Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 1
Föstudagur
2. júní 1978
Bls. 33-48
„Yfirleitt held ég tveimur myndum
eftir af hverri seríu. Sérðu þessa, þetta
er ferð Kínverja um heiminn. Þarna er
Maó í Feneyjum, þeirri yndislegu borg.
Og þarna er hann fyrir framan sigurbog-
ann, nema París er græn eins og sveitin
á þessari mynd. Polanski keypti þrjár úr
syrpunni. Hann er fínn strákur, svolítið
gjarn á að lenda í klandri“, og aftur
bregður fyrir brosi.
„Sumir hafa líkt mér við fréttamann,"
segir hann. „Það er svo mikið á seyði að
ég verð að festa það á léreftið. En þetta
er ekki áróður, kannski pólitík, en ég hef
gaman af svona skrípamyndum. Þær eru
svo fígúratívar. Ætli ég sé ekki farsamál-
ari. Hef gaman af að velta mér upp úr
því sem er að gerast og hefur þegar átt
sér stað. ísrael, Afríka, eiturlyf, Atlants-
hafsbandalagið, túristar og sprengjur. Ég
held að ég hafi viðað að mér nægu efni
til næstu fimmtíu ára.
Næst er ég á förum til New York, þar
er nægur efniviður. En fyrst fer ég
hringveginn hér um landið. Nei, ég hefði
aldrei getað dvalist hér eingöngu og
málað. Hér er skortur á efni, þó hef _ég
verið að velta fyrir mér fiskumbúðunum.
Annars er ég þannig gerður að ég verð
að vera.á ferð og flugi.
París er þreytandi til lengdar, maður
borðar og drekkur of mikið. Ég er hins
vegar alltaf sem nýr maður eftir ferðir
LIST ERRÓ er svipuð ferðasögu, hún lýsir stjórnmálum og
atburðum samtímans, segir í bók um verk hans frá 1974.
Erró strýkur hendinni hratt í gegnum hár sitt og geysist
eftir gólfum Kjarvalsstaða, eins og hann eigi lífið aö leysa.
Okkur gefst vart ráörúm til að staldra við og dást aö hverju
verki fyrir sig. Maöurinn í bláu gallabuxunum talar hratt og
kemur „franskt fyrir sjónir“, hann hlær að þeirri
athugasemd. Þaö geislar frá Erró einhver lífskraftur,
svipaöur og úr verkum hans. Samt er hann ofurlítiö
preytulegur eftir viku starf viö aö hengja myndirnar sínar
upp ásamt Aðalsteini Ingólfssyni og fleiri aöstoöarmönnum.
Hann lýsir fyrir okkur hverri myndasyrpunni á fætur annarri.
La vie de Van Gogh. „Ég held mjög upp
á Van Gogh og Picasso vegna frjálsræð-
isins og kraftsins í vinnubrögðum
þeirra og einnig vegna hlýjunar í litum
þeirra. I baksýn eru f jöll við sóiarupp-
rás. Ég sá einu sinni sólina koma upp
yfir Himalayaf jöllum. Það er stórfeng-
leg sýn. því þá kviknar á hæstu tindum
jarðar. hverjum á fætur öðrum. eins og
röð af ljóskösturum. Fyrir miðju að ofan
sjáum við geisla sólar með mikiivægustu
manneskjum í lífi Van Goghs, móður
hans, Gauguin og Gachet lækni. í
geislanum til vinstri sjáum við sjálfs-
myndir eftir Van Gogh í réttri tímaröð.
frá hinni fyrstu og minnstu, sem er næst
sólinni. til hinnar stærstu sem hann
málaði síðast. Að ofan sjáum við
eftirmyndir málverka. m.a. „Lqndslag
við Grandville“ með trjám scm orðin eru
að penslum. bar fyrir ofan sjáum við
þversneið af innviðum eyrans. Efst til
vinstri sjáum við svefnherbcrgi Van
Goghs mcð mynd af Maó sem er
andstæða hans. Fyrir miðju til vinstri
sjáum við Van Gogh lokaðan inni á
vinnustofu sinni og þar er honum
færður matur. Vinnustofan er jafnframt
B' fc.%
V |ir^ Wi - -/tctLiÍ B í Ml'A
n? I
til Thailands og Spánar. New York hefur
þau áhrif á mig að ég vinn. Það er
eitthvað í loftinu þar, sem gerir það að
verkum að ég vinn eins og óður.
Jú, það er gaman að vera kominn heim,
þótt ég hafi ekki haft tíma til að hitta
margt fólk ennþá. Þetta er skemmtileg-
asti tími ársins á Islandi og mikil
stemning fólgin í því að koma heim í
morgunsárið. Ég hef borðað heilmikið af
gömlum, íslenzkum mat, reyndi tuttugu
tegundir í kjötbúð Tómasar. En hér borða
allir hamborgara, sem er erfitt að skilja,
þegar grásleppan er svo góð. Það hefur
einnig komið mér á óvart hversu
frammámennirnir hér eru ungir og
klárir," og aftur brosir Erró.
SJA NÆSTU SIÐU
Ég hef gaman af
skrípamyndum
— ætli ég sé ekki
farsamálari...
peningaskápur sem gætt er af kaupa-
héðnum. en þeir hafa auðgast mjög á
málverkum listamannsins. Fyrir miðju
er portret eftir ljósmynd af Van Gogh
á ungum aldri. Umhverfis unga mann-
inn eru kassar með málverkum. eins og
líkkistur. Neðst til vinstri er kona eftir
Picasso en hún situr á stól eftir Van
Gogh. Þessi mynd á að sýna hve stíll
beggja einkennist af lipurleika og
hamingju. Neðarlega fyrir miðju er Van
Gogh að flýja úr skurðstofunni í
kvikmyndinni MASII. Neðarlega til
vinstri er sjálfsmynd, þar sjáum við Van
Gogh innilokaðan fyrir málverk sín. sem
eru ýkt á lengdina. Þar við hliðina er
fimleikafólk frá Asíu hangandi á hárinu
að snæðingi en það merkir áhrifin frá
japanskri og kínverskri list í verkum
Van Gogh.“ - ERRÓ