Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JUNI 1978
Framlag Norræna hússins
ÁSTÆÐA er til að vekja athygli á framlagi
Norræna hússins til Listahátíðar sem er í senn
vandað og hið menningarlegasta. Meðal þess sem
húsið hefur frumkvæði að eru hljómleikar þekktra
listamanna á borð við Grieg-dúóið og Strokkvartett
Kaupmannahafnar. Að ógleymdum tónleikunum 11.
júní þar sem flutt eru verk eftir Jón Þórarinsson.
Vert er að vekja athygli á þremur listsýningum í
húsinu, þeirra Seppo Mattinens frá Finnlandi, Helle
Vibeke Erichsen og Vigdísar Kristjánsdóttur.
Norræna húsið hefur í tilefni Listahátíðar látið
gefa út sýningarskrá um þá dagskrárliði sem þar
verða á boðstólum og er hún óvenjulega smekklega
úr garði gerð.
ISflrnj
Grieg-dúo flytur verk eftir
Grieg-dúóið hefur þegar unn-
ið sér nafn ba'ði á Norðurlönd-
um og í Þýzkalandi. í því eru
ungir norskir tónlistamcnn,
fiðluleikarinn Olc Böhn og
píanóleikarinn Einar Stccn-
Nokleberg.
Olc Böhn er fæddur 1945.
Hann byrjaði að læra fiðlulcik
barn að aldri hjá móður sinni,
scm var þekktur fiðluleikari.
Síðan stundaði hann nám í Osló,
New York og Kaupmannahöfn,
og lauk burtfararprófi frá Tón-
listarháskólanum í Kaup-
mannahöfn 1968 með hæstum
moguiegum vitnisburði. Fyrstu
opinberu tónleikum hans í
Kaupmannahöfn og Osló var
framufskarandi vcl tekið. Hann
hélt þó áfram námi, nú hjá Max
Rostal í Köln, og lauk þaðan
tfori Qí ii og di
(.Kllí. IH'O ki ayw, ^. :
ftn l.mi'.' s
] < B*. r, liinnr, / tv s,„, "£íí£*........"""*......... 1
f i.i.11 sn.ii N.illi'
v,,U"""' :::::. MiA.ikud..Ki>w (Ölil 1971 Kl L'ii.m lltl.ii Imm li.i|„.^1.ui,.. K !7».I77'<,
,1::
¦¦¦
Beethoven
burtfararprófi 1971. Síðan hefur
Ole Böhn haldið tónleika og
cinlcik mcð hljómsveitum víða í
Evrópu við góðan orðstír. M. a.
hefur tónskáldið Niels Viggo
Bentzon tileinkað honum mörg
einleiksverk. Ole Böhn leikur á
fiðlu smíðaða af Giovanni
Baptista Guadagnini 1766.
F]inar Steen-Nökleberg er
fæddur 1944. Aðeins fjórtán ára
gamall lék hann einleik með
hljómsveitum víða í Noregi.
Hann lauk burtfararprófi við
Tónlistarháskólann í Osló með
hæstu mögulegum vitnisburði,
og stundaði framhaldsnám hjá
Hans Leygraf og Karl Engel í
Salzburg og Hannover. Jafn-
framt stundaði hann nám í
tónsmíð hjá Alfred Koerppen.
Hann hlaut önnur verðlaun í
Tónlistarkeppni ungs fólks á
Norðurlöndum sem haldin var í
Reykjavík 1972. Hann hefur
haldið tónleika og leikið einleik
með hljómsveitum víða í Evrópu
og Asíu, meðal annars farið í
tónleikaferðir með Arve
Tellefsen og Ritu Streich. Þá
hefur hann leikið inn á hljóm-
plötu í Noregi og Frakklandi.
Einar Steen-Nökleberg er nú
prófessor við Tónlistarháskól-
ann í Hannover.
Strokkvartett Kaupmannahafnar frum-
flytur nýtt verk Þorkels Sigurbjörnssonar
Það var árið 1957 að fjórir
hljóðfæraleikarar úr„Kgl. Kap-
elle", Hljómsveit Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn,
tóku sig saman og stofnuðu
Strokkvartett Kaupmannahafn-
ar. Þessir hljóðfæraleikarar
voru fiðluleikararnir Tutter
Givskov og Mogens Lydolph,
Mogens Bruun víóluleikari og
Asger Lund Christiansen selló-
leikari. Fyrstu tónleikarnii voru
haldnir í Kaupmannahöfn sama
ár, og var þeim ákaflega vel
tekið. Kvartettinn hélt síðan
tónleika um alla Danmörku og
voru undirtektir hvarvetna
mjög góðar. Árið 1959 fór
kvartettinn í fyrstu tónleika-
ferðina út fyrir landsteinana, og
lék í Hamborg og Berlín við
mikinn orðstír. Síðan hefur
kvartettinn árlega farið í tón-
leikaferðir um Þýzkaland. Auk
þess hefur kvartettinn leikið í
Noregi og Svíþjóð, Hollandi,
Belgíu, Sviss, Bretlandi og
ísrael. 1964 fór hann í fyrstu
tónleikaferðina til Ameríku,
ferðaðist um þver og endilöng
Bandaríkin og Kanada í ellefu
vikur, og lauk ferðinni með
tónleikum í Carnegie Hall. Árið
1966 fór kvartettinn aftur til
Bandaríkjanna í sjö vikna tón-
leikaferð, og að henni lokinni
léku listamennirnir inn á níu
hljómplötur fyrir VOX-fyrir-
tækið í New York verk eftir
Sibelíus, Grieg, Carl Nielsen,
Holmboe, Berwald, Gade og
fleiri tónskáld frá Norðurlönd-
um. Strokkvartett Kaupmanna-
hafnar hefur leikið á margri
listahátíðinni í Evrópu, meðal
annars á Berlíner Festtage 1967,
Beethoven-hátíðinni í Bonn 1967
og 1974, og á Luzern Festspiele
'69. Strokkvartettinn hefur yfir
125 tónverk á verkefnaskránni.
Þar á meðal eru verk sígildra
tónskálda, Haydns og Beethov-
ens, — og kvartettinn kýs sér oft
verk eftir landa sína: Gade,
Hartmann, Nielsen og síðast en
ekki síst Vagn Holmboe en
listamennirnir telja hann í röð
fremstu tónskálda vorra tíma.
Vagn Holmboe, hefur tileinkað
Strokkvartett Kaupmannahafn-
ar fjóra kvartetta, og hefur
Strokkvartettinn lokið við að
leika tólf kvartetta hans inn á
hljómplötur. Þá hefur Strok-
kvartett Kaupmannahafnar
einnig lagt mikla rækt við
danska tónlist frá árunum
1800—1880, sem oftast er kölluð
Gullöldin. Þannig hafa lista-
mennirnir dregið fram í dags-
ljósið frábæra kvartetta eftir
Niels W. Gade, Hartmann,
Horneman, Kuhlau og fleiri en
mörg þessara verka voru aðeins
til í handriti. Kvartettinn hefur
leikið þessi verk inn á hljóm-
plötur, og eru þau oft á verk-
efnaskrá hans, bæði í Danmörku
og erlendis.
Sunnudagitr I jiini 197
Kl. 'i'l.S'i.
.SIROKKVARTKTT KAI'PMANNAMAPNAR
IV \ \|,,/.», Stiokkvanect ur. l'IKi-ilt'u
,i:-jii>i. K,.l,t.| n,r, (lín'ii
i,,,Lk\,„t,'ii Ka„|,,i,ai,„.rl,al„,
:„kktailcu nr 2(l,i;7-;H)
Tmiti (.nvkm. I.li,\la
Vfonntf ll„tl,„liii. 2 liiMa
tíiwan l't.......si'ila
ri„„.....(l.iKiirM jtini Iff,
STROKKVAR'H II K \l l'\l \\\AII \KN \K
I.........l"»s s„„kk,.„i,........;,n,i„,