Morgunblaðið - 10.12.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 10.12.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 11 Jólagreni Blessuð jólin nálgast óð- fluga og jólatrén munu flest þegar komin til landsins, — það sem á vantar kvað vera á næsta leiti. I vitund margra mun jólahátið án fagurlega skreytts jólatrés véra með öllu óhugsandi, svo varan- legur er þessi siður orðinn sem upphófst við katólskar jólahátiðir i kirkjum í Suður- Þýskalandi í upphafi 16. ald- ar. Á þessum tíma er ekki úr vegi að minnast aðeins á þennan sigræna gróður sem við berum inn i hibýli okkar, tendrum Ijósum og gleðjumst umhverfis um stund á ári hverju. Sú tegund sem lang- mest er notuð sem jólatré er RAUÐGRENI (Picea abies). Nálar þess eða barr eru smá- gerðar og þéttstæðar, gras- BRODDGRENI (P, pungens) og sitkagreni (P. sitchensis). Allr standa þessar tegundir að baki rauðgrenis m.a. sök- um þess hve grófgerðar og þybbnar þær eru. Þær skortir auk þess þann ferska græna blæ sem einkennir svo rauð- grenið. I tengslum við aðventu og jól eru greinar af sígrænu mikið notaðar í allskonar borðskreytingar, aðventu- kransa, leiðísgreinar, krossa o.s.frv. Aðventukransinn er nýlegur siður hér og á ört auknum vinsældum að fagna. I vandaðar skreyting- ar hentar kverskonar greni illa sökum þess hversu fljótt nálarnar vilja hrynja af þvl. í þess stað eru notaðar greinar af ÞIN (Abies) sem heldurvel nálunum. Er þá að mestu um grænar eða dökkgrænar og gljáandi. Könglar rauðgrenis eru fremur stórir og eru mikið notaðir I allskyns jólaskreyt- ingar. Vöxtur rauðgrenis er flnlegri en hjá flestum örðum grenítegundum og barrilmur þess ríkulegri. Rauðgteni hefur verið reynt hér sem garðtré en virðist ekki lánast vel nema á stöku stað Til skógræktar hefur þvi verið plantað hérlendis á álitlega staði og þar lofar það góðu. Er þegar farið að höggva tals- vert af innlendu rauðgreni til jólatréssölu og mun það væntanlega aukast ört á komandi árum. Aðrar tegundir grenis sem notaðar eru ögn sem jólatré eru: HVÍTGRENI (Picea glauca) blágreni (P.engelmannii) að ræða svokallaðan NORÐ- MANNSÞIN (A nordmanniana) og nálar hans eru langar, mjúkar dökk- grænar og gljáandi Þær sitja þétt og þekja greinina vel Önnur tegund sem smávegis er notuð I hina vönduðustu aðventukransa og skreyting- ar. er EÐALÞINUR (A procera eða A. nobilis) en nálar hans eru blágrænar og sveigjast fagurlega út og upp frá greinunum Norðmannsþinur og reynd- ar fleirri áþekkir þinir eru einnig hafðir sem jólatré sök- um áðurnefndra eiginleika. Til skreytinga i umræddu skyni eru einnig notaðar furugreinar og til tilbreyting- ar nota sumir orðið einnig furu sem jólatré. Ó.V.H. Tónleikar Kammersveit- ar Reykjavík- ur á sunnudag Kammersveit Reykjavíkur efnir á sunnudag til annarra tónleika sinna á þessu starfsári og verða þeir i Bústaðakirkju kl. 17. Einvörðungu veráur flutt barokk-tónlist á þessum tónleikum og munu um 20 manns taka þátt í flutningi verkanna, sem eru alls 4. Verkin eru Konsert í g-moll fyrir fimm ‘hljóðfæri eftir Antonio Vivaldi og Konsert nr. 2 í d-dúr fyrir fjögur hljóðfæri eftir Francois Couperin. Orðið konsert merkir hér verk fyrir margar sjálfstæðar hljóðfæra- raddir þar sem segja má að hver flytjandi sé einleikari. Hin tvö verkin sem flutt eru falla undir þá skilgreiningu Félagar í Kammersveit Reykjavíkur. orðsins konsert að það sé fyrir einleikshljóðfæri og hljóm- sveit, en þau eru Konsert í E- dúr fyrir kontrabassa og kamm- ersveit eftir Karl Ditters von Dittersdorf og verður einleik- ari í því verki Jón Sigurðsson kontrabassaleikari og sfðast á efnisskránni verður Konsert nr. 1 í d-dúr fyrir trompet og kammersveit eftir Johann Melchior Molter og leikur Lár- us Sveinsson trompetleikari einleik í því verki. Aðeins eitt þessara verka hefur verið flutt á tónleikum hérlendis áður. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.