Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978
Mesti sellóleikari samtímans
Mstislav Rostropovitch er óumdeilan-
lega einn mestur tónlistarmaður aldar-
innar. Hann stendur nú á fimmtugu og
ferðast að vísu enn um heiminn á sovézku
vegabréfi, en stjórnvöld hafa neitað
honum um að snúa heim vegna afdráttar-
lauss stuðnings hans við Solzhenitsyn svo
sem margoft hefur verið sagt frá. Sýndi
Rostropovitch þá mikinn og aðdáunar-
verðan hetjuskap og kjark, er hann léði
Solzhenitsyn hús sitt í Ryazan og gerði
re.vndar langtum meira, hann skrifaði
opin bréf honum til styrktar sem vakti
reiði sovézkra stjórnvalda og aðdáun
frjáls almenningsálits.
Um margt þykir hann einstakur. Hann
er haldinn óslökkvandi lífsþorsta og ríkri
þörf til að gefa af sjálfum sér. Hann
miðlar miklu og hver maður er kær vinur.
Hann er jákvæður maður, Menuhin hefur
orðað það svo, að hann lifí í samfelldu
sæluástandi. „Guðirnir brosa þegar hann
sezt við sellóið og þeir gráta við hljóm
þess,“ hefur verið sagt.
Fá tónskáld á 18. og 19. öld sýndu
áhuga á sellói sem eirtleikshljóðfæri og
árangurinn varð að tónbókmenntir fyrir
það eru fátæklegar. Það var Casals er léði
sellóinu núverandi rödd með því að
breikka svið þess. Þetta gerði tónskáldin
djarfari og nú er mikið til af góðri
sellótónlist. Ennfremur má segja að
tæknileg snilld Casals hafi valdið bylt-
ingu í sellóleik, því að hann jók möguleika
hljóðfærisins og víkkaði tjáningarsvið
þess.
Og í höndum Rostropovitch hefur
endurreisnin blómstrað. Tónskáld eins og
Britten, Lukas Foss, Dmitri Shostako-
vitch og Prokofiev skrifuðu fyrir hann.
Vaxandi tónbókmenntir og fordæmi hans
hafa hvatt heila kynslóð frábærra ungra
sellóleikara til dáða á einleikssviðinu.
Eins og Casals er Rostropovitch róman-
tískur og hann skammast sín ekki fyrir
það. Hann fyllir hverja laglínu með sinni
stórbrotnu rússnesku sál þegar bogi hans
seiðir fram langa syngjandi hljóma með
nærfærinni mælsku og hreinleika.
Hann er fæddur í marz 1927 í Baku á
strönd Kaspíahafs. Móðir hans lék á
píanó, faðir hans hafði numið sellóleik.
Eldri systir hans varð ágætur fiðluleikarí
og spilar með Ríkishljómsveit Moskvu.
Hann hrærðist innan um tónlist frá
blautu barnsbeini og fjögurra ára hóf
hann að nema á píanó og fjórum árum
síðar ákvað faðir hans að hann sneri sér
Slava og Galina
að sellóleik. Árið 1934 fluttist fjölskyldan
til Moskvu og bjó þar við kröpp kjör
fjárhagslega en aðstða til tónlistarnáms
var vitanlega auðveldari. Rostropovitch
hóf að halda hljómleika 13 ára, meira af
nauðsyn en vilja. Hann vann fyrir
tónlistarnámi sínu af ótrúlegu kappi og
eftir seinni heimsstyrjöldina lenti hann
rétt tvítugur í sinni fyrstu pólitísku
eldskírn. Stjórnvöld höfðu 1948 fordæmt
Prokofiev og Shostakovitch fyrir að
aðhyllast „öfuguggahátt og andlýðræðis-
legar tilhneigingar sem fjarlægir sovézku
þjóðina og listasmekk hennar". Rostropo-
vitch hvikaði ekki frá fyrri afstöðu sinni
til þeirra. Og þeir mátu það mikils við
hann. Þrítugur fór hann að halda
hljómleika að ráði utan Sovétríkjanna.
Hann giftist 1955 sópransöngkonunni
Galinu Vishnevskayu. Þau bjuggu við
rúman efnahag á sovézka vísu framan af.
Eftir að Solzhenitsynmálið kom verulega
upp á breyttist efnahagur þeirra sem
annað. Rostropovitch er nú auk þess að
fara í hljómleikaferðir, fastur stjórnandi
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Washington.
„Við leikum á þessum tónleikum
Vorblót Stravinskys og sónötu
fyrir tvö píanó og ásláttarhljóð-
færi eftir Béla Bartok, þar sem
þeir leika með okkur Gísla, Reynir
Sigurðsson og Oddur Björnsson,"
sagði Halldór Haraldsson, píanó-
leikari, um'tónleika þeirra Gísla
Magnússonar í Þjóðleikhúsinu.
„Við höfum flutt Bartok-sónöt-
una einu sinni áður í Félagsheimili
stúdenta, en hins vegar held ég að
mér sé óhætt að fullyrða að
Vorblótið hafi ekki verið flutt hér
áður. Vorblótið er hins vegar eitt
allra merkasta tónverk á þessari
öld en mjög erfitt í flutningi og af
þeim sökum hygg ég að það hafi
ekki verið flutt hér áður í hljóm-
sveitarbúningi,“ sagði Halldór
ennfremur. „Höfundurinn útsetti
þetta verk hins vegar einnig fyrir
2 píanó, enda samdi Stravinsky
það á píanó eins og önnur verk sín,
þó að hann ætlaði það fyrir
hljómsveitarflutning. Og það
hljómar satt að segja mun hetur
á píanóin en við höfðum þorað að
trúa að óreyndu.“
Halldór kvað þá Gísla vera
farna að æfa af fullu kappi fyrir
tónleikana. Þeir Halldór og Gísli
komu fyrst fram á tónleikum og
léku á tvö píanó árið 1975 og léku
þá í Félagsstofnun stúdenta en
hafa síðan leikið saman á liðlega
fimm tónleikum. „Þetta er orðið
eins konar fóstbræðralag fyrir tvö
píanó," sagði Halldór en tók fram
að þeir lékju báðir aðallega hvor
í sínu lagi.
American
1927-77
Drawing
Teikningar bandarískra
listamanna í Listasafninu
Fjórða júní nk. verður opnuð í
Listasafni ríkisins sýning á teikn-
ingum eftir bandaríska listamenn,
sem nefnist American Drawing
1927—77 og spannar þannig hálfa
öld í nútíma listsögu Bandaríkj-
anna. Á sýningunni eru 75 verk
eftir jafnmarga listamenn.
Sýning þessi er hingað komin
fyrir tilstuðlan Menningarstofn-
unar Bandaríkjanna og upphafs-
liður í samskiptum Listasafns
ríkisins við bandarísk söfn og aðila
um að skiptast á sýningum. Þessi
sýning er á vegum Listasafns
Minnesotafylkis, sem um þessar
mundir á hálfrar aldar afmæli og
hefur á síðasta aldarfjórðungi lagt
mikla áherzlu á þátttöku í alþjóð-
legu listastarfi og gengist fyrir
fjölda sýninga víðsvegar um heim.
I inngangsoröum, sem forseti
safnsins, Malcolm E. Lein, ritar í
sýningarskrá segir hann m.a.:
„Listasafn Minnesota er í hjarta
auðugrar norrænnar menningar-
arfleifðar, sem innflytjendur frá
Noregi, Danmörku, íslandi, Sví-
þjóð og Finnlandi fluttu með sér.
I Minnesota fundu þeir land vatna
og skóga, loftslag, sem þeim féll
við þótt stundum væri það harð-
neskjulegt og hlýjar móttökur. Því
er það okkur ánægjuefni að taka
upp samstarf við íslendinga á
þessu sviði. Þegar að því kom að
taka ákvörðun um hvernig þessi
sýning skyldi verða, innan þeirra
takmarka, sem slíkri sýningu eru
sett, var ákveðið að senda teikn-
ingar, því að við komumst að
þeirri niðurstöðu að teikningin
gæti betur en nokkurt annað form
túlkað þróun bandarískrar listar
síðustu 50 ár. Teikningin endur-
speglar og kallar á nýjar stefnur
og af öllum listaformum dregur
hún mest af sköpunarhæfileikum
listamannsins."
Verk eftir Lester Johnson nr. 33 d sýningunni.