Alþýðublaðið - 08.11.1958, Blaðsíða 1
xxx s
«8
Laugardagur 8. nóv. 1958
254. tbl.
*
DAG?
Cape Canaveral, föstudag.
FRESTA varð tunglskotinu í
gænnorgun, en í kvöld eru vís-
indamenn og tæknar önnum
kafnir við að undirbúa nýja
tilraun til að skióta eldflaug-
inni, er komst á braut umhverf
is tungl'ð. Til bráðabirgða er
gert ráð fyrir, að næsta tilraun
verði gerð klukkan hálf sjö á
laugardagsmjorgun.
AFP segir, að fresta hafi orð-
Gamalf og nýt!
í GÆR var landað karfa úr
Pétri Halidórssyni með nýj-
um löndúnartækjum snríð-
uðum í Vélsmiðjunni Kletti
í Hafnarfirði. Tæki þessi eru
enn á reynslustigi en búast
má við að þau spari mikla
vinnu og erfiði við löndun
úr togurum og bátum í fram-
tíðinni. Á n,eðri myndinni er
verið að landa fiski nVeð
gamla laginu.
ið skotinu í dag, þar eð skot-
pallurinn hafi legið undir vatni
eftir óhemjulega rigningu. Hins
vegar segír Reuter, að tilraun-
in hafi verið stöðvuð vegna ein
hvers braks, er heyrzt hafi úr
flauginni, Takist tilraunin ekki
á laugardagsmorgun. er enn
einn möguleiki að þessu sinni,
en hann er á sunudagsmorgun.
Takist hún ekki; þá verðúr að
bíða, þar til tunglið er aftur
næst jörðu.
25. nóvember
26. ÞING Alþýðusambands
íslands hefst þriðjudaginn 25.
nóveniber n. k. Verður þingið
lialdið í íþróttahúsi KR við
Kap'IaskjóKsveg. Búizt er við
að um 350 fulltrúar sitji þingið,
sem stendur a. m. k. í 4—5
daga.
Washington, Genf og London,
föstudag.
BANDARÍKJAMENN til-
kynntu í dag þríveldaráðstefn-
unni um stöðvun tilrauna með
kjarnorkuvopn, að Sovétríkin
hefðu gert tilraunir með slík
vopn síðan ráðstefnan hófst fyr
ir viku. Jafnframt er sagt af
áreiðanlegum heimildum í
Washington, að Bandaríkja-
menn niundu sennilega hefja á
ný t'lraunir með lítil atómvopn,
nema því aðeins, að Sovétríkin
fallist á að hætta tilraunum í
eitt ár.
í Genf eru menn þeirrar
skoðunar, að hinar nýju til-
raunir Rússa hafi skapað ó-
heppilegt andrúmsloft í viðræð-
um Bandaríkjanna, Bretlands
og Sovétríkjanna um bann við
stöðvun slíkra tilrauna-.
í London lýsti Selwyn Lioyd,
utanríkisráðherra, því yfir að
hinar nýju tilraunir Rússa, sem
Bandaríkjamenn segja hafa ver
ið gerðar 1. og 3. nóvember,
geti varla ta'lizt vera í sam-
ræmi við tilgang. þann, er Genf
arráðstefnan ætti að hafa. —
„Sovétríkin hafa látið ályktun
Sameinuðu þjóðanna fyrir
nokkrum dögum, þar sem atóm
veldin eru beðin um að gera
ekki tilraunir á meðan á Genf-
arráðstefnunni stendur, algjör.
lega sem vind um eyrun þjótá“,
sagði Lloyd. Hann kvað Breta
ekki hyggjast byrja tilraunir að
nýju fyrst um sinn. Hann lagði
áherzlu á, að Bretar hefðu mik
inn áhuga á stöðvun tilrauna,
en það gæti ekki orðið um alla
framtíð, nema samkomula.g
hefði tekizt um eftirlitskerfi.
Eng'inn af sovézku nefndinni
í Genf vildi segja neitt um það
í dag, hver væri skoðun Sovét-
ríkjanna á hinni opinberu yfir-
lýsingu Bandaríkjamanna. Til-
kynningin var send frá Hvíta
húsinu í nafni Eisenhowers for-
seta.
Haldinn var fundur í Genf
enn í dag til að reyna að ná
samkomulagr um dagskrá. —
Stóð fundurinn í einn tíma og
þrjá stundarfjórðunga, og eft-
ir fundinn var tilkynnt, að vf-
irlýsingu Eisehhowers hefði ver
ið droift á fundinum.
í felra sinna $
b NÚ er uppi meðal lýðveld- ^
• ismannai í Færeyj am hreyf-•
^ ing í þá átt, að eyjaskeggjar ^
^ taki upp nafnsið okkar Is- ^
^ lendinga og hverfi frá ættar ^
nöfnunum. ^
S, Eiga Færeyingar þá að S
S kenna börn við föður, eins V
Sog hér tíðkast. S
S Ungur Færeyingur — svar S
S inn lýðveldissinni — sem hér
$ dvelst, sagðl fyrir skemmstu ^
^ urn ættarnöf n landa sinna, •
• að þau væru velflest „dansk- ■
• ur andskoti“. ,
Skákmót á vegum
Dagsbrúnar og Ip
DAGSBRÚN og Iðja halda
skákmót á morgun kl. 2 e. h. í
Alþýðuhúsinu við Hveffisgötu.
Teflt verður á 30 borðum. Bæði
félögin eiga góðum skákmönn*
um á að skipa. Öllum er heimill
aðgangur.
FJÓLMÖRG félagslieimili
hafa risið upp í sveitum lands-
ins, flest byggð af m'.klum
myndarbrag og framsýni. Eitt
hið nýjasta og jafnframt glæsi
legasta er félagsheimilið að
Freyvangi í Eyjafirði. Þar eru
— sem annars staðar haldnir
dansleikir af og til g hafa ung-
lingar frá Akureyri og ná-
grenn'! þótt þar all aðsóps-
miklir á stundum, er þeir
komu drukknir til fagnaðar-
ins. Gekk svo langt, að blöð á
Akureyri létu málið til sín
taka og töldu sveitamenn lítt
hafst að til þess að halda
uppi velsæmi.
Þessu vildu sveitamenn
ekki una og næst er dansleik-
ur var haicíinn að Freyvangi
var dyravarzla efld að imm.
Tóku dyraverðir fleyga marga
og álitlega af gestum og
geymdu, en unglingar, er
ekki höfðu aldur til, var mein
uð innganga. Þá voru og „spí-
onar“ úti við er komu í veg
fyrir að sprúttsalar gætu
stundað viðskipti. Húsinu var
lokað klukkan hálf tólf og fór
gleðin hið bezta fram.
Um tólf-leyt'ð kom maður
að dyrum .samkomþhússins og
krafðist inngöngu. Dyraverðir
sögðiu manninum að búið væri
að loka og skipuðu lionum að
hafa sig á brott. Læstu þeir
síðan dyrum rammlega.
Ekki vildi komumaður þar
við una. Fór að húsahaki og
komst inn um bakdyr. Hélt
síðan inn í saiu(komusal og
fram að aðaldyrum.
Dynjavörður ,sá, er áðuir
liafði úthýst mann'.num, bar
kennsl á hann og þótti sýnt
að hann væri þar kominn með
ólöglegum hætti. Hefði hvorki
greitt inngangseyri eða komið
inn í húsið fyrir hinn lögskip-
aða lokunartíma. Snaraðist
hann að komumann', tók hann
hryggspennu, hóf hann á loft
og færði til dyra. Annar dyra-
vörður hafði þá opnað hurðina
og var manninum' fleygt út.
Það var ekki fyrr en maðurinn
lá í svaðinu fyrir utaa að ein-
hver gæzlumanna bar kennsl
á hann: Þar var kominn sett-
ur bæjarfógeti á Akureyri og
sýslumaður Eyjaf jarðarsýslu, j
en óeinkennisklæddur!! 1
Nýjuslu fréttir (innlendar) af
HÚLA-HOPPI eru á 12. síðu