Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 15

Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977 15 Þegar Onassis steig í vænginn við frægar konur var dirfska hans jafn mikiiog í ö/ium hans fjárfestingum hana jafnframt sjálfur á áfansa- stað. Ég stunda atvinnu fátæka mannsins. Ég flyt hana aðeins." sagði Onassis einu sinni við enskan l)laðamann. v Nordmenn stöðvudu hvalveiði- fyrirtækið Það er því ekki aðeins hægt að líta á hvalveiðifyrirtæki hans sem ævintýri. heldur einnig sem til- raun til að verða sjálfstæður. Onassis hefur vitað að hvai- veiðar voru áhættusamt fyrirtæki og þvi aðeins fyrir þá fjársterk- ustu að stunda þær. Hvalveiði- flotaeigandi gat grætt eða tapað allt að 5 milljónum $ á einni ver- tíð. Oveður. borgarisjakar. þoka. skyndilegar breytingar á markaðsverði næstum allt gat eyðilagt fyrirtækið. Onassis sagði einhvern tíma að það væri eitthvað frumstætt við hval- veiðar: maðurinn gegn sjávar- skrimsli nátturunnar voru hrá og blóðug viðskipti. Þær fólu einnig i sér samkeppni milli manna sem iðkuðu harðasta verzlunareinvíg- ið i heiminum. Arið 1949 ákvað Onassis að segja hvölum strið á hendur og sigra þá í þeirra eigin leik. Hann sagði síðar að honum hefði tekist það. Sú staðre.vnd að hvalveiðifloti hans gerðist sekur um ólöglega fjöldaslátrun sam- kvæmt staðfestum heimildum. kom ekki fram íendurminningum hans. Á mettíma kom hann þessu fyrirtæki á fót. Skip og öll tæki voru frá bestu framleiðendum i heiminum en hann átti i erfiðleik- um með að finna góða skotmenn. þar til hann hitti Lars Andersen. Lars Andersen var mikill á vöxtinn og talinn besti skutlarinn í heiminum á þeim tíma — maður sem gat þefað hvali uppi og síðan óttalaus eit þá hvert sem var. Risastór, vöðvamikill náungi með erfiða skapsmuni. Þegar hann var sextugur gat hann enn átt það til að beita hnefunum ef honum mis- likaði eitthvað. Andersen var i ónáð i Noregi þegar Onassis hitti hann. 1936 hafði hann leitað til Þýzkalands í atvinnuleit en þegar þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg 1940 var hann kvislingur og starfaði þannig fyrir þýzka hernámsliðið. H:nn var dæmdur f.vrir þessa starfsemi sina eftir striðið og sektaður um eina milljón norskra króna. Með hjálp Andersens komst Onassis i sam- band við 14 aðra útlæga Norð- menn. auk þriggja þýzkra hval- veiðimanna og skutlara. Onassis ásamt Tinu, sem sagði að ástarguðinn Eros hefði einn átt hlut að þvf að þau gengu f hjóna- band. Eva Perón, þetta er sfðasta mynd- in sem tekin var af henni, en hún lést árið 1952. Fyrsta skipið fór af stað í október 1950. Þegar vertiðinni lauk i mars 1951 — og leyfilegur afli þá veiddur — var Onassis þó ekki ánægður með aflamagnið. Veiðum var haldið áfram i 10 daga. Tilkynningaskyldu var ekki hlítt. og þegar til annarra skipa sást var brugðið skjótt við og nafn skipsins falið. 1 eitt skiptið þurfti skipið að leynast á bak við ísjaka í langan tima til að forða sér undan eftirlitsskipum á miðunum Snemma í april var skipsmönn- um fyrirskipað að halda til Perú og veiða þar undan ströndum hvalhrogn. Þeir lögðu niður vinnu og kröfðust sérstakrar greiðslu ef slik ferðyrði farin. á sama tima birtist Onassis sjálfur öllum að óvörum ásamt Tinu og nokkrum bandarískum kaupsýslumönnum og eiginkon- um þeirra á litlu skipi. Onassis vildi skemmta gestum sinum og þeir fóru um borð i hvalveiðiskip- ið. 1 lestum skipsins var aðeins einn einasti smáfiskur. önassis tók því sem persönulegri móðgun við sig. gestir hans skyldu fá sína skemmtun. Hann kvartaði yfir þessu við Andersen. sem hvarf þá um stund og kom til baka mcð skipsköttinn. ,,Ég nota sérstaka aðferð við að finna hvali." tilkynnti hann. ,,ég sný kettinum þrjá hringi um höfuðið á mér." Að, sjálfsögðu heppnaðist þessi aðferð hans. Allan þann dag yar hver hvalurinn á fætur öðrum skotinn og drepinn. Onassis reyndi sjálfur að semja við þýzku veiðimennina. Ferðinni yrði lokið i júní. lofaði hann þeirn. og hver þeirra fengi 50% hækkun á launin. Eftir nokkurt þref gekk áhöfnin að þessu tilboði ,,til að gleðja eigandann". en aðeins fram til 10. maí. Onassis lofaði þeim ennfremur meiri friðindum um borð. og hvarf siðan eins fljótt og hann hafði komið með gesti sina. Nokkrum dögum siðar bárust skilaboð frá Onassis. Það var skipun um að veiða til júniloka en hann mundi síðan sjá þeim fyrir flugfari til Þýzkalands. jafnframt var kaupið þegar tvöfaldað. Boðinu var tekið. enda góð laun i vændum fyrir. í upphafi fyrstu vertiðarinnar hafði Onassis hafnað söluboði. sem flestir norskir hvalveðimenn höfðu tekið. Onassis tók þá áhættu að striðið i Kóreu. seni byrjaði í júni 1950. myndi auka eftirspurnina og þá verðið á hval- lýsi. Eftir sex og hálfs mánaðar veiðiferð sneru skipin heim. enda ástandið um borð orðið mjög slæmt. Hagnaður Onassis var mikill. Verðið á lýsistonninu hafði næst- um tvöfaldast. í heild var gróðinn 1.5 milljón f að sögn hans sjálfs og það þótti siður en svo lélegt af byrjanda í þessari atvinnugrein. Ölöglegum veiðum var haldið áfrani næstu árin. Fyrir Onassis voru hvalveiðarn- ar nijög sérstakar. meira lifandi og rómantiskari heldur en skipu- lagðar ferðir oliuflutningaskip- anna um ailan heim. Veiðarnar voru alltaf ævintýri í hans augum og þegar Nornienn komu upp um veiðiaðferðir skipa hans hætti hann á þessu sviði án eftirsjár og með álitlegum hagnaði. Umsvif hans í arabalöndunum voru illa séd Önnur störtilraun Onassis til að losa sig úr hlutverki „dyra- varðarins" var að stofna Saudi- Arabiu verzlunarflotann. en af því viðfangsefni hafði hann öllu minni ánægju. Nú til dags er erfitt að stað- reyna að hve miklu leyti Araba- löndunum var stjórnað af stóru oliufélögunum. Vesturvetdin. sér- staklega Bandarikin og Bretland. stjórnuðú Mið-Austurlöndum i gegnum oliufélögin og oft var erfitt að greina á milli verzlunar- hagsmuna og stjórnmálahags- muna. A timum kalda stríðsins voru þessi afskipti mjög mikilvæg fyrir vesturveldin. Nokkur ara- bisk oliulönd létu þá í Ijós öánægju með þessi afskipti af innanrikismáiefnum þeirra. Eins og Onassis höfðu arabarnir áhuga á að hafa frekari stjórn á eigin örlögum. Þessi umsvif þeirra voru illa séð i þeim löndum sem áhrif höfðu í þessum rikjum. Onassis sagði síðar um ástandið að „aldrei áður i sögu kaupsýsl- unnar var eins mikið vald fyrir. til að berjast gegn og eyðileggja einn einstakling". Maðurinn sem kom öllu þessu af stað. var Spyridon Catapodis. Arið 1948 aðstoðaði hann Onassis i fyrstu ferð hans til Evrópu. Siðar varð hann tiður gestur í húsi hans í Suður- Frakklandi. Catapodis var i sam- bandi við ríkisstjórnir i Araba- löndunum og hafði fulla vitneskju um áhuga þeirra fyrir að auka umsvif sin i oliuverzlun og draga úr áhrifum Bandarikj- anna og Bretlands i löndum sinum. Catapodis kom Onassis síðan í samband við rikisstjórn Saudi-Arabiu. en við hana gerði hann samninga. sem orsökuðu mikla óánægju á Vesturlöndum. ekki þó sist gremju skipaköngsins Niarchosar. Sumarið 1956 þegar öll þessi samskipti voru í hámarki og deilurnar sem af þeim spunnust á milli valdamanna um allan heim. kom Nasser Egyptalandsforseti Onassis til bjargar. Agreiningur hans við Frakkland. Bretland og ísrael vegna þjóðnýtingaj' Egypta á Suez-skurðinum hafði sitt að segja fyrir skipaeigendur um allan heim og ekki sist fyrir Onassis. Eftir lokun skurðarins 1956 i oktöbermánuði voru hags- munir þeirra i hættu. en lokunin færði Onassis gífurlegan hagnað. Að sögn hans sjálfs var talinn gröði hans á milli 20 og 25 milljonir punda af flutningi oliu þessa mánuði til Evrópu. fyrir Höfða sem var 11.300 mílna siglingaleið. næstum tvöföld leiðin i gegn um skurðinri. „Það snart liiann hálfvegis." er haft eftir einum starfsmanni Onassis. „því oliufélögin reyndu eftir bestu getu að koma Onassis á kné. en reyndin varð sú. að þeir gerðu hann að einhverjum auðugasta manninum í þeirra röðum." Onassis var aftur á grænni grein. Hér lýkur þriðja hluta þessa greinaflokks sem er útdráttur úr æviferli Onassis en i fjórðu og siðustu greininni verður m.a. sagt frá sambandi hans og Jackie Kennedy. Sinfóníu- tónleikar Efnisskrá: Mozart: Sinfónfa nr. 38, K.504 Dvorak: Aría úr óperunni Rusalka Weber: Aría úr óperunni Der Freischutz Alban Berg: Sieben friihe Lieder Tsjaikovskí: Capriccio Italien, óp. 45. Stjórnandi: Karsten Andersen Einsöngvari: Sieglinde Kahman Tónleikarnir hófust á sínfóníu eftir Mozart en upp- haflega hafði verið auglýst að leikinn yrði forleikur að Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner og að tónleikunúm lyki með fyrstu sinfóniu Sibeliusar. Aljt um það, Prag-sinfónian var vel leikin og svona i framhjá- hlaupi sagt, þá gæti verið gaman að heyra Sinfóníuhljóm- sveitina taka Mozart til sér- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON stakrar meóferðar, með þvi t.d. að leika röð af sinfóníum hans eða alla forleikina á nokkrum tónleikum. Af leik hljóm- sveitarinnar undanfarið mætti ætla að tónlist eftir Mozart og samtímamenn hans henti hljómsveitinni sérlega vel. Sigelinde Kahman er ekki aðeins göð söngkona heldur og listamaður, sem er fær um að fást við viðfangsefni, ósamstæð að gerð og stíl. Arían úr Töfra- skyttunum eftir Weber var mjög vel sungin en sérlega hrifandi var söngur hennar í lögunum eftir Berg, má þar helst nefna Næturgalann og tvö þau síðustu, Ástaróð og Surnar- dag. Hér er á ferðinni lista- maður, sem ástæða er til að hlúa að og gefa tækifæri til að fást við verðug viðfangsefni . .. Þó Capriceio Italien, eftir Tsjai- kovski, sé skemmtilegt verk, er það varla nógu stórt viðfangs- efni til að vera endahnútur á tónleika. Hljómsveitin er tæp- lega nógu „stabíl" til að leika svona verk slysalaust en þrátt fyrir allt að því ónauðsynleg óhöpp, var leikur hennar víða mjög góður. Jón Ásgeirsson í Nínusokkabuxum UMBOÐSMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.