Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JUNl 1978 37 DAVÍÐ ODDSSON formaður lista hátíðarnefndar: Listahátíö í Reykjavík 1978 er nú að hefjast. Hún hefur þegar öðlast veglegan sess í lista- og menningarlífi borgarinnar og landsins alls. Reykjavíkurborg hafði á sínum tíma veg og vanda af því að hleypa henni af stokkunum og stóð vörð um listahátíð við hlið listamanna, þegar ríkisvaldið vildi hlaupast frá henni af fjárhagsástæðum. Þrátt fyrir góðan þátt Reykjavíkurborgar í stofnun og starfrækslu Listahátíðar er hún ekki aðeins í þeirra þágu heldur allra landsmanna. Bæði hlýtur þeim að vera Söderström standa í fremstu röð mest metnu listamanna heims um þessar mundir. En þrátt fyrir, að stórkostlegt sé að þessir miklu listamenn sæki okkur nú heim, megum við ekki fá ofbirtu í augun og taka bakföll af stjörnuáhuga. Meðal íslenzks efnis er margt það bezta sem íslenzkir listamenn hafa upp á að bjóða. Maður heyrir fólk stundum segja, að það ætli að grípa gæsina meðan gefst og sjá aðeins hina sjaldséðu og góðu erlendu gesti en Islendingana og þeirra verk geti menn ætíð séð. Þetta er ekki rétt nema Davíd Oddssort Við upphaf Listahátíóar í Reykjavík kappsmál að höfuðborg landsins standi myndarlega að list og menningu, en jafnframt hefur þess verið gætt að flytja efnið út í byggðir iandsins með hjálp fjölmiðla og eins hefur efni verið flutt annars staðar en í Reykjavík, þótt það mætti gera í ríkari mæli. Þá hefur verið reynt að tryggja ódýrari flugferðir til Reykjavíkur á listahátíðardögum en ella og stuðla þannig að þvi að utanborgarfólk nyti listahátíðar. A þeirri listahátíð sem nú er að hefjast hefur verið vandað til vals verkefna einsog frekast hefur verið kostur. Gildir það bæði um erlend dagskráratriði og innlend. Þótt öðrum standi nær en mér að kveða upp endanlegan dóm um það val vona ég að menn telji mig ekki of borubrattan þótt ég fullyrði að listahátíð hefur sjaldan eða aldrei verið fjölbreytt- ari. Hver stór viðburðurinn utan úr heimi rekur annan. Nöfnin Rostropovitc, Erró, Nilsson, Peterson, Perlman og að litlu leyti. Það efni sem íslenzkir listamenn bjóða fram á listahátíð hverju sinni er nær ætíð frumflutt þar og aðeins þar gefst tækifæri til að njóta þeirra. Ég vil því hvetja allt áhugafólk um góðar listir til að gleyma sér ekki í stjörnu- regninu og gefa íslenzku listafóiki verðugan gaum. Þar eru tækifæri sem geta farið forgörðum ef þau eru ekki nýtt um listahátiðardaga. Við, sem starfað höfum í framkvæmda- stjórn Listahátíðar í Reykjavík höfum orðið þess vör að hátiðin hefur skapað sér gott nafn í listaheiminum. Nú er orðið algengt að umboðsmenn frábærra lista- manna hafi að fyrrabragði samband við okkur og bjóði fram krafta sinna umbjóðenda. Sú festa sem komin er á Listahátíð í Reykjavík er mjög mikilvæg í þessu sambandi og einnig og ekki síður að listahátíðarnefndir hafa ætíð gert miklar kröfur og sett markið hátt og sá stóri hópur frægustu listamanna sem hingað hefur komið ber hátíðinni vel söguna í sinn hóp. En þrátt fyrir þessi auknu tengsl þá verður seint ofmetinn hinn mikli þáttur sem Vladimir Askenasy píanósnillingur hefur átt í að gera hverja listahátíð sem glæsilegasta. Ég nota þetta tækifæri til að þakka honum sérstaklega hans mikla og óeigingjarna framlag. Hann hefur svo sannarlega verið betri en enginn. Þótt framkvæmdastjórn listahátíðar hljóti að setja markið hátt verður hún ætíð að gæta þess að hátíðin verði aldrei fordildar og snobbhátíð sem enga samleið á með fjöldanum. Hitt er jafnmikilvægt að aldrei verði lagzt í lágkúruna af annarlegum ástæðum. Þótt menn séu ef til vill misánægðir með þá dagskrá sem framkvæmdastjórnin hefur nú lagt fram, vona ég að ekki verði með sanngirni sagt, að hún hafi fallið í annan hvorn framangreindan pytt. Ég vil að lokum óska landsmönnum öllum til hamingju með Listahátíð í Reykjavík 1978. Nú þegar þjóðin er dregin í dilka með fárra vikna millibili og efnt er til ágreinings í sem flestum efnum vona ég að listahátíðardagar verði sá almen’ningur það sem dvalið verði til yndisauka utan við dagsins önn og óróa. FREIES THEATER Leikflokkurinn Freies Theater frá Munchen er sem kunnugt er eitt listaatriðanna á Listahátið. Leikflokkurinn sýnir undir berum himni og verður sýningin auglýst sérstaklega með tilliti til veðurs. Sérkenni þessa leikhóps eru stult- urnar, sem þau leika á, tvær og jafnvel þrjár. Vigdís Finnboga- dóttir leikhússtjóri sá sýningu þeirra fyrir einu ári og hafði þetta um leikhópinn að segja: „Þegar ég sá sýningu þeirra voru leikararnir sex talsins, en leik- stjóri er George Frosser, sem jafnframt er stofnandi hópsins. Það má tala um tilraunaleikhús og óvenjulega leiklist í sambandi við Freies Theater en þau leika á tveggja metra háum stultum, sem er að sjálfsögðu innblásið af grísku leikhúsi til forna, nema allt er stærra og víðara en í raunveru- leikanum. Tækni þeirra er frábær og sýningin, sem ég sá, ákaflega myndræn. Leikni þeirra á stultunum var slík að ég hef aldrei séð annað eins. Hópurinn gat sér fyrst orðstír fyrir um það bil fjórum árum og hefur síðan tekið þátt í úr allflestum alþjóðleguin leiklist- arhátíðum. Þriðju stultuna nota þeir undir sitjandann til að auðvelda bakhreyfingar og eru þær með ólíkindum." Sýningar af þessu tagi fara fram sem útileikhús á torgum nú til dags. FRANCE CLIDAT France Clidat vakti á sér mikla athygli fyrir um það bil þremur árum. Þá komu út fyrstu hljóm- plöturnar með leik á píanóverkum Franz Lizt. Það vakti og umtal er tilkynnt var að þetta væri rétt byrjun, enda liggja eftir Lizt hvorki meira né minna en 550 fantasíur og útsetningar auk sjálfra píanóverkanna. Ekki mun það hafa verið hugmynd France Clidat að leika hvert verk hans en hún hefur nú farið myndarlega af stað, því að hún hefur nú þremur árum síðar leikið inn á 24 plötur, alls rösklega 200 píanóverk. Hefur Clidat lagt sig í líma við að afla sér upplýsinga um verk Lizt sem mörg hafa um árabil verið óhreyfð og ókunn. Upp úr krafsinu hefur hún haft ýmis merk tónverk svo sem ungverska rapsodíu nr. 20, sem áður var óþekkt, og Fimmta Mephisto-valsinn. Sérfróðir menn segja að Clidat búi yfir mikilli tækni í leik sínum. Frartce Clidat Hún lærði hjá frægum píanókenn- ara, Lazare Levý. Þó hefur einhver orðað það svo, að reyndar hafi Lizt verið hinn raunverulegi kennari, þar sem hún hafi æft svo mörg erfið verk hans. Hún leikur þó ekki aðeins verk Lizt. Hún hefur ferðast vítt um heim og haldið tónleika og flytur þá verk eftir Mozart, Beethoven, Brahms, Chopin, Tjakovsky, Rachmaninoff, svo að nokkrir séu nefndir. 16. júní, föstudagur, Háskólabíó Pianótónleikar France Clidat. Efnisskrá: Lizt: Etudes transcendantes nr. 10, 4 og 12, Heilagur Frans gengur á vatnin Gosbrunnur hjá Villa d'Este Ungversk rapsodia nr. 12 Sriabine: Sex etýður ópus 8, nr. 1, 2, 3, 5, 8, 12 Debussy: Svíta fyrir píanó: Prélude sarabande toccata. Ravel: Gosbrunnur Úr Miroírs: Hnípnir fuglar, bátur á hafinu mansöngur trúðssin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.