Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978
45
II
Reyni að tæpa á ýmsum atriðum
ff
Fyrsta einkasýning
Kristjáns Davíðs-
sonar í sjö ár
Einn af listasýningarviðburðum Lista-
hátíðar verður sýning á verkum Kristjáns
Davíðssonar listmálara í sýníngarsal
Félags íslenzkra myndlistarmanna, en nú
eru hartnær 7 ár frá því að Kristján
síðast hélt einkasýningu í Reykjavík. I
stuttu samtali við Morgunblaðið sagði
Kristján að hér væri ekki um að ræða
yfirlitssýningu á verkum sínum heldur
reyndi hann að tæpa á nokkrum tímabil-
um á listamannsævi sinni, enda væri
húsnæðið heldur þröngt og ekki hægt að
koma fyrir nema u.þ.b. 50 myndum. „Ætli
ég þyrfti ekki fjórfalt stærra sýningar-
húsnæði ef koma ætti fyrir almennilegri
yfirlitssýningu, sem að sjálfsögðu hefði
verið ánægjuefni. Ég hef í sambandi við
þessa sýningu orðið að leggja megin-
áherzlu á smærri myndir til að koma sem
flestum fyrir."
Aðspurður sagði Kristján að sýningin
væri að hluta sölusýning „enda ekki hjá
því komist að maður reyni að fá eitthvað
upp í kostnað og fyrir vinnu sína. Elsta
myndin á sýningunni er frá 1934, þegar
ég var 17 ára. Síðan kemur nokkuð bil
fram til 1942 og aftur nokkuð löng eyða,
en ég reyni eins og ég sagði áðan að tæpa
á ýmsum hlutum. Meginhluti verkanna er
frá síðustu árum og því, sem ég hef verið
að vinna að. Mér fannst nauðsynlegt að
eiga nokkuð af myndum sjálfur á
sýningunni. Ég held varla að ég geti tekið
eitthvert ákveðið tímabil sérstaklega út
úr. Það er t.d. aðeins ein mynd frá
lakktímabilinu mínu, sem ýmsir muna
sjálfsagt eftir og það eru ekki nægilega
margar myndir frá aðalstarfstímabili
mínu."
Kristján Davíðsson við uppsetningu sýningarinnar.
— Hvað áttu við með aðalstarfstíma-
bili?
— Það var það tímabil í lífi mínu, er
ég hafði besta starfsaðstöðu. Það var
löngum erfitt hjá mér í húsnæðismálum,
maður var jafnvel að mála í útihúsum til
að hafa einhverja aðstöðu. Það er ekkert
smámál fyrir málara að flytjast búferl-
um.
— Hversvegna er svo langt frá
síðustu einkasýningu.?
— Ég gafst hreinlega upp á að standa
í sýningum, því að þær tóku svo á mig
að ég gat ekkert unnið í 2 mánuði á eftir
og þá ákvað ég að hætta fremur en að
leggja þetta á mig. Það er afskaplega
bagalegt fyrir listamann að þurfa að
hugsa um svona lagað sjálfur.
— Koma menn til að sjá eitthvert nýtt
skeið á þessari sýningu?
— Ég hef málað mikið eftir að ég
fluttist í Barðavoginn, þar sem ég bý í
skrítnasta húsinu, en ég get ekki sagt um
það sjálfur hvort það er eitthvað nýtt,
menn verða að gera það upp við sig sjálfir
er þeir sjá sýninguna. Ég vil að lokum
láta í ljós þakklæti mitt til félaga minna,
sem eru við völd í FÍM, og sem ég hélt
satt að segja að væru ekkert hlynntir
mér, fyrir að hafa valið mig sem framlag
sitt á Listahátíð.
ærið listahátíðina heim í stofu
og njótið þessara frábæru listamanna í ró og næði
.4 4
Smokie
HfhomewinY
C56 ÐUBtJneRS
The Dubliners
Eins og undanfarin ar reynum viö
í Fálkanum aö eiga til eitthvaö
meö öllum þeim listamönnum
sem sækja okkur heim á yfir-
standandi listahátíö. Aö vísu er
töluveröur munur á því aö sjá
listamanninn leika á sviöi og á
því aö hlusta á hann á hljóm-
plötu, en þaö er víst aö minning-
in glatast síst ef menn eiga
einhverja af þeim fjölmörgu
hljómplötum sem þeir hafa leikiö
inn á.
1
Birgit Nilsson Mstislav Rostropovitch Vladimir Ashkenazy Sendum í pÓStkrÖfu um land allt.
Oscar Peterson
VLADIMIRASHKENAZY IMccál
TCHAIKOVSKY PIANO CONCERTO Nal
MUSSORGSKY PICTURES ATAN EXHIBTnON
IONDON SYMPHONYORCHESTRA LORIN MAAZEL
§l
UiJLUH'
Fartjsy
^\
m
CapKol
w*w §
¦yavi:ir.
f*RL0PH0NE
MCA
MCA
COHAL
RLuaí
MQjagj
S«\eiiBÍf»n
Starttne
«^fe
MOEST
\J^OfUt'Rtanh
<$>#<3I
C**
Mesta hljómplötuúrval landsins.
Verslid Þar sem úrvalið er mest
FÁLKIN N
Suðurlandsbraut 8, sími 84670.
Laugavegi 24, sími 18670.
Vesturveri, sími 121IO.
®