Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 ¦Hf***>H ÉHI ": : \.....i *. ' -----__-----rr--------;. I----""............... : 'TJ ¦ :« ; y* " W ' IÉÉ 1 ^pL i M tl ' ' V fi * 1; # % 1 r*f ]%, ^ i j 'ip!? <m V M*. ¦pfl 1 ¦ Frá afhendingu styrkjanna úr Menningarsjóði í gær. Frá vinstri. Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari, Baldvin Halldórsson leikari, Elísabet Erlingsdóttir söngvari, Sigrún Eldjárn grafíker, fulltrúar Kaldalónsútgáfunnar, Jón Gunnlaugsson, Ester Kaldalóns og Sigvaldi Snær Kaldalóns, Arni Tryggvason leikari, Þóroddur Guðmundsson skáld. Stefán Hörður Grímsson skáld og Kristján Benediktsson, formaður menntamálaráðs. Einn listamannanna, Sigríður Björnsdóttir listmálari, var ekki viðstödd. Ljósm. Mbl.. RAX Menntamálaráð í tilefni 50 ára afmælisins; Rit um þjóðgarða, fólk- vanga og friðlýst svæði 8 dvalarstyrk- ir og styrkur til tónverkaútgafu afhentir í gær MENNTAMALARÁD hefur samþykkt í tilefni af 50 ára afmæli Menningarsjóðs og menntamálaráðs að efna til útgáfu bókar um þjóðgarða íslands, fólkvanga og friðlýst svæði. Gísli Jónsson, mennta- skólakennari á Akureyri, hef ur verið ráðinn ritstjóri verksins og í útgáfunefnd eru Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Björn Th. Bjb'rnsson listfræð- ingur, Jónas Jónsson, for maður Skógræktarfélags ís- lands, og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. I samþykkt menntamálaráðs segir, að bókin skuli vera „eins konar hringferill um landið og einstakir menn fengnir til að rita um ákveðinn stað, eða staði". Bókin verði hugsuð „sem stofn er síðar megi endurskoða og bæta við eftir því sem aðstæður breytast og friðlýstum svæðum fjölgar. Umbroti bókarinnar verði hagað með tilliti til þess, að unnt sé að gefa hana út með tvenns konar umbúnaði, sem leiðarbók og einnig í vandaðri myndskreyttri útgáfu". Gísli Jónsson, ritstjóri afmælis- verks menntamálaráðs. Kristján Benediktsson, for- maður menntamálaráðs, skýrði frá þessu í gær og sagði hann þá m.a.: „Við væntum okkur mikils af starfi þessara manna og vonum, að þetta ritverk geti orðið verðugt framlag í menn- ingarsögu þjóðarinnar." Við sama tækifæri og skýrt var frá framangreindri útgáfu voru afhentir átta dvalarstyrkir listamanna úr Menningarsjóði og styrkur til tónverkaútgáfu. Um átta dvalarstyrki að upphæð 250 þúsund krónur hvern sóttu 32 listamenn. Þessir hlutu styrki: Árni Tryggvason leikari, til að kynna sér leiklist á Norður- löndum og í Englandi. Baldvin Halldórsson leikari til að kynna sér leiklist í Dublin og London. Elísabet Erlingsdóttir söngv- ari til dvalar í Munchen þar sem hún mun sækja einkatíma í einsöng hjá óperusöngkonunni Ruth Nehek. Sigríður Björnsdóttir listmál- ari til að kynna sér myndlist í Finnlandi og að undirbúa sýn- ingu, sem hún ætlar að halda þar í nóvember n.k. Sigrún Eldjárn grafíker til Póllandsfarar, þar sem hún ætlar að kynna sér grafíklist Pólverja. Stefán Hörður Grímsson skáld til Svíþjóðarfarar, þar sem hann ætlar að vinna að ritstörfum. Þorbjörg Höskuldsdóttir list- málari til ítalíufarar, þar sem hún ætlar að kynna sér mynd- list. Þóroddur Guðmundsson skáld til Svíþjóðarfarar þar sem hann ætlar að kynna sér nútíma sænska ljóðlist, með það í huga að þýða sænsk ljóð á íslensku. Um 700 þúsund króna styrk til tónverkaútgáfu sóttu 6 aðilar. Menntamálaráð veitti Kalda- lónsútgáfunni styrkinn til end- urútgáfu á sjö af níu sönglaga- heftum Sigvalda Kaldalóns. 2 sjómenn slasast alvarlega á hendi Sigurður Jón- asson skógar- vörður látinn SIGURÐUR Jónasson. skógar- vörður í Varmahlið í Skagafirði, lézt síðastliðinn þriðjudag 68 ára að aldri. Sigurður hóf störf hjá Skógrækt ríkisins 1944, en var skipaður skógarvörður í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum 1950. Gegndi hann því starfi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Jóhannsdóttir. TVEIR fiskibátar komu í fyrradag inn til Haínar í Hornafirði með slasaða menn, sem báðir voru f lutt- ir til Reykjavíkur. Voru þetta færeyski línubátur- inn Bláfossur og Lyngey SF 61 frá Hornafirði. Á færeyska skipinu hafði einn skipverja slasast illa á hendi og var óttast að hann missti þumalfingur. Skip- verjinn á Lyngey var illa brotinn um úlnlið. Samkvæmt upplýsingum Elísar Jónssonar, fréttarit- ara Morgunblaðsins á Höfn, hefur afli báta þar eystra verið misjafn en yfirleitt góður. Hafa skip fengið rúmlega 50 lestir af eins til þriggja nátta fiski. Algengt mun að bátar fái um 30 lestir. Ferðamenn mega nú taka með sér 1 lítra af sterku Andvirði tollfrjáls varnings aukið í 32 þúsund krónur FJARMALARAÐUNEYTIÐ gaf hinn 12. apríl síðastliðinn út nýja reglugerð um tollfrjálsan farang- ur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum og er ferða- mönnum nú heimilt skv. hinni nýju reglugerð að taka með sér einn lítra af sterku áfengi í stað % lftra áður. Þá er andvirði varnings, sem heimilt er að fiytja inn án aðflutningsgjalda aukið úr 14 þústind krónum f 32 þúsund krónur. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá fjármálaráðu- neytinu um þessa reglugerðar- breytingu. Þar segir: „Fjármálaráðuneytið hefur hinn 12. apríl s.l. gefið út nýja reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. Helstu nýmæli reglugerðarinnar eru þau að því er ferðamenn varðar, að andvirði varnings, sem ferðamönnum er heimilt að hafa með sér frá útlöndum án greiðslu aðflutningsgjalda hækkar úr 14.000 kr. í 32.000 kr. miðað við smásöluverð erlendis. Af þeirri fjárhæð má andvirði annarra vara en fatnaðar þó ekki nema meiru en 16.000 kr. og andvirði matvæla, þar með talið sælgæti, ekki meiru en 3.200 kr. í stað 1.400 kr. áður. Andvirði myndavéla, sjónauka, útvarpstækja og segul- bandstækja má nema 24.000 kr. Framhald á bls. 18 Dagblöðum heimiluð hækkun RÍKISSTJÓRNIN hefur stað- fest samþykkt verðlagsnefnd- ar frá þvf á miðvikudag um heimild fyrir dagblöðin til að hækka áskriftarverð úr 1.700 krónum í 2.000 krónur á múnuði. Ennfremur er blöðun- um heimilað að hækka lausa- söluverð úr 90 í 100 krónur og auglýsingaverð úr 1.020 krón- ur f 1.200 krónur hvern dálksentímetra. 50 ár frá stofn- un Félags mat- vörukaupmanna „BEIN sala heildsala á sínum tíma til neytenda er aðalhvatinn að stofnun Félags matvörukaup- manna fyrir 50 árum," sagði Jónas Gunnarsson formaður félagsins á blaöamannafundi sem félagíð boöaðí til í gær í tilefni afmælisins. Jónas gat pess einnig að sam- skipti pessara aðila væru nú komin í mjög eölilegt horf. Á fundinum rakti Jónas nokkuð þróun félagsins frá stofnun og sagöi meðal annars að snemma heföi farið aö gæta offjölgunar í stéttinni, en yfir 100 félagar hafi verið í felaginu í upphafi. Síöan haföi orðiö umtalsverð fækkun í kreppunni miklu og haldist nokkuö gott jafnvægi í fjölda ára þar til aö nú væri farið að gæta offjölgunar á nokkrum stööum í bænum og ættu skipulagsyfirvöld þar nokkurn hlut aö máli. Nefndi Jónas í því sam- bandi aö þeir kaupmenn sem væru búnir aö koma sér vel fyrir í Breiöholtshverfum í þeirri trú aö þau væru endanlega skipulögö. Svo kæmi þaö upp úr dúrnum aö nú væri búiö aö veita leyfi fyrir stórum markaöi í Breiðholtshverfi sem gjörbreytti myndinni. Um verðlagsmálafrumvarp þaö, sem nú liggur fyrir Alþingi, sagði Jónas', aö matvörukaupmenn teldu það spor í rétta átt en engan veginn fullnægjandi væri það sums staöar í hæsta máta loðið, þannig að erfitt væri að túfka það. Þá væri á mörgum stöðum um aö ræöa algera endurtekningu á því sem þegar væri komið í frumvarpinu. Þá kom einnig fram hjá Gunnari Snorrasyni for- manni Kaupmannasamtaka íslands, sem sat fundinn, að Kaupmanna- samtökin ásamt hinum samtökum verzlunarinnar heföu fengið frum- varpiö til umsagnar. En þegar þaö hefði veriö lagt fram kæmi það einfaldlega í Ijós aö lítiö sem ekkert hefði verið farið eftir umsögn þeirra um máliö. Þá kom innheimta söluskatts til umræðu og sagöi Jónas matvöru- kaupmenn sem aöra kaupmenn mjög óhressa meö aö fá alls enga þóknun fyrir þetta mjög svo tíma- freka starf. Meöal þeirra mála, sem félagiö hyggst vinna aö á næstu árum, er fullt verzlunarfrelsi, jafnrétti á við aðrar stéttir í landinu til handa kaupmönnum, mótmæla þeirri þegnskyldu sem í innheimtu sölu- skatts fælist svo og yröi unniö að innri uppbyggingu stéttarinnar. Væri fyrsta skrefiö þegar stigiö meö byggingu sumarhúss fyrir féligs- menn. Þá kom það fram að lokum að Félag matvörukaupmanna er eitt 18 sérgreinafélaga innan Kaupmanna- samtaka íslands, en innan vébanda þess eru um 700 verzlanir. Núverandi stjórn félagsins skipa þeir Jónas Gunnarsson formaöur, Ólafur Bjömsson, Jón Þórarinsson, Helgi Viktorsson, Ingibjörn Haf- steinsson, Baldvin Eggertsson, Bragi Kristjánsson og Örn Ingólfs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.