Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 Tveir sýnenda, Bragi Hannesson og Haukur D6r, við eitt verka Hauks. „Vetrarmynd”, samsýn- ing hinna ýmsu listgreina „Jólasöngvar” á Seltjarnarnesi UM 80 Seltirningar í ýmsum kórum og hljómsveitum munu halda ,,jólasöngva“ i P'élags- heimili Seltjarnarness á sunnu- dag kl. 20. Að þessum jólasöngv- um standa Barnakór Mýrarhúsa- skóla undir stjórn Illínar Torfa- dóttur, kammersveit úr Tónlistar- skóla Seltjarnarness undir stjórn Hannesar Flosasonar, Lúörasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness undir stjórn Kristjáns Stephen- sen og Selkórinn undir stjórn Guðrúnar Birnu Hannesdóttur. Þá koma fram tvö tríó undir stjórn Ragnheiðar Guðmunds- dóttur, raddþjálfara kórsins. Alls eru þetta um 80 Seltirningar og hefst skemmtun þessi sem fyrr segir kl. 20 á sunnudagskvöld. DAGANA 10.—18. desember n.k. verður haldinn í Norræna húsinu samsýning er nefnist „Vetrar- mynd“ og er allóvenjuleg fyrir það að sýnendur eru fulltrúar ólíkra listgreina. Markmið sýningarinnar er að tefla saman mjög ólíkum listgreinum til þess að sjá hvernig þær koma út sam- an og einnig að leggja áherzlu á það, að sama skapandi aflið er á bak víð alla myndlist og því ættu flokkadrættir eftir stefnum ekki að þurfa að eiga sér stað. Sýnendurnir eru þeir Alti Heimir Sveinsson tónskald, sem sýnir nótur, Baltasar, sem sýnir ný málverk, Bragi Hannesson, sem sýnir vatnslita- og olíumynd- ir, Haukur Dór, sem sýnir mál- verk, Magnús Tómasson, sem sýnir kassaverk, þau sem hann nefnir „sýniljóð", Ofeigur Björns- son gullsmiður, sem sýnir eins konar skart-skúlptúr, og svo Þor- björg Höskuldsdóttir, sem sýnir teikningar og klippimyndir. Alls eru verkin nálægtæitt hundrað og eru öll verkin til sölu. Öllum er boðið að koma á sýninguna og „skoða verkin án allra fordóma og athuga hvort samspil hinna ólíku listgreina kveiki ekki einhvern neista í hug- um þeirra", segir í tilkynningu frá sýnendum. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 15.00 en verður annars opin daglega frá 14.00—22.00. * Hafnfirðingar Hurðaskellir og Ketkrókur Koma í heimsókn í verzlanirnar að Reykjavíkurvegi 60 kl. 2.30 í dag.- TEPPABÚÐIN MÚSIK OG SPORT BLÓMABUfHN DÖGG ÍSBUÐIN JAKI Menntaskóla- bókin Um tíma var hann „landsins einasti skóli" og bar lengi ægishjálm yfir aðra skóla. Hann er tengiliður menntasetr- anna fornu og skólastarfs nútímans. í fyrsta bindi Sögu Reykjavíkurskóla er fjallað um nám og námsskipan í skólan- um og um nemendur hans. Aldrei áður hefur birzt slíkt safn mynda af þekktu fólki í þjóðlífinu. Sögusjóður Menntaskólans i Reykjavík Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Skálholtsstíg 67, sími 13652.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.