Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 1
76. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 14. APRIL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Á heimili Steíáns Jóhanns Stefánssonar, íyrrverandi forsætisráðherra, síðdegis í gær, en eitt hið fyrsta, sem K.B. Andersen. utanríkisráðherra Dana gerði í opinberri heimsókn hingað til lands var að heimsækja Stefán Jóhann. Áttu þeir nána og árangursríka samvinnu um lausn handritamálsins þegar Stefán Jóhann var sendiherra íslands í Danmörku, en þá var K.B. Andersen kennslumálaráðherra í stjórn Jens Otto Krag. Sjá frétt á baksíðu. Vopnaátökum hætt í Beirút Beirút. 13. apríl. AP. LEIÐTOGAR líbanskra hægrimanna og friðargæzlulið Araba lýstu yíir vopnahléi í kvöld. hinu fyrsta síðan bardagarnir hófust í Beirút á sunnudaginn og fljótlega dró úr skothríð í suðausturhverfum borgarinnar þar sem harðir bardagar geisuðu í dag. Ljósm. Öl.K.Mag. Áöur en hlé varð á bardögunum síðdegis gáfu yfirvöld í skyn að 102 Líbanir og Sýrlendingar hefðu fallið og 294 særzt síðan bar- dagarnir hófust á sunnudaginn. Leyniskyttur létu til sín heyra í kristna hverfinu Ein Rummaneh eftir myrkur en Sýrlendingar hættu eldflauga- og skriðdreka- árásum á íbúðarhverfi þar sem hægri menn hafa hreiðrað um sig. Vegna mikils mannfalls sem hefur orðið í bardögunum samþykktu Sýrlendingar og hægri menn að saudi-arabískir og súdanskir her- menn úr friðargæzluliðinu tækju sér stöðu við jaðarinn á kristna hverfinu. Sýrlendingar manna stöðvar í aðliggjandi hverfi múhameðstrúarmanna Chiyah. Hægri menn halda því fram að rúmlega 200 íbúðir hafi eyðilagzt eða skemmzt mikið í skothríð Sýrlendinga síðustu þrjá daga. Flestir þeir sem hafa faílið eða særzt eru óbreyttir borgarar, þar af margir sem lokuðust inni í íbúðum sínum eða í kjöllurum þar sem þeir leituðu hælis vegna skothríðarinnar. Sex hæða sjúkra- hús varð fyrir eldflaugum svo að flytja varð 60 sjúklinga burtu. Hægrimenn halda því fram að Palestínumenn hafi tekið þátt í árásunum á hverfi kristinna manna en ekkert bendir til þess að svo hafi verið. Knýr fram ströng lög Bonn. 13. apríl. VP STJÓRN Helmut Schmidts kansl- ara fékk f dag samþykkt á þingi við cndanlega atkvæðagreiðslu ströng ló'g gegn hryðjuverkastarfsemi þótt stjórnarandstæðingar vildu cnnþá harðari ráðstafanir. Lögin taka gildi í næstu viku og þá hafa yfirvöld heimild til: • að útiloka verjendur frá hryðju- verka-réttarhöldum aðeins vegna gruns um að þeir taki þátt í samsæri með skjólstæðingum sínum, • leita í heilum fjölbýlishúsum að mönnum sem eru grunaðir um hryðjuverkastarfsemi samkvæmt aðeins einni leitarheimild, • koma fyrir vegatálmunum og lögreglueftirlitsstöðvum hvar sem er. • handtaka alla, taka fingraför og krefjast skilríkja af öllum sem eru nærstaddir þegar alvarlegur glæpur er framinn, jafnvel áður en rétt- lætanleg ástæða finnst til að hand- taka viðkomandi, • neyða verjendur til að ráðfærast við hryðjuverkamenn í fangelsi gegnum glerrúðu svo að komizt verði hjá því að lögfræðingar smygli leynilegum skilaboðum, sprengiefni og vopnum inn í fangelsi. Sendiför Owens og Vance í óvissu Dar Es Salaam. 13. aprfl. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Breta og Bandaríkjamanna, David Owen og Cyrus Vance, hefja á morgun viðræður við rhódesíska skæruliðaleiðtoga og þar með Það er von Owens og Vance að skæruliðaleiðtogar Föðurlands- fylkingarinnar fáist til að styðja áætlun Breta og Bandaríkjamanna um frið í Rhódesíu og að sækja ráðstefnu allra deiluaðila um framtíð landsins ásamt Ian Smith forsætisráðherra og leiðtogum þriggja blökkumannahreyfinga er hann hefur myndað bráðabirgða- stjórn með. Heimildir í Tanzaníu herma að ríkisstjórnir þeirra fimm blökku- mannaríkja sem Hggja að Rhódesíu hafi hvatt leiðtoga Föð- urlandsfylkingarinnar, Joshua Nkomo og Robert Mugabe, til að fallast á áætlunina og þær séu vongóðar um að þeir muni gera það. Julius Nyerere Tanzaníufor- seti, er talinn hafa farið fram á að fundurinn verði haldinn í Dar Es Salaaam svo að hann geti beitt áhrifum sínum ef eitthvert hik hefst ný samstillt tilraun Vesturveldanna til að binda enda á skærustríðið í Rhódesíu og tryggja löglega sjálfstæðistöku lands- ins, en skiptar skoðanir eru um árangur. kemur á skæruliðaleiðtogana. Cyrus Vance fór flugleiðis til Afríku í dag og bandarískur embættismaður í flugvél hans sagði að utananríkisráðherrann gerði sér litlar vonir um að tilraunin til að efna til ráðstefnu allra deilduaðila bæri árangur. Skæruliðaleiðtogar Föðurlands- fylkingarinnar virðast reiðubúnir að samþykkja friðaráætlun Breta Framhald á bls. 19 Tyrkir vilja hörfa Vín. 13. apríl. Reutor. TYRKIR buðust til þess í dag að fyrirskipa herliði sínu að hörfa frá markalínunni milli svæða grískumælandi og tyrkneskumælandi manna á Kýpur og afhenda þar með hluta af því svæði sem þeir tóku af Kýpur-Grikkjum í innrásinni 1974. Tyrkneskir sérfræðingar sömdu þessar tillögur sem fulltrúar Kýpur-Tyrkja af- hentu Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, í Vín í dag. Prófessor Mumtaz Soysal, tyrkneskur lagasérfræðingur og ráðunautur Rauf Denktash leiðtogi Kýpur-Tyrkja, sagði að Tyrkir mundu hörfa með herlið sitt jafnskjótt og samkomulag hefði náðst milli þjóðarbrot- anna um stjórnarfar á eynni í framtíðinni. Samkvæmt áætluninni sem Framhald á bls. 19 Styður frest Bonn. 13. aprfl. AR HELMUT Schmidt kanslari lýsti í dag yfir stuðningi við þá ákvörðun Carters forseta að fresta smíði nifteindasprengjunn- ar og sagði að ákvörðunin væri bending til mótaðilans um að draga úr vaxandi vígbúnaöi eða takmarka hann. Hann sagði að ákvörðunin gæti boðið upp á nýja möguleika til þess að koma á jafnvægi í vígbúnaðar- kapphlaupinu „Hlítum leikregl- um og ákvörðun stjórnarinnar" TOR HALVORSEN, formaður alþýðusambandsins, kemur af fundi Odvar Nordlis forsætisráðherra ásamt Leif Haraldseth, varafor- manni sambandsins, og Lars M. Skytoen, formanni sambands járniðnaðarmanna. „VID höfum hlítt leikreglunum allt frá því að samningaviðræð- ur hófust og það munum við einnig gera nú," sagði Tor Halvorsen, formaður norska alþýðusambandsins, eftir að norska stjórnin hafði skýrt frá þeirri ákvörðun sinni í fyrra- dag að vísa kjaradeilu þeirri, sem stefndi í allsherjarverkfalJ á föstudag. til gerðardóms. „Um leið og málamiðlunar- lciðin lokast er það skylda stjórnvalda og í samræmi við þá ábyrgð sem valdið leggur Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.