinni að láta baráttu gegn verðbólgu sitja í fyrirrúmi. 2. Nauðsynlegt er að koma á meira jafnvægi en áður í viðskipt- um á milli landa og draga jafn- framt úr fjármagnsflutningum. 3. Þau lönd, sem hafa sterka stöðu í greiðslujöfnuði, ættu að örva hagvöxt sinn eftir því, sem tillitið til verðbólgunnar gerir kleift. Þau lönd, sem hafa veika stöðu, ættu hins vegar að láta það sitja í fyrirrúmi að styrkja hana. Þeirri stefnu, sem þarna var mörkuð, hefur i raun verið fram- fylgt með samræmdum aðgerðum I fjármálum, peningamálum og launamálum, eftir því sem við hefur átt. Það er árangurinn af I þessu, sem nú er að koma í ljós. Þjóðverjum og Japönum hefur að vísu verið legið á hálsi fyrir að örva ekki hagvöxt sinn nægilega 1 mikið. Mér finnst þó nær að telja, að þessar þjóðir hafi af ábyrgð og varúð örvað hagvöxt með fullu tilliti til verðbólgunnar. Þegar i ljós hefur komið, að þær höfðu farið full varlega i sakirnar hafa þær verið reiðubúnar til að herða hraðann nokkuð, eins og þeir eru einmitt að gera þessa stundina. Að sinu leyti hafa Bretar og ítalir lagt megináherzlu á að draga úr verðbólgu og greiðsluhalla, enda þótt sú stefna hafi í bili valdið vaxandi atvinnuleysi og kjara- | rýrnun og um sinn leitt til óvin- I sælda þeirra rikisstjórna, sem að stefnunni hafa staðið. Um Banda- ríkin þarf ekki að fjölyrða. Þau eru það landið, sem beztum ár- angri hefur náð i flestum grein- um og þar sem frjálst hagkerfi hefur orðið fyrir minnstum skakkaföllum, hvað sem Banda- ríkjamönnum sjálfum kann að finnast í því efni. Þær skoðanir og sú stefna i al- þjóóaefnahagsmálum, sem fram kom á ársfundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins I Washington nú fyrir skömmu, áréttaði að mestu leyti hina fyrri stefnu frá því á fundinum í Manila. Þó er nú talið, að það góður árangur hafi náðst í viðureign við verðbólgu og greiðsluhalla, að meiri áherzlu en áður sé unnt að leggja á örvun hagvaxtar og aukningu atvinnu. Eftir sem áður er þó megin- áherzla lögð á, að verðbólga færist ekki í aukana á nýjan Ieik. Horfurnar framundan Nú er fyrir höndum síðari hluti þess hagvaxtarskeiðs, sem hófst fyrra hluta árs 1975. Þetta skeið hefur allmikla sérstöðu í hag- sveiflum undanfarinna áratuga að því leyti, aó minni spennu gæt- ir í efnahagslífinu en oftast eða ætíð áður. Verðbólga er minnk- andi en ekki vaxandi, vinnumark- aður er rúmur, ekki er skortur á fjármagni og vextir tiltölulega lágir, afkastageta er enn að tals- verðu leyti ónotuó í flestum iðn- greinum, verð á hráefnum og mat- 1. Ekki er unnt að ná og við- halda fullri atvinnu nema á grundvelli verulegs hagvaxtar. 2. Ekki er unnt að ná árangri í baráttunni gegn fátæktinni í þróunarlöndunum, nema hag- vöxtur sé verulegur bæði í þess- um löndum og iðnaðarlöndunum. 3. Batnandi lífskjör manna í þróuðu löndunum geta ekki til lengdar byggst á öðru en vaxandi þjóðarframleiðslu, og ríkar kröfur virðast enn vera gerðar til betri lífskjara I þessum löndum, hvað sem breyttu gildismati og lífsviðhorfum kann að líða. 4. Ekki er unnt að sinna að teljandi ráði þeim markmiðum um bætt umhverfi, meira öryggi og meiri lífsfyllingu, sem æ meira kveður að, nema batnandi efna- hagur veiti til þess vaxandi svig- rúm eins og hann hefur gert á undanförnum áratugum. 5. Alþjóðaviðskipti geta því aó- eins blómgast, með öllum þeim kostum jafnt i efnahagslegu sem öðru tilliti, sem þeim viðskiptum fylgir, að þjóðum heims finnist efnahagur sinn nægilega rúmur, til þess að þær þurfi ekki að troða skóinn hver niður af annarri. 6. Síðast en ekki sízt verður ekki séð, hvernig frjálst og opið samfélag getur staðizt nema á grundvelli dafnandi efnahags. Stöðnun þjóðarframleiðslu og vel- megunar hlýtur ætíð að knýja fram vaxandi rikisafskipti og þvinganir í öllum greinum, sem að sínu leyti stuðla að enn meiri stöðnun. Sé gengið út frá forsendunni um nauósyn hagvaxtar, er næsta spurning sú, hvað þurfi til þess að sá hagvöxtur geti átt sér stað? Ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma, hvaóa þátt fjármagn annars vegar og atriði eins og menntun, rannsóknir, tæknilegar uppgötvanir og betri skipulagn- ing hins vegar, eigi í hagvexti. Óhætt er að staðnæmast vió fjár- magnið. Þáttur þess er óumdeil- anlegur, bæði sjálfstæður og sem flytjandi annarra þátta. Til þess að hagvöxtur geti orðið þarf mik- ið fjármagn að verða til með sp.arnaði og því fjármagni þarf að koma haganlega fyrir í vélum, tækjum, byggingum og mann- virkjum, sem beint og óbeint mynda grundvöll að atvinnu og framleiðslu. Ekki sízt er þörf á því, að þetta fjármagn beinist til nýjunga í eldri greinum og ,til nýrra greina, þar sem óvissa og áhætta er meiri en annars staðar, eigi verulegar framfarir að geta orðið. Hér er komið að þeim málum, sem valda þeim, sem ábyrgð bera á stjórn atvinnurekstrar, mestum áhyggjum, þeim vanda, sem nefna mætti komandi kreppu kapitalismans, sé brugðið fyrir sig dramatísku marxísku orðalagi. Þær breytingar hafa verið að ger- ast í vestrænum löndum sfðast- liðna áratugi, og með miklum hraóa s.l. tíu ár, sem annars vegar stuðla að minnkandi sparnáði og minnkandi aðstreymi sparnaðar til framleíðslunnar og hins vegar ■valda vaxandi tregðu til fjár- munamyndunar í þeim greinum, sem hafa borið og hljóta í framtíð- inni að bera upp hagvöxt. Það eru stjórnendur framleiðslufyrir- tækja og stjórnendur þeirra banka, sem með þessum fyrir- tækjum vinna, sem gleggsta grein gera sér fyrir þessum vanda. Eins og sagt hefur verið, eru engir, að marxistum undanteknum, eins svartsýnir um framtíð kapitalism- ans eins og kapitalistarnir sjálfir. A undanförnum árum hafa all- margar og Itarlegar athuganir verið gerðar í Bandaríkjunum á þörf þeirrar fjármunamyndunar, sem nauðsynleg er næsta áratug- inn til þess að halda uppi eðlileg- um hagvexti, sem talinn er vera um 4% á ári að meðaltali. Niður- staðan er sú, að fjármunamyndun i iðnaði og annarri framleiðslu þurfi að verða nokkru meiri en áður, að tiltölu við þjóðarfram- leiðslu, til þess að þessi árangur náist. Ástæðurnar eru ýmsar, dýrari orkuframleiósla, tiltölu- lega mikil úrelding eldri fram- leiðslutækja, tæknilegar nýjung- ar og síðast en ekki sízt strangari kröfur um öryggi, verndun um- hverfis og aðbúnað á vinnu- stöðum. Næsta skref þessara at- hugana er að áætla þann sparnað, sem gera má ráð fyrir, að til ráð- stöfunar verði og staðið geti undir þessari fjármunamyndun. Niður- staðan er, að slík sparnaðarmynd- un fari minnkandi. I fyrsta lagi hefur afkoma fyrirtækja verið lakari en áður og fjármagns- myndun þeirra sjálfra því orðið minni. í öðru lagi má gera ráð fyrir, að persónulegur sparnaður verði tiltölulega minni eftir því sem velferðarrikið tekur að sér æ fleiri verkefni, sem menn áður þurftu aó búa sig undir að sjá fyrir sjálfir. t þriðja lagi tekur ríkið til sín æ meiri hluta sparn- a "ar til að standa undir sívaxandi. útþenslu i flestum greinum. Þar við bætist svo, að sá sparnaður, sem fyrirtækjum stendur til boða frá eftirlaunasjóóum, trygginga- félögum og ýmis konar stofnun- um, er ekki boðinn fram til áhættusamrar fjárfestingar, og raunar reistar strangar laga- skorður í þessu efni. Af þessum sökum hefur mönnum i Banda- rikjunum orðið tíðrætt um vænt- anlegan fjármagnsskort. Þótt að- stæður séu talsvert aðrar í öðrum iðnaðarlöndum og málið ekki eins kannað þar, má búast við, að svip- að verði þar uppi á teningnum. Sem stendur er fjármagns- skortur raunar ekki það vanda- mál, sem við er að glima. Mikið fjármagn er fyrir hendi, enda þótt það standi trauðla til boða til mjög langs tíma eða til mjög áhættusamra framkvæmda. Vandinn er, að fyrirtækin hafa ekki hug á að fjárfesta. Orsök þess að hagsveiflan hefnr ekki farið hraðar upp á við að undan- förnu en raun ber vitni, er ein- mitt þessi fjárfestingartregða. Talið er í Bandaríkjunum, að eðli- legur vöxtur fjármunamyndunar um lengri tíma litið sé 4% að meðaltali á ári. Á þessum áratug hefur vöxturinn ekki verið nema 1%, og er sennilega minni en eng- inn, ef dreginn er frá sá vöxtur, sem orðið hefur beinlínis vegna aukins tillits til umhverfis og ör- yggis. Orsakirnar fyrir þessari þróun er mjög vaxandi óvissa og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.