Morgunblaðið - 05.11.1977, Síða 28

Morgunblaðið - 05.11.1977, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977 Verðgildi fyrstadagsumslaga í síðasta þætti, 22. okt. sl., var fjallað um islenzk fyrstadags- bréf eða umslög og saga þeirra rakin í helztu atriðum. Söfnun þessara umslaga hefur aukizt verulega á liðnum árum og jafnvel áratugum. Er enginn vafi á, að margir láta stimpla þó nokkurt magn á útgáfudegi nýrra frímerkja. Hér hlýtur því að liggja að baki einhvers kon- ar fjárfestingar- eða gróðasjón- armið, þvi að ella létu menn sér einungis nægja nokkur umslög, þ.e. fyrir söfn sin og svo til skipta við vini sína erlendis, þar sem söfnun fyrstadagsum- slaga er ekki síður algeng en hér á landi. Þá er komið að spurningunni um það, hvers virði þessi um- slög eru, ef og þegar menn vilja losa sig við þau. Eins og siðast var drepið á, verða svör við þeirri spurningu tæplega ein- hlít og fara eftir ýmsu. Af sjálfu sér leiðir, að hér ræður mestu um verð framboð og eftirspurn, og á það jafnt við um kaup og sölu. Minnst er til af fyrstadagsumslögum frá ár- unum fyrir stríð og fram að stofnun lýðveldisins 1944. Verð þeirra er þvi tiitölulega hátt og oft geipihátt. Sænski verðlist- inn Faeit skráir flugmerkin frá 1934 á 1600 s. kr. eða um 70 þús. ísl. krónur. Hér hefur krónan FPímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON því ávaxtað sig glæsilega þrátt fyrir alla verðbólgu, því að nafnverð merkjanna var 4.05 kr. á sínum tima. Þetta verð stafar líka af því, að þess konar umslög má væntanlega telja á fingrum sér, svo að þeir eru fáir, sem geta gert sér vonir um að eignast eintak, a.m.k. með öllum merkjunum á. Umslag frá 1935 með Dynjanda og Heklu eru í sama lista virt á um 79 þús. krónur, svo að þar hefur krónan gert enn betur í blóðið sitt, því að nafnverð merkjanna var aðeins 1.10 kr. Frímerki með mynd sr. Matthíasar frá sama ári voru að verðgildi 50 aurar, en áætlað verð fyrsta-' dagsumslaga með þeim er í Facit um 35 þús. krónur. í fyrra var kort með þessum merkjum á, stimpluðum á útgáfudegi, selt hér á uppboði fyrir 19 þús. Oceíanc/ Reykjavík 277 Stimplað á útqóludegi Ftert day cavmt Verðmætasta fyrstadagsumslag lýðveldisins. eða 22.800 með söluskatti, en síðan hefur listaverð hækkað um rúm 20%. Tvö af merkjun- um úr þessum flokki voru seinna yfirprentuð. 35 aura merkið var gert að 5 aura merki árið 1939. Nokkuð er óljóst um útgáfudag þessa bráðabirgða- merkis, en þó skrásetur Faeit fyrstadagsumslag með því á og metur á um 66 þús. krónur. Þar hefur fimmeyringurinn þá hækkað riflega! Árið 1941 var svo 3 aura merkið yfirprentað og gert að 25 aura merki. Þar er allt ljóst um útgáfudag og um- slög vel þekkt. Fremur eru þau samt sjaldgæf, enda metin á um 35 þús. krónur. í siðasta þætti var mynd af fyrstadagsumslagi með Geysisfrimerkjum frá 1938. Verðgildi merkjanna var 1.20 kr., en útsöluverð þess kon- ar umslags er 7500 kr. hér í verzlunum. Mörg önnur dýr umslög væri hægt að nefna hér til viðbótar, en ekki er ástæða til að lengja þáttinn með slíkri upptalningu. Þetta geipiháa verð fyrsta- dagsumslaga frá árunum kring- um 1940 hefur eðlilega fælt marga safnara frá, enda að von- um erfitt að ná i sum umslögin. Af þeim sökum hafa margir takmarkað söfnun sína við stofnun lýðveldisins 1944. Gizk- ar Magni R. Magnússon í Frí- merkjamiðstöðinni á, að hlut- fallið sé hér um 20 á móti ein- um lýðveldinu i vil. Þeir í Frí- merkjamiðstöðinni hafa byrjað að gefa út fréttablað, FM- fréttir, sem dreift er meðal við- skiptavína verzlunarinnar og annarra áhugamanna um fri- merkjasöfnun. Jafnhliða því sem þetta litla blað er auglýs- ingablað fyrir Frimerkjamið- stöðina, verða birtar þar ýmsar fréttir, sem safnarar geta haft gagn af að heyra. í 2. töiublaði frá i júní sl. er skrá yfir islenzk frimerki og fyrstadagsumslög frá 1944, sem til sölu eru þess- ari verzlun. Geta safnarar og aðrir þar glöggvað sig á útsölu- verði umslaga, en það mun svipað í öðrum frimerkjaverzl- unum, að því er ég bezt veit. Segja má, að flestum sé við- ráðanlegt að eignast fyrstadags- umslög frá lýðveldinu, og mörg þeirra hafa tæplega hækkað meir i verði en sem svarar verð- falli krónunnar i óðaverðbólgu liðinna ára — og því miður mörg tæplega það. Þegar þetta er haft í huga, er ljóst, að hagn- aður af miklum kaupum verður sjaldan mjög mikill. Yfirleitt halda samt há verðgildi hlut sínum nokkurn veginn, enda ævinlega miklu minna stimþlað af þeim á útgáfudegi en lágum verðgildum, sem þorri manna á auðvelt með að kaupa í ein- hverjum mæli. Dýrasta umslag eftir 1944 er með 25 kr. fri- merki af Alþingishúsinu frá 1952. Er útsöluverð þess i verzl- unum hér 33 þús. krónur, enda mun það ekki fáanlegt nema stöku sinnum og mun hverfa nær samstundis og það kemur fram. Mér hefur skilizt á kaup- mönnum, að offramleiðsla háfi verið á ýmsum umslögum eftir 1960 og þá um leið á stundum offramboð. Við það fellur verð þeirra af sjálfu sér, og oft verða þau illseljanleg um einhvern tíma. Hins vegar mun yfirleitt hörgull á fyrstadagsumslögum fyrir 1960, einkum þó ákveðn- um útgáfum. Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu lætur allvel af sölu fyrstadagsumslaga í verzlun sinni og segist í reynd selja mest af umslögum eftir 1960, þó að framboð þeirra sé oft mikið. Jón R. Kjartansson frímerkjakaupmaður tjáði mér nýlega, þegar ég færði þetta mál í tal við hann, að með skömmu millibili hefðu þrír menn komið til sín með tölu- vert af fyrstadagsumslögum eftir 1960, sem þeir vildu selja. Hins vegar kvaðst hann eiga svo mikið óselt, að hann treysti sér ekki til að kaupa umslög til viðbótar. Hann gat þess jafn- framt við mig, að öll eldri um- slög færu, um leið og þau kæmu fram hjá sér. Enda þótt einhverjum þyki þetta ekki glæsifréttir að öllu leyti, finnst mér engin ástæða til að örvænta. Ég vildi einung- is koma þessari vitneskju minni á framfæri við lesendur þessa þáttar, þvi að sjálfsagt er að ,gæta hófsemi hér sem annars staðar. Þá er eitt atriði, sem ég er ekki viss um, að allir safnarar fyrstadagsumslaga geri sér næga grein fyrir. Víl ég þvi að lokum minnast sérstaklega á það hér. Langflestir líma frí- merkin á óárituð umslög og láta svo stimpla þau. Árituð fyrsta- dagsumslög eru að mínu viti miklu skemmtilegri söfnunar- gripur og i rauninni sjálfsagt að senda þau eðlilega póstleið, a.m.k. þegar nafnverð merkj- anna hrekkur einnig fyrir ábyrgðargjaldi. Þá verður send- ingin skrásett og viðtökupóst- hús á að bakstimpla umslagið, þegar það kemur til þess. Því miður vill oft verða misbrestur á þeirri reglu. En umslög, sem þannig berast viðtakanda, halda örugglega betur verðgildi sínu til söfnunar en óárituð um- slög. Dagur frímerkisins 8. nóvember Dagur frfmerkisins 8. nóv. Næstkomandi þriðjudag verður Dagur frímerkisins hér á Iandi og þá að vanda notaður sérstimpill á pósthúsinu i Reykjavík. Hefur póststjórnin látið teikna í hann opnu úr riti sinu: íslenzk frímerki i hundr- að ár 1873—1973. Á þennan hátt vill hún auðsæilega minna frímerkjasafnara á ritverk þetta, sem komið hefur út á þessu ári i íslenzkri og enskri útgáfu. Frímerkjasafnarar í F.F. minnast dagsins eins og um fjölmörg undanfarin ár með sýningu frímerkjaefnis í römm- um á nokkrum stöðum í borg- inni. Verða rammarnir til sýnis næstu daga á eftir. Vegfarend- um gefst þannig kostur á að kynnast ýmsum hliðum frí- merkjasöfnunar. Þá er ástæða til að ætla, að ýmis aðildarfélög L.l.F. úti á landi taki nú virkan þátt í útbreiðslustarfsemi dags- ins og þá með einhverju sýning- arefni. Safnarar á Selfossi hafa gert þetta um nokkur ár, en ekki er ósennilegt, að svo verði einnig í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ og eins á Akureyri og Húsavík að þessu sinni. Þá hafa safnarar i Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ ákveðið að hittast í Gyllta salnum á Hótel Borg að kvöldi þessa dags og gera sér nokkurn dagamun. Eru allir safnarar hvattir til að sækja þá samkomu, en hún hefst kl. 20.30. Umsjármaður þessa þátt- ar mun flytja erindi i kvölddag- skrá Ríkisútvarpsins um is- lenzk frímerki og frimerkja- söfnun. Á fyrstu árum Dags fri- merkisins voru stöku sinnum flutt erindi um þessi efni á þeim vettvangi, en þvi miður féll það svo alveg niður. Þar sem öll félög frímerkjasafnara á landinu hafa nú sameinazt í L.Í.F., hefur stjórn sambands- ins fullan hug á, að slíkur er- indaflutningur verði fastur lið- ur á Degi frimerkisins. Jafn- framt er það von stjórnarinnar, að Dagur frimerkisins verði til að efla tengsl og samvinnu allra aðildarfélaga L.Í.F. og hvetja sem flesta, bæði unga sem aldna, til aö sinna þessari hollu og skemmtilegu tómstundaiðju, frimerkjasöfnun. Bridgefélag Hafnarfjarðar. Tvlmenningskeppni. B.H. er nú lokið. Þessir urðu efstir: Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 796 Kristján Olafsson — Ölafur Gislason 771 Jón Gislason — Þórir Sigursteinsson 726 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 708 Arni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 706 Einar Árnason — Þorsteinn Þorsteinsson699 Bjarnar Ingimarsson — Þórarinn Sófusson 698 Ásgeir Ásbjörnsson — Gisli Arason 692 Meðalskor 660. Þeir Björn og Magnús urðu því tvímenningsmeistarar fé- lagsins og er þeim hér með ósk- að til hamingju með glæstan sigur. Þeir félagar rufu loks 200 stiga múrinn í siðustu um- ferðinni er þeir fengu 203 stig. Þeir Ásgeir og Gísli sem spil- uðu i „lakari“ riðlinum fengu samt stærsta halið eða 226 sem er 68,5% skor. Næsta mánudag hefst aðal- sveitakeppnin og er fólk hvatt til að fjölmenna. Ekki verður sveitakeppnin þó spiluð i einni lotu heldur verður einu og öðru skemmtilegu troðið inn á milli. Bridgedeild Rangæinga. Tveimur uniferðiim af finim er nú lokið í tvíniennings- keppninni hjá okkur. en önnur umferðin var spiluð 26. októ- ber. Röð efstu para: Sigríur Ottósd. — Ingólfur Böðvarsson 260 Margrét Helgadóttir — Hersveinn Þorsteinss. 257 Anton Guðjónsson — Stefán Gunnarsson 245 Pétur Einarsson — Sigurleifur Guðjónsson 231 Þorsteinn Sigurðsson — GunnarHelgason 230 Guðmun.día Pálsdóttir — Árni Pálsson 229 Jón L. Jónsson — Jónatan Jakobsson 228 Guðmundur Þórðarson — Ingólfur Jónsson 227 Meðalárangur 216. Hæstu skor í síðustu uniferð fengu Margrét og Hersveinn, 136. Þriðja umferð verður spiluð 9. nóvember. Brlflge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag kvenna: Nú er lokið 19 unifer 35 i „baroníeter" — tv ingskeppni félagsins. og eftirtaldar konur efstar: Dóra Friðleifsd. Sigriður Ottösd. Laufey Arnalds — Asa Jóhannesd. Halla Bergþórsd. — Kristjana Steingrímsd. Alda Hansen — Nanna Agústsd. Sigrún Isaksd. — Sigrún Olafsd. Vigdis Guðjónsd. — Hugborg Hjartard. Guðríður Guðmundsd. — Kristin Þórðard. Aðalheiður Magnúsd. — Kristín Karlsd Ingibjörg Halldórsd. — Sigríður Pétursd. Júliana Isebarn — Margrét ^rgeirsd. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ðum af írnenn- eru nú stig 2998 2992 2979 2947 2861 2824 2810 2795 2767 2760 Meðalskor: 2584 stig. Næstu fjórar umferðirnar i þessari keppni verða spilaðar mánudagínn 7. növember n.k. í Domus Medica. og hefjast kl. 19.30 stundvíslega. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Lokið er 5 kvölda tvl- menningskeppni I bridge. Atta efstu voru þessir. Viðar G uðmundsson Pétur Sigurðsson 1139 Ragnar Þorsteinsson Eggert Kjartansson 1130 Þórarinn Arnason Finnbogi Finnbogason 1116 Einar Jónsson Gísli Benjamínsson 1109 Viðar Guðmundsson Haukur Zophaniusson 1108 Kristinn Óskarsson Einar Bjarnason 1093 Hermann Ólafsosn Sigurður Kristjánsson 1081 Edda Thorlacius Sigurður Isaksson 1028 Munið hraðsveitakeppnina sem hefst 7/11 kl. 19.45 stund- víslega. Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Sl. mánudag hófst hjá félag- inu 3 kvölda hraðsveitakeppni. Þátttaka er sæmileg, en mætti vera betri. Að keppni þessari lokinni hefst sjálf aðalsveita- keppnin, sem verður 8 umferða Monrad-keppni. Staða efstu sveita að lokinni fyrstu umferð i nv. keppni, er þessi: Vigfús Pálsson (Skúli Einars- son, Þorlákur Jónsson og Hauk- ur Ingason) með 315 stig. Ólafur Lárusson (Rúnar Lárus- son, Lárus Hermannsson og Hermann Lárusson) með 305 stig. Ármann J. Lárusson (Sverrir Ármannsson, Einar Þorfinss. og Sigtryggur Sigurðsson) með 304 stig. Guðbrandur Sigurbergsson (Jón Páll Sigurjónsson, Oddur Hjaltason og Jón Hilmarsson) með 300 stig. Meðalskor er 288 stig Næsta umferð verður spiluð á mánudaginn kemur. OL.. ........ :---- ' -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.