Morgunblaðið - 05.11.1977, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977
Minning:
Guðni Eiríksson
bóndi Votumgri
F. 24. deseniber 1889.
D. 30. oklóber 1977.
Guðni Eiriksson bóndi að Vota-
mýri andaðist að Elliheimilinu
Grund 30. október síðastliðinn.
Langvarandi veikindum sem nú
lauk með þessum hætti tók hann
af karlmennsku og æðruleysi. Síð-
astliðin ár hefur hann verið meira
og minna undir læknishendi,
lengst á Vifilsstöðum en nú siðast-
liðið ár að Ási í Hveragerði. Hann
var mjög þakklátur fyrir alla
hjálp og hjúkrun á þessum stöð-
urn öllum.
Guðni var fæddur að Votamýri
og tók við búi af föður sínum. Ég
kom til hans kaupakona fyrir 30
árum. Þá dvaldi ég hjá þeim hjón-
um eitt sumar. Þetta sumar
misstu þau son sinn, uppkominn,
af slysförum. Ég kynntist því þá
hvað hægt er að taka því óum-
flýjanlega af miklu hugrekki og
stillingu og sá hversu útréttar
vinarhendur eru megnugar á
sorgarstundum. Þau hjón voru
vinmörg og trygg vinum sinum.
Hjá þeim dvöldu börn á sumrin,
sum lengur eða skemur.. Guðni
var góður húsbóndi. Hann kunni
þá list að láta öðrum finnast þeir
vera einhvers megnugir og hafði
einlægan áhuga á annarra hag.
Börn og unglingar undir hans
stjórn vildu allt fyrir hann gera
og lögðu sig fram við öll störf.
Guðni var félagslyndur maður,
Ijúfur í viðmóti og bjartsýnn að
eðlisfari. Hann starfaði lengi í
kirkjukór Skeiðamanna og tók
þátt í félagslífi sveitunga sinna
svo lengi sem hann gat.
Ekki verður Guðna minnst án
þess að konu hans sé getið en hún
er látin fyrir mörgum árum. Kona
Guðna var Guðbjörg Kol-
beinsdóttir, mikilhæf og góð
kona. Þeirra hjónaband var með
afbrigðum farsælt. Þau máttu
helzt ekki hvort af öðru sjá og
báru hvort annars byrðar. Þau
nutu bæði mikillar mannahylli og
voru elskuð og virt af sveitungum
sínum. Guðni var mjög vinnusam-
ur maður og hafði mikinn áhuga á
búskap. Bjartsýni og óbilandi
kjarkur, gerði honum kleift að
stunda búskap fram á elliár. En
hann naut þá aðstoðar Eríks son-
ar sfns og Elínar tendadóttur
sinnar við erfiðustu störfin og
fékk hjá þeim ýmsa aðra hjálp.
Nú eru tekin við jörðinni sonar-
sonur Guðna, Benedikt Kolbeins-
son, og kona hans.
Þrjú börn Guðbjargar og Guðna
komust til fullorðinsára, öll gift.
Ég sendi þeim innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðni dvaldi heima að Vota-
mýri svo lengi sem heilsa og
kraftar leyfðu. Hann hafði ríka
þörf fyrir að vera sjálfbjarga og
búa að sínu sem allra lengst.
Að lokum þakka ég Guðna
tryggð og vináttu i minn garð og
mun minnast hans sem eins bezta
manns sem ég hefi kynnst. Guð
blessi minningu hans.
Ólöf Stefánsdóttir.
í dag verður til moldar borinn
frá Olafsvallakiikju í Skeiðum
Guðni Eiríksson bóndi að Votu-
mýri þar í sveit, en hann gekk á
vil feðra sinna hinn 30. október sl.
Með Guðna er genginn gegn og
merkur maður, sem sakir mann-
kosla sinna mun verða þeim, er
honum kynntust, eflirminnilegur
og einkar kær.
Guðni var fæddur að Votumýri
á aðfangadag jóla árið 1889. Hann
ól allan sinn starfsaldur á Skeið-
uni, þeirri gjöfulu og fallegu
sveit, lengsl af á föðurleifðinni
Votumýri. Starfsdagur Guðna var
óvenju langur, því hann stundaðí
búskap þar til fyrir þremur árum,
en þá var hann nær 86 ára gamali.
Var hann þá farinn að heilsu, en
fram að því hafði guð gefið hon-
um góða heilsu. Auk búskapar
stundaði Guðni sjóróðra frá suð-
urströndinni á árabátum margar
vertíðir rétl eftir aldamótin. Þótti
hann harðsækinn ræðari og fóru
sögur af þvi, að hann reri vík á
stærstu og sterkustu menn, en
t
Útför móður minnar,
ODDRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Réttarholtsvegi 77,
fer fram fr^ Fossvogskirkju mánudaginn 7 nóvember kl 1 5 00
Fyrir hönd vandamanna,
Þórarinn Hafberg.
t
JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR
Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði
andaðist á St Jósepsspitala i Hafnarfirði þann 4 nóvember
Fym hönd aðstandenda
Hanna Valdimarsdóttir
Guðrún Andrésdóttrr.
t
Þökkum ínnilega öllum þeim mörgu, er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útfór eiginmanns mins, föður okkar og afa
ÓLAFS KRISTJÁNSSONAR,
frá Mýrarhúsum, Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði á S|úkrahúsi
Akraness, fyrir frábæra hjúkrun í veikindum hans
Oddrún Jónsdóttir,
Jón Ólafsson, Margrét Jónsdóttir
Halldóra Ólafsdóttir, Hermann Torfason,
Ársæll Ólafsson,
Kristján Ólafsson, Elsa Pétursdóttir,
Ölafur Hallgrimsson, Elin Jónsdóttir,
Oddrún Sverrisdóttir, Pálmar Einarsson,
Guðrún Sverrisdóttir Hreinn Vagnsson.
hvorki, var Guðni bár vexli né
kraftalegur í þeim skilningi.
(iuðni var einn þeirra vor-
manna íslands, sem lögðu, til
sjávar og sveita, kjölinn að þvi
velferðarþjóðfélagi, sem við yngri
menn erum bornir i og lítum á
sem sjálfsagðan hlut. Hygg ég að
fáir yngri menn geri sér fyllilega
grein fyrir því hversu gífurlega
vinnu Guðni og margir samferða-
menn hans lögðu í brautryöjenda-
starfið, svo að ekki sé minnst á
þrautseigjuna og áræðið. Laun
erfiðisins hlaut Guðni ekki í pen-
ingum né lífeyrissjóðsréttindum,
heldui- á þann hátt að sjá þjóð
sína rísa úr öskustónni eftir alda-
langa þjáningu og niðurlægingu.
Þætti mörgum slík laun þunnut
þrettándi í dag.
Ungur varð ég þeirrar gæfu að-
nótandi að fá aö dveljast á heimili
Guðna og Guðbjargar konu hans
að Votumýri á sumrum. Minning-
arnai' frá þeim samvistum eru
einhverjar þær dýrustu, er ég
geymi. Voru þau hjón mér og öðr-
um börnum, sem hjá þeint dvöld-
ust, sem bestu foreldrar. Þegar i
æsku fannst mér sem Guðni væri
gæddur ríkari mannkoslum en
flestir aðrir menn. Aldrei mælti
manni annað en velvilji og upp-
örvun. Slíkt var ekki lítils virði á
þeirn aldri, þegar manni fannsl
sem við börnin mættum litluni
skilningi hjá fullorðna fólkinu og
værujn oftast fyrir þá eitthvað
spennandi var að gerast. Skap-
höfn Guðna var þannig að þar
ríkti jafnlyndi. Skipti engu. til
hvaða verks var gengið, öll voru
þau jafngild og þurftu að vinnast.
Glaölyndur var Guðni, fastur fyr-
ir, æðrulaus og trygglyndur. Jafn-
framt var Guðni mikill gæfumað-
ur, þótt vissulega hafi sorgin
drepið á dyr á heimili hans. Ung-
ur gekk hann að eiga Guðbjörgu
Kolbeinsdóttur frá Stóru-
Mastungum í Eystri Hreppi,
mikla sómakonu og kvenskörung.
Lifðu þau í farsælu hjónabandi i
hátt á sjötta áratug, en Guðbjörgu
missti Guðni fyrir rúmum ellefu
árum. Þeim varð fjögurra barna
auðið og lifa þrjú föður sinn, þau
Kolbeinn bifvélavirki á Selfossi,
Eiríkur bóndi og smiður á Votu-
mýri og Hallbera sauntakona í
Reykjavík. Son, Tryggva Karl,
misstu þau ungan af slysförum og
var hann öllum harmdauði, er til
hans þgkktu. Þau hjón áttu þó
líkn í raun, sem var trúin á al-
mættið. Var hún einlæg og
fölskvalaus. Eftir fráfall Guð-
bjargar átti ég oft á vökukvöldunt
tal við Guðna um eilífðarmálin.
Kornst ég þá að því hversu trúin
getur gert manninn ótrúlega
sterkan og það jafnvel í mestu
raunum, svo ekkert fær þar á
unniö.
Nú þegar Guðni hefur yfirgefið
hið jarðneska lif, er mér bæði
ljúft og skylt aö minnast góðs og
veglynds manns. Slíkunv manni
var ekki aðeins gott að kynnast,
heldur ómetaniegt sakir þess
veganestis, sem hann skilur eftir
sig okkur sem eftir lifuin til
handa.
Blessuö sé
Eiríkssonar.
minning Guðna
I. S.
Guðni Eiríksson Votamýri,
Skeiðum, er látinn. Hann fæddist
á Votumýri 24. des. 1888. Guðni
var elstur systkina sinna. Foreldr-
ar hans voru hjónin Eiríkur
Magnússon bóndi, Votumýri, og
kona hans Hallbera Vilhelmsdótt-
ir. Guðni ólst upp í föðurhúsum,
en fór ungur til sjós, eins og tilt
var um unga rnenn í þá daga,
hann þótti afbrágðs sjómaður og
góður ræðari. Hann var i veri i
Þorlákshöfn. Guðni hafði í æsku
gaman af íþróttum og var talinn
með betri glímumönnum. Hann
var vel vaxinn, grannbyggður og
sterkur, skapið ört en samt ljúft,
hreyfingar hans og fas einkennd-
ist af léttleika og öru geði. Hann
hafði gantan af að spjalla um
landsins gagn og nauðsynjar og
fylgdist vel með. Átti hann þá til
að gefa orðum sínum rneiri
áherslu með smáhöggi á öxl við-
mælanda. Hann hafði ákaflega
gantan af léttu gríni, enda var
hann glaður og léttur í lund.
Guðni álti því láni að fagna að
eignast góða og vel gefna konu,
Guðbjörgu Kolbeinsdóttur frá
Stóru Mástungu í Gnúpverja-
hreppi og áttu þau fjögur börn,
Kolbein, Eirík, Ilöllu og Tryggva
Karl. Einnig ólu þau upp Sigríði
B. Eiríksdóttur bróðurdóttur Guð-
bjargar. Ég undirritaður var einn-
ig svo lánsantur að fá að dvelja
hjá þeim heil sjö ár i bernsku
Nokkur kveðjuorð:
Gísli Jónsson frá
Arnarhóli í VE.
Gísli var fæddur 23. janúar árið
1883 að Arnarhóli í Vestur-
Landeyjum. Hann andaðist i
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26.
október s.l. 94 ára, 9 mánaða og
tveim dögum betur.
Viðburðarríku lifi alþýðu-
manns er lokið og skal þess
minnst hér með nokkrum orðum.
Sólveig Gisladóttir, Brynjólfsson-
ar Jónssonar, var móðir Gísla, f.
að Söndum undir V-Eyjafjöllum
16.9 1838. Með henni ólst hann
upp. Jón var fæddur 27.9. 1828,
Brandssonar Guðmundssonar frá
Uxahrygg og Sperðli. Föður síns
naut Gísli ekki. Er hann síðastur
barna Jóns er kveður þetta Iíf.
Hálfsystkini hans 30 að tölu hafa
öll kvatt lífið, en skilja eftir sig
stóran ættarboga, sem að líkum
lætur.
Jón Brandsson var stór bóndi
og kynslóð á undan sinni samtíð.
Bjó hann á einni af bestu jörðum
Landeyja, Fíflholti hinu vestra og
síðar að Ey. Tímanleg velgengni
Jóns fólst í hyggjuviti, með vatns-
veitu á lendur sínar, búhyggind-
um við heyöflun, hvernig hann á
undap öðrum hóf slátt, setti hey i
galta og notaði sleða á vetrum við
heimflutning. Menn hristu höfuð
yfr verkum Jóns, þetta var nýtt og
ekki rikjandi hefð. Hjá Jóni var
forðabúr sveitarinnar. Miðlað i
heyleysi til sveitunga. Þar voru
skepnur vel aldar og allt fólkið
hafði nægju til hnífs og skeiðar.
Eins og gefur að skilja hafa
drög legið til þjóðsagna um jafn
stórbrotinn mann, sem Jón
Brandsson var. Þrátt fyrir meira
en 80 ár i gröf sinni, þá hafa
ritsóðar ætlað að mata sig og aðra
með ávirðingum hans. Aldir með
árlegum ríkisstyrk, með fjármun-
um skattborgaranna. Slfkt þáði
Jón Brandsson aldrei. Hann hafði
fyrir öllu sínu. Merkir samtíðar-
menn hans, eins og ljúfmennið
Kristján Þórðarson frá Vestur-
Fiflholtshjáleigu, síðar Reykjadal
í Vestmannaeyjum, Kristján
Gunnarsson frá Flötum í Eyjum
og Þorsteinn Ólafsson trésmiður
frá Fagradal, þekktu allir Jón
Brandsson og voru sumir í heimili
hans. Enginn þeirra hafði nægj-
aniega sterk orð til að Iýsa Jóni
minni, og er ég þeim ævinlega
þakklátur fyrir þau góðu og lær-
dómsríku ár.
Guðbjörg og Guðni voru sér-
staklega samhent og báru þau
niikla virðingu hvort fyrir öðru.
sem skapaðist af innilegri ást
hvors til annars. Guðbjörg var
mjög fötiuð kona. en þrált fyrir
það fylgdi hún manni sínum næst-
um hvert sem hann fór, við störf
og til nágranna, sérstaklega hin
seinni ár, er þau voru orðin ein
við búskapinn. Mátti oft sjá þau
saman akandi á dráttarvélinní og
þykir mér ekki ólíklegt að Guðni
hafi þá iðulega sungið við rausl
með sinni mjúku bassaröddu.
Guðni var rnjög söngelskur og
hafði fagra bassarödd. Hann tók
mikinn þátt í kórstarfi á Skeiðun-
um, sem var mikið stundað á
tímabili. Ég ntan mörg kvöld að
vetri tii er ég var lítill snáði er
þeir feðgar voru að æfa raddir og
æfa sig saman aó maður gat ekki á
sér setið að taka undir og hafði
Guðni gaman af.
Búskapur fór Guðna vel úr
hendi, hann var mikill og góður
skepnuhirðir og naut þess að eiga
góða gripi. Hann var hestamaður
góður og átli alltaf góða hesta.
bæði reiðhesta og dráttarhesta.
Guðbjörg hafði oft gaman af
bónda sínum á vorin, er hann átti
von á að fá folöld og var orðinn
óþolinmóður að bíóa að þau fædd-
ust og sagði þá gjarnan: ,,Það er
eins og þú eigir von á barni,“
enda man ég varla eftir Guðna
kátari en eitt vorið er hann fékk
gullfallegan jarpan hest undan
uppáhaldshryssunni sinni. Þetta
varð einn síðasti reiðhesturinn
hans.
Guðni var rnikill trúmaður nteó
óbilandi trú á framhaldslif, enda
efast ég ekki um að þar verði
margir góðir vinir til að fagna
komu hans nú, á þessu hausli.
Hin síðari ár hefur Guðni átt
við mikla vanheilsu að stríða og
orðið að fara á milli spítala og
hæla. Alls staðar kom hann sér
jafnvel og ég held að segja megi
að hans var saknað á hverjum
stað. Jafnframt talaði hann um að
þessi staður sem hann nú væri á,
væri sá besti, enda var hann sér-
staklega þakklátur fyrir alla um-
önnun og aðhlynningu.
Ég vil að lokum þakka Guðna
frænda fyrir allar stundir sem ég
og fjölskylda min áttum með hon-
um og Guðbjörgu, maður var allt-
af viss um að vera aufúsugestur
hjá þeim og maður naut þess aó
vera i návist þeirra.
Nú er þessum lifsróðri Guðna
lokið og hann hefur stýrt farsæl-
lega um boða og sker og er að
lokum kominn í örugga höfn.
Friður sé með honum.
V'ilhjálmur Sigtryggsson.
Brandssyni fyrir það sem gott
var, einnig sérlega mikill skepnu-
vinur og kunni með þær að fara
og njóta arðs af þeim. Ógæfa hans
í ástamálum og það sem því fylgir
má hér liggja milli hluta og verð-
ur engum til ávinnings, með
smjatt á þeim. „Sá yðar sem synd-
laus er kasti fyrstur steini.“
Þegar Gisli var fermdur, í nú
niðurlagðri kirkju í Sigluvík, þá
hafði hann alist upp á 16 bæjum.
Slíkt var beiskjublandið fyrir
hann. En á misjöfnu þrífast
börnin best. En þetta uppeldi og
hrakningar var nokkuð sem Gisli
sætti sig aldrei við og bar beiskju
til allt lifið. Honum var það sann-
arlega lausn að fara úr sveitinni
og til sælu Eyjanna. Þar var hann
aldrei hungraður né leið skort.
Gisli hóf sjómennsku frá Land-
eyjasandi á „Gæfu“ með Einari
Þorsteinssyni frá Arnarhóli, er
siðar varð tengdafaðir hans. Það
var miklu betra að róa úr Eyjum
og meiri aflavon en frá sandinum,
þvi lá Ieið Gísla þangað. Réðst
hann fyrst í skipsrúm með Ásteiri
Guðmundssyni frá Litlabæ, á
róðraskipinu Herjólfi. Síðar hjá
Guðmundi Magnússyni á Litlu-
Löndum á einu stærsta skipi þá
við Suðurland, er hét ísak. Síðar á
Trú með Guðlaugi frá Hallgeirs-
ey. Þaðan fór hann á mótorbát og
gerðist sameignarmaður í útgerð.
Var það á Vikingi með Vilmundi
Friðrikssyni frá Hjarðarholti. Eft-