Morgunblaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977
Samningur Norður-
landanna um aðstoð
í skattamálum er ein-
stakur i heiminum
„ÞAÐ Sem gerir rannsóknir sem
þessar nú mögulegar er viðbótar-
samningur Norðurlandanna um
aðstoð i skattmáium, sem var
samþykktur á Alþingi i marz s.l. og
er lög númer 8 frá 29. marz,
1977," sagði Garðar Vrldimars-
son, skattrannsóknastjóri, er Mbl.
spurði hann i gær, hvaða samstarf
milli Norðurlandanna gerði kleifar
rannsóknir eins og þær. sem nú er
unnið að á skipakaupum erlendis
frá. ,.\ þessum viðbótarsamningi
er ný grein um upplýsingaskyldu
milli Norðurlandanna i skattamál-
um. en i fyrri samningi Norður
landanna um aðstoð i skattamál-
um voru aðeins almenn ákvæði
um upplýsingaskipti".
Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkis-
skattstjóri, sagði. að þessi samning-
ur Norðurlandanna um aðstoð í
skattamálum væri einstakur í heim-
inum og hefði hann vakið mikla
athygli og einmg hefði komið fram
éhugi landa utan Norðurlandanna á
því að komast inn í samninginn;
m a Vestur-Þýzkalands og Frakk-
lands Viðbótarsamningurinn frá í
sumar gerir yfirvaldi í einu Norður-
landi kleift að senda menn til að
vera viðstadda rannsókn í öðru landi
og er það einmitt sú heimild sem
hefur verið notuð við rannsóknirnar
vegna skipakaupanna, sem nú
standa yfir
Sigurbjörn sagði, að nú væri unn-
ið að því að gera sams konar mag-
hliða samnmg milli Noðrurlandanna
til að koma í veg fyrir tvísköttun og
yrði það mál væntanlega á lokastigi
í febrúar n.k. Sem stendur höfum
v.ð samning við hvert eitt Norður-
landanna um þetta atriði, en nú á að
setja allt saman upp i einn marg-
hliða samning milli allra Norður-
landanna, eins og samningurinn um
aðstoð í skattamálum er
Auk samninga við Noreg, Sví-
þjóð, Finnland og Danmörku um að
koma i veg fyrir tvisköttun höfum
við slíka samninga við Bandarikin
og Vestur-Þýzkaland Þegar Mbl
spurði rikisskattstjóra, hvort nokkuð
væri á döfinni um samning við
Bandarikin varðandi aðstoð i skatta-
málum, eins og þann sem i gildi er
milli Norðurlandanna, sagði hann
það ekki vera, en þó mætti reikna
með áhuga frá fleirum en Vestur-
Þjóðverjum og Frökkum á að kom-
ast inn í élíkan samning, þegar meiri
reynsla væri komin á samnmg Norð-
urlandanna á þessu sviði
Landsþmgs Landssambands
menntaskólanema á íslandi
ELLEFTA Landsþing Landssambands
islenzkra menntaskólanema var
haldið í Flensborgarskóla dagana
29.—30. október s.l. Þingið sóttu
fulltrúar frá ollum menntaskólunum
svo og fjölbrautarskólunum i Breið-
holti og Flensborg.
L.Í.M er hagsmunasamtök islenzkra
framhaldsskólanema Á siðast starfsári
var framkvæmdastjórnin úr Mennta-
skólanum i Kópavogi, en nú var sam-
þykkt að sú næsta skyldi vera úr
Menntaskólanum við Hamrahlíð
Ýmis hagsmunamál voru rædd á
þmginu, m a bendir þingið á leiðir,
sem miða að því að lækka bókakostnað
nemenda á framhaldsskólastiginu, en
hann er nú þegar orðinn þungur baggi
á morgum heimilum
Landsþingið samþykkti nokkrar
ályktanir um menntamál, m a um
starfsrækslu bókasafna, lestraraðstöðu
og fleira
Við afhendingu gjafar til Thor Thors sjóðsins. Taldir frá vinstri: Jðnas Haralz bankasfjóri, Sigurður
Helgason forstjóri, form. tsl-amerfska félagsins, James J. Blake, ambassador Bandarfkjanna á tslandi,
Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra, Einar Ágústsson utanrfkisráðherra, Henrik Sv. Björnsson ráðu-
neytisstjöri, Björn Bjarnason skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins.
Ríkisstjómin gefur 20 þús.
dali í Thor Thors-sjóðinn
RlKISSTJÖRNIN hefur ákveðið
að gefa 20 þúsund dali sem renna
eiga í Thor Thors-sjöðinn, en
hann er I vörzlu American
Scandinavian Foundation í New
York, og er þetta geít í tilefni af
200 ára afmæli Bandarfkjanna.
Thor Thors-sjóðurinn, sem
stofnaður var árið 1965, hefur það
hlutverk að styrkja íslendinga til
náms i Bandaríkjunum og Banda-
rikjamenn til náms á íslandi.
Hafa yfir 80 íslendingar hlotió
styrki á þessum árum, samtals
yfir 100 þúsund dali. Þau tilmæli
fylgdu gjöf ríkisstjórnarinnar að
reynt yrði að afla frekari fjár-
framlaga frá íslenzkum aðilum til
styrktar sjóðnum og var lík söfn-
un hafin á vegum Islenzk-
ameriska félagsins. Nemur því
framlag Islendinga í Thor Thors-
sjóðinn af þessu tilefni samtals
um 60 þúsund dölum.
I frétt frá íslenzk-ameriska fé-
laginu segir svo að lokum:
Á vegum Islenzk-ameriska fé-
lagsins unnu að söfnun þessari
Sigurður Helgason, formaður fé-
lagsins, og Jónas Haralz, banka-
stjóri. Við afhendingu gjafarinn-
ar, sem fór fram við athöfn í
forsætisráðuneytinu, voru við-
staddir þeir Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra, sendiherra
Bandaríkjanna, James J. Blake,
Einar Agústsson, utanríkisráð-
herra, Henrik Sv. Björnsson,
ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri
forsætisráðuneytisins, Björn
Bjarnason svo og fulltrúar Is-
lenzk-ameríska félagsins, Sig-
urður Helgason og Jónas Haralz.
Meðfylgjandi mynd var tekin við
það tækifæri.
0
Ivar Guðmundsson forseti
ræðismannafélags New York
GLÆSILEGUR VELÚR FATNAÐUR
SLOPPAR - SAMFESTINGAR - BUXNASETT
abecitaíf) Sænsk- Islenska
IVAR Guðmundsson, ræðismaður
tslands I New York, var í fyrra-
dag kosinn forseti ræðismannafé-
lagsins þar til eins árs, en þetta
þykir mikil virðingarstaða.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Ivar í gær sagði hann, að ræðis-
mannafélagið I New York væri
fjölmennasta ræðismannafélag í
heimi en milli 90 og 100 ræðis-
mannsskrifstofur væru þar i
borg. Sagði Ivar, að hann hefði
verið útnefndur sem forsetaefni
félagsins af fulltrúum V-Evrópu
og ennfremur hefði fulltrúi Bel-
gíu staðið upp á aðalfundinum og
tilkynnt að ræðismenn Efnahags-
bandalags Evrópu myndu kjósa
hann sem forseta félagsins fyrir
næsta ár, og síðan hefði hann
verið kjörinn einróma forseti fé-
lagsins.
Ivar sagði, að í stjórn félagsins
væru hverju sinni auk forseta
þess tveir varaforsetar, einn
maður sem gegndi bæði störfum
ritara og gjaldkera og siðan væri
aldursforseti félagsins ávallt i
stjórn sem heiðursfélagi.
Þá sagði Ivar að það væri sjald-
Klæðum og bólstrum
gömul húsgögn. Gott
úrval af áklæðum.
BÓLSTRUNi
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Simi 16807,
Ólafsvík:
Góð veiði
línubáta
OlafsvíkS. nóvember.
VEIÐI línubáta hér um
slóðir hefur gengið vonum
framar og hafa bátarnir
jafnan fiskað vel. Þá land-
aði Lárus Sveinsson I dag
100 tonnum af þorski.
Færð hefur verið með
ágætum hér á Snæfells-
nesi, snjór hefur verið
mjög lítill.
Fréttaritari.
gæft að fulltrúi lítils lands væri
kosinn forseti félagsins, yfirleitt
skiptu stórveldin þessari stöðu á
milli sín. Kvað hann starf forseta
aðallega fólgið í þvi að koma fram
fyrir ræðismannafélagið út á við,
eins og að sækja alls kyns sam-
komur, og fylgdi þvi dálítill erill
þessu starfi, en menn kæmu víðar
við fyrir bragðið.
lvar Guðmundsson