Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 23

Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 23
^JÍIjpsmyndir öigíusar^ ^EymundssonaT MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 — Minning Helgi Framhald af bls. 31. Hann hafði mikið yndi af allri hljómlist eins og bræður hans, en það fengu þeir í ættararf. Hann hlaut þá náð :ð vera met- inn og vinsæll af samtíðarmönn- um sinum alla tið. Það mátti segja um Helga Ágústsson með góðri samvizku, að hann var skrautblóm ættar sinn- ar, svo vel var hann gerður af forsjóninni til lifsins, — og glæsi- leikinn frábær. Síðustu mörg árin eftir lát konu hans, stjórnaði heimili hans að Sigtúnum, fósturdóttir hans og systurdóttir konu hans, Helga Ingibjörg Helgadóttir. Fórst henni það úr höndum með mikilli prýði, myndarbrag og fórnarlund til síðustu stundar hans. Það var gott að koma til Helga og fósturdóttur hans. Þar voru frábærar viðtökur og þjóðlegur íslenzkur fróðleikur. Ég og fjölskylda mín flytjum fósturdóttur hans, börnum hans og tengdabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. En Helga frænda mínum og vini þakka ég allt hið liðna. Ég óska honum blessunar Guðs og varðveizlu og endurfundi við ást- vinina með þeirri nýju dagsbrún, sem nú rennur upp hjá honum. Jón Thorarensen. — Minning Guðríður Framhald af bls. 28. símað, að Kristbjörg hefði verið flutt á Borgarsjúkrahúsið til áhættusamlegrar aðgerðar á höfði, vegna æxlis við heilann. Þetta voru óbærilegar fréttir. Ég fylgdist með úr fjarlægð, en ást- vinirnir vöktu við sjúkrabeðinn. Svo birti aftur i lofti, batahorf- ur höfðu ræst, en hve lengi? Það var óráðin gáta. Gleðistundirnar vöktu vonir og sjálf var hún hin mikla hetja, sem ekki lét bugast. Ein ferð til sólar- landa var farin eftir þetta og hin- ar fyrri voru tengdar skemmtileg- um sumarleyfum, sem gaman var á að minnast. Eins var farin ein ferð til Hornafjarðar sumarið 1976 til að finna ættingja og vini þar eystra. Gömlu bæjarrústirnar í Krossa- landi skoðaðar og gengið um á bernskuslóðum á ný. Þótt áliðið væri sumri, sendi guð okkur sína dýrðlegu sól, til að verma og fegra sumarbústaðalöndin í Stafafells- fjöllum. Það voru góðir vinir og gestir frá Akranesi i heimsókn í einum sumarbústaðnum þar. Á svölunum var tekið sólbað, talað um Mallorcaveður, svo yndislegt var veðrið. Það er sem ég sjái enn sólgyllta hárið hennar Kristbjargar bylgjast eins og foss niður á bak og ánægjubrosið yfir að sjá aftur sveitina sína. Fjallaloftið hafði endur- nærandi kraft. Þarna sat hún á svölunum sæ) og glöð og hennar trausti og myndarlegi lífsföru- nautur við hlið hennar, sem endra nær og svo voru sonur og tengda- dóttir með í för. Allt var þetta svo einstaklega skemmtilegt. Ein af hinum mörgu lifsmyndum, sem fæðast og deyja. Þau hjónin byggðu bæði upp heimili sitt á Akranesi af mikilli smekkvísi og dugnaði, svo unun var þau heim að sækja. Hann Sig- urdór Jóhannsson rafvirkjameist- ari sem sí og æ hefur unnið að því að veita birtu og yl inn á hvert heimili í sinu umdæmi, hann lét eiginkonuna sannarlega ekki vanta neitt af slíkum þægindum. Samhjáip hans að létta henni sjúkdómsbyrðina, mun þó enginn skilið geta, nema sá sem reynir eitthvað líkt. Við geymum mæta minningu um Kristbjörgu, þótt leiðir skilji að sinni. Hún unni söng og fag- urri tónlist, hafði mætur á ljóðum Davíðs Stefánssonar og fleiri góð- skálda hins eldri tíma. Hún sá sinn eigin æskudraum rætast í dóttur sinni. Litlu stúlkunni sinni skyldi hún gefa gítar, þótt aldrei næðu efnin það langt i hennar ungdæmi, að eignast slíkan kjör- grip. Framhaldsskólaganga hefði verið henni að skapi, ef að slíkt hefði staðið til boða. Þann draum sá hún einnig í dóttur sinni. Þessi bráðvelgefna stúlka hefur notið þeirfa gæða, að nema við háskóla hér heima og erlendis við góðan orðstír. Já, börn þeirra hjóna eru öll góðum hæfileikum búin og hafa þau sérmenntað sig til að takast á við vissar greinar í þjóðfélaginu. Þau eru hér talin upp í aldursröð: Sigrún, kennari, gift Sæmundi Guðmundssyni læknanema. Bragi Þór, rafvirki, giftur „Sigríði Hauksdóttur sjúkraliða. Jóhann Sigurður, endurskoðandi, heit- bundinn Margréti Guójónsdóttur íþróttakennara. Hlynur er þeirra yngstur, 16 ára, þegar hann stend- ur á þessum viðkvæmu vegamót- um. Vertu minnugur þess. elsku Hlynur minn, að veganestiö frá mömmu mun endast þér langt fram á veginn, ef þú framkallar í huga þínum mynd hennar á tví- sýnum augnablikum í lífi þínu. Svo hafði litla nafna, dóttur- dóttirin, bæst í hópinn. Hún var sólargeislinn hennar ömmu sinn- ar, nú í seinni tíð. Eins áttu hin barnabörnin sitt ástrika athvarf hjá afa og ömmu að Brekkulæk 27. Já vissulega var oft mikil sól og gleði í þeirra húsi. En skjótt hef- ur sól brugðið sumri. þetta yfir- þyrmandi ský lagst yfir bæinn og lamað þá gleði. Við biðjum guð að sénda geisla sína á ný inn í líf ástvina heTinar og veita þeim styrk í sárri sorg. Vissulega hefur Kristbjörg unnið sitt stærsta hlutverk á Akranesi, þar sem heimili þeirra hjóna hef- ur staðið um árabii. Veit ég að margir góðir vinir og kunningjar munu fylgja henni hinsta spölinn að gröfinni, með þökk í huga. Við höfum margs að minnast og margt að þakka að leiðarlokum. Hún átti litríkar hugsjónir, milda rödd, vingjarnlegt bros og tindr- andi augu undir gullnum lokkum, perlur, sem er allt dýrmætur fjár- sjóður þeirra sem eftir lifa. Eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum sendi ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur á sorgar- stund. Æskuvinkona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.