Morgunblaðið - 09.11.1977, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1977
Þegar Ólafur Noregskonungur setti norska þingið, voru stúlkur úr
norska hernum I fyrsta skipti I heiðursverðinum.
Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi:
Stórfelld hækkun
til varnarmála
Aukið fé til baráttunnar gegn mengun
Þann 12. október sl. opnaði
Olafur V Noregskoningur
norska þingið með stuttri ræðu.
Hann kom lauslega inná fjárlög
þau sem norska stjórnin mun
leggja fram, og verður hér á
eftir komið inná nokkur atriði
varðandi fjárlögin, út frá því
sem komið hefur fram í blöðum
og fjölmiðlum.
Eitt þýðingarmesta verkefni
stjórnarinnar verður að koma í
veg fyrir atvinnuleysi, og veita
öllum þegnum landsins örugga
atvinnu og sem bezt lífskjör.
Hin „alþjóðlega kreppa“ í efna-
hagsmálum er ekki liðin hjá
ennþá, og þarafleiðandi má
ekki búast við jafn mikilli lífs-
kjaraaukningu og gert var i
upphafi ráð fyrir. Lægst laun-
uðu stéttirnar fá hins vegar
nokki ar kjarabætui’ og ellilaun
og fjölskyldúbætur munu
hækka. Framundan eru verð-
hækkanir á bensíni, olíum og
áfengi og tóbaki. Einnin mun,u
fargjöld hækka, og verð á'nýj-
um bifreiðum hækkar um sem
svarar rúml. 100 þúsund ísl. kr.
Heíldarupphæð áætlaðra
fjárlaga er 72375 millj. n. kr.,
sem segja má að skiptist á 14
ráðuneyti, þar af fer mest til:
SamKÖnKiimála. HH!M) millj. n. kr.
liiMlbriKöismála. H4IH millj. n. kr.
kirkju- ou mrnnlamála 77H5 millj. n. kr.
varnarmála ÖH47 millj. n. kr.
lamlhúnaáarmála fíl(>4 millj. n. kr.
lónaóarinála 52.J0 millj. n. kr.
Onnur rá«)um*yli fá minna <*n 5000
millj. ni. kr.
Vert er að veita þvi athygli að
framlög til varnarmála hækka
um 1200 millj. n. kr. miðað við
árið áður, og er hér um að ræða
stórfellda hækkun, en Norð-
Landhelgisgæzlan við strendur
Noregs verður efld. Þyrlum verð-
ur fjölgað. Verða þær bæði notað-
ar-til eftirlits og hjorgunarslarfa.-
menn gera sér nú Ijösari grein
f.vrir því en oft áður, að frelsi
þjóðarinnar verður aðeins var-
ið með vopnum, og því full-
komnari sem þau eru, þeim
mun meiri líkur á að þeir geti
rekið óvinaher af hönddum sér,
ef til ófriðar kæmi.
Af því fjármagni sem fer til
varnarmála, er gert ráð fyrir að
1500 millj. gangi til hergagna-
kaupa, en þar af rúmur þriðji
hluti til F-16 orrustuflugvél-
anna. Svipuð upphæð fer til
kaupa á nýjum varðskipum,
búnum eldflaugum og með
lendingarpöllum fyrir þyril-
vængjur. Ætla má að í framtíð-
inni verði öll varðskip Norð-
manna með lendingarpalla fyr-
ir eina eóa fleiri þyrílvængjur,
sem bæði verða notaðar til eft-
irlits og við björgun, ef nauð-
syn krefur.
Ráðuneyti það sem fer með
náttúruverndarmál, og ber veg
og vanda í sambandi við barátt-
una gegn mengun láðs, lagar og
lofts, fær minnst af fjórtán
ráðuneytum, eða 526 millj. n.
kr.
I sambandi við aukna meng-
un í vatninu Mjösa, í A-Noregi,
ér ráðgert að verja um 100
millj. n. kr. til að gera stöðu-
vatnið á ný lífvænlegt fyrir
fisk. Nú er svo komið að mörg
stöðuvötn og ár í Suður- og
Austur-Noregi eru orðin, eða að
verða, fiskilaus, og ástæðurnar
ýmist súr úrkoma vegna verk-
smiðjureyks sunnar í Evrópu,
eða eitur- og úrgangsefni frá
ýmisss konar efnaiðnaði. Þess
ber einnig að geta, að í þéttbýl-
um landbúnaðarhéruðum er ár-
lega dreift miklu af alls konar
efnum til að eyða illgresi eða
sníkjudýrum, og að áliti margra
er hér um áð ræða mjög hættu-
lega þróun, sem getur haft hin-
ar uggvænlegustu afleiðingar
bæði fyrir gróöur og lífið i
heild.
Mengun sjávar, lands og lofts
er hlutur sem Norðmenn ræða
mikið, en vegna olfuborana fyr-
ir utan ströndina óttast margir
að mengun geti átt sér stað, og
það geti þýtt upphafið að enda-
lokunum á fiskveiðum við
norsku ströndina.
Tízkulínan í hárgreiðslu
fyrir veturinn 1977-78
Einkenni:
Permanent
Hreyfing
Mýkt og
Lampaþurrkun
DAGANA 25. — 26 septem-
ber sl kynntu hártízkustofn-
unin i hárgreiðslu, Haute
Coiffure Francaise, vetrar-
tízku sína í París. Þar sem
íslenzkir hárgreiðslumeistarar
eru nú orðnir aðilar að þess-
ari alþjóðastofnun fóru tveir
úr þeirra hópi, Guðbjörn
Sævar (Dúddi) og Marteinn
Guðmunds (Matti), á sýning-
una fyrir hönd H.C.F. hóps-
ins hér á landi.
Sá háttur er hafður á að
frönsku hárgreiðslumeistar-
arnir leggja tízkulínuna og
sýna hana, en þátttakendur i
hverju landi koma siðan sam-
an og hanna hana við þar-
lendar aðstæður. Það gerði
hópurinri islenzki um daginn,
en í honum eru Lovisa Jóns-
dóttir, Elsa Haraldsdóttir,
Hanna K. Guðmundsdóttir,
Bára Kemp, Þóra B. Ólafs-
dóttir, Guðrún Þorvarðar-
dóttir, Marteinn R
Guðmundsson og Guðbjörn
Sævar. Lögðu þau nýju vetr-
artizkulinurnar i hárgreiðslu
sem eru tvær, og Ijósmyndari
blaðsins, Friðþjófur, tók með-
fylgjandi myndir.
Eftirfarandi upplýsingar
fengust um einkenni tízku-
greiðslunnar 1977:
Greiðsla nr. 1 minniráárið
1930. Mjög kvenlegar
permanentbylgjur setja svip
á hana. Sidd hársíns er mis-
munandi, en hárið er samt
jafnsítt.
Greiðsla nr. 2 er byggð
upp á klippingu og perman-
enti. Það er áberandi í vetrar-
tízkunni í ár, að hárið fær
mýkri, liðaðri, krullaðri og
kvenlegri svip Einnig er litun
á hári eðlilegri og litir hafa
gullinn blæ.
Óþarfi er að bæta miklu
hér víð Myndirnar sýna
þessar tvær tizkulínur i hár-
greiðslu, sem kynntar voru í
París og siðan hannaðar af
islenzkum hárgreiðslumeist-
urum. — E Pá
Hautc Coiffure
Trancaise
(Ljósm Friðþjófur)