Morgunblaðið - 09.11.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.11.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977 19 Pétur Pétursson útvarpsþulur: Að lokinni verkfallsóperu TÓMAS GUDMUNDSSON cfíEIMTILÞÍN, tSLAND Kápusfða bókarinnar — Ný ljóðabók Tómasar Framhald af bls. 32. iða Einarsson, Jakob Thoraren- sen, Jónas Hallgrimsson, Magnús Asgeirsson, Sigurð Nordal, Stefán frá Hvítadal og Þorstein Erlings- son, svo að nokkuð sé nefnt. Og loks hefur skáldið þýtt sögur eftir Guðmund Kamban, di Lampedusa, Remarque og Topelius, auk leikritsins Öræfa- stjörnur eftir Guðmund Kamban og Ævintýris á gönguför, ásamt Lárusi Sigurbjörnssyni. Eru rit- verk Tómasar Guðmundssonar þó engan veginn upp talin. Kristján Karlsson, skáld og bók- menntafræðingur Helgafells, sem hefur skrifað rómaða ritgerð um Tómas Guðmundsson og skáldskap hans, hefur samið bókarkynningu á kápu nýju Ijóða- bókarinnar og lýsir ljóðunum I bókinni svofelldum orðum: „Um list Tómasar Guðmunds- sonar væri óviðeigandi að fara al- mennum kynningarorðum: hann er þjóðskáld vort og ástsælasta skáldið. En mig langar að geta um tvennt, sem mér er hugstætt i sambandi við þessa nýju bók. i fyrsta lagi eru það ýmis kvæði, sem ort eru í hátíðarskyni. Mér hefir sjaldan fundizt Tómas Guð- mundsson merkilegra skáld en einmitt í þessum kvæðum. Ég hygg að vér finnum, að þessi kvæði eru ný tegund hátiðaljóða og ólík þvi, sem áður hefir tiðkazt, bæði listrænni og vitsmunalegri i senn. Það er einkennilegtafrek að yrkja svo persónuleg kvæði í bún- ingi formlegra lofsöngva. í öðru lagi virðist mér, að í ýmsum hinna ljóðrænni kvæða bókarinnar kenni dýpri sársauka hjá skáldinu en nokkru sinni fyrr gagnvart mætti eyðileggingarinn- ar í öllu lifi. Ég veit ekki, hvort þessi kvæði eru meiri skáldskap- ur en t.d. gamankvæðin, sem líka er að finna í þessari bók; ég veit aðeins, að skáldstill Tómasar Guð- mundssonar er nógu óbrigðull til að leyfa honum hvorttveggja. Og ennfremur, að þessi persónulegi sársauki er ekki minni gjöf til lesandans en iofsöngvar skáldsins til lands síns og þjóðar." — Lögbannið og bók Schutz Framhald af bls. 32. Mbl. um útkomu bókarinnar að þar sé vegið að hagsmunum skjói- stæðings síns. Baldur Möller sagði, að hann teldi að Jón Oddsson hefði fengið rangar hugmyndir um formála Karls Scþutz að framangreindri bók. Ráðuneytið hefði fengið vi-t- neskju um hvernig formálin væri byggður upp og kvaðst Baldur eðlilegast að Jón Oddsson fengi að kynna sér formálann sjálfur hjá útgefandanum og ekki reikna með þvi að Jón teldi þá að athug- uðu máli ástæðu til að fara út i lögbannsmál vegna hans. Sagði Baldur að hann teldi að minnsta kosti fremur óliklegt að saksókn- ari myndi fást tið að setja lögbann á bókina vegna þessa formála, en sagði að níálið yrði rætt við sak- sóknara í dag að öllum líkindum. PÉTUR Pétursson, útvarpsþulur, kom að máli við Morgunblaðið í gær og óskaði eftir því að blaðið birti eftirfarandi athugasemdir hans: „Með tilliti til allra kingum- stæðna tel ég brýna nauðsyn að margir félagar BSRB skili auðu í allsherjaratkvæðagreiðslunni sem fyrir dyrum stendur um sam- komulagið — nægilega margir til að sýna það á ótviræðan hátt að við erum ekki ánægð með samninginn. Verkfallinu var viða illa tekið, sagði Pétur ennfremur. En má ég benda á að öperan Carmen var klöppuð niður í fyrsta sinn er hún var flutt. Það var vegna þess að þar kom óbreytt alþýðan fyrst fram á leiksviðið þar sm áður höfðu verið tómir furstar og að- alsmenn. Nú höfum við frumflutt okkar verkfallsóperu — við mis- jafnar undirtektir. Við ætlum ekki að hafa hana á fastri sýn- ingarskrá en það ber að æfa hlut- verkin vel og hafa valinn mann í hverju rúmi. Það má segja að i þessari óperu hafi höfundarnir verið fjeri en einn. Nú er eins og annar höfund- urinn — Alþingi — sé ekkert hrifinn af afkvæminu, en ég vil vekja athygli á þvi að verkfalls- vopnið kann að hafa verið afhent okkur af þeirri stjórn sem nú situr með þvi hugarfari að það yrði notað gegn svonefndri Vinstri stjórn. Kenninöfn ríkis- stjórna skipta okkur engu máli. Okkur þótti ræða Lúðvíks Jóseps- sonar ekkert sérlega góð, sú sem hann hélt yfir okkur BSRB- mönnum i Háskólabíói þegar hann var sjálfur ráðherra. Við viljum einfaldlega ákveða sjálf hvenær við teljum okkur full- sæmd af kjörum. Ég lét einhvern tima þau orð falla nú eftir að samið var að við ættum að segja nei við þessum samningi. Ég held að þegar nánar er að gætt að sterkara sé að skila auðu. Stundum er það mikill og góður kostur að segja lítið, já og það getur verið bezt af öllu að segja ekki neitt. I þessu tilfelli eigum við opinberir starfsmenn að sýna félagsþroska okkar og samstöðu með þvi að skila auðu. Með þeim hætfi geymum við okk- ur allan rétt. Við Morgunblaðið vil ég svo segja eins og sveitakarlarnir sögðu stundum i réttum, þegar þeir höfðu flogizt á. Þá kysstust þeir rembingskossi og sögðu: „Fenginn vildi ég eiga þig að.“ — Atkvæða- greiðsla BSRB Framhald af bls. 3. mæðrafélag Islands á.Laugavegi 172, Tollvarðafélag íslands í Tollbúðinni, Félag flugmálastarfsmanna í flug- turninum, Reykjavikurflugvelli, Starfs- mannafélag ríkisútvarpsins i sinni kaffi- stofu, Starfsmannafélag sjónvarps i setustofu félagsins. Sjúkrasamlag Reykjavikur á vinnustað, og starfsfólk í stjórnarráðinu á að kjósa i matstofu stjórnarráðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.