Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1977 Sverrir Runólfsson: Fékk litlu sem engu Greinargerð þessi er nokkurs konar úttekt á gangi framkvæmda á tilrauna- kaflanum á Kjalarnesi, sem er víst kallaður „Sverrisbraut" manna á með- al. Inngangsorð sem birt voru 13. okt s I enduðu á því að segja, að „Blönd un á staðnum" — þátturinn í verkinu hafi tekið sjö klukkutíma og að ef til vill hefði ég átt að gefast upp þegar kostn- aður var að fara fram úr áætlun. Stað- reyndin er þó sú, að ég ákvað að halda áfram þrátt fyrir erfiðleika og feginn er ég því þegar ég lit til baka Það er gott að vera reynslunni ríkari og fáum krón- um var virkilega sóað, þrátt fyrir að- stæður „Blöndun á staðnum" — þátturinn i verkinu kostaði rúmar 1.2 milljónir Þar innifalið er sement fyrir eina milljón eitt hundrað tuttugu og tvö þúsund krónur, einn verkstjóri 5400 kr . tveir heflar 28.000 kr , einn vörubill 14.000 kr, tveir valtarar 21.000 kr , sjö verkamenn fyrir sem- ent 20.000 kr. (vinnu þessara sjö manna gerir einn maður í Bandarikjun- um með réttu tæki), ein blöndunarvél 67.1 25 kr (fjórir klukkutímar blöndun og þrír timar biðtími) Þessi þáttur er upp á krónu þvi þar réð ég einn um Því miður er ekki mögulegt að hafa heildarupphæðina nákvæma þvi þar blandast inn i flutningur á tækjum o fl Eiginlega er ég sammála þeim sem hafa sagt, að ég hefði ekki átt að taka að mér nema þennan þátt i verkinu en mun útskýra seinna hvernig ég var neyddur til að taka að mér allt verkið ráðið af tilraun, lögn 1 km vegarkafla, sem þér gerið með burðarlagi og slitlagi " Löggiltur þýðandi færði bréfið á ensku, því ég hafði ákveðið að athuga hvort fyrrverandi samstarfsmenn minir í Ameríku væru tilleiðanlegir til að út- vega peninga i stórframkvæmdir hér á landi (sem þeir vitaskuld voru) Einnig 'ór ég til Alþjóðabankans í Washington til að ræða málm þar. í þýðingunni kemur greinilega fram, að þar er aðeins rætt um burðarlag og slitlag, með þessum orðum, „consisting of base and surface course" Þetta er sönnun þess, að í byrjun átti að standa að þessu með skynsemi. en það eru vist ósýnilegu spottarnir í þessu þjóð- félagi sem breyta hlutunum og að mínu áliti eru réttilega kallaðir „mafí- ur". Eg hef mínar hugmyndir hvernig þessu var allt í einu breytt í bréfinu er ekki minnst á undirbyggingu (sub- base). ræsagerð, skurði né annað sem bættist við síðar að ósk Vegagerðarinn- ar Út af bréfi þessu fékk ég nokkra menn í félag við mig og ákveðið var, að ég næði í blöndunarvél Þetta var í júni 1972 Eftir viðræður milli mín og Vegagerðarinnar, mikið þras og funda- setur neyddist ég til að láta undan þeirri ósk (eða réttara sagt skipun) Vegagerðarinnar að taka að mér kafl- ann frá grunni Þ e. undirbyggingu, jarðvegsflutning, skurði, ræsi og ann- að Ég tók þetta að mér aðeins vegna þess að mér hafði verið lofað að fá að velja kafla á móti Þess vegna veit ég GREINARGERÐ II Pessi mynd sýnir vél sem mylur á staðnum (í staðinn fyrir að sigta) 1200 tonn af jarðvegi á klukkutíma. Hún tekur og mylur upp i 30 sm. grjóthnull unga. Hér er verið að mylja jarðveginn í nýju vegarstæði. Gott hefði verið að hafa þess vél á Kjalarnesi eða kannski hún mundi ekki henta islenzkum aðstœðum? í Kaliforntu var ég vanur að vinna þannig, að verktakar, sveitarfélög og bæjarfélög höfðu samband við mig og óskuðu eftir að ég kæmi með blöndunarvél mina á vissan stað á vissum tíma til að blanda fyrir þá Þeir sáu yfirleitt um alla aðra liði þ á m verklýsingu og kostnaðaráætlun Þetta vissu ráðamenn hér áður en ég byrjaði framkvæmdir Víst kom það fyrir, að ég sá um allt verkið (eins og meðmæla- bréf frá einum stærsta verktaka í Kali- forníu sýnir) Þeir sem ég var að blanda fyrir sáu um útvegun tækja, sem ég hafði ekki til umráða Þegar viðræður milli mín og Vegagerðarinnar hófust 1972, hélt ég að þannig ætti að standa að tilraun- inni. í fyrrnefndri heildarupphæð er ekki innifalinn kostnaður við sigtun á efninu. sem ég hafði ekki ætlað að gera þegar verklýsingin og kostnaðar- áætlunin voru skrifaðar og mun ég koma að því seinna Ráðamenn komust einhvern veginn á þá skoðun að ég hefði fullyrt of mikið um bandaríska tækni og hraða við vegagerð í staðinn fyrir að spyrja mig hvort ég hefði virkHega sagt þessa hluti, eins og blöðin túlkuðu þá, var víst þegar byrjað að reyna að stöðva mig, t d. sagði mér maður vel kunnug- ur hjá Vegagerðinni (en maður heyrir nú svo margt) að tveir verkfræðingar hefðu verið ráðnir og lagt nótt við dag til að kanna allt sem ég hafði skrifað og sagt viðvíkjandi þessu máli Þeir áttu víst að finna einhverja veika punkta hjá mér Þegar það tókst ekki þá var breytt um aðferðir og flest af þeim hefur þegar komið fram opinberlega Hinn 28 okt 1976 sagði núverandi vegamálastjóri í blaðaviðtali. að það hefði verið þrýstingur frá almenningi og fjölmiðlum sem gerði það að verk- um, að úy fékk skriflegt loforð um cjerð einn kílómetra i bréfi frá Veyagerðinni 13 4 1972 segir „Vegagerð rikisins beri kostnað að það er aðeins tímaspursmál þangað til að ég sanna mitt mál. í millitiðinni var almenningsálitið á mér vist ekki upp á marga fiska. en það verður að hafa það Nú, þegar ég hafði látið undan þá var að minu áliti samþykkt að Vegagerðin skyldi útvega þær vinnuvélar og tæki, sem til þyrfti, nema blöndunarvélina Nú heimtaði Vegagerðin að ég kæmi með nýja verklýsingu og lét í það skína í gegn að hún ætti að vera skrifuð af verkfræðingi í viðræðum kom í Ijós að misskilningur hafði orðið milli fulltrúa „Bl á st " og fulltrúa Vegagerðarinnar á fundi 3.4 1973 í fundargerð 4.1. 1974 stendur „Rætt um fund með fulltrúum V R og „Bl á st frá 3 april 73 Fulltrúar „Bl á st " töldu að á fund- inum hefðu fulltrúar V R gefið loforð um að útvega tæki sem vantaði til byggingar kaflans V R taldi sig ekki hafa gefið nein slík loforð, heldur að- eins vilyrði fyrir að vera hjálpleg við útvegun tækja " Einn fulltrúa „B I á st " sagði þá, sem einnig er bókað „Vél sú sem ,,BI á st " hefur til umráða dugar aðeins til lagningar burðarlags og slitlags. en ekki til undirbygginga Væri því æskilegt að í stað kafla VV 8 (sem er „Sverrisbraut", mitt innskot) fengju þeir annan kafla " Ofangremt sýnir greinilega að full- trúar „Bl á st " viðurkenna að misskiln- ingur hafi orðið, en V R lét sig ekki og heimtaði að ég sæi um útvegún tækja, þótt á fyrrgreindum fundi hefði ég sagt þeim, að ég treysti mér ekki til að hafa nein viðskipti við verktaka um tæki því ég vissi að vegaverktökum væri ekki hlýtt til min, sem svo sannarlega kom i Ijós seinna í næsta þætti þessarar gremargerðar mun ég útskýra hvað V R var „hjálp- leg við útvegun tækja" og hvernig var að minu áliti af ásettu ráði reynt að eyðileggja þessa tilraun Módel Ekki að ófyrirsynju. „FLESTIR niinna kennara eru uppi í hillum, ég hef kynnt mér talsvert mikió af listaverkabók- um og haft gagn af. Þessir kennarar mínir hafa reynzt mér vel, menn læra aldrei neitt til hlítar í skólum þótt gagn geti verið af slíku námi samt.“ Það er Ástþór Jóhannsson járn- smiður í Vestmannaeyjum sem hefur orðið, en hann opnar sína fyrstu málverkasýningu í AKOGES-húsinu í Eyjum 9. nóv. n.k. Þar mun Ástþór sýna liðlega 30 myndir í vatnslit, olíu og tússi. „Aurarnir þreyttu pyngjuna lítið“ „Byrjaði? Ég veit það ekki, ég hafði gaman af þessu sem peyi hjá Páli Steingrimssyni og svona liggur í manni eins og undiraldan í hafinu. Svo reis þetta aftur úr gráðinu, við vor- um nýbyrjuð að búa og mig vantaði mynd á vegg. Aurarnir þreyttu pyngjuna litið og þá var ráðið að dusta rykið af penslun- um og endurnýja litina. Þetta var fyrir nokkrum árum, en síð- an hafa penslarnir ekki safnað ryki og eftir gos hefur maður tekið þetta í skorpum. Vonandi fæ ég meiri tíma og meiri möguleika á að láta meira eftir mér í efniskaupum og slíku. Annars er rétt að taka það fram að þótt ég sé sjálfmenntaður að öllu leyti þá er það ekki út af illsku út í myndlistarskóla, ég lenti bara ekki þar inn. Maður sér til hvað verður. Reynslan hefur verið minn bezti skóli eins og svo margra annarra, könnun á tækni meistaranna, því tæknin er undirstaðan til þess að maður geti komið hugmyndum sínum á flötinn. Mig langar mikið að komast í pilagrímsför til „Ég lenti bara ekki þar” Rabbað við ungan listmálara í Eyjum Evrópu 'og sérstaklega til Bandarikjanna til þess að grennslast svolítið betur i þess- um efnum.“ „Að veita fróun bændum á mölinni.“ „Fyrirmyndirnar? Þær eru teknar hér og þar. Lengi vel sótti ég þær í hughrif frá tón- list. Þannig eiga margar fanta- «k sprang Eftír Arna Johnsen síurnar hver sitt lag, en aðrar myndir verða til út frá ein- hverju efni sem ég er að hugsa um. Landslagsmyndir hef ég þó alltaf tekið með fyrirvara, held að þær séu fyrst og fremst góð- ar til þess að veita fróun bænd- um sem hafa flutt á mölina. Sköpun listamannsins vill svo oft sitja á hakanum í landslags- málverkinu, en þó kemst eng- inn málari hjá því að rima við landslagið, það hlýtur að kalla á menn ef þeir eru með ein- hverju lífsmarki." „Braut boðorðið um Heimaklett.“ „Ég get ekki neitað þvi að Heimaklettur er búinn að suða Iengi í mér og ég er búinn að liggja lengi í honum. Loks stóðst ég ekki mátið og nú er ég að fást við hann með oiíunni minni og brjóta þar með boöorð sem ég var búinn að setja mér, það, að reyna aldrei við hann. Ég treysti aðeins einum málara til þess að mála Heimakletl og það meira að segja blindandi, Sverri Ha'raldssyni. Hann ólst upp með Klettinum, hann var hans skóli og Engilbert Gisla- son og Guðni Hermansen hafa einnig Heimaklett i blóðinu, en það er nauðsynlegt til þess að geta fengizt við hann. Flest annáð sem ég hef séð málaö af Heimakletti eru mistök á ntis- tök ofan. Þessi klettur er svo síbreytilegur að með ólfkindum er. En þegar maður býr svona í nálægð hans galdrar hann mann og þvi fer sem fer. Ann- ars er ég um þessar mundir að byrja á myndum frá ýmsum stöðum hér í Eyjum, en súrrea- liskt ívaf verður með og ég hugsa mér að flétta inn i marg- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.