Morgunblaðið - 09.11.1977, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JHor0unbXfií>il>
jwigpuMjrifafrife
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
jn«r0unl>l«bi>
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1977
Verðlagsgrundvöllur bænda:
Tillaga framleiðenda
þýðir um 26% hækk-
un á heildsöluverði
KRÖFUR fulltrúa framleiðenda eða bænda í sex-
mannanefndinni til hækkunar á verðlagsgrundvelli
landbúnaðarins nema um 26.5%. Bilið milli fulltrúa
framleiðenda neytenda innan nefndarinnar hefur frá
upphafi verið svo breitt að ekki er unnt að segja að
viðræður hafi átt sér stað milli aðila um einstaka liði
grundvallarins og því ekki komið annað til greina en
vísa grundvellinum í heild sinni til yfirnefndar. Síðast
þegar verðlagsgrundvöllurinn fór í heild sinni til yfir-
nefndar árið 1967 varð niðurstaðan sú að grundvöllurinn
hækkaði aðeins um 0.2% eða var sem næst óbreyttur frá
því sem verið hafði.
Guðmundur Sigþórsson, deild-
arstjóri i landbúnaðarráðuneyt-
inu og ritari 6-mannanefndar,
sagði i samtali við Morgunblaðið i
Júní seldi
fyrir rúm-
ar 40 millj-
ónir króna
TVÖ íslenzk fiskiskip seldu
afla í V-Þýzkalandi í gær og
fengu bæði mjög gott verð
fyrir aflann.
Skuttogarinn Júní seldi
195 lestir í Bremerhaven
fyrir tæplega 431 þúsusd
mörk eða 40,1 millj. kr. og
var brúttóverð á kíló kr.
206, meðalskiptaverð á kíló
var hins vegar kr. 136. Sala
Júní er þriðja hæsta sala
íslenzks fiskiskips í Þýzka-
landi til þessa.
Framhald á bls. 25
gær, að kröfur fulltrúa framleið-
enda fylgdu að segja mætti
annarri kröfugerð í þjóðfélaginu
um þessar mundir, sem væri æði
hátt stemmd og í kröfum sínun
væru fulltrúar framleiðenda ef til
vill að einhverju leyti að spá i
verðlagshækkanir fram i tímann.
Verðlagsgrundvöllurinn væri
byggður upp á ýmsum rekstrar
liðum við vísitölubú en i reynd
hefði verið svo hreitt bil milli
aðila, þ.e. fulltrúa framleiðenda
og neytenda innan 6-manna
nefndarinnar, að víðræður um
einstaka liði hefðu aldrei komizt á
samkomulagsstig og þvi ekki kom-
ið annað til greina en vísa málinu
strax til yfirnefndar. Fulltrúar i
hana væru þegar tilnefndir nema
hvað ekki væri endanlega ljóst
hvort Guðmundur Jónsson, borg-
ardómari, tilnefndur af Hæsta-
rétti, gæti tekið að sér starf odda-
manns í nefndinni vegna annarra
anna.
Sveinn Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins og fulltrúi í yfir-
nefndinni samkvæmt tilnefningu
bændasamtakanna, kvað rétt að
það hefði verið lögð fram i 6-
manna nefndinni tillaga af full
Framhald á bls. 22
itffá1-'*■ ■ ■ ■ in' '-?*•
■ ......................
r
v»»-.
^ ^ >»
“ '"r- '^ ******* ~~~
/■■. ■/[/■*., ' / //■**" ,':
&**;■./ **£?/:■ , **rn**»*—rm*'" ■ ■
'•**• .»» '*(m/ x4*kai-
■■
•///.. //r***** . ■■—:
...
Háhyrningarnir synda oft I stórum hópum í kringum síldarbátana suður af landinu.
Hvort þeir fjórir, sem sjást á meðfylgjandi mynd hafa þarna verið í ætisleit eða af
einskærri forvitni vitum við ekki, en Óskar Sæmundsson tók þessa mynd út af
Ingólfshöfða af þessum skynsömu skepnum.
Saltsíldin:
Útflutningsverðm ætið
nálgast 3 milljarða kr.
UTFLUTNINGSVERÐ-
MÆTI þeirrar saltsíldar,
sem söltuð hefur verið í
haust mun nú vera á bilinu
2.6—2.8 milljarðar króna
að því er Gunnar Flóvenz
framkvæmdastjóri Sildar-
útvegsnefndar tjáði
Ný ljóðabók eftir Tómas Guðmundsson:
Heim til þin, Island
Ný ljóðabók er komin út
■ftir þjóðskáldið Tómas
Guðmundsson og heitir
hún Heim til þín, ísland.
Nú eru liðin 27 ár frá því
skáldið sendi frá sér ljóða-
bók, en það var Fljótið
helga 1950. Það sama ár
var einnig gefin út sér-
prentun af Forljóði við
vígslu Þjóðleikhússins.
Þessi nýja Ijóðabók Tómasar
Guðmundssonar, Heim til þín, Is-
land, er 128 bls. að stærð. I bók-
inni eru 30 ljóð, sum ný af nálinni
>: hafa aldrei fyrr komið fyrir
aimenningssjónir, en önnur hefur
skáidið ort af ýmsu tilefni, þ.á m.
upphafsljóð bókarinnar, Heim til
i>irii I: ind, Þjóðhátíðarljóð að
ÞingvöIIum 28. jútf 1974, en Ijóð
þt ita orti Tómas vegna óskar
Þjóð.hátiðarnefndar 1974 og flutti
hann það sjálfur á Þingvöllum
þann fagra og eftirminnilega dag.
Siöasia Ijöð þessarar nýju bókar
heitir Ó bernska, hjartfólgní
skáld íslenzku þjóðarinnar og ást-
sælasta skáld hennar, ásamt
Davíð Stefánssyni, um langt
skeið: „Og hægt ber mig nóttin
heim til sin inn í svefninn.“
Eins og kunnugt er, hefur Tóm-
as Guðmundsson gefið út stört
ritsafn með íslenzkum örlagaþátt-
um, ásamt Sverri heitnum
Kristjánssyni, en síðasta bók, sem
fram að þessu hefur komið út frá
hendi skáldsins, er ritgerðasafn
ors lífs
'aranci
■ðja frá
[frár al
hefur
- og lykur
setningu,
:áldi. sem
ar rithöf-
rið þjóð-
Tómas Gi
ndssen
hans, Léttara hjal, sem Forni gaf
út 1975. Þessar bækur hafa notið
feikna vinsælda, ekki siður en
Ijóðabækur Tómasar Guðmunds-
sonar, sem hafa verið seldar i
stórum upplögum og einatt í
mörgum útgáfum.
Tómas Guðmundsson er 76 ára
gamall, en þegar hann var aðeins
24 ára, kom fyrsta Ijóðabók hans
út, Við sundin blá, 1925. Næsta
ljóðabók hans, Fagra veröld, var
gefin út 1933 og hefur verið sagt
um þá bók, að þegar hún kom út,
hafi skáldið upplifað það sama og
Öskar Wilde á sínum tima: að
hann hafi vaknað frægur að
morgni. Næsta ljóðabók skálds-
ins, Stjörnur vorsins, kom út
1940, en Mjallhvit og dvergarnir
sjö (ljóð við myndasögu), 1941, og
loks Fljótið helga, eins og fyrr
getur. Þá hafa einnig verið gefin
út úrvöl af ljóðum Tómasar Guð-
mundssonar. Auk þess hefur
hann ritað ýmislegt fleira en það
sem nefnt hefur verið, t.a.m.
endurminningar Asgrims Jón.v
sonar listmálara, formála og
greinar, gefið út og búið tii prent-
unar fjölmörg ritverk, t.a.m. eftir
Einar H. Kvaran, Guðmund
Kamban, Hannes Hafstein, Indr-
Framhald á bls. 19.
Morgunblaðinu í gær. Til
samanburðar má geta þess
að heildarútflutningsverð-
mæti saltaðrar Suðurlands-
síldar nam á s.l. ári 2.4
milljörðum króna, en nú á
enn eftir að salta töluvert
upp í gerða samninga,
þannig að ljóst er að út-
flutningsverðmæti saltsíld-
ar fer yfir 3 milljarða kr. á
þessu ári.
Sjávarútvegsráðuneytið
gaf út í gær tilkynningu
þess efnis, að síðasti dagur
reknetabáta á þessu hausti
yrði á morgun, fimmtudag.
Jón B. Jónasson, deildarstjóri í
Ráðuneytinu, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að reknetabátarnir
væru þegar komnir yfir 10 þús-
und tonna kvótann, sem þeim var
úthlutað í haust. Hins vegar sagði
Jón, að hringnótabátarnir ættu
enn eftir að veiða töluvert af
þeim kvóta, sem þeir fengu í sinn
hlut, en það voru um 16 þús. tonn.
Af 80 bátum eru þegar 36 bátar
búnir með kvótann og alls hafa
borizt 11 þús. lestir af hringnóta-
síld á land og sagði Jón, að margir
væru í þann veginn að ljúka við
sinn kvóta.
Enn eru 7 hringnótabátar ekki
byrjaðir veiðar, en 3 þeirra eru að
fara af stað, þá er ljóst að af þeim
bátum sem fengu úthlutun til
síldveiða með hringnót í haust
fara 5 ekki til veiða.
Hagnaður
ÁTVR um
600 millj.
kr. minni
Rekstrarhagnaður Afengis-
og tóbaksverzlunar rfkisins
hefur reynzt mun niinni á
þessu ári en f járlög gerðu ráð
fyrir. Þessu veldur einkum
samdráttur f sölu tóbaks. Er
nú talið, að hagnaður af ATVR
verði um 8 milljarðar króna,
sem er 600 milljónum minna
en búizt var við. Þetta kom
fram f fjárlagaræðu Matthfas-
ar A. Mathiesen á Alþingi í
gær.
Formálinn gefur naum-
ast tilefni til lögbanns
segir ráöuneytisstjórinn í dómsmála-
ráðuneytinu um bók Karls Schutz
„VIÐ fengum bréf Jöns Oddsson-
ar til dómsmálaráðherra til
athugunar í dag en það hefur
ekki gefizt
málið frekas
Baldur MöH
dómsmála
við Mbl. í
spurður uiii
til að fjalla um
ráðherra,“ sagði
•áðunevtisstjóri í
•ytinu, í samtali
þegar hann var
irögð j-áðuneytis-
ins við kröfu verjanda Sævars
Ciesielskis um aðgerðir af hálfu
stjórnvalda, svo sem lögbanns
vegna formáiu sem Karl Schutz,
v-þýzki rannsé-knarlögreglumað-
urinn, ritar að bök sinni sem hér
á að koma út fyrir jólin, en verj-
andinn telur samkvæmt frétt
Framhald á bls. 19.