Morgunblaðið - 09.11.1977, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1977
— Fyrri hluti
Framhald af bls. 17
alllöngu nrðið ljóst að kostnaðarhækkan-
ir hafa þegar farið fram úr þessari fjár-
hæð. Þar við bætast svo áhrif þeirra
kjarasamninga milli ríkisins og starfs-
manna þess, sem nýgerðir eru og leiða
munu til verulegra umframgjalda á
þessu ári, bæði á launaliðnum sjálfum og
einnig á öðrum liðum svo sem framlög-
um til sjúkratrygginga. Að vísu munu
þessi áhrif einnig verða til hækkunar á
tekjuhlið, en tiltölulega minna i ár sök-
um eðlilegra tafa i innheimtu. Þessi nýj-
ung, að áætla fyrir verðhækkunum á
fjárlagaárinu, veldur því með öðru að
gjöld og tekjur munu sennilega fara
tiltölulega minna fram úr fjárlagaáætl-
un 1977 en verið hefur um alllangt ára-
bil.
A grundvelli upplýsinga úr ríkisbók-
haldi fyrir fyrstu níu mánuði ársins og
mats á áhrifum sérstakra ákvarðana,
sem teknar hafa verið frá gerð síðustu
fjárlaga, hefur verið gerð áætiun um
gjöld, tekjur og afkomu ríkissjóðs á yfir-
standandi ári. Áætlun þessi er sýnd í
athugasemdum við frumvarpið. Að því
er gjaldaáætlun varðar þykir nú líklegt
að heildargjöld verði 95,9 milljarðar kr.,
tekjur eru áætlaðar 96,5 milljarðar kr.
og halli á lánahreyfingum 0,6 milljarðar
kr. Þessar áætlanír bentu til þess að
tæpur jöfnuður gæti náðst I fjármálum
ríkisins á árinu. I þessum áætlunum er
gert ráð fyrir afborgunum lána til Seðla-
bankans að fjárhæð 2,2 milljarðar kr.
Þessar áætlanir tækju þó ekki mið af
áhrifum kjarasamninga, sem nú er ný-
lokið, enda hefur ekki gefist tækifæri til
þess að áætla nákvæmlega hvaða breyt-
ingar á gjaldahlið og tekjuhlið kunnu að
leiða af þeim í einstökum atriðum. An
sérstakra aðgerða til mótvægis mun af-
koma þess vegna versna eins og ég hef
þegar drepið á.
Mun ég nú gera grein fyrir í stórum
dráttum þróun gjalda og tekna frá því að
fjárlög ársins 1977 voru afgreidd í
desember s.l., með þeim fyrirvara, að
áhrif kjarasamninganna eru ekki metin í
einstökum atriðum á þessu stigi máls.
Gjaldahlið. Svo sem jafnan á sér stað á
verðbólgutímum eru það fyrst og fremst
iaun og framlög til almannatrygginga
sem hækka sökum sjálfkrafa tengingar
þessara gjaldaliða við verðlagsvisitölur.
Þannig er þessu einnig farið á yfirstand-
andi ári. Séu laun metin á grundvelli
kjarasamninga á hinum almenna vinnu-
markaði í júní s.l. hafa laun í heild verið
áætluð um 3.500 — 3.600 m.kr.Tiærri en í
fjárlögum. Þá er líklegt að framlög til
almannatrygginga, þ.e. lífeyris- og
sjúkratrygginga, verði um 700 m.kr. yfir
fjárlagaáætlun. Dregur það mjög úr
þessari fjárhæð að ríflega hafi verið
áætlað fyrir útgjöldum lífeyristrygg-
inga, einkum vegna tekjutryggingar, í
fjárlögum ársins. Niðurgreiðslur á vöru-
verði innanlands voru auknar á árinu
sem liður í lausn kjaradeilunnar á hin-
um almenna vinnumarkaði og eru þær
af þeim sökum áætlaðar 700 til 750 m.kr.
umfram fjárlagaáætlun. Utflutnings-
uppbætur voru sem kunnung er áætlað-
ar um 80% af verðábyrgð ríkissjóðs. Var
raunar vitað við samþykkt fjárlaga að
ólíklegt væri að þessi forsenda héldi án
sérstakra aðgerða. Líklegt má telja að
verðábyrgðin verði fullnýtt á árinu og
leiðir það til 450 m.kr. umframgjalda.
Áætlun í fjárlögum 1977 um framlög til
Lánasjóós íslenskra námsmanna byggð-
ist annars vegar á beinu ríkissjóðsfram-
lagi og hins vegar á lántökuheimild.
Veittar hafa verið umframfjárveiting-
ar vegna Lánasjóðs íslenskra náms-
manna að fjárhæð 34Ó m.kr. og til
greiðslu vegna uppgjörs skólakostnaðar
frá fyrri tíð, þ.m.t. akstur skólabarna, að
fjárhæð 350 m.kr. Heimild er fyrir lán-
töku vegna þessara útgjalda en ekki
hefur verið tekin ákvörðun um, hvort
þessar lántökuheimildir verða nýttar.
Afgangur áætlaðra umframgreiðslna,
660 m.kr., er vegna ýmissa gjaldaliða,
þ.á.m. markaðra tekjuslofna til sam-
ræmis við hækkaða tekjuáætlun.
TEKJUR RÍKISSJÓÐS 1977
Heildartekjur rfkissjóðs 1977 eru nú
taldar verða um 96,5 milljarðar kr. Gjöld
af innflutningi og söluskattur valda
mestu um hækkunina frá fjárlögum en
tekjuskattur einstaklinga og rekstrar-
hagnaður ÁTVR verður minni en reikn-
að var með í fjárlögum. Athuga þarf, að
sjúkratryggingagjald er hér ekki meðtal-
ið fremur en gert var í fjárlögum. í
athugasemdum við frumvarpið er sett
fram tekjuátælun 1977 sem hérsegir:
Eignarskattur verði seinnilega nokkru
meiri en í fjárlögum eða um 1.340 m.kr.
samanborið við 1.270 m.kr. á fjárlögum.
fjárlagaræðu
Tekjuskattur einstaklinga verður að
líkindum um 7.000 m.kr. eða um 1.200
m.kr. minni en áætlað var við samþykkt
fjárlaga. Tekjuskattur einstaklinga var
lækkaður verulega í tengslum við gerð
kjarasamninga, eða sennilega um nær 2
milljarða kr., en á móti vegur að tekju-
aukningin frá 1975 til 1976 var vanmetin
í fjarlagaforsendum.
Tekjuskattur félaga er samkvæmt
álagningartölum talinn verða um 300 —
350 m.kr. umfram fjárlög og nema 2.400
m.kr.
Gjöld af innflutningi hafa reynst mun
meir í ár en gert var ráð fyrir um ára-
mót. Með tilliti til þess og með hliðsjón
af innflutningsspám fyrir árið allt er
gert ráð fyrir aó heildarinnflutnings-
gjöld verði 3.000 m.kr. meiri en reiknað
var með í fjárlögum og nemi alls 21.600
m.kr. Tollhlutfall almenns innflutnings
hefur verið nokkru lægra 1 ár en 1 fyrra
vegna tollalækkana um s.l. áramót en
áhrif tollalækkananna hafa þó að veru-
legu leyti verið vegin upp af miklum
innflutningi hátollavöru, einkum bílum.
Bensíngjald er nú áætlað óbreytt frá
fjárlagatölum, innheimta þess var rýr
fyrstu mánuði ársins en hefur nú aukist
nokkuð, þannig að horfur eru á að það
nái fjáríagatölunni. Bensíngjaldið hefur
í ár hækkað minna en reiknað var með í
fjártagaáætlun en hins vegar hefur
bensínsala verið mjög mikil. Innflutn-
ingsgjald af bílum er nú talið fara 500
m.kr. fram úr fjárlagatölum.
Sérstakt vörugjald er nú talið verða
6.100 m.kr. eða 600 m.kr. umfram fjárlög
vegna mun meiri innflutnings en reikn-
að var með við samþykkt fjárlaga.
Söluskattur reyndist að líkindum rúm-
ir 35 milljarðar króna eða 3.500 m.kr.
meiri en reiknað var með um s.l. áramót.
Að venju ræður innheimta síðustu mán-
aða ársins miklu um heildarútkomuna.
A s.l. ári reyndist verslun i nóvember-
mánuði ó venju lítil og var þeim mun
meira verslað í desember. Fyrir ríkissjóð
fólst í þessu fremur ódrjúg innheimta i
desember en óvenju drjúg í janúar.
Launaskattur er telinn verða 5.050
m.kr. eða 450 m.kr. um fjárlagatölur. Má
þá hafa í huga að áhrif launahækk-
ananna í júni gætir einvörðungu i inn-
heimtu á síðasta fjórðungi ársins.
Rekstrarhagnaður ATVR hefur reynst
mun minni er fjárlög geróu ráð fyrir.
Hér kemur einkum til að tóbakssala hef-
ur dregist saman. Er nú gert ráð fyrir að
rekstrarhagnaður ATVR nemi 8
milljörðum króna og verði því 600 m.kr.
minni en reiknað var með í fjárlögum.
Aðrir óbeinir skattar og ýmsar tekjur
munu eftir innheimtunni á árinu að
dæma verða nokkuð umfram fjárlög en
arðgreiðslur úr B-hluta eru óbreyttar frá
fjárlögum. 1 heild gætu þessar tekjur
numið 5.900 m.kr. samanborið við 5.500
m.kr. á fjárlögum.
Ég mun nú víkja nánar að útgjalda- og
tekjuáætlunum fjárlagafrumvarpsins
fyrir árið 1978. Að þvi er varðar skýring-
ar á breytingum fjárveitinga til helstu
málefnaflokka og einstakra fjárlaga-
hliða vísast til athugasemda með frum-
varpinu.
ÍJTGJALDATILLÖGUR
FRUMVARPSINS 1978
Laun. 1 heild nemur launakostnaður
31.885 m.kr. sem er 9.796 m.kr. hækkun
frá fjárlö'gum 1977, eða 44,3%. Er hér
um að ræða 26% af heildargjöldum
frumvarpsins. Þessi áætlunartala er
byggð á þeirri forsendu að samningar,
sem gerðir voru af aðilum vinnu-
markaðarins síðastliðið vor, yrðu fyrir-
mynd samninga við ríkið, eftir því sem
við gæti átt, og voru áfangahækkanir
Samkvæmt þeim samningum á árinu
1978 teknar með. Einnig var gert ráð
fyrir 5% verðlagsbót í september s.l. en
hún reyndist um 1 prósentustigi lægri
sem kunnugt er. 1 samræmi við venju
var ekki talin ástæða til á áætla hugsan-
legar verðbætur á laun frá 1. desember
1977. A sama hátt var ekki reynt að taka
mið af hugsanlegri útkomu úr samninga-
viðræðum ríkisins og opinberra starfs-
manna frekar en fram er komið. Nú er
hins vegar ljóst aó þeir samningar leiða
til mun meiri útgjaldaauka fyrir rikis-
sjóð en áætlunarforsendur fjárlagafrum-
varpsins gerðu ráð fyrir. Nánar verður
gerð grein fyrir endurskoðun'iaunaliðar
vegna nýrra kjarasamninga fyrir 3. um-
ræðu.
önnur rekstrargjöld eru áætluð 9.523
m.kr. og er það 18,7 hærri tala en í
fjárlögum 1977. Þar sem sú fjárlagatala
fól í sér áætlun um verðhækkanir árið
1977 er beinn samanburður ekki alls
kostar eðlilegur, en sé áætlunarfjárhæð-
in 1977 lækkuð sem nemur kostnaði
vegna áætlaðra verðhækkana verður
hækkun annarra rekstrargjalda 27,3%.
Þessi tala er sambærileg við þá verðlags-
hækkun sem orðið hefur frá gerð siðustu
fjárlaga, þ.e. 27,5%, og er því nánast um
að ræða sama magn rekstrargjalda á
þessum tveimur árum.
Viðhald. Útgjöld vegna viðhalds eru
áætluð 4.034 m.kr. og er það 68,7%
hækkun frá fjárlögum yfirstandandi árs.
Þetta er mun meiri aukning en verðlags-
hækkan nemur og skýrist af því átaki
sem fyrirhugað er i vegamálum á næsta
ári. Þannig hækkar vegaviðhald um
96,1% og verður alls 3.000 m.kr. Annað
viðhald í rikisrekstrinum hækkar því
mun minna eða um 20,5%. Er það all-
verulega undir hækkun verðlags, sem á
við þennan útgjaldalið, en sú hækkun er
um 33% frá síðustu fjárlagagerð.
Vextir. Vaxtagreiðslur af almennum
lánum ríkissjöðs eru áætlaðar samtals
3.312 m.kr. Er það 45,6% hærri fjárhæð
en í fjárlögum yfirstandandi árs. Þessi
aukning, sem nemur 1.037 m.kr., á i
fyrsta lagi rætur að rekja til vaxta og
vísitölubóta af lánum teknum 1977, 684
m.kr., í öðru lagi til hækkana vísitölu-
bóta af eldri spariskírteinalánum, 161
m.kr., og í þriðja lagi nettóhækkunar
vaxta af öðrum lánum, 192 m.kr. vegna
gengisákvæða.
Almannatryggingar. Framlög til al-
mannatrygginga hækka um 8.414 m.kr.
eða 38,8%. Verða framlög þessi í heild
30.106 m.kr. eða fjórðungur allra ríkisút-
gjalda. Sem kunnugt er ræður það mestu
um aukningu framlaga til þessa mála-
flokks, að þau eru beint og óbeint tengd
kauptöxtum og að þvi leyti sjálfvirk.
Hefði aukningin af þessum sökum orðið
enn meiri frá tölu fjárlaga 1977 ef ekki
hefði komið til mjög rúm framlög til
lífeyristrygginga á yfirstandandi ári, en
ekki er komið i ljós hversu mikilli fjár-
hæð þetta kann að nema. Auk þess er
tekinn inn nýr bótaflokkur, heimilisupp-
bót, sem Iögfestur var fyrr á þessu ári í
sambandi við lausn kjaradeilu aðila hins
almenna vinnumarkaðar, og til hans
ætiaðar 450 m.kr. Loks skal þess getið í
sambandi við sjúkratryggingar, að nú er
talinn með framlögum ríkissjóðs sá hluti
kostnaðar er uppi var borinn með
sjúkratryggingagjaldi og áætlaður er
l. 900 m.kr. á næsta ári. Þessi hluti
kostnaðarins var ekki talinn með ríkis-
framlagi í fjárlögum 1977. Á sambæri-
legum grundvelli nemur aukning ríkis-
framlags því 30% í stað áðurnefndra
38,8%. 1 áætlun um framlag til sjúkra-
trygginga er á þessu stigi ekki gert ráð
fyrir breytingu á greiðslu til kaupenda
lyfja og sérfræðiþjónustu, en fyrir af-
greiðslu fjárlaganna þarf að taka ákvörð-
un í þessu efni.
Niðurgreiðslur. Kostnaður við niður-
greíðslur á vöruverði innanlands er
áætlaður 6.531 m.kr. og er það 28%
hækkun frá fjárlögum 1977. Helsta or-
sök þessarar hækkunar er sú ákvörðun,
sem tekin var í sambandi við lausn
kjaradeilunnar í júní, að auka niður-
greiðslur allverulega frá fyrra stigi. 1
framangreindri fjárhæð er meðtalið 345
m. kr. framlag í Lífeyrissjóð bænda.
Útflutningsuppbætur eru áætlaðar
2.963 m.kr. á næsta ári og er það 64,6%
hækkun frá fjárlagatölu í ár. Eins og
þegar er getið miðaðist fjárlagaáætlun
yfirstandandi árs við að verðábyrgð
ríkissjóðs yrði nýtt að fjórum fimmtu
hlutum. Nú er ljóst að nýtingin á yfir-
standandi ári verður mun meiri en þar
var gert ráð fyrir og er fjárlagaáætlun
1978 byggð á fullnýtingu verðábyrgðar-
innar. Þetta skýrir hluta hækkunarinn-
ar. Að öóru leyti er skýringin fólgin í
aukningu landbúnaðarframleiðslu eins
og hún er metin af Hagstofu Islands, en
sem kunnugt er miðast verðábyrgð ríkis-
sjóðs við 10% af verðmæti áætlaðrar
landbúnaðarframleiðslu að gildandi lög-
um óbreyttum. Ríkisstjórnin mun beita
sér fyrir ráðstöfunum til að draga úr
offramleiðslu landbúnaðarafurða, m.a.
með endurskoðun útflutningsbóta.
Skilningur á þessu vandamáli kom fram
á fundi Stéttarsambands bænda í haust.
Aðrir rekstrarliðir og rekstrartilfærsl-
ur. Þessi tegund útgjalda er áætluð sam-
tals 9.504 m.kr. eða 43,4% hærri en í
fjárlögum 1977. Hér er m.a. að ræða
tilfærslur til stofnana í B-hluta fjárlaga
þar sem launakostnaður er þungur á
metunum, svo sem Flugmálastjórn,
Þjóðleikhús o.fl.
Framkvæmdaframlög eru i heild áætl-
uð 28 milljarðar kr., en það er 34,5%
hækkun frá fjárlögum yfirstandandi árs.
Er það rétt rúmlega hækkun byggingar-
kostnaðar sem er 33% frá síðustu fjár-
lagagerð. Af helstu flokkum þessara
framlaga hækka verklegar framkvæmd-
ir um 35,5%. í því felst nokkur magn-
aukning þeirra framkvæmda sem fjár-
magnaðar eru um A-hluta fjárlaga en
opinberar framkvæmdir í heild munu
lækka um 5% að magni. Verður nánari
grein gerð fyrir þvi i lánsfjáráætlun
ríkisstjórnarinnar. Það sem veldur
framangreindri magnaukningu eru
framlög til vegagerðar. Þar verður um
að ræða allverulega aukningu frá
áætlaðri útkomu i ár vegna þess sérstaka
átaks, sem fyrirhugað er í vegamálum á
næsta ári og áður getur. Fjárfestingar-
styrkir eru áætlaðir samtals 955 m.kr.,
eða 55% hærri en í fjárlögum 1977, og
skýrist þessi mikla hækkun að öllu leyti
af auknum styrkjum til vega í kaupstöð-
um og kauptúnum. Loks eru framlög til
fjárfestingarsjóða og launagreiðslna
áætluð 11.672 m.kr. sem er 31,8% aukn-
ing frá fjárlögum 1977. Mikilvægustu
hækkunarliðirnir þar eru framlög til
stærstu fjárfestingarsjóðanna, sem að
mestu eru lögbundin og verðtryggð, þ.e.
til Byggðasjóðs, Fiskveiðasjóðs, Bygg-
ingasjóðs rikisins og Iðnlánasjóðs, eins
og nánar er skýrt í athugasemdum.
tekjuAætlun
RlKISSJÓÐS 1978
Tekjuáætlun ríkissjóðs fyrir árið 1978
er að venju reist annars vegar á endur-
skoðaðri áætlun um tekjur ríkissjóðs á
líðandi ári og hins vegar á ákveðnum
fjárlagaforsendum fyrir árið 1977, eink-
um þeirri að almenn þjóðarútgjöld auk-
ist um 4% 1978, eða um líkt hlutfall og
þjóðarframleiðslan. Verðlagsforsendur
tekjuáætlunarinnar eru hinar sömu og
útgjaldaáætlunarinnar.
Innheimtar tekjur eru áætlaðar sam-
tals 124,8 milljarðar kr. samanborið við
96,5 milljarða kr. í endurskoðaðri tekju-
áætlun 1977 og 90 milljarða kr. í fjárlög-
um líðandi árs. Samkvæmt þessu aukast
tekjur um 28,3 milljarða kr. eða 29% frá
áætlaðri niðurstöðu 1977, en frá fjárlög-
um nemur aukningin 34,9 milljörðum
kr. eða 39%. Við þennan samanburð
verður að taka tillit til þess að sjúkra-
tryggingagjald er nú fært í fjárlaga-
frumvarpi en hefur ekki verið fært með
ríkissjóðstekjum til þessa. Tekjur af
sjúkratryggingagjaldi eru áætlaðar 1.900
m.kr. 1978 og sé sú fjárhæð dregin frá
heildartekjum samkvæmt frumvarpinu
verður tekjuaukningin milli áranna 1977
og 1978 26,4 milljarðar kr. eða 37%.
I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að álagning óbeinna skatta verði
óbreytt frá þvi sem er á þessu ári, að
öðru leyti en þvf, að tekið er tillit til
tollalækkunar í ársbyrjun 1978 sam-
kvæmt gildandi tollskrá. Er hér einkum
um að ræða lækkun tolla samkvæmt
friverslunarsamningum okkar og lækk-
un tolla á hráefnum, vélum og fjárfest-
ingarvörum til samkeppnisiðnaðar.
Tekjutap ríkissjóós af þessum sökum er
talið nema 1.600 — 1.800 m.kr. á árinu
1978. Eins og fyrr segir er í áætlun um
bensíngjald og bifreiðaskatt ennfremur
gert ráð fyrir 15 kr. hækkun bensín-
gjalds nú undir lok ársins og tilsvarandi
hækkun bifreiðaskatts. Er þá ekki reikn-
að með frekari hækkunum sem áhrif
hafa á þessa stofna 1978. Aætlanir um
tekjur af beinum sköttum eru reistar á
giidandi lögum. I áætlun um eignarskatt
er reiknað með breytingu fasteignamats
samkvæmt lögum um skráningu og mat
fasteigna frá 1976. Niðurstöður um
hækkun mats lágu ekki fyrir þegar
áætlunin var gerð en jafnframt er reikn-
að með að skattastiga verði breytt nokk-
uð með hliðsjón af hækkun matsins.
Áætlun um tekjuskatt er reist á óbreytt-
um lögum en gert ráð fyrir að skattvísi-
tala hækki svipað og verðlag, þ.e. að
skattvisitala við álagningu tekjuskatts
1978 verði sett 31% hærri en 1977. Svar-
ar það til hækkunar verðlags milli ár-
anna 1976 og 1977. Þar með veróur
álagning tekjusaktts 1978 óneitanlega
heldur þyngri en í ár vegna hækkandi
tekna. Laun hækka meira en verðlag og
eftirspurn fer vaxandi og er því nauð-
synlegt að beinum sköttum verði beitt til
að draga úr þenslunni.
Um einstaka þætti í tekjuhlið frum-
varpsins leyfi ég mér að vísa til greinar-
gerðar með frumvarpinu.
Hlutdeild markaðra tekna í heildar-
tekjum rikissjóðs var 12,5% 1976 en
verður 14,5% samkvæmt frumvarpinu
að sjúkratryggingagjaldinu meðtöldu.
Að því frátöldu hækkar hlutfallið engu
að síður I 13% vegna hækkunar
markaðra tekna til vegagerðar. Hlut-
deild beinna skatta í tekjum ríkissjóðs
verður um 14% 1977 i stað 16% i fjárlög-
um ársins og stafar þessi líkkun hlut-
fallsins af lækkun tekjuskatts einstaki-
inga á miðju ári. A árinu 1978 verður
hlutdeild beinna skatta samkvæmt frum-
varpinu talsvert meiri, eða tæplega 18%,
einkum vegna þess að sjúkratrygginga-
gjald er nú fært í fjárlögum í fyrsta sinn.
Hlutdeild óbeinna skatta verður um
81% og hlutdeild annarra tekna verður
rúmlega 1 %.