Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1977 17 iKgttiiIrlafeUk Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, simi 10100. ASalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 80.000 kr. eintakiS. Frjálsræði í viðskiptum Istefnuræðu Geirs Hallgrímssunar, fursætisráðherra, í sfðustu viku, kum fram að Ólafur Jnhannesson viðskiptaráðherra, hefði falið Seðlabanka tslands að „kanna vandlega leiðir til þess að rýmka rétt manna til að eiga gjaldeyri og stofna til gjaldeyrisreikn- inga við íslenzka banka með eðlilegri ávöxtun ug yfirfærslueftirliti f því skyni að fjölga leiðum til að verðtryggja sparnað. Gæti slík nýbreytni bæði aukið gjaldeyrisskil ug innlendan sparnað." Fram til ársins 1960 ríkti hér mjög almennt hafta- og skömmtunar- kerfi í viðskipta- og athafnalífi. A upphafsárum viðreisnar var tekin ákvörðun um að afnema innflutningshöft og síðan hefur frjálsræðið smátt og smátt verið aukið með góðum árangri. Þó hefur haftakerfið verið við lýði í gjalde.vrismálum, í verðlagsmáium og á peningamark- aðnum. Stefnuræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, gaf vísbend- ingu um, að rfkisstjórnin stefndi að auknu frjálsræði á þessum sviðum. 1 stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherrann m.a.: „Rikisstjórnin hefur fylgt stefnu fríverzlunar í utanrfkisviðskiptum og framkvæmda- frelsi innanlands. Þessi stefna hefur sannað gildi sitt. Enn eimir þó eftir af skömmtunarstefnunni f gjaldeyrisverziun, bæði að þvf er varðar yfirfærslur til annarra þarfa en vörukaupa, t.d. ferðalaga, og þess er varðar rétt íslenzkra borgara til að eiga gjaldeyri í fslenzkum bönkum, sem aflað hefur verið með eðlilegum hætti. Á sama hátt má segja, að meðan vextir af útlánum lánastofnana eru ekki í samræmi við verð- lagsþróun hljóti eftirspurn eftir lánsfé að vera umfram framboð og þvf ráði úthlutunarvald lánastofnana miklu um ráðstöfun fjármagns og þar með eignatilfærslur af vöidum verðbólgunnar.“ Síðan vék Geir Hallgrímsson sérstaklega að peningamarkaðnum og sagði: „Unnið hefur verið að þyí með ýmsum hætti að bæta úr þessum vanköntum og koma á heilbrigðari iánamarkaði og bættri ávöxtun sparifjár, þótt við ramman reip hafi verið að draga vegna hinnar miklu verðbólgu. Lánsskilmálar og ávöxtunarkjör hafa verið endurskoðuð bæði með hækkun vaxta og aukinni verðtryggingu, þar sem það hefur átt við. Með þessu hefur ávöxtun fjármagns fjárfest ingarlánasjóða og lífeyrissjóða verið bætt verulega, þótt enn sé þar þörf umbóta. Með útgáfu spariskírteina og þó sérstaklega með stofnun vaxtaauka- reikninga við innlánsstofnanir hefur almenningi verið gefinn kostur á hagkvæmu ávöxtunarformi á verðbólgutfmum. Vinsældir vaxtaauka- reikninganna hafa borið vitni áhuga fjölda fólks á sparnaði, ef það fær tryggingu fyrir sómasamlegri ávöxtun. Er þetta eindregin hvatning til að halda áfram lengra á sömu braut. A sl. sumri var tekin sú ákvörðun að allir vextir skuli að hluta a.m.k. ráðast af hraða verðbólgunnar. Með þessu var stigið spor til að auka sparnað og koma á jafnvægi, hvort tveggja dregur úr verðþenslu. Þessi nýskipan vaxtamála verður ekki fullreynd fyrr en á þessu hausti eða á næsta ári, en hér erum við á réttri leið. Auk þess þarf að gera nýjum atvinnuvegum og gömlum jafn hátt undir höfði í lánamálum, en að því hafa vaxtaákvarðanir á þessu ári einmitt miðað“. Síðan vék forsætisráðherra að því samhengi, sem er á miili frjáls- ræðis á lánamarkaðinum og frjálsræðis f gjaldeyrisviðskiptum og sagði: „Enginn vafi leikur á því, að raunhæf láns- og ávöxtunarkjör eru forsenda aukins frjálsræðis á lánamarkaðnum, þar sem jafnvægi framboðs og eftirspurnar koma í stað skömmtunar og forréttindakerf- is. En slík breyting er líka forsenda þess, að hægt sé að auka frelsi f gjaldeyrisviðskiptum. Sé þetta skref stigið til fulls, svo að peningaeign á lslandi væri þannig ávöxtuð, að hún væri ætíð jafngild erlendri eign, gæti það reynzt jafn afdrifaríkt fyrir efnahagslegt jafnvægi og fram- farir og fríverzlunarbreytingarnar áður. Þetta er sú grundvaliarbre.vt- ing í peningaviðskiptum í landinu, sem nauðsynlegt er að stefnt sé að.“ Það vekur áreiðanlega mikla og verðskuldaða athygli, að forsætisráð- herra skuli f stefnuræðu sinni hafa vísað veginn til aukins frjálsræðis í viðskiptum. Rökin fyrir afnámi hafta í gjaldeyrismálum, verðlags- málum og á peningamarkaðnum eru skýr. t verðlagsmálum er Ijóst, að það haftakerfi, sem við húum við á þvf sviði, hefur heinlínis stuðlað að háu verðlagi innanlands. Frelsi í verðlagsmáium er nevtendum í hag eins og verðsamkeppni stórmarkaða hefur sýnt. Þau höft, sem enn eru í gjaldeyrismálum eru fráleit. Gagnvart öllum almenningi koma þau fyrst og fremst fram í því að sú gjaldeyrisyfirfærsla, sem skömmtuð er til ferðalaga erlendis, er svo lág, að hún hefur skapað annan gjaldeyrismarkað til hliðar við hinn opinberlega gjaldeyrismarkað. Þörf er aukins frjálsræðis einnig á öðrum sviðum gjaldeyrisviðskipta. Loks verður stöðugt fleirum Ijóst, að það vaxtakerfi, sem við nú búum við kemur beinlfnis í veg fyrir að það fjármagn verði til í landinu, sem atvinnuvegirnir þurfa á að halda til þess að rekstur þeirra gangi snurðulaust. Ekki er hægt að búast við því, að fólk hafi áhuga á að eiga peninga í banka, ef því fylgir augljóst tap eins og nú er. Þeir atvinnurekendur eru áreiðanlega margir, sem fremur mundu vilja greiða hærri vexti, ef þeir a-ttu þá tryggari aðgang að fjármagni, en óraunhæfa vexti, og um leið mjög takmarkaðan aðgang að fjármagni. Sú frjálsræðisstefna, sem forsætisráðherra hefur hér boðað, mundi því hafa jákvæð og heilbrigð áhrif á allt viðskipta- og athafnalíf þjóðarinn- ar og hún er áreiðanlega í samræmi við vilja almennings. Þess vegna er þess að vænta, að ríkisstjórnin iáti ekki sitja við orðin tóm í þessum efnum helthtr fylgi fast fram áformum sfnum. Fyrri hluti fjárlagaræðu HÉR fer á eftir fyrri hluti fjárlaga- ræSu MatthíasarÁ. Mathiesen fjár- málaráðherra, en fyrsta umræða fjárlaga fór fram á Alþingi í gær. Siðari hluti fjárlagaræðunnar verður birtur í Morgunblaðinu á morgun. Mattías Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra: Horfur i þessum efnum virðast nú um sinn nokkru lakari en þær voru fram eftir árinu. Kemur hér tvennt til. I fyrsta lagi fóru launasamningar síðast- liðið sumar og samningar, sem nú hafa verið gerðir við opinbera starfsmenn, fram yfir þau mörk sem efnahagsbatinn gaf tilefni til. í öðru lagi sjást þess nú merki að verðhækkun útflutningsafurða hafi náð hámarki og sölutregðu sé farið að gæta á sumum þeirra. Erfiðleikar eru nú þegar í rekstri atvinnugreina sem framleiða til útflutnings eða eiga í beinni samkeppni við innfluttar vörur. Horfur eru þess vegna á að framleiðsla og atvinna standi ekki eins traustum fótum og æskilegt er. Hætta er á að verðbólga fari vaxandi á ný og erfitt geti reynst að ná jöfnuði í viðskiptum lands- ins við önnur lönd á næsta ári. Við þessar aðstæður er afar brýnt að stefnan í fjármálum og peningamálum mótist af varúð og hófsemi. Þetta er þeim mun mikilvægara sé þess gætt að komumst við yfir tímabundnu erfiðleika með skynsamlegri stjórn þá eru horfurnar bjartar þegar lengra er litið. Arangurinn sem náðst hefur í efnahagsmálum svo og sigurinn í landhelgismálinu tryggja I sameiningu traustan grunn að nýrri sókn til framfara í landinu. Við undirbúning fjárlaga- fyrir árið 1978 hefur mið verið tekið af þeim horf- um sem ég hef nú lýst. Stefnt hefur verið að því að jöfnuður haldist á fjár- lögum og grynnkað verði á skuldum frá fyrri árum. Þetta krefst ítrasta aðhalds í útgjöldum bæði til þjónustu og fram- kvæmda, aðhalds, sem þó er þröngur stakkur skorinn af gildandi löggjöf og þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar og komnar áleiðis. Sömu sjónar- miða verður að gæta I stjórn peninga- mála og lánveitinga sjóða og annarra opinberra aðila, og mun það koma fram i lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Þáttur opinberra aðila í þjónustu og framkvæmdum hefur viðast hvar í heiminum farið mjög vaxandi, ekki sist undanfarinn áratug. Kemur þetta fram í síhækkandi hlutfalli opinberra útgjalda og opinberra tekna miðað við þjóðar- framleiðslu. Það er ekki álitamál að þessi aukning hafi svarað þörfum, sém orðnar voru brýnar og batnandi efnahag- ur gerði að vissu marki kleift að mæta. Það er heldur ekki álitamál að oft á tíðum varð þessum þörfum ekki sinnt nema fyrir atbeina opinberra aðila. Hitt hefur mönnum aftur á móti orðið ljóst í vaxandi mæli að þessi öra aukning hefur að sínu leyti valdið nýjum vanda. Hún hefur skert möguleika til meiri einka- neyslu, sem komið hefur fram í hækk- andi sköttum, hún hefur dregið úr fjár- munamyndun í atvinnurekstri og þar með úr hagvexti og atvinnu. Við þetta bætist svo, að mönnum hefur einnig virst að þeim fjármunum, sem varið hef- MEGINSTEFNA OG FORSENDUR FRUMVARPSINS I athugasemdum við fjárlagafrum- varpið fyrir árið 1975 var lögð áhersla á þrjú meginmarkmið. I fyrsta lagi að sporna við útþenslu ríkisbúskaparins miðað við önnur svið efnahagsstarfsem- innar i landinu. I öðru lagi að stilla opinberum framkvæmdum svo í hóf að ekki leiddi til óeðlilegrar samkeppni um vinnuafl, þó án þess að atvinnuöryggi væri hætta búin eða þessi viðleitni haml- aði gegn þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. I þriðja lagi aó styrkja fjárhag ríkissjóðs og stuðla með því að efnahagslegu jafnvægi. Ekki tókst á árinu 1975 að ná þeim árangri sem að var stefnt. Olli þvi m.a. meiri andstreymi i ytri skilyrðum þjóð- arbúsins en við hafði verið búist. Ríkis- sjóður var rekinn með miklum halla á árinu 1975 eins og árið 1974. Aftur á móti náðist verulegur árangur i átt til jafnvægis á öllum sviðum efnahagslífs- ins árið 1976 og hélt sú þróun áfram fram eftir þessu ári. A síðasta ári voru tekjur umfram gjöld á ríkisreikningi 800 m. kr. en á árinu 1975 var rekstrarhalli 7.500 m. kr. og á árinu 1974 3.300 m. kr. Hlutur hins opinbera í samanburði vió önnur svið efnahagsstarfsemi í landi er oft mældur á þann veg að miða við rikisútgjöld sem hlutfall af vergri þjóð- arframleiðslu viðkomandi árs. Árið 1974 nam hlutfall þetta 29,6 prósentustigum, 1975 fór hlutfall þetta hækkandi og varð 31,4 prósentustig en á árinu 1976 lækk- aði þetta hlutfall um 3,8 stig og varð 27,6% af vergri þjóðarframleiðslu þess árs. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1977 var stefnt að því að auka ekki hlutdeild ríkisins í þjóðarframleiðslunni og treysta þannig þann árangur, sem náðst hafði 1976 að draga úr ríkisumsvifum miðað við þjóðarframleiðslu. Hækkun þessa hlutfalls 1975 má að verulegu leyti rekja til hins erfiða árferðis á þessum árum, en einnig til þess, að útgjalda- aukning og framkvæmdir höfóu verið bundin í Iög eða ákveðin með öðrum hætti á fyrri árum, þótt á skorti að tekjurnar hrykkju fyrir útgjöldum. Ur þessu varð óhjákvæmilega að bæta með fjáröflun, sem og var gert. Nú er útlit fyrir að hlutdeild ríkisins í þjóðarfram- leiðslu minnki nokkuð á árinu 1977 frá því sem var á síðasta ári. Samkvæmt þessu frumvarpi má ætla að heildarút- gjöld ríkisins verði 27—28% af þjóðar- framleiðslu á árinu 1978 eða svipað hlut- fall og I ár. Þannig hefur tekist á siðustu tveimur árum að draga úr ríkisútgjöld- um á mælikvarða þjóðarframleiðslu og er stefnt að því að þau aukist ekki á ný á næsta ári. Þetta er í samræmi við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eins og henni hefur verið lýsf í stefnuræðu forsætisráðherra, margvislegum efnahagsvanda. Við þessum hættumerkjum verður að bregð- ast á réttan hátt með því m.a. að beita fjármálum ríkisins á næsta ári i sam- ræmi við þau. Fjárlagafrumvarpið end- urspeglar þetta viðhorf. Kappkostað verður að treysta þann jöfnuð í rikisfjár- málunum, sem náðst hefur á síðastliðn- um tveimur árum, jafnframt því sem haldið er aftur af vexti þjóðarútgjalda bæði með beinum samdrætti i opinber- um umsvifum og eins með því að beita sköttum á árinu 1978 þannig að vexti einkaneyslu verði i hóf stillt. Þó er í frumvarpinu reiknað með að vöxtur eink:neyslu verði 5—6% i kjölfar 8% aukningar á þessu ári. Þessi áætlun gæti þó breyst þegar línur skýrast í þjóðhags- horfum næsta árs. Markmið frumvarps- ins er að koma í veg fyrir vaxandi við- skiptahalla og jafnframt að halda svo aftur af innlendri eftirspurn í heild um meira en 5% á næsta ári er að því stefnt með þessu frumvarpi að skapa fjárhags- legt svigrúm fyrir aukningu vegafram- kvæmda á næsta ári. Nú er svo komið að lokið er stórum áföngum í orkumálum og því gefst færi á að auka vegafram- kvæmdir en þó því aðeins að fjárhagur vegagerðarinnar sé efldur. Með frum- varpinu er gert ráð fyrir 15 króna hækk- un bensíngjalds og hliðstæðri hækkun þungaskatts í þessu skyni. Við ákvarðanir um útgjöld ríkisins á næsta ári hefur þess verið freistað aó umsvif I opinberri starfsemi verði minni miðað við þjóðarframleiðslu en á þessu ári. Þannig eru útgjöld til samneyslu rétt um l'/2% meiri en í ár, eða sem svarar fólksfjölgun, Eins og fyrr greindi veróur samdráttur í opinberum fram- kvæmdum nærri 5%. Þessi minnkun kemur þó einkum fram í minni lántök- um til framkvæmda fremur en á sjálfri útgjaldahlið fjárlaga vegna mikilvægis vegaframkvæmdanna, sem munu auk- ast. í tekjuáætlun frumvarpsins eru magn- breytingar helstu stofna óbeinna skatta miðaðar við 4% aukningu þjóðarút- gjalda á næsta ári eða svipað og búast má við um aukningu þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. I frumvarpinu er reikn- að með tolialækkun í ársbyrjun 1978 samkvæmt gildandi tollskrá og skerðir það árstekjur ríkissjóðs um 1.600 — 1.800 m. kr. Þá er reiknað með áfram- haldandi innheimtu sjúkragjalds svo og 18% sérstaks vörugjalds. Eignarskatts- stiga verði breytt til samræmis við breytta fasteignamatsvísitölu. I frum- varpinu er gert ráð fyrir að láta skatt- vísitölu við tekjuskattsálagningu á næsta ári taka mið af verðlagsþróun jafnhliða tekjuhækkun. Sú ráðstöfun er nauðsynleg við ríkjandi aðstæður þegar tekjur hækka umfram verðlag og þörf er á að beita ríkisfjármálum gegn vaxandi þunga eftirspurnar. Að öðru leyti er tekjuáætlun reist á gildandi lögum. Launaáætlun frumvarpsins er miðuð við samning rikisins og BSRB, sem rann út nýir kjarasamningar við ríkisstarfsmenn feli f sér 3.500 til 4.000 m.kr. útgjöld á næsta ári umfram áætlun frumvarpsins eins og það liggur fyrir að óbreyttum verðlagsforsendum að öðru leyti. Jafn- framt þarf endurskoðun að fara fram vegna verðbóta bæði 1. des n.k. og á árinu 1978 eins og fram kemur í athuga- semdum við frumvarpið. Ljóst er að draga þarf úr ríkisútgjöldum vegna launasamninga á þessu ári eða afla þarf ríkissjóði viðbótartekna. A þessu stigi liggja ekki fyrir ákveðnar tillögur í þessu efni, en að þeim er unnið og munu Iagóar fram siðar. Aður en ég vík að tekju- og gjaldahlið frumvarpsins, mun ég gera grein fyrir afkomu ríkissjóðs 1976 og þróun ríkisfjármála 1977. AFKOMA RÍKISSJÓÐS 1976 í mars s.l. var lögð fram á Alþingi I fyrsta sinn skýrsla fjármálaráðherra um og sjóðbreyting var hins vegar hagstæð um 378 m.kr. Þessir tveir liðir sýndu því breytingu til hins verra við bankakerfið í heild um 518 m.kr. og að auki gengis- hækkun lána við Seðlabankann um 699 m.kr. eða samtals 1.217 m.kr. Lausafjár- staðan við aðra en Seðlabankann batnaði hins vegar mjög verulega eða um 3.117 m.kr. og við aðra en bankakerfið I heild um 2.739 m.kr., þar af við ýmsa við- skiptamenn um nær 1.600 m.kr. Skuld rikissjóðs við Seðlabankann i árslok 1976 nam 11.582 m. kr. Eitt brýn- asta viðfangsefnið á sviði ríkisfjármála er að iækka þessa skuld. B-hluti ríkisreiknings fyrir árið 1976 hefur nú verið lagður á borð háttvirtra þingmanna. Fyrir þinglok vænti ég þess að geta lagt fram A- og B-hluta rikis- reikningsins með athugasemdum yfir- skoðunarmanna, svörum og tillögum þeirra ásamt frumvarpi til samþykktar á Kappkostaó verður að treysta þann jöfnuð í ríkis- fjármálum sem náðst hefur á síðustu tveimur árum r A árinu 1976 og fyrri hluta árs 1977 varð mikill bati á efna- hagsmálum hér á landi. Þjóð- JL. jL. arframleíðsla tók að auk- ast á nýjan leik, viðskiptakjör bötn- uðu, verðbólga minnkaði verulega og mikill viðskiptahalli áranna 1974 og 1975 hvarf að mestu. Orsaka batans var að leita annars vegar í hagstæðum ytri skil- yrðum, einkum tiækkun verðlags á út- flutningi samfara hægari verðhækkun innfluttrar vöru en áður hafði verið, hins vegar í þvi aðhaldi sem stefnan i fjármálum og efnahagsmálum innan- lands veitti samfara hófsemi i launa- samningum. Kom þetta fram i því jafn- vægi í fjármálum ríkissins, sem náðist bæði árín 1976 og 1977 eftir halla undan- farinna ára, og í mun hægari útlánum bankanna og betri stöóu þeirra en áður hafði verið. Stefnan í fjármálum og efna- hagsmálum árið 1977 var við það miðuð, aó batinn gæti farið vaxandi, að lífskjör gætu batnað í samræmi við bættar að- stæður, að verðbólga gæti haldið áfram að minnka og að árið 1978 gæti viðskipta- jöfnuður við önnur lönd orðið jákvæður. Gæfist þannig færi á að greiða niður erlendar skuldir, sem safnast hafa. ur verið til aukinnar opinberraU þjón- ustu og framkvæmda, hafi ekki alltaf verið vel varið, þjónustan hafi ekki sinnt þeim þörfum, sem til var ætlast, þrátt fyrir mikinn tilkostnað og fram- kvæmdirnar hafi ekki ætíð reynst arð- bærar eða gagnlegar að öðru leyti. Þessi viðhorf eiga jafnt við hér á landi og annars staðar og hlýtur að verða að taka tillit til þeirra í auknum mæli. Stefnt hefur verið að því undanfarin þrjú ár að útgjöld ríkisins lækkuðu ú hlutfalli vió þjöðarframleiðslu og hefur nokkur árangur náðst í því efni. Eitt veigamesta atriði til lækkunar á útgjöldum ríkisins er endurmat á þeirri þjónustu, sem ríkið veitir og þeim framkvæmdum, sem það stendur fyrir. Slikt endurmat getur hins vegar ekki átt sér stað fyrir tilstuðlan þeirra einna sem með fjármálastjórnina fara. I því efni þarf samstöðu Alþingis, þeirra ráðuneyta sem um einstaka mála- flokka fjalla, og fjármálastjórnarinnar. Sú samstaða hlýtur aftur að byggjast á skilningi almennings á mikilvægi þess að breytt sé um stefnu. Sá skilningur mun áreiðanlega fara vaxandi hér á landi eins og reyndin hefur orðið annars staðar. en þar voru sett fram höfuðmarkmið efnahagsstefnunnar í fimm liðum: 9 að stuðla að vexti þjóðarframleiðslu: % að aukning kaupmáttar ráðstöfunar- tekna almennings verði i samræmi við áætlaða aukningu þjóðartekna ár- ið 1978; • að komast sem næst jöfnuði í við- skiptum við útlönd og takmarka þannig erlendar lántökur sem mest við afborganir eldri lána og þörf bættrar gjaldeyrisstöðu; • að afstýra atyinnuleysi og umfram- eftirspurn eftir vinnuafli svo að jafn- vægi ríki á vinnumarkaðnum; • að hamla gegn óeðlilega örum víxl- hækkunum verðlags og kaupgjalds, þannig að draga megi úr verðbólg- unni á næstu árum og sé það mark- mið látið sitja í fyrirrúmi. Þetta frumvarp er liður í þeirri við- leitni að komast sem næst þessum mark- miðum á næsta ári og markar þá fjár- málastefnu sem fylgja verður í þvi skyni. Eins og fram kom í upphafi máls míns eru nú ýmsar blikur í lofti í íslensk- um efnahagsmálum. Hætta er á aukinni verðbólgu sem veikir samkeppnisað- stöðu islenskra atvinnuvega og veldur 1. júlí s.l., og samning við BHM, sem rann út 1. nóvember s.l. Þar að auki voru láunabreytingar áætlaðar í hátt við samninga ASÍ að því er varðar áfanga- hækkanir og reiknað er með verðbótum á laun 1. september s.l. en ekki frekari verðbótum. í verðlagsforsendum er í aðalatriðum miðað vió verðlag i október s.l. Að auki er reiknað með verðbreyting- um næsta ár sem telja má að fylgt gætu grunnkaupshækkun samkvæmt kjara- samningum ASl og vinnuveitenda frá júní s.l. Fyrir afgreiðslu fjárlaga þarf að endurmeta nákvæmlega launa- og verð- lagsforsendur frumvarpsins bæði með tilliti til kjarasamninga opinberra starfs- manna og verðlagshorfa. A þetta við bæði um gjaldahlið og tekjuhlið frum- varpsins. Ljóst er að útgjaldaauki ríkis- sjóós vegna samninganna við ríkisstarfs- menn verður um 1500 m.kr. árið 1977 umfram þá útgjaldahækkun, sem fram kemur í athugasemdum vió frumvarpið, þ.e. að útgjöldin kynnu að verða 97,5 i stað 96,0 milljarðar kr. Tekjuáætlunin kann einnig að breytast að nokkru en ljóst er að hér er um verulegan fjárhags- vanda að ræða. Sé litið til næsta árs virðist óhjákvæmilegt að reikna með að afkomu ríkissjóðs 1976 samkvæmt bráðabirgðatölum rikisbókhalds. Þá var og A-hluti ríkisreiknings 1976 afhentur þingmönnum fyrir þinglausnir á s.l. vori. Sú hefð hefur ríkt um árabil, að aðal- greinargerð fjármálaráðherra til Al- þingis um fjárhagslega afkomu rikis- sjóðs á liðnu ári sé flutt með fjárlaga- ræðu í upphafi þings. Þar sem nú er kleift aó afhenda þingmönnum A-hluta rikisreiknings að vori og gera grein fyrir afkomu ríkissjóðs þá, og það hefur þegar verið gert fyrir árið 1976, tel ég tíma- bært að breyta frá þessari venju. Fjalla ég að þessu sinni ekki sérstaklega um afkomu rikissjóðs á því ári. Ég vil þó drepa á tvo atriði. Hið fyrra er hinn hagstæði rekstrar- jöfnuður, að fjárhæð 816 m.kr., sem náð- ist á árinu 1976, en frá og með árinu 1968 hefur rekstrarjöfnuður rikissjóðs aðeins tvisvar áður orðið hagstæður, þ:e. árin 1970 og 1972. Síðara atriðið er staða ríkissjóðs við Seðlabankann, bankakerfió svo og ýmsa viðskiptamenn. Staðan við Seðlabank- ann versnaði um 896 m.kr. á árinu 1976. Breyting stöðunnar við innlánsstofnanir honum svo og frumvarpi til fjárauka- laga. Á liðnum árum hefur B-hluta ríkis- reiknings verið lítil sem engin skil gerð í umræðu um ríkisfjármálin. A-hluti rikis- reiknings nær, sem kunnugt er, yfir fjár- reiður rikissjóðs og ríkisstofnana en B- hluti yfir rikisfyrirtæki og sjóði í ríkis- eign, þar með Sundurliðun á reikningum almannatryggingakerfisins. Bankar og ýmsar lánastofnanir rikisins falla ekki undir ríkisreikning samkvæmt lögum. 1 B-hluta rikisreiknings hefur allt frá árinu 1968 í samandregnu og samræmdu formi verið gerð grein fyrir reikningum um 115 rikisaðila hvers fyrir sig ásamt samandregnu yfirliti um efnahag þeirra svo og gjöld og tekjur. Hins vegar er nú i fvrsta skipti sýnt heildaryfirlit þar sem allir meginþættir eru dregnir fram með hliðstæðum hætti og gert er í A-hluta ríkisreiknings. Ég leyfi mér að visa til þess án þess að gera hér grein fyrir þeim tölum. Annað veigamikið nýmæli i B-hluta ríkisreiknings er í kaflanum um „sér- stök yfirlit“. Þar eru nú i fyrsta skipti sýnd yfirlit um tekin og veitt lán rikisins samkvæmt A- og B-hluta rikisreiknings. Aðalyfirlitið nær yfir árin 1971 til 1976. 1 því koma fram bæði tekin og veitt lán ásamt frádráttarliðum vegna lána inn- byrðis hjá þeim ríkisaðilum sem ríkis- reikningur nær til. Yfirlitið á því að sýna stöðu veittra lána til annarra en ríkisins samkvæmt skilgreiningu ríkis- reiknings svo og stöðu tekinna lána hjá öðrum. Jafnframt koma fram tekin lán umfram veitt. Sú fjárhæó sýnir í raun verðgildi þess lánsfjár nettó, sem í A- og B-hluta hefur verið notað til eigin þarfa, þá fyrst og fremst fjárfestingar. Þessi fjárhæð nam 41,9 milljarði króna í árs- lok 1976 og hafði hækkað um 16,4 millj- arða króna á árinu að meðtalinni gengis- hækkun. Án hennar nam skuldaaukn- ingin á árinu í A- og B-hluta 10,4 millj- örðum króna. Sú fjárhæð er fyrst og fremst mismunur vegna nýrra lána orku- veitna, Landsvirkjunar, Kröfluvirkjun- ar, línulagna og Rafmagnsveitna ríkisins og lánveitinga Byggingarsjóðs ríkisins, Byggðasjóðs, Lánasjóðs íslenskra náms- manna o.fl. aðila á B-hluta auk bre.vting- ar yfirdráttarskuldar ríkissjóðs i Seðla- bankanum í árslok 1975 í umsamin lán. Skuldir ríkisins i A- og B-hluta við erlenda aðila í árslok 1976 eru sam- kvæmt yfírliti taldar 51,2 milljarður króna. Gerð verður nánari grein fyrir Iána- málum ríkisins þegar skýrsla fíkisstjórn- arinnar um lánsfjáráætlun fyrir árið 1978 verður lögð fram á Alþingi siðar í þessutn mánuði. Hitt atriðið, sem ég vil að lokum fjalla um í þessum kafla ræðu minnar, er endurmatsskráning eigna ríkisins. í lög- unum um ríkisbókhald, gerð ríkisreikn- ings og fjárlaga frá árinu 1966 er kveðið svo á í 59. gr., að auk árlegs endurmats efnislegra fjármuna skuli a.m.k. ti'unda hvert ár framkvæma sérstakt ítarlegra endurmat er sé ntiðað við áætlað endur- nýjunarvirði að frádregnum afskriftum. Á vegum eignadeildar fjármálaráðu- neytisins mun á næstu tveimur árum fara fram ítarlegt endurmat á eignum ríkisins og jafnframt þvi verða unnin fullkomin skrá yfir allar eignir ríkisins, bæði efnislega muni og réttindi: Skráin mun ná til allra fasteigna ríkisins og að auki til tækja, véla, áhalda og alls hús- búnaðar. Skráin mun ná-til allra ríkisað- ila, bæði í A- og B-hluta, og stefnt er að því að ljúka verkefni þessu og birta skrána eigi síðar en 1980. Áður en ég vík frá umræðu um rikis- reikninginn vil ég enn einu sinni benda á hið ótviræða gildi þess að hafa ávallt nýjar, haldgóðar upplýsingar um ríkis- fjármálin, bæði innan hvers árs og fyrir árið í heild. Eg tel, að verulegur árangur hafi náðst á þessu sviði varðandi ríkis- sjóð, svo og ríkisstofnanir sem gerð er grein fyrir í A-hluta rikisreiknings. 1 þessari jákvæðu þróun hefur tvimæla- laust skipt verulegu máli sú nýskipan, sem upp var tekin i ársbyrjum 1976 í bókun, endurskoðun og greiðslum, ásamt gerð skammtíma greiðsluáætlana. Ein forsenda slíkra vinnubragða er tölvuvinnsla gagna, sem veitir mögu- Ieika á margþættum yfirlitum úr vinnsl- unni. Sýnishorn af slikum vfirlitum fylgdi i fyrsta skipti nteð A-hluta ríkis- reiknings 1976. Enda þótt nokkuð vel megi við una varðandi upplýsingagjöf flestra stofnana í A-hluta rikisreiknings verður ekki hið sama sagt um ýmsa rikisaðila er falla undir B-hluta. Dráttur á frágangi árs- reikninga hefur vaklið verulegum töfum viö gerð B-hluta rikisreiknings, þannig að torvelt mun reynast að skila þeim hluta að vori með A-hluta reikningsins. Að því verður þó unnið kappsamlega að koma þessu i betra horf. Þá hefur verið ákveðið að frá og með næstu áramótum verði þeim stofnunum og rikisfyrirtækjum, bæði í A- ,og B- hluta. sem hafa eigin fjárvörslu, gert skylt að senda rikisbókhaldinu mánaðar- leg yfirlit um tegundaskiptingu gjalda og tekna sinna. Með þessu er enn frekar sköpuð skilyrði fyrir yfirstjórn ríkisfjár- mála til að sinna því stjórnunar- og eftir- litshlutverki, sem henni er ætlað varð- andi útgjöld ríkisins i heild. ÞÓRUN RÍKISFJAR MÁLA 1977 I fjárlögum ársins 1977 var tekin upp sú nýbreytni í fjárlagaáætlun að gera ráð fyrir verulegri fjárhæð til að mæta verðhækkunum á árinu, bæði verðbótum á laun og auknum rekstrarkostnaði, og var tekjuáætlun einnig b.vggð á þessum launa- og verðlagsforsendum. Þannig var á sérstökum lið hjá fjármálaráðu- neytinu tekin upp rösklega 2 milljarða kr. fjárveiting i þessu skyni. Það er fyrir Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.