Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNÉLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978
15
Verðlauní
teiknimyndasam-
keppni afhent
Menntamálaráðuneytið og
Umíerðarráð efndu til teikni-
myndasamkeppni meðal nfu
ára skólabarna í janúar s.l. og
Bryndís Kristjánsdóttir tekur
við fyrstu verðlaununum, Kod-
ak-myndavél, úr hendi Guð-
mundar Þorsteinssonar.
voru verðlaun fyrir tíu beztu
teikningar afhent í ráðherra-
bústaðnum í gær.
Tilgangur teiknimyndasam-
keppninnar var að vekja áhuga
skólabarna á umferðarfræðslu,
sem veitt er í skólum. Sam-
keppni af þessu tagi var haldin
áður árið 1976.
Þátttaka í keppninni var góð
en myndir bárust frá 57 skólum.
Verkefnið sem valið var að
þessu sinni bar yfirskriftina:
Tillitssemi í umferð. Fyrstu
verðlaun, Kodak myndavél,
hlaut Bryndís Kristjánsdóttir,
Breiðholtsskóla. Myndin þótti
sýna vel góð tengsl milli akandi
og gangandi vegfarenda.
Yfirumsjón með keppninni
hafði Guðmundur Þorsteinsson
en dómnefnd skipuðu Margrét
Friðbergsdóttir, myndlistar-
kennari, Þórir Sigurðsson náms-
stjóri og Eymundur Runólfsson
verkfræðingur.
Ljósm.i ÓI.K.M.
Verðlaunabörnin samankomin ásamt Stefáni Ólafssyni deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu,
Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra, Vilhjálmi Iljálmarssyni menntamálaráðherra. Þóri Sigurðssyni
námsstjóra og Guðmundi Þorsteinssyni kennara.
Önnur, þriðju og fjórðu verð-
laun, vasatölvur, hlutu Arnþór
Arnarson, Æfinga- og tilrauna-
skóla K.H.Í., Hildur Sigrún
Guðmundsdóttir, Mýrarhúsa-
skóla og Jóhanna María Sigur-
jónsdóttir, Varmalandsskóla í
Mýrasýslu. Fimmtu til tíundu
verðlaun, íþróttabúninga hlutu
Anna Lísa Sigvaldadóttir, Æf-
inga- og tilraunaskóla K.H.Í.,
Arngeir Hauksson, Melaskóla,
Fanný Bjarnadóttir, Oddvarar-
skóla, Akureyri, Margrét Blönd-
al Melaskóla, Sigrún Valdimars-
dóttir, Breiðholtsskóla og Sig-
ríður Ásta Eyþórsdóttir,
Hvassaleitisskóla.
Ráðstefna um
heilsuhagfræði
FÉLAG forstöðumanna sjúkra- Boðið hefur verið erlendum
húsa hefur ákveðið að gangast
fyrir ráðstefnu í byrjun maí-
mánaðar þar sem ræða á um
heilsuhagfræði. í frétt frá félag-
inu segir að umræður um heil-
brigðismál hafi aukizt mjög að
undanförnu og að kostnaður við
heilbrigðisþjónustuna hafi tvö-
faldazt á s.l. tíu árum og séu þvf
átök nokkur um hverja krónu í
opinberum rekstri.
Segir jafnframt að erlendis sé
farið að nota ýmsar aðferðir til að
meta „heilsuarðsemi" hinna ýmsu
þátta heilbrigðismála og til að
vekja athygli á þessum málum og
kynna þau hafi félagið í samvinnu
við Stjórnarnefnd ríkisspítalanna,
Stjórn Borgarspítalans og Heil-
brigðis- og tryggingarmálaráðu-
neytið ákveðið að beita sér fyrir
fræðsluráðstefnu um heilsuhag-
fræði.
fyrirlesurum, en inngangserindi
ráðstefnunnar flytur Davíð Á.
Gunnarsson formaður Félags for-
stöðumanna sjúkrahúsa og ræðir
hann efnið: Heilsuhagfræði, hvað
er það? Erlendu fyrirlesararnir
Edgar Borgenhammer, Egon Jons-
son og Duncan Neuhauser ræða
m.a. um slfipan starfsliðs sjúkra-
húsa í Svíþjóð og Bandaríkjunum,
hvernig verja á fjármunum til
hinna ýmsu þátta heilbrigðismála
o.fl.
Þá verða umræður um það,
hversu miklum hluta við íslend-
ingar eigum að eyða í heilbrigðis-
mál og hvernig á að ákveða það
hlutfall og hver og hvernig á að
ákveða hvaða heilbrigðisþjónustu
læknar eiga að veita. Ráðstefna
þessi verður í Norræna húsinu
dagana 2.-3. maí og ber að
tilkynna þátttöku fyrir 18. apríl.
Tónlistarhátíð á
Akureyri í mai
DAGANA 12.—14. maí halda
Passi'ukórinn á Akureyri, Lúðra-
svcit Akureyrar og Tónlistar-
félag Akureyrar jjriggja daga
tónlistarháti'ð í Iþróttaskemm-
unni á Akurcyri. Hefur hátíðin
hlotið nafnið Tonlistardagar í
maí 1978 og er þetta í annað sinn
sem haidnir eru tónlistardagar
með þessu sniði.
Hugmyndina að þessari tón-
listarhátíð má m.a. rekja til
árlegra vortónleika Passíukórsins
á Akureyri en þar hefur kórinn
flutt kirkjuleg tónverk og mun
vera eini kórinn utan Reykjavíkur
sem hefur reglulega flutt slík verk.
Forgöngumenn Passíukórsins
höfðu hug á frekara tónleikahaldi
og í samvinnu við Tónlistarfélag
Akureyrar var efnt til tónlistar-
daga í maí 1977, sem var þriggja
daga tónlistarhátíð með ein-
söngvaratónleikum, tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands og
tónleikum Passíukórsins sem þá
flutti óratoríuna Messias eftir
Hándel.
í frétt frá undirbúningsnefnd
segir að þar sem aðsókn hafi verið
mjög góð og undirtektir, hafi verið
ákveðið að gera tónlistardagana að
árlegum atburði. Að þessu sinni
hefur Lúðrasveit Akureyrar bætzt
í hópinn og auk hennar munu
félagar úr öllum kórum á Akureyri
taka þátt í flutningi eins verkanna
á Tónlistardögum nú.
Á efnisskrá Tónlistardaganna er
m.a. tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands föstudagskvöldið 12.
maí með verkum eftir Bela Bartók
og Ottorino Repsighi. Laugardag
13. maí eru tónleikar Lúðrasveitar
Akureyrar ásamt blásurum úr
Sinfóníuhljómsveitinni og 16o
manna kór undir stjórn Roars
Kvam. Á þeim tónleikum verða
frumflutt 4 verk eftir Mendelsson,
Reed, Lijnschooten og Berlioz, en
tónlistardögum í maí 1978 lýkur
með tónleikum Passíukórsins er
hann flytur ásamt kammersveit og
einsöngvurum verk eftir Bach og
Mozart.