Morgunblaðið - 09.11.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977
31
„Litli DaninnA/ talinní
sama f lokki og Cruyff
ÞAÐ KEMUR eflaust ýmsum á
óvart að umtalaðasti knatt-
spyrnumaður Evrópu um þess-
ar mundir skuli vera danskur.
Það er enginn annar en Ailan
litli Simonsen, sem blöð
Evrópu eru uppfull af fréttum
um nú sem stendur. Þessi lág-
vaxni leikmaður, aðeins 1.60
sentimetrar á hæð, hefur svo
sannarlega gert það gott eftir
að hann hóf feril sinn sem at-
vinnuknattspyrnumaður sum-
arið 1972, nokkrum vikum eftir
að hann hafði leikið tslendinga
grátt I landsleik tslendinga og
Dana á Laugardalsvellinum,
skorað tvö mörk f 5:2 sigri
Dana.
Við sögðum f gær frá því að
bandarfska liðið Tampa Bay
Rowders vildi kaupa Allan frá
Borussia Mönchengladback
fyrir 210 milljónir fslenzkra
króna. Allan hefur aldrei verið
betri en um þessar mundir og í
sfðustu þremur leikjum
Borussia hefur hann skorað sjö
mörk. Mörg stórlið hafa sýnt
áhuga á þvf að kaupa Allan en
Borussa vill fá mikla peninga
fyrir hann eða þrjár milljónir
þýzkra marka, sem samsvara
280 milljónum fslenzkra króna
og 750 þúsundum brezkra
punda. Segja sérfræðingar að
Allan sé núna dýrasti knatt-
spyrnumaður Evrópu ásamt
stórstjörnunni hollensku Jo-
han Cruyff og má til saman-
burðar nefna að Kevin Keegan
er metinn á 2 milljónir marka
eða 186 milljónir króna og f
brezkri mynt eru það 500 þús-
und sterlingspund.
Allan Simonsen átti algjöran
stjörnuleik með Borussia f
deildarleik á móti Eintracht
Braunschweig á dögunum, en
Borussia vann þann leik 6:0 á
útivelli. Allan skoraði þrjú
mörk hvert öðru betra. Einn
þeirra, sem fylgdust með leikn-
um, var Gunter Netzer fyrrum
landsliðsmaður Þjóðverja og
félagi Allans hjá Borussia. Það
var frægt á sfnum tíma, þegar
Allan kom til Borussia og Net-
zer spurði þjálfara sinn, Weis-
weiler, að þvf, hvort breyta ætti
féiaginu í barnaheimili!
Netzer sagði eftir leik Bor-
ussia og Eintracht Braun-
schweig. „Fyrir marga er það
gáta hvernig á þvf stendur að
svona Iftill leikmaður skuli
vera svona góður. Ég er ekkert
undrandi. Ég þekki engan
knattspyrnumann, sem hefur
jafn góða skottækni og Allan.
Hann getur skotið með báðum
fótum. Skotin eru ekki föst en
þau eru ótrúlega nákvæm."
Þjálfari Eintracht sagði eftir
leikinn að hann hefði sett tvo
menn til höfuðs Allan í leikn-
um en þeir hefðu einfaldlega
ekki ráðið við hann f þeim
mikla ham, sem hann var í.
Nú er í alvöru farið að taia
um Allan Simonsen sem Ifkleg-
an kandidat f kosningunni um
knattspyrnumann Evrópu
næsta vor.
IR og KR
unnu í
gærkvöldi
TVEIR LEIKIR fóru fram í mfl. karla i
Reykjavíkurmótinu i handknattleik i
gærkvöldi. ÍR vann Þrótt 23:22
(10:12) og KR vann Ármann 22:19
(9:10)
Þróttur hafði lengst yfir i leiknum
gegn ÍR, en ÍR náði forystunni undir
lokin. IS/lörk ÍR skoruðu: Sigurður
Svavarsson 6, Ásgéir Eliasson 5, Vil-
hjálmur Sigurgeirsson 5 (3v), Guð-
mundur Þórðarson 2, Jóhann Ingi
Gunnarsson 2 og Jóhannes Gunn-
atsson 2. Mörk Þróttar: Konráð
Jónsson 8 (1 v), Jóhann Frimanns-
son 3, Sveinlaugur Kristjánsson 3,
Sveinn Sveinsson 3, Halldór Braga-
son 2, Ari Einarsson 2 og Sigurður
Sveinsson 1 mark.
Leikur KR og Ármanns var mjög
jafn allan timann. Liðin skiptust á
um að skora og KR tryggði sér ekki
sigurinn fyrr en i lokin. Mörk KR:
Simon Unndórsson 6 (3 v), Haukur
Ottesen 4 (1 v), Björn Pétursson 3,
Ingi Steinn 2, Þorvarður Guðmunds-
son 2, Jóhannes Stefánsson 2. Þor
varður Höskuldsson og Friðrik Þor-
björnsson eitt mark hvor. Mörk Ár-
manns: Björn Jóhannesson 6 (3 v).
Friðrik Jóhannsson 4, Jón Viðar 3.
Pétur Ingólfsson 3, Þráinn Ásmunds-
son 2 og Vilberg Sigtryggsson 1
mark.
í kvöld klukkan 20 keppa Leiknir
og Fram kl. 20 i Laugardalshöll og
strax á eftir Fylkir og Vikingur.
ÁHUGI Á GETRAUN-
UM ER AÐ AUKAST
Vinningurinn kominn í 800 þúsund krónur vikulega
Þau fóru á NM fatlaðra f sundi. Frá vinstri: Hörður Barðdal, Þorbjörg Andrésdóttir, Snæbjörn Þórðarson
og Erlingur Jóhannsson þjálfari. Ljósni. Kristinn.
Góður árangur íslenzkra sundmanna á NM fatlaðra:
TVÖ SILFUR OG TVÖ BRONZ
TÖLUVERÐ aukning hefur orðið
á sölu getraunaseðla að undan-
förnu og er það vel, þvf getrauna-
starfsemin gefur íþróttafélögun-
um drjúgar tekjur ef vel er á
málunum haldið. 1 sfðustu leik-
viku námu vinningar samtals 789
þúsund krónum.
Fram komu fjórir seðlar með 10
réttum leikjum og var vinningur
á hvern þeirra 139.500 krónur.
Holbæk féll
DANSKA liðið Holbæk, sem Atli
Þór Héðinsson leikur með, er fall-
ið niður f 2. deild f Danmörku.
Holbæk lék um helgina gegn
KB og tapaði 2:1. Þar með féll
Holbæk. Eins og menn muna lék
Jóhannes Eðvaldsson um tíma
með Holbæk. Stjarna liðsins hef-
ur heldur betur hrapað upp á
síðkastið, því seinast í fyrra var
liðið eitt af toppliðum 1. deildar-
innar dönsku.
STJÖRNUHLAUP
STJÖRNUHLAUPIN, víðavangs-
og götuhlaup, sem FH-ingar hafa
gengist fyrir eru að hefjast á ný
en fyrirhuguð eru fjölmörg hlaup
í vetur.
Fyrsta hlaupið fer fram n.k.
laugardag og annað hlaupið verð-
ur 10. desember. Hefjast þau
klukkan 14 við Lækjarskólann i
Hafnarfirði. Keppt er um vegleg-
an verðlaunagrip, sem Stjörnulit-
ir gáfu til keppninnar.
Fram meistari
ÞAÐ SKAL tekið fram vegna
fréttar f gær um úrslit leikja í
mcistaraflokki kvenna f Reykja-
vfkurmótinu að með sigri sfnum
yfir Val tryggðu Framstúlkurnar
sér meistaratitil f sfnum flokki.
Ennfremur komu fram 55 raðir
með 9 réttum leikjum og var vinn-
ingurinn 4200 krónur á hverja
röð.
Eins og í síðustu viku komu
engir seðlar fram með 11 eða 12
réttum leikjum, þrátt fyrir það,
að seldum röðum fjölgar stöðugt.
Sennilega er skýringin á svo
mörgum óvæntum úrslitum sú, aó
vellirnir eru að breytast vegna
veðurfarsins. Þurrir og sléttir
vellir breytast til hins verra með
stöðugri rigningu. Það hefur
ávallt mikil áhrif á leik liðanna.
Miðvikudaginn 16. nóvember
fer fram landsleikur á Wembley
milli Englendinga og ítala f for-
keppni heimsmeistarakeppninnar
og er þegar uppselt. Samkvæmt
upplýsingum Enska knattspyrnu-
sambandsins verður landslið þess
ekki með neinn forgang á laugar-
dag, eins og var i fyrra, er flestir
leikir í 1. deild féllu nióur næsta
laugardag fyrir landsleik.
UM SlÐUSTU helgi var haldið
fyrsta Norðurlandamót fatlaðra f
sundi. Fór mótið fram f Þránd-
heimi f Noregi og þótti takast
mjög vel. Þátttakendur voru um
100, þar af fjórir tslendingar.
Þeim gekk vel á mótinu og
kræktu f tvö silfur og tvö bronz.
Islenzku keppendurnir fóru ut-
an á vegum lþróttasambands Is-
lands.
Þorbjörg Andrésdóttir keppti í
50 metra bringusundi og hreppti
hún 5. sætið. Hörður Barðdal
hlaut silfurverðlaun f 100 metra
baksundi, synti á 1.28,3 mínútum,
og hann hlaut einnig silfurverð-
laun i 100 metra skriðsundi, synti
á 1.15,2 mínútúm. I þessari grein
setti Norðmaðurinn Erling
HEIMSMEISTARINN i hnefaleikum,
Múhameð Ali, undirritaði nýlega
samning við kvikmyndafyrirtæki
nokkurt j umræddri mynd á kappinn
að leika þræl, sem vinnur sig uppí
stöðu fógeta Myndin, sem sýnd
verður i sjónvarpi. er um sex klukku
stunda löng og verður sýnd sem
framhaldsþáttur. Einu sinni áður
hefur hinn málóði heimsmeistari
leikið i kvikmynd, þá lék hann sjálf-
an sig i mynd sem hét að sjálfsögðu
„The Greatest."
Tvenn alþjóðleg hnefaleikasambönd
Trondsen nýtt heimsmet, 1.07,7
minútur. Loks keppti Snæbjörn
Þórðarson í 100 metra baksundi
og hlaut annað sætió á 1.33,7 mín-
útum og hann hlaut einnig bronz-
ið i 100 metra skriðsundi, synti á
1.14.8 minútum.
Fararstjóri i ferðinni var
Magnús Einarsson læknir og
einnig var Erlingur Jóhannsson
þjálfari með i ferðinni, en hann
annaðist þjálfun sundfólksins
hafa nú lagt að heimsmeistaranum að
fara i hrmginn á ný og berjast vAð
annaðhvort Ken Norton eða Jimmy
Young og verja þar titil sinn eða vera
sviptur honum að öðrum kosti Lögum
samkvæmt verðui heimsmeistari að
kljast við hátt skrifaðan áskoranda
a m k árlega til þess að halda titli
sinum og miða Alþjóðasambondm við
keppni Alis gegn Ken Norton i septem
ber á siðasta ári Þvi vill kappinn eigi
una og minnir á leik smn gegn Earnie
Shavers fyrir um mánuði sem hann
sigraði naumlega Verður nú fróðlegt
að fylgjast með framvindu mála
ÞETTA Eru Reykjavfkurmeistarar lS í körfuknattleik kvenna.
Aftari röð frá vinstri: Dirk Dunbar, þjálfari, Kolbrún Jónsdótt-
ir, Kolbrún Leifsdóttir, Ragnhildur Steinbach, Ester Adamsdótt-
ir, Margrét Eirfksdóttir og Sigurlaug Karlsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Anna Björk Aradóttir, Valgerður
Sigurðardóttir, Þórdfs Anna Kristjánsdóttir, Ingibjörg Birgis-
dóttir og Guðný Eirfksdóttir.
Ljósm. Arni Guðmundsson.
Sænskt fyrirtæki
með iþróttavörur í háum gæðaflokki óskar eftir
aðalumboðsmanni á Islandi
AB NMW Sportprodukter,
Sportvágen 3,
S—360 71 Nottebáck,
Sweden.
AU TREÐUR UPP í KVIKMYND