Morgunblaðið - 10.12.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977
13
Flæði —
ljóðabók eftir
Jóhann G. Jóhannsson
UT ER komin ljóöabókin Flæði
eftir Jóhann G. Jóhannsson, en
hann er þekktur sem tónlistar-
maður og hefur einnig fengizt við
að mála og hefur haldið 10 sýning-
ar.
Bókin Flæði er 91 bls. í litlu
broti og í henni eru 82 ljóð.
Jóhann mun árita 200 númeraðar
bækur og verða þær seldar beinl
frá útgefanda, sem er Sólspil h.f.
PrentstofaG. Benediktssonar hef-
ur annazt setningu, umbrot og
filmuvinnu en ísafold prentun og
bókband.
Jólafundur
FEF á
sunnudag
JÓLAFUNDUR Félags einstæðra
foreldra verður i Átthagasal Hót-
els Sögu sunnudaginn 11. des. og
hefst kl. 3 eftir hádegi. Hefur
jólafundurinn verið haldinn að
degi til síðustu ár til að foreldrar
gætu hægar tekið börn sín með.
Skemmtiatriði cru sérstaklega
sniðin við hæfi barna á ýmsum
aldri, söngur, gengið í kringum
jólatré, eftirhermur og upplestur
og jólasveinn kemur og færir
börnunum gjafir. Gestir eru vel-
komnir á fundinn.
Þá má geta þess að tveir tólf ára
drengir úr Melaskóla hafa nýlegt
fært Húsbyggingarsjóði FEF að
gjöf 10.300 kr., ágóða af hluta-
veltú sem þeir héldu þar í skólan-
um. Drengirnir vilja ekki láta
nafna sinna getið og óska ekki
eftir mynd af sér í blöðunum, en
stjórn FEF færir þeim beztu
þakkir fyrir.
Jólakort FEF eftir Sigrúnu Eld-
járn sem kom út nýlega hefur
selzt svo hressilega að upplag er
þrotið gersamlega og sala hefur
einnig verið svo mikil í þeim
birgðum sem fyrir voru að þær
eru einnig til þurrðar gengnar.
„Hin lítil-
þægu”,
— eftir Poul Vad
BÓKAUTGAFA Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins gefur út
skáldsöguna Hin lítilþa‘gu, eftir
Poul Vad. Þetta er skáldsaga eftir
einn af þekktari skáldsagna-
höfundum Dana, þýdd af Ulfi
Hjörvar. Sagan sem heitir á frum-
málinu „De nöjsomme" kom fyrst
út 1960.
Poul Vad er kunnur af bókum
um efni úr danskir myndlistar-
sögu. Hann kom til greina i sam-
keppni um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir skömmu.
Hin lítilþægu greinir frá ungu
fólki í Kaupmannahöfn, sem er
einhvern veginn rótslítið og leitar
eins og ósjálfrátt athvarf og
nautna hvert hjá öðru, án þess að
gera sér ljóst. hvað þaö vill.
r
Aðalfundur Dómarafélags Islands:
Dr. Armann Snæv-
arr kjörinn formaður
AÐALFUNDUR Dómarafélags Is-
lands 1977 var haldinn dagana24.
og 25. nóvember s.l. í Tollbúðinjti
við Tryggvagötu í Reykjavík.
Unnsteinn Beck borgarfógeti,
fráfarandi formaður, flutti
skýrslu um starfsemina undanfar-
ið ár. Gat hann þess m.a., að félag-
ið hefði efnt til hópferðar dómara
til Noregs, en í júníbyrjun í sum-
ar fóru 25 dómarar í náms- og
kynnisferð til Oslóar og nágrenn-
is, þar sem þeim gafst kostur á að
kynnast norsku réttarfari, starf-
semi dómstóla og dómaraembætta
fyrir milligöngu og fyrirgreiðslu
norska dómsmálaráðuneytisins.
Eftir hádegið fyrri fundardag-
inn, flutti J. Ingimar Hansson,
rekstrarverkfræðingur, snjallt og
áhugavert erindi um meðferð
dómsmála frá sjónarmiði stjórn-
unar og skipulagningar. Vakti
það líflegar umræður og fyrir-
spurnir, sem frummælandi leysti
greiðlega úr.
Að loknum aðalfundatstörfum
seinni daginn flutti dr. Ármann
Snævarr hæstaréttardómari er-
indi um tölvunotkun og friðhelgi
einkalífs, nýstárlegt svið og við-
fangsefni í lögTræði, reglulegt
tfmanna tákn.
Gerði Ármann þessu efni góð og
ítarleg skil og leiddi af þvi athygl-
isverðar umræður.
Fundinn sóttu dómarar hvaðan-
æva að af landinu og fjölluðu þeir
um ýmis hagsmuna- og sérmál
dómarastéttarinnar.
Formáður næsta starfsár var
kjörinn dr. Armann Snævarr
hæstaréttardómari. Aðrir í stjórn
Jón ísberg sýslumaður, varafor-
maður, Ólafur Stefán Sigurðsson
héraðsdómari, ritari, Jón Ey-
steinsson bæjarfógeti, gjaldkeri.
og Hrafn Bragason borgardómari,
meðstjórnandi.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Óli frá Skuld
— 11. bókin í ritsafni
Stefáns Jónssonar
ÓLI frá Skuld, ellefta bindi í
heildarútgáfu Isafoidar á barna-
og unglingabókum Stefáns Jóns-
sonar, er komin út. Óli frá Skuld
er ásamt Hjaltabókuuum meðal
þekktari barnabóka Stefáns og
kom fyrst út fyrir um 20 árum.
Hún hefur einnig verið flutt sem
framhaldssaga i útvarpinu og
fyrir meira en áratug kom hún'út
á norsku. Árið 1974 var hún valin
til útgáfu í Alle Börns Bogklub í
Danmörku. Einar Bragi rithöf-
undur sá um útgáfuna, teikningar
gerði Gylfi Gislason og Aug-
lýsingastofa Kristínar Þorkels-
dóttur sá um káputeikningu og
bókarútlit. Bókin var sett. prent-
uð og bundin í ísafoldarprent-
smiðju og hún er 229 bls. að
stærð.
Philips kann tökin á tækninni - Næg bílastæði í Sætúni 8
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 1 5655
I