Morgunblaðið - 09.11.1977, Page 7

Morgunblaðið - 09.11.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1977 7 Hriplekt sigti Hugsjónir eru flestuir mönnum hvati til starfs og dáða; markvissrar bar áttu aS settum mörkum. Þetta á við um þjóðmála hugsjónir eins og hugsjón- ir á öðrum sviSum mann- legra viðfangsefna. Á vettvangi stjórnmála hafa hugsjónir þó á stundum orðið úti i valdatafli flokka og einstaklinga; orðið sýndarmennska i raun. þó að hampað sé i slagorðum og heitstreng- ingum. Þann veg getur stjórnmálaflokkar orðið að hripleku hugsjónasigti. sem glutrað hefur niður markmiðum sinum, og stendur eftir sem nakinn hentistefnuhópur á mark- aði sýndarmennskunnar. Enginn islenzkur stjóm- málaflokkur hefur komizt lengra i þessari kúnst en Alþýðubandalagið, sem haft hefur tungur tvær i öllum meiriháttar við- fangsefnum samtimans — og talað sitt með hvorri. eftir þvi hvort það hefur verið innan eða ut- an ríkisstjórnar. Mýmörg dæmi tvískinnungs Dæmin um tviskinnung Alþýðubandalagsins er mýmörg. Hver man ekki atkvæðahendur Alþýðu- bandalagsins uppréttar. allar með tölu. er sam- þykktar voru á Alþingi veiðimeimildir til handa 139 brezkum togurum ínnan 50 milna land- helgismarka. til tveggja ára. árið 19737 Hver man ekki hnúta þá er orkuráð- herra Alþýðubandalagsins hnýtti Union Carbide og járnblendisverksmiðju i Hvalfirði með aftan i Sig- ölduvirkjun? Hver man ekki gengislækkun og af- nám kaupgjaldsvisitölu i stjórnartíð Alþýðubanda- lagsins árið 1974. þvert á nýgerða kjarasamninga þá? Hver man ekki heit strengingar um „herinn burt. Ísland úr Nato". „saltaðar" i tveimur vinstri stjórnum? Þessum söltuðu heitstrengingum hefur siðan, á stundum, verið umbreytt i „Evrópu kommúnisma", sem felur i sér allt i senn. 1) rétt- læting að aðild að Atlants- hafsbandalaginu. 2) hægagang um hvers kon- ar þjóðnýtingu og 3) rök- stuðning fyrir stjórnar- samstarfi við borgaralega stjórnmálaflokka. Þegar hæst er sungið i Þjóðvilj- anum. telur hann sig jafn- vel höfund „Evrópu- kommúnismans" — hann héðan kominn til komm- únistaflokka Frakklands, ítaliu og Spánar! Já. það er hentugt „hinni nýju stétt" i Al- þýðubandalaginu að hafa tungur tvær — og tala sitt með hvorri. Nótastöð í fískihöfn Reykjavíkur j viðtali við Morgun- blaðið sl. sunnudag gerir Gunnar B. Guðmundsson. hafnarstjóri i Reykjavik. grein fyrir nauðsyn þess að koma upp nótastöð fyr- ir nótaskipaflotann i Reykjavikurhöfn. Hafnar- stjóri segir að nótastöð af þvi tagi, sem hann hefur áhuga á. verði að reisa á hafnarbakka, svo hægt sé að taka nót beint úr skipi og inn i stöðina — og siðan beint úr henni um borð i skipin. Stöðin verði að vera i tveggja hæða byggingu. Áætlað er að slik nótastöð þurfi að vera i húsi. sem að grunnfleti er ekki undir 800 fermetr- ar — og hæð byggingar 12 metrar. svo hér er um stórt hús að ræða. Skemmur þær. sem nú eru i Vesturhöfninni. geta ekki leyst þennan vanda. Hafnarstjóri segir i viðtal- inu að æskilegt sé að slik nótastöð „risi hér i fiski- höfninni, við Norðurgarð- inn, i framhaldi af nýja Ísbjarnarhúsinu". Þarna þarf að gera nauðsynlega uppfyllingu og athafna- svæði fyrir stöðina. sem kostar mikið fjármagn. í þessu viðtali kemur hafnarstjóri enn að þeirri staðreynd. að ef Reykja- vikurhöfn á að halda sin- um hlut um eðlilega upp- byggimgu og þjónustu fiskihafnarinnar, verður hún að njóta hliðstæðrar fjármögnunar fram- kvæmda i jafnaráætlun og á fjárlögum og aðrar fiski- hafnir sveitarfélaga i land- inu. Til þessa hefur Reykjavikurhöfn verið al- farið afskipt um slikan stuðning, meðan aðrar hafnir fá stofnkostnað greiddan úr sameiginleg- um sjóði landsmanna — frá 75% (sem er algeng- ast) i 100% (landshafnir). Þetta einsdæmi þarf að leiðrétta. e.t.v. i áföngum. en áður en meiri skaði er skeður um eðlilega upp- byggingu i fiskihöfninni. LITSJÓNVARPSTÆKI Úrvalstæki, búin öllum tækninýjungum, svo sem línulampa og viðgerðareiningum. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstæðir afborgunarskilmálar. Verð: 20" tæki kr. 276.000- 22" tæki kr. 324.950.- 26" tæki kr. 366.900,- FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Sendum bæklinga, ef óskað er. QBBQQ Dömur ath. Músík- leikfimi íþróttahúsinu Seltjarnarnesi Nýtt hressandi og styrkjandi 5 vikna nám- skeið í leikfimi fyrir dömur á öllum aldri hefst þann 14. nóv. n.k. Kennt verður á mánudags- og fimmtu- dagskvöldum í íþróttahúsinu Seltjarnar- nesi,. Leikfimi — vigtun — mæling — matar- æði — sturtur. Innritun og upplýsingar í síma 75627 eftir kl. 1 alla virka daga. Auður Valgeirsdóttir. Umbreytingin Endurminningar kvikmyndastjörnunnar LivUllmann flýgur út, kanske uppseld fyrr en varir. Tvímælalaust mest um talaða bókin á jóla- markaðnum bók full af sterkum og heitum tilfioningum, ást- og afbrýði, grímulausum lífs- ^°rSta Helgafellsbók.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.