Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978 41 Fía og Fleur: Kristbjörg Kjeld og Edda Björgvinsdóttir. Dísa og Jói, sonur skóarans og dóttir bakarans: Kristín Bjarnadóttir og Arnar Jónsson. Sonur skóarans og dóttir bakarans Framlag Þjóðleikhúss til Listahátíðar að þessu sinni er síðasta leikritið sem Jökull Jakobsson skrifaði. Á því voru hafnar æfingar nokkru áður en hann lézt og hafði leikritið þá hlotið „vinnunafnið" „Sonur skóarans og dóttir bakarans". Undir því nafni verður leikritið flutt nú tvívegis á Listahátíð, en að sögn Helga Skúlasonar, leikstjóra verksins, hafði höfundur í samráði við leikstjóra ákveðið því titil „Söngur frá Vi Læ" stuttu áður en hann lézt og verður það hið endanlega nafn verksins. Aðstoðarleikstjóri er Helga Bachmann og með helztu hlutverk fara þau Þóra Friðriksdóttir og Rúrik Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Arnar Jónsson, Sigurð- ur Sigurjónsson, Erlingur Gíslason, Róbert Arnfinnsson og tvær ungar Albjartur og Matthildur: Þóra Friöriksdóttir og Rúrik Haraldsson. leikkonur, Kristín Bjarnadóttir sem hefur leikið í Danmörku og Edda Björgvinsdóttir og er þetta fyrsta umtalsverða hlutverkið sem hún fer með. Allmargir aðrir leikarar fara með hlutverk í leiknum. Magnús Tómasson gerir leikmynd og búninga. Á æfingu á leiknum fyrir nokkru spurðum við þau hjón Helgu og Helga um verkið og hvernig væri að stjórna því, en eins og margir vita hafði Jökull mikil afskipti af æfingum á leikritum sínum og vann leikstjóri yfirleitt í nánu samráði og samstarfi við hann: „Þetta er mjög gott verk," sögðu þau. „Það slær á fleiri strengi en fyrri verk hans, í því er litríkara mannlíf og nýttir eru móguleikar sem leikhúsið býður upp á meira en í ýmsum fyrri verkum hans. I heild má segja að þetta sé langsamlega þroskaðasta verk sem Jökull samdi og hefur þá algeru sérstöðu af þeim verkum hans, sem við höfum að minnsta kosti kynnzt — að vera fullbúið þegar hann skilaði þvi til leikhússins. Jökull vann iðulega þannig að hann hafði alls ekki lokið leikritum fyrr en æfingum á þeim var langt komið. Þessu er öðru vísi farið nú, enda hefði ella ekki verið gerlegt að flytja verkið. En hann vann þannig að textinn þurfti ekki að vera endanlegur og því hefur verið fært að hnika örlítið til — eftir því sem við höfum heyrt hvernig þetta skilar sér á sviðinu. En þetta og önnur vinna í sambandi við þetta verk verður okkur léttbærari en ella vegna þess að við höfum bæði unnið svo mikið með honum áður. Við vonum að takist að koma þessu leikriti til áhorfenda. Það á það marg- faldlega skilið." Leikritið „Sonur skóarans og dóttir bakarans" gerist í litlu þorpi úti á landi. Þar er allt í niðurníðslu og menn lepja dauðann úr skel. Síldin er sem sé farin og mannlífið hefur misst þann lit og athafnalífið þann ljóma sem var áður. I plássinu hafast þau við Albjartur, klassiker og fílósófer, sem er að bíða eftir staðfestingu á doktorsgráðunni frá París, og Matthildur fylginautur hans, sem má muna fífil sinn fegurri, en hefur hina mestu aðdáun á gáfum og snilld síns elskhuga. Við sögu koma og Fía sem rekur Hótel Áróru, sem er nú að hruni komið og á að fara að loka því, og þorpsbúar safnast saman í hótelinu og rifja upp gamla daga og býsnast yfir konu lyfsalans, sem er reyndar einnig dóttir bakarans og gengur dag hvern án þess að yrða á neinn upp í kirkjugarð plássins, situr þar á fransmannaleiði við að sauma skyrtu sem hún rekur síðan jafnóðum upp. í þessa eymd kemur glataði sonurinn, Jói, hann er sonur skóarans í plássinu og hefur farið um öll heimsins höf, en alla tíð átt sér þann draum að koma heim og eiga næturstað á Hótel Aróru. Með honum er Kap skipstjóri og hann reisir allt í plássinu nú snarlega við, fabrikkan er sett á stað aftur og framleiðir nú vítamín handa vanþróuðum þjóðum — að því er talið er. í þorpið kemur síðan ókunn stúlka, Fleur, komin úr landi sem er hinum megin við heiminn og með henni eru tveir menn. Þeir ætla að fullnægja réttlætinu. Leikritið er í þremur þáttum og er ekki ástæða til að rekja þráð þess að sinni. Eins og fyrr segir verður það flutt tvisvar nú en síðan teknar aftur upp á því sýningar í haust. Helgi Skúlason leikstjóri og Helga Bachmann aöstooarleikstjóri. MANUELA WIESLER OG JULIAN DAWSON-LYELL Manuela Wiesler hóf flautunám 10 ára gömul og var aðeins 16 ára er hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskóla Vínar- borgar og er oröin víökunnur flautusnilling- ur víða um lönd þótt ung sé að árum, aö því er segir í frétt frá Listahátíöarnefnd. Manuela er sem kunnugt er gift Siguröi Snorrasyni flautuleikara hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni og hefur veriö búsett hér á landi sl. 5 ár. Manuela heldur tónleika á Listahátíö í lönó mánudaginn 12. júní kl. 20 og meö henni leikur ungur og efnilegur brezkur píanóleikari, Julian Dawson-Lyell. Á dagskránni eru eingöngu verk frá 20. öld og í stuttu samtali sagöi Manuela: „Það er enginn munur á því að leika nútímatón- list og gamla tónlist. Það er alltaf verið að segja það sama í tónlist gegnum aldirnar, það er aðeins sagt á mismunandi hátt. Túlkunin veröur aö koma aö innan og hún verður að vera sönn og hrein." A efnisskránni er verk eftir franska tónskáldið André Jolivet, sem nefnist Söngurinn um Linos. Þá er einnig verk eftir annan franskan meistara, Olivier Messaien, sem oft er nefndur Beethoven vorra tíma. Nefnist verkið Svarti þrösturinn. Ballaða eftir svissneska tónskáldiö Frank Martin, sem nú er nýlátinn, er einnig á dagskrá. Meginatriði efnisskrárinnar er svo eitt e'rfiðasta flautuverk, sem skrifað hefur veriö og er í fyrsta sinn flutt hérlendis, Sónatína fyrir flautu og píanó eftir Pierre Boulez, sem nú er tónlistarstjóri Pompidoumenningar miðstöövarinnar í París. Tvö íslenzk verk eru síðast á dagskránni, Calais fyrir einleiksflautu eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Xanties eftir Atla Heimi Sveinsson, sem samdi það verk sérstak- lega fyrir Manuelu. Það er leikið við kertaljós og flytja tónlistarmennirnir eins konar Ijóð, jafnframt því sem þeir spila. Þetta er saga um næturfiörildi og söng þeirra. Manuela Wiesler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.