Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977 25 fclk í fréttum Yfirþjónn- inn bregð- ur á leik + Það gengur heilmikið á fyrir Hudson um þessar mundir. Fólkið í „Húsbændur og hjú“ ætti bara að vita hvað yfirþjónninn gerir í frístundum sinum. Til dæmis hefur Hudson, sem annars heitir réttu nafni Gordon Jackson, verið í Kaupmannahöfn og leikið í auglýsinga- mynd fyrir Bing & Gröndahl. Þar á hann að kippa dúknum undan postulíninu án þess að brjóta nokkuð, en það heppnaöist víst ekki alltaf nógu vel. Auk þess hefur þessi 54 ára gamli yfirstéttarþjónn nú lært að handleika skamm- byssu en það þurfti hann nauðsynlega að kunna í hlutverki sínu í nýrri kvikmynd sem heitir „The Professionals". + Leikarinn Charles Bronson sem er einn af hæstlaunuðu kvik- myndaleikurum I heimi hefur lýst því yfir að það hafi verið hungur og fátækt sem neyddu hann til að verða leikari. Sem barn átti hann aldrei rúm til að sofa I. Hann svaf f flatsæng á gólfinu ásamt 14 systkinum sfnum. 1 dag getur hann veitt sér allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga. + Tina Onassis dóttir grfska skipakóngsins erfði skemmti- snekkjuna „Christina" eftir föður sinn. Hún hefur nú gefið gríska ríkinu snekkjuna sem talin er 125 milljóna króna virði. Astæðuna segir hún vera þá að hún kjósi fremur að fljúga en sigla. Hvernig lízt gkkur á? + Aður fyrr voru það fyrst og fremst sjómenn sem létu tattóvera sig en það er nú æ algengara að konur skreyti líkama sinn á þennan hátt. Þetta finnst okkur þó full langt gengið. SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR fEEð VÍR- OG BOLTAKLIPPUR RÉTTSKEIÐAR MÁLBÖND STANLEY KLAUFHAMRAR SKRALL-SKRÚF- JÁRN SPORJÁRN — VINKLAR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLA-SETT JÁRNSAGARBOGAR ÚTSÖGUNARSAGIR MEITLAR BOLTAKLIPPUR HEFLAR Haukar með nýja plötu Komin er á markaðinn ný hljóm- plata sem nefnist „... svo á réttunni" með hljómsveitinni Haukum. A þessari plötu eru 10 frumsamin lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar o.fl., þar á meðal Jóhann G. Jóhannsson og Ólaf Þórarinsson. Upptaka plötunnar fór fram i Hljóðrita í Hafnarfirði en upptökunni stjórnaði Tony Cook. Útgefandi plötunnar er Hljómplötuútgáfan Haukar h.f. Frá Hallgríms kirkju í Rvík I tilefni af 303. ártið sr. Hall- grims Péturssonar 27. okt. s.I., hafa Hallgrimskirkju á Skóla- vörðuhæð borist eftirtaldar gjafir og áheit: Læknir kr. 10.000. -, Stefán Björnsson kr. 10.000. -, S.H. kr. 10.000. -. Áheit frá ónefndum kr. 25.000. -, „Kristilega þenkjandi kona, sem ekki vill láta nafn sins getið, en vill votta af eigin reynslu að það fylgir þvi blessun að leggja þessu Guðs húsi lið“ kr. 100.000.-, Guðm. Magnússon, Miklubr. 16 10.000. -, Guðrún Jónsdóttir, Hafnarfirði 100.000. -, Gjöf á ártíð sr. H.P. „til minn- ingar um heiðurshjónin frú Guð- ríði Vigfúsdóttur, og sr. Björn O. Björnsson" frá „Hjón vinar þeirra“ 100.000. —, Marteinn 20.000.-, Sjöfnunarfé við hátíðar- guðsþjónustu i Hallgrímskirkju á 303. ártíð H.P. 27. okt. 181.916. -, Áheit frá Magnúsi V. Péturssyni 10.000. -, H.H. 5.000. -, Sæunn Samúelsdóttir 5.000. -, Hulda 1.000. -, R.M.A. 22.000. -, G.M., Seltjarnarnesi (— okt. sending- in) 2.500.-, V. Þorvaldsson, Smyrlahr. 12, Hf. 10.000. -. Kærar þakkir. — Hjálpumst áfram að, Islending- ar, við að fullgera minningar- kirkju Hallgríms Péturssonar. Byggingarnefnd Hallgríms- kirkju. — Júní seldi Framhald af bls. 32. TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL YALE KRAFT- BLAKKIR 3A tonn 1 '/2 tonn 2V2 tonn 5 tonn ■ TVISTUR hvítur og mislitur í 25 kg böllum. Simi 28855 ,4 Þá seldi Vestri frá Patreksfirði 104,2 lestir fyrir 256.800 mörk eða tæplega 24 milljónir króna. Brúttóverð á kíló var kr. 229.80 og meðalskiptaverð kr. 163. í söluskeytum frá Þýzkalandi segir að fiskurinn, sem skipin voru með, hafi verið sérlega góð- ur. Uppistaðan í afla Júní hafi verið þorskur og ufsi og Vestri hafi svo til eingöngu verið með stóran ufsa. — V-Þjóðverjar Framhald af bls. 1 lega hagsmuni ekki hafa áhrif á baráttuna gegn flugræningjum og á ráðstafanir til að tryggja öryggi flugfarþega. Vestur-þýzka stjórnin lýsti þvi yfir fyrir skömmu að öryggiseftir- lit væri ófullnægjandi á 13 alþjóð- legum flugvöllum, og hafa óein- kennisklæddir öryggisverðir síð- an séð um öryggiseftirlit og vopnaleit i sambandi við flug á vegum Lufthansa frá mörgum flugvöllum. Meðal aukinna öryggisráðstafana er nú viða gert að koma klukkustundu fyrr en áður til brottfarar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.