Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977
23
— Vandamál
Framhald af bls. 11.
selt sína vinnu að hluta sem
bóndi.
3. Utflutningsbætur verði
aldrei nteiri en 5% af framleiðslu
hverrar búgreinar fyrir sig. og
noti ein búgrein ekki bæturnar þá
yrði ekki heimilt að leggja þær
ofan á bætur annarra greina.
Annað vandamál en skylt þó
hefur verið að opinberast nú á
síðustu ntánuðum en það er
vandamál graskögglaverksmiðj-
anrra. Vandamái þeirra eru mjög
svipaðs eðlis nema hvað það er
öllu verra því þeir geta ekkert
selt. Lausn bænda við þessum
vanda er mjög einföld en það er
að leggja skatt á innflutt kjarn-
fóður. Það verður að segjast að
ekki er urn auðugan garð að
gresja hjá bændum eða forsvars-
mönnum þeirra hvað hugmyndir
varðar um lausn vandamála.
Þar sem metuppskera Hefur
verið á korni undanfarin tvö ár
hefur verð á því farið lækkandi
erlendis undanfarið ár þannig að
verð hefur^ haldist mjög stöðugt
hér þrátt fyrir innlendar hækkan-
ir og stöðugt gengissig. Við þetta
hefur nú bæst að Efnahagsbanda-
lágið hefur farið að greiða niður
fullunnar fóðurblöndui' urn allt
að 15 kr. hvert kg og verða þær
því mun hagkvæmari þegar hing-
að kemur en blöndur innlendu
blöndunarstöðvanna. Nú, þá sjá
graskögglaframleiðendur og áróð-
ursmenn innlendrar fóðuröflunar
sér leik á borði og giípa þettá
nýja vopn fegins hendi og hrópa:
„Hvernig getum við keppt við nið-
urgi'eitt erlent fóður?" Fyrir þá
sem ekki gjörþekkja þessi mál
hljóta þetta að vera nægjanleg
rök. En ef við reynurn nú að bera
saman graskögglana og hið svo-
kallaða erlenda kjarnfóður þ.e.s.
bygg, þá kostar hvert kg af gras-
kögglun 52 kr. en af óniður-
greiddu byggi aðeins 34 kr. En
þar með er. ekki öll sagan sögð,
því innihaldið er ekki það sama
því af óblönduðu grasntjöli þarf
1.4 kg í hverja fóðureiningu en af
byggi aðeins 1 kg. Á þessu má sjá
að hver fóðureining af grasköggl-
um kostar 73 kr. í stað 34 kr. af
byggi. Þetta er hinn eini raun-
verulegi samanburður þvi að eng-
inn skiptir á kílói af gulli á móti
kílói af silfri bai a af því að kíló er
kíló. Nú hefur það helst verið
fundið þessum hagkvæntu fóður-
blöndum til foráttu að það sé allt
erlent. En svo er þó ekki, því það
hefur verið reiknað út að helstu
blöndurnar eru samsettar af 55%
erlendum kostnaöi á móti 45%
innlendum kostnaði. Sé það borið
sanian við graskögglana niiðað við
fóðureiningu þá er ég hræddur
unt að ansi margir yrðu stórum
bita að kyngja því graskögglarnir
eru framleiddir á eftirfarandi
hátt:
Það er b.vrjað að kaupa erlent
grasfræ, þá er keyptur útlendur
áburður síðan eru keyptar útlend-
ar vélar sem eyða útlendri olíu til
að rækta og slá akrana. Síðan er
keypl útlend verksmiðja til að
þurrka grasið en verksmiðjan
gengur fyrir útlendri olfu, nú þá
eru graskögglarnir tilbúnir og
settir i útlenda poka og seldir
fyrir íslenska peninga.
Með þessum skrifum minum vil
ég þó ekki graskögglaverksmiðj-
urnar feigar þvi þó við eigum kost
á mjög hagkvæmu hráefni erlend-
is frá í dag er ekki víst að það
verði alltaf en heldur megum við
ekki halda áfram að einblína á
graskögglaframleiðsluna sem
lausn allra okkar fóðuröflunar-
mála. Til þess að reyna að gera
graskögglaframleiðsluna þjóð-
hagslega hagkvæma eða hag-
kvæmari þá vil ég benda á leið
sent ég fæ ekki skilið af hverju er
ekki meiri gaumur gefinn. Einn
stærsti kostnaðarliður við þurrk-
un á grasi er olía og væri því
eðlilegast að hætta að nota hana
og fara að nota rafmagn í staðinn.
þvf ef það yrði gert þá væri stigið
stórt spor i að gera framleiðsluna
innlenda. Það rafmagn sem til
þyrfti er eingöngu notað að sumr-
inu og er því til staðar en nýtist
ekki þar sem enginn er til að nota
það. Nú er það svo að ríkið á
flestar graskögglaverksmiðjurnar
og gæti þvi látið verksmiðjurnar
fá þessa ónýttu raforku á litlu
sent engu verði og lækkaö þá
kögglana og sparað um leiö dýr-
mætan gjalde.vri án þess að kosta
nokkru til nema nýrri reglugerð.
Ef þessi leið yrði farin þá væri
ráðist að í'ótum vandans og reynt
að gera þjóðhagslega óhagkvæma
framleiðslu hagkvæma. En sú leiö
sem lagt er til að farin verði sé ég
ekki að geri neitt annaö en skatt-
leggja þjóðina til að gera hag-
kvænt viðskipti við Evrópu og
Bandarikin óhagkvæm en óliag-
kvæm viðskipti við Arabana hag-
kvæm.
GunnarJóhsnnssou
Ásniundai’slöðu in.
— Listasprang
Framhald af bls. 30
umtalaðri auðsöfnun. okkar
Eyjaskeggja, sem sagt, ádeilu-
myndir."
„Að vekja menn
af þyrnirósarsvefni/4
„Náttúruverndin og mann-
Iífsstillan leita einnig á mig.
Við þurfum að gæta betur að
hér i þeint efnum. Það var nóg
sem himnafaðirinn tók i sínar
hendur, slikt verður að fyrir-
gefa, en þegar sérfræöinga-
postular ætla jafnvel að fara að
byggja fyrir Heimaklett, þá er
það ekki minni synd en t.d. að
skrúfa fyrir Gullfoss eða selja
Eyjafjallajökul út í skoskt
wiský. Það þarf að vekja ntenn
af þyrnirósarsvefni i þessurn
efnum, það er ekki aftur tekið
þegar búið er að vinna ákveðin
spjöll, það er neikvæð kjarabót
á sinn hátt. Ef til vill keniur
það spánskt fyrir sjónir að
smiðjubelgur eins og ég sé að
dunda við svona eftir vinnu. en
svona er það nú samt og ég
vænti til þess í framtíðinni að
fá tækifæri til að fást við högg-
myndagerð í eir, eirinn er min
kvöldsól, laðar mig. En víst
held ég áfram, ég byrjaði að
rnála á hnjánum uppi í hjóna-
rúmi, en nú er ég þó búinn að
eignast trönur. þetta er mín
glíma."
— Þingmenn
þingrækir
Framhald af bls. 5.
ingu og hámarksrefsingu ef menn
rita ékki y, z og æ. . .“ og aðra
tilgreinda stafi í þingskjali, sam-
kvæmt settum reglum.
Þá segfr: „Skipuð skal nefnd
hinna lærðustu hljóðfræðinga til
þess að setja reglur um breyting-
ar á framburði Islendinga, svo að
hann verði sem líkastur fram-
burði landnámsmanna, og nefnist
þær reglur samræmdur fram-
burður forn. Síðan skal gerð tíu
ára áætlun um að kenna þjóðinni
þennan framburð, en að þeim
tíma liðnum skal beitt refsingum,
ef talfærin móta önnur hljóð en
reglurnar mæla fyrir um. Skulu
þingmenn vera brautryðjendur
um þessar breytingar og menn
gerðir þingrækir eftir 1980 ef
þeir nota ekki samræmdan fram-
burð fornan innan þings og utan.
Eftir þann tíma skal enginn fá að
bjóða sig fram til þings nema
hann standist framburðapróf að
mati hinna lærðustu hljóðfræð-
inga.“
AUGI.VSINGASi.MINN ER:
22480
JH»r0untilabib
+
Unnusti minn, sonur okkar og bróðir.
MAGNÚS SIGURÐSSON,
Granaskjóli 34,
lést af slysförum þann 8 þessa mánaðar
Anna Margrét Guðmundsdóttir.
Elsa Kristjánsdóttir,
Sigurður B. Magnússon,
Kristján Sigurðsson.
t
Systir okkar, mágkona og frænka
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR
er látin Útförin hefur farið fram
Jónína Þórðardóttir,
Ingvar Þórðarson, Rafn Þórðarson,
Þórður Þórðarson, Halla Þorsteinsdóttir,
og dætur.
+
Sonur minn og bróðir okkar,
ÓLAFUR ADOLHSSON,
loftskeytamaður,
lést að heimili sínu Drápuhlíð 3 1 mánudaginn 7. þ.i
Guðrún Elísdóttir og systkini.
+
Kveðju- og mmningarathöfn um konu mina
ÁSTU ÁRSÆLSDÓTTUR
frá Fögrubrekku, Vestmannaeyjum
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudagmn 10 nóv kl 1 0 30 árdegis
Jarðsett verður frá Landakirkjj. Vestmannaeyjum lauqardaqinn 12
nóv kl 2:00 s.d . .
Agust Helgason
Móðir okkar og systir,
FJÓLA GUNNARSDÓTTIR,
Sólvallagötu 38,
Kelfavík,
verður jarðsungm frá Keflavikurkirkju laugardagmn 1 2 þ m kl 2 e h
Gunnhildur, Jóhann Þór og
Ragna Gunnarsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir tengdafaðir og afi.
JÓHANN BJARNASON.
Skeiðarvogi 79.
__verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 1 nóv kl 3 e h
Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnarfélag íslands
Þórunn Guðjónsdóttir
Einar Jóhannsson Erla Sigurðardóttir
Jóna Sigurðardóttir Kristinn Auðunsson.
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma.
AGNES KONRÁÐSDÓTTIR,
Skipholti 20,
verður jarðsungin fimmtudaginn 10 nóvember kl 1 3 30 frá kirkju
Fíladelfiu, Hátúni 2
Þeim. sem vildu minnast hennar, er bent á Trúboðssjóð Fíladelfíu
Ólöf Runólfsdóttir,
Þorlákur Runólfsson, Magnea Olöf Finnbogadóttir,
og barnabörn
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ÁSTMARS INGVARSSONAR,
bifreiðastjóra,
frá Dalaskarði, Skagaströnd,
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega öllum þeim mörgu sem sýndu okkur vmarhug og
samúð við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður og frænda
SIGURÐAR ARNAR GUNNARSSONAR
Einnig sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu sern hjálpuðu honum i
veikmdum hans
Erla Kristjánsdóttir Gunnar Dúi Júliusson
Eyvör Gunnarsdóttir Björgvin Leifsson
Kristján Gunnarsson
Guðrún Gunnarsdóttir
Hreinn Gunnarsson
Benjamin Gunnarsson
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar
mágkonu og frænku
LÁRU G. JÓNASDÓTTUR
Bakka. Reyðarfirði
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun i veikindum hennar Einnig
sérstakar þakkir til frændfólks og vina er léttu henni byrðina
Guðrún Jónasdóttir,
Hallgrimur Jónasson, Eva Vilhjálmsdóttir.
Kristin Jónasdóttir. Geir Jónasson.
Bóas Jónasson,
Bjarni Jónasson, Jórunn Ferdínantsdóttir,
Auður Jónasdóttir, Björn Gíslason,
Ólafur Þorsteinsson Guðný Stefánsdóttir,
systra- og bræðrabörn.
í Nínusokkabuxum
UMBOÐSMENN